Fréttablaðið - 06.03.2019, Side 23

Fréttablaðið - 06.03.2019, Side 23
Afkoman batnaði á milli ára Hver var hagnaður Coca-Cola á Íslandi í fyrra? „Ég get ekki upplýst um það að svo stöddu en hagnaður í ársreikn- ingi mun hækka um u.þ.b. átta pró- sent milli ára. Ef leiðrétt er fyrir einskiptiskostnaði vegna breytinga á rekstrarformi þá er hækkunin 15 prósent ,“ segir Einar Snorri. Blaðamaður nefnir að arðsemi eigin fjár Coca-Cola á Íslandi hafi einungis verið 2,3 prósent á árinu 2017. „Það er ekki sanngjarnt að einblína á arðsemi eigin fjár í okkar tilviki því fyrirtækið er rausnarlega fjármagnað þegar kemur að eigin fé,“ segir hann. Eiginfjárhlutfallið var 75 prósent árið 2017 og skuldir við lánastofn- anir voru einungis um 80 milljónir króna. Eigið fé var til samanburðar 5,7 milljarðar króna. „Við greiddum upp allar okkar skuldir við fjármálastofnanir í fyrra. Móðurfélagið getur fjármagn- að sig með hagkvæmari hætti en við. Hagnaðarhlutföllin mættu vera betri og við erum að vinna að því að bæta þau. Miðað við aðstæður var afkoman á undanförnum tveimur árum ásættanleg og við stefnum á að bæta hana enn frekar. Þegar horft er til systurfyrirtækj- anna má sjá að við getum gert betur. Því fylgir hins vegar óhjákvæmilega óhagræði í rekstri því við erum mun minni í sniðum. Við þurfum að skipta um framleiðslulotur tvisvar til þrisvar á dag sem þarf ekki að gera á öðrum mörkuðum.“ Tekjur Coca-Cola á Íslandi námu 11,5 milljörðum króna árið 2017 og hagnaðurinn var 102 milljónir króna. Árið áður var hann 180 millj- ónir króna, samkvæmt ársreikn- ingum. Reikningur fyrir árið í fyrra hefur ekki birst opinberlega enn, eins og er raunin með flest fyrirtæki landsins. Hve mikið hefur fyrirtækið hækk- að verð á undanförnu til að mæta auknum kostnaði? Voru hækkanir nægar til að mæta vaxandi kostnaði? „Við reynum alltaf að halda aftur af okkur þegar kemur að því að hækka vöruverð. Við hefðum þurft að hækka verð meira en raun ber vitni en árið í fyrra slapp til. Við hækkuðum framleiðsluvörurnar hinn 1. júlí um 3,3 prósent í kjölfar launahækkana og innfluttar vörur um 1,5 prósent. Það stóð ekki til að hækka verð meira í fyrra en gengi krónunnar fór af stað um haustið. Það voru ekki aðrir kostir fyrir hendi en að hækka verð. Þá hækk- uðum við innlenda framleiðslu um 3,5 prósent og innfluttar vörur um sex prósent. Við flytjum inn nánast allt hráefni til framleiðslunnar fyrir utan vatn, eins og bragðefni, plast og áldósir.“ Hafið þið þurft að grípa til upp- sagna eins og Ölgerðin hefur gert? „Nei. Við höfum hagrætt verulega í rekstrinum til að mæta auknum kostnaði. Á undanförnum árum höfum við úthýst verkefnum eins og áfyllingu, dreifingu og tækni- þjónustu. Í tilviki tækniþjónustu og áfyllingar fluttust starfsmenn frá okkur til fyrirtækjanna sem annast nú þau verkefni.“ Er launakostnaður stór hluti af kostnaði fyrirtækisins? Ég velti því fyrir mér í ljósi kjaraviðræðna hversu mikil áhrif launahækkanir gætu haft á verðlag hjá ykkur. „Launakostnaður okkar er veru- legur enda með 165 starfsmenn. Hvert prósent í hækkun umfram það sem við getum borið er erfitt. Því miður eru takmörk fyrir því hversu mikið við getum hagrætt á móti hærri launum án þess að hækka verð. Okkur hefur þó auðn- ast á undanförnum þremur árum að halda verðhækkunum í skefjum með því að hagræða í rekstri. Verð- hækkanir eru að einhverju leyti vegna launahækkana en í meiri mæli vegna gengisþróunar krónu og hækkana frá birgjum, sem í þeirra tilviki tengjast oftast nær hærri launakostnaði.“ Eru frekari hagræðingartækifæri fyrir hendi? „Það eru alltaf tækifæri. Fyrir Við erum hluti af lausninni en ekki vandanum Einar Snorri segir að við upphaf árs 2017 hafi fyrirtækið – ásamt öðrum í Coca-Cola fjölskyldunni – sett fram metnaðarfulla skuld- bindingu um að minnka sykur í seldum lítra um 10 prósent milli áranna 2015 til 2020. „Það hefur tekist nú þegar, ári á undan áætlun og erum við að vonum ánægð með árangurinn. Ef við horfum aftur til 2010 höfum við dregið úr sykri í vörum okkar um 30 prósent. Þá þróun má rekja til breyttra neysluvenja og aukinnar meðvitundar um heilbrigða lífshætti, bæði hjá neytendum og hjá okkur fram- leiðendum. Við viljum bjóða upp á hollari valkosti, m.a. með aukinni áherslu á vörur sem eru sykurlausar. Sem dæmi má nefna að ef það er tilboð á venjulegu kóki í verslun, þá er sama tilboð á Coke Zero og vð höfum lagt mikla vinnu í vöruþróun á kol- sýrðu vatni. Coca-Cola fær enn langmesta hilluplássið í verslunum af þeim vörum sem CCEP selur því annars myndu hillurnar tæmast hratt. Þegar kaupmenn leggja ríka áherslu á sykurlausu drykkina lenda þeir oft í vandræðum með að halda hillunum fullum af sykruðu drykkjunum. Á árum áður stóðu öll spjót á Coca-Cola fyrir að stuðla að of- fitu með sykruðum gosdrykkjum og við höfum hlustað á þessar áhyggjuraddir. Það er ekki staðan núna. Við erum hluti af lausninni en ekki vandanum.“ Hversu hollir eru þessir sykurlausu valkostir? „Oft eru drykkirnir ekki ein- göngu sykurlausir heldur einnig án hitaeininga. Það er því hægt að slökkva þorstann og í sumum tilvikum fá einnig steinefni án hitaeininga. Í staðinn eru sætu- efni sem gefa bragð en þau hafa verið rannsökuð meira en flest önnur matvæli og hafa ekki slæm áhrif á heilsu.“ Við greiddum upp allar okkar skuldir við fjármálastofnanir í fyrra. Móðurfélagið getur fjármagnað sig með hag- kvæmari hætti en við. Framleiðslan hefur verið straumlínulögð með því að flytja inn vörur sem seldust í minna mæli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN skemmstu hættum við að fram- leiða Trópí og hófum að f lytja inn Minute Maid sem er eitt sterkasta safavörumerki í heiminum. Þetta ákváðum við að gera þrátt fyrir að hafa fyrir nokkrum árum fjárfest í tækjabúnaði til framleiðslu á Tetra Pak vörum. Eins og árferðið er núna þurfum við að hafa hugrekki til að taka nýja stefnu ef við sjáum að hún sé sú rétta fyrir bæði fyrirtækið og neytendur.“ Þegar vörur eru f luttar inn í stað þess að framleiða þær þarf væntan- lega að fækka starfsmönnum. „Já, það er rétt. Þó er vert að taka fram að þó stöðugildum hafi fækkað þá misstu engir starfsmenn vinnuna sökum þessa, við buðum öllum starfsmönnum sem þessi breyting snerti ný störf innan fyrir- tækisins.“ Hvað voru starfsmenn fyrirtækis- ins margir þegar þeir voru f lestir? „Árið 2010, þegar ég sný aftur til starfa hjá fyrirtækinu, voru þeir um 220. Það er hins vegar ekki hægt að segja að starfsmönnum hafi fækkað úr 220 í 165 því tugir starfsmanna f luttust til þeirra fyrirtækja sem við höfum samið við um úthýsingu á verkefnum. En starfsmönnum hefur vissulega fækkað.“ Hollari neysluvenjur Hvernig gengur glíman við hollari neysluvenjur Íslendinga? „Það er áskorun fyrir 77 ára gamalt fyrirtæki sem ber nafn Coca-Cola. Lengi vel seldum við bara Coke með sykri. Þessi þróun hefur verið augljós nokkuð lengi og við höfum unnið hörðum höndum að því að þróa og kynna á markaði hollari valkosti fyrir neytendur. Sykurlausir drykkir eru að verða stór hluti af okkar sölu og við höfum tekið þeirri þróun fagnandi með öflugri vöruþróun. Coke Zero er til dæmis þriðji stærsti gos- drykkurinn á Íslandi, stærri en gamalgrónu drykkirnir Pepsi og Appelsín. Úrvalið af sykurlausum drykkjum hefur stórbatnað, nú er til að mynda boðið upp á sykurlaust Fanta og Sprite. Að því sögðu er Coca-Cola lang- stærsti drykkurinn okkar og það skiptir okkur miklu að halda vel á spöðunum hvað það varðar. Við vitum að óhóf leg sykurneysla er ekki góð og höfum því verið að færa söluna frá stórum tveggja lítra f löskum í átt að minni umbúðum. Fólk drekkur sjaldnar Coca-Cola og drekkur minna í einu. Þegar heimilin kaupa í minni umbúðum geta heimilismenn allir fengið sinn uppáhaldsdrykk, sumir eru í Coca- Cola, aðrir í Coke Zero og enn aðrir kjósa fremur Fanta, Sprite eða Topp. En við leggjum hlutfallslega meiri áherslu á sykurlausu drykkina en við ættum að gera miðað við sölu til að ýta við þróuninni og stuðla að betri lýðheilsu.“ Í ljósi þess að landsmenn eru að færa sig í hollari drykki, hvernig hefur markaðshlutdeild Coca-Cola þróast á tíu árum? „Hún dregst saman hægt og rólega. Fyrir áratug var markaðs- hlutdeild Coca-Cola um 70-80 pró- sent af gosdrykkjamarkaðnum en er komin í 65 prósent á meðan aðrar vörur vaxa á móti.“ Hvernig skiptist salan hjá ykkur? „Í magni eru gosdrykkir 48 pró- sent af sölunni, bjór 22 prósent og vatn 11 prósent. Aftur á móti er bjór og innflutt áfengi tæplega helming- ur af veltu enda er um dýrari vöru að ræða vegna áfengisskatta.“ Hvernig er markaðshlutdeild Coca-Coca á Íslandi samanborið við Ölgerðina? „Ég fullyrði að samkeppnin er hvergi harðari frá degi til dags en á okkar markaði. Við heyjum harða baráttu á degi hverjum. Það má segja að markaðshlutdeildin sé hnífjöfn heilt yfir í óáfengum drykkjum. Í gosdrykkjum erum við á pari, markaðshlutdeildin sveiflast frá 48 prósentum til 52. Ef við brjót- um markaðshlutdeildina til mergjar má sjá að við erum stærri í sykr- uðum gosdrykkjum en Ölgerðin er stærri í sykurlausum gosdrykkjum með Pepsi Max, jafnvel þótt Coke Zero sé að vaxa hraðar. Ölgerðin er stærri í vatninu en við erum stærri í ávaxtasöfum og orku- drykkjum. Þeir eru stærri en við í sölu á bjór eftir að Carlsberg f lutt- ist yfir en við erum stærstir í sölu á íslenskum bjór. Þetta er skemmtileg barátta sem hvetur báða aðila til að gera sífellt betur. Maður byrjar hvern dag á að kíkja á sölu gær- dagsins.“ Viðskiptavinir orðnir sterkari Hvaða áhrif hafði tilkoma Costco á ykkar rekstur? „Þegar Costco opnaði í maí 2017 voru þeir ekki í samstarfi við okkur heldur f luttu inn allar okkar vörur frá Bretlandi. Við höfðum átt í við- ræðum við þá um flöt á samstarfi en svona hófu þeir leika. Frá desember það ár höfum við selt þeim gos, vatnsdrykki og bjór. En þessi byrjun hafði mikil áhrif á okkur. Á fyrstu mánuðunum í rekstri hafði Costco örugglega um 15 prósent markaðs- hlutdeild á matvælamarkaði. Það er stór biti. Frá haustinu hefur sú hlut- deild minnkað hratt og leiða má að því líkur að hún sé nú um fimm prósent. Þeir eru ekki í AC Nielsen gagnagrunninum. Í kjölfar komu Costco hafa stærstu viðskiptavinir okkar tekið stakkaskiptum. Hagar sameinuðust Olís, N1 yfirtók Festi og Samkaup keyptu hluta af 10/11. Þrír af okkar stærstu viðskipta- vinum voru sem sagt að kaupa aðra þrjá af okkar tíu stærstu viðskipta- vinum. Sex af okkar tíu stærstu við- skiptavinum urðu því að þremur. Viðskiptaumhverf ið hefur því breyst. Ég ætla svo sem ekki að full- yrða að innreið Costco sé ástæðan fyrir sameiningunum en þær komu til sögunnar tiltölulega f ljótlega eftir opnun bandarísku keðjunnar.“ Hvaða áhrif hafa þessar samein- ingar á ykkar rekstur? „Þær hafa haft góð áhrif. Við höfum í gegnum tíðina átt í ágætu samstarfi við þessi fyrirtæki. Í sumum tilvikum hefur það engu breytt, í sumum tilvikum fara fyrir- tækin með allar sínar vörur í gegn- um miðlæg vöruhús. Við höfum því þurft að aðlaga okkur að þörfum þessara viðskiptavina og í ein- hverjum tilvikum hafa kjör breyst í samræmi við breytta þjónustu. Í einhverjum tilvikum hefur þetta þau áhrif að samtal við viðskipta- vini okkar færist á færri hendur sem er ágætt. Ég lít ekki á þetta sem ógnun heldur tækifæri því nú erum við í samstarfi við stærri og öflugri fyrir- tæki sem er betra að vinna með. Það er okkar reynsla hingað til.“ Ferðamenn auka söluna um tvö til fjögur prósent árlega Hve mikið hef ur ferðamanna- straumurinn aukið við sölu fyrir- tækisins? „Ferðamönnum hefur fjölgað um 30-40 prósent á ári undanfarin sex ár. Vöxturinn hjá okkur er ekkert í líkingu við það. Eflaust má rekja um tveggja til fjögurra prósenta aukningu í tekjum til ferðamanna. Það verður samt ekki litið fram hjá því að ferðamenn hafa gert það að verkum að f lóra veitingastaða hefur aukist verulega, einkum í miðborginni, og við erum í sam- starfi við marga þeirra. Aðstæður í rekstri veitingastaða voru reyndar mun betri fyrir þremur árum, áður en krónan varð svona sterk, þá var aðsóknin jafnari yfir daginn og ferðmenn versluðu ekki eins mikið í matvörubúðum og Vínbúðinni. Til viðbótar eru blikur á lofti vegna kjarasamninga.“ MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 6 . M A R S 2 0 1 9 0 6 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 9 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 7 D -B A F 4 2 2 7 D -B 9 B 8 2 2 7 D -B 8 7 C 2 2 7 D -B 7 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 5 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.