Fréttablaðið - 06.03.2019, Page 6

Fréttablaðið - 06.03.2019, Page 6
INDÓNESÍA Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurð- aði fyrirhugaða byggingu stíf lu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýra- verndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tap- anuli-órangútanar séu eftir í heim- inum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök teg- und fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíf lunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkis- fyrirtækið Sinohydro muni reisa stíf luna og kínverski ríkisbankinn Zhōngguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíf lan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötru- fylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhver f isver nd a r sa mtök in Wahli höfðu kært byggingu stíf l- unnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sér- fræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verk- efni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stíf l- una á þeim stað sem f lestir órang- útanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann. – þea Stífla ógnar tilvist órangútanategundar Wahli-liðar hafa mótmælt stíflunni fyrirhuguðu harðlega. NORDICPHOTOS/AFP Aðeins 800 tapanuli- órangútanar eru eftir í heiminum. Tegundin er því í bráðri útrýmingarhættu. SÚPER KENNÝ SKÓLAMÁL Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir mikil- vægt að nemendur séu vel upplýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. HÍ hefur stigið skref til að efla starfsráðgjöf og leitar leiða til að styrkja tengsl milli náms og starfsvettvangs. Fram kom í skýrslu Vinnumála- stofnunar fyrir janúarmánuð að atvinnuleysi meðal háskólamennt- aðra hefur aukist verulega á síðustu mánuðum. Jón Atli segir í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins að mikil- vægt sé að nemendur séu vel upp- lýstir um þá möguleika sem þeir hafa að loknu námi. Búið sé að efla starfsráðgjöf Háskólans á undan- förnum misserum, meðal annars með tilkomu Tengslatorgs sem er atvinnumiðlun fyrir stúdenta og skipulagðri dagskrá Atvinnudaga HÍ. Eftirspurnin sveiflast eftir tíma- bilum og fræðasviðum. „Það er mis- jafnt eftir fræðasviðum og tímabil- um hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðu fólki í samfélag- inu. Þannig er t.d. mikil eftirspurn eftir háskólamenntuðum kennur- um um þessar mundir og við erum að bregðast við því í samvinnu við mennta- og menningarmálaráðu- neytið,“ segir Jón Atli. „Við viljum líka undirstrika að háskólanám hefur gildi í sjálfu sér og háskólamenntað fólk skapar oft nýjar atvinnugreinar og þann- ig eykst eftirspurn eftir háskóla- menntuðu fólki. Við sjáum líka að með fjölbreyttara hátæknisam- félagi eykst þverfræðileg samvinna milli ólíkra fræðasviða sem skapar mörg ný tækifæri fyrir háskólafólk.“ Um síðustu helgi kynntu sjö háskólar á Íslandi yfir 500 náms- brautir sem standa nemendum til boða í haust. „Á haustmisseri 2018 voru vin- sælustu greinarnar hjá nýnemum í grunnnámi viðskiptafræði, sál- fræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, tölvunarfræði, lífeindafræði og félagsráðgjöf en í framhaldsnámi opinber stjórnsýsla, lögfræði, uppeldis- og menntunarfræði og læknisfræði.“ arib@frettabladid.is Misjafnt hversu mikil eftirspurn er eftir háskólamenntuðum Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands. HEILBRIGÐISMÁL Innf lutningur á fersku kjöti til Íslands hefur sáralítil áhrif á hvort hingað til lands berist sýklalyfjaónæmar bakteríur. Þetta segir doktor í líffræði. Í dag rennur út frestur til þess að skila umsögnum um frumvarp landbúnaðarráðherra sem heimil- ar innflutning á fersku kjöti. Með frumvarpinu er afnumin 30 daga frystiskylda. Í gær greindi Frétta- blaðið frá könnun Zenter rannsókna sem sýndi að meirihluti lands- manna sé andvígur því að slakað verði á reglum um innf lutning á ferskum matvælum. Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði sem starfar á Til- raunastöð HÍ í meinafræði að Keld- um, segir í samtali við Fréttablaðið að það skipti litlu sem engu máli hvort búið sé að frysta kjöt áður en það er flutt til landsins þegar litið er til sýklalyfjaónæmra baktería. Einu áhrifin sem afnám frystiskyldunnar gætu haft í för með sér er aukin hætta á kampýlóbakter, bakt- eríu sem finnst helst í alifuglakjöti. „Frysting minnkar magn kamp- ýlóbakter í kjötinu, það er það eina sem sýnt hefur verið fram á að fryst- ingin geri. Frysting hefur ekki áhrif á aðrar bakteríur og ekki á ónæmið,“ segir Þórunn, en hún er sérfræðing- ur í sýklalyfjaónæmum bakteríum. Hingað til lands eru flutt nokkur þúsund tonn af frystu kjöti á ári, hátt í fjögur þúsund tonn árið 2017 en dróst saman í fyrra. Þórunn segir erfitt að meta hvort sá innflutning- ur, sem er í raun óheftur umfram tollkvóta, hafi áhrif á fjölgun fjöl- ónæmra baktería í mönnum hér á landi. Nærtækara sé þó að benda á aukna notkun sýklalyfja í mönnum og ferðalög fólks heimshorna á milli en á innf lutning á kjöti. „Ef frystiskyldan verður afnumin þá eru auknar líkur á að fólk smitist af kampýlóbakter, sem gæti verið ónæmur fyrir sýklalyfjum, en ef fólk meðhöndlar matinn og eldar rétt þá ætti ekki að vera nein hætta á að smitast af kjötinu.“ Smithættan sé þá engin ef fólk eldar kjúkling í gegn og heldur óelduðu kjötinu fjarri grænmeti og öðru sem er borðað hrátt. „Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu.“ arib@frettabladid.is Innflutningur á kjöti hefur lítil áhrif Kampýlóbakter sem kemur til landsins í kjöti deyr ef kjötið er eldað í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/HARI Þegar við eldum kjúklinginn eins og á að gera, þá drepum við bakteríurnar, líka þessar ónæmu. Þórunn Rafnar Þorsteinsdóttir, doktor í líffræði Frestur til að senda inn umsögn um frumvarp sem heimilar innflutn- ing á fersku kjöti rennur út í dag. Meirihluti landsmanna er á móti tilslökunum á innflutn- ingi. Doktor í líffræði segir að þegar kemur að bakteríum skipti litlu sem engu máli hvort kjöt sé fryst eða ekki. 6 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -B 6 0 4 2 2 7 D -B 4 C 8 2 2 7 D -B 3 8 C 2 2 7 D -B 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.