Morgunblaðið - 12.12.2018, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is
skotbómulyftara
AG línan frá Manitou býður meðal
annars upp á nýtt ökumannshús
með góðu aðgengi og útsýni.
HANNAÐUR TIL AÐ
VINNA VERKIN
NÝ KYNSLÓÐ
• DSB stjórntakkar
• JSM stýripinni í fjaðrandi armi
• Stýrð stjórnun og hraði á
öllum glussahreyfingum
• Virk dempun á bómu
Veður víða um heim 11.12., kl. 18.00
Reykjavík 6 skúrir
Hólar í Dýrafirði 3 súld
Akureyri 6 skýjað
Egilsstaðir 8 skýjað
Vatnsskarðshólar 8 skýjað
Nuuk -6 skýjað
Þórshöfn 8 rigning
Ósló 1 léttskýjað
Kaupmannahöfn 4 skýjað
Stokkhólmur 2 súld
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 2 heiðskírt
Brussel 4 léttskýjað
Dublin 11 skýjað
Glasgow 6 þoka
London 6 léttskýjað
París 7 alskýjað
Amsterdam 5 skýjað
Hamborg 4 skýjað
Berlín 4 rigning
Vín 3 skúrir
Moskva 0 snjókoma
Algarve 17 skýjað
Madríd 12 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Róm 13 heiðskírt
Aþena 9 rigning
Winnipeg -9 skýjað
Montreal -9 snjókoma
New York 1 skýjað
Chicago 0 þoka
Orlando 10 skýjað
12. desember Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:12 15:32
ÍSAFJÖRÐUR 11:56 14:58
SIGLUFJÖRÐUR 11:40 14:39
DJÚPIVOGUR 10:50 14:53
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á fimmtudag Vaxandi suðaustan- og síðar sunn-
anátt, 15-23 m/s eftir hádegi. Viða rigning.
Á föstudag Vaxandi suðaustanátt, 15-23 síðdegis.
Þurrt norðantil, rigning í öðrum landshlutum.
Sunnanstrekkingur eða allhvass vindur og væta með köflum, en þurrt á Norður- og Austurlandi.
Hiti 5 til 10 stig. Lægir þegar kemur fram á daginn, úrkomulítið og kólnar.
láti verkin tala. Guðbjörg segir að
framundan séu kjarasamningar og
hún viti til þess að margir hjúkr-
unarfræðingar bíði í ofvæni eftir því
að losna undan gerðardómi í kjölfar
síðustu kjarasamninga og muni
taka ákvörðun hvort þeir sem eru í
störfum haldi áfram og þeir sem
hættir séu komi til baka. Guðbjörg
segir að nýliðun í greininni sé á
svipuðum stað og áður en kennslu-
staðir í starfsnámi séu viss þrösk-
uldur. Í ljósi þess sé ráðherra að
snúa við öllum steinum og skoða
hvort fleiri staðir en verið hefur
geti tekið við hjúkrunarnemum í
starfsnámið.
Að sögn Guðbjargar hefur skort-
ur á hjúkrunarfræðingum verið til
staðar í áratugi en það hafi orðið
miklar breytingar í hjúkrun. Nú
fari sjúklingar heim samdægurs
sem áður lágu á sjúkrahúsum í
nokkra daga. Það sé því mun veik-
ara fólk sem þarfnist flókinnar
hjúkrunar sem dvelji á sjúkra-
húsum í dag.
„Ég hef ekki tölur um fjölgun er-
lendra hjúkrunarfræðinga en mín
tilfinning er að hún sé ekki mikil.
Mér vitanlega starfa hér á landi 60
hjúkrunarfræðingar frá Filipps-
eyjum með mjög góða menntun sem
staðið hafa sig vel í starfi,“ segir
Guðbjörg og bendir á að til þess að
fá atvinnuleyfi þurfi hjúkrunarfræð-
ingar að læra íslensku. Gerð sé
undantekning frá því við fyrstu
ráðningu en að ári liðnu beri at-
vinnurekanda að sjá til þess að
hjúkrunarfræðingar fái íslensku-
kennslu.
Mönnun nýrra hjúkr-
unarrýma í óvissu
110 af þeim sem biðu eftir hjúkrunarplássi látnir á árinu
Morgunblaðið/Eggert
Hjúkrun Bregðast þarf við skorti á hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum ef
áætlanir um 550 ný hjúkrunarrými eiga að ganga eftir á næstu árum.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég tel að þetta sé sanngjarnt verð.
Það er í raun gleðilegt að við skulum
hafa forsendur til að verðið sé þó ekki
hærra en þetta. Það byggist á aukinni
umferð og að við vonumst eftir að
menn nýti sér göngin,“ segir Hilmar
Gunnlaugsson, stjórnarformaður
Vaðlaheiðarganga hf.
Tilkynnt var í gær að gjaldtaka hæf-
ist í Vaðlaheiðargöngum milli Eyja-
fjarðar og Fnjóskadals hinn 2. janúar
næstkomandi en vonast er eftir því að
hægt verði að opna fyrir umferð fyrr.
Opnunarhátíð verður svo 12. janúar.
Veggjöld um göngin verða innheimt
rafrænt en ekki í gjaldskýli og er
grunngjald fyrir bíla undir 3,5 tonnum
1.500 krónur á hverja ferð. Afsláttar-
kjör bjóðast ef keyptar eru margar
ferðir fyrirfram. Þannig lækkar verðið
í 700 krónur á ferð ef keyptar eru 100
ferðir. Í göngunum eru myndavélar
sem taka myndir af númerum öku-
tækja sem fara um þau. Veggjaldið
skuldfærist sjálfkrafa á greiðslukort
sem skráð er við viðkomandi bílnúmer.
Nánari upplýsingar um gjaldtökuna
má finna á veggjald.is.
„Við vonumst til að það verði hægt
að hleypa umferð í gegn fyrir jól. Nú
eru að byrja ákveðnar prófanir og þess
vegna er ekki hægt að segja neitt nán-
ar á þessu stigi,“ segir Hilmar. Hann
kveðst telja að Vaðlaheiðargöngum
verði vel tekið. „Þetta verður gríðarleg
samgöngubót. Fólk finnur það þegar
það hefur farið í gegnum göngin. Eins
og tíðin hefur verið þá er þetta líka
áminning um hversu miklu máli öryggi
í umferðinni skiptir.“
Heildarlengd Vaðlaheiðarganga
með vegskálum er um 7,5 kílómetrar.
Leiðin frá Akureyri til Húsavíkur
styttist um 16 kílómetra.
Ljósmynd/Óskar Þór Halldórsson
Vaðlaheiðargöng Hver ferð með fólksbíl kostar 1.500 kr. en 6.000 kr. fyrir
atvinnutæki. Gjaldtaka hefst 2. janúar en formleg opnun verður 12. janúar.
Rukka 1.500 kr. í
Vaðlaheiðargöng
Ekið um Vaðlaheiði
» Gjaldtaka í Vaðlaheiðargöng
hefst 2. janúar. Formleg opnun
ganganna verður 12. janúar.
» Almennt verð fyrir fólksbíla
verður 1.500 kr. fyrir hverja
ferð. Afsláttarkjör bjóðast ef
keyptar eru ferðir fram í tím-
ann.
» Göngin eru um 7,5 kílómetr-
ar að lengd og stytta leiðina
milli Akureyrar og Húsavíkur
um 16 kílómetra.
Bára Halldórsdóttir, sú sem stóð að hljóðupptökunni í
svonefndu Klausturmáli, hefur verið boðuð í Héraðsdóm
Reykjavíkur. Er það Reimar Pétursson lögmaður, fyrir
hönd fjögurra einstaklinga, sem óskar eftir komu henn-
ar þangað, en Báru verður gert að svara nokkrum
spurningum sem tengjast Klausturmálinu.
Greint er frá því á mbl.is að Bára hafi í gær fengið
bréf þess efnis að mæta í héraðsdóm næstkomandi
mánudag. Undir bréfið skrifar Lárentsínus Kristjáns-
son, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.
Þá hefur opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlits-
nefndar Alþingis sem halda átti í dag vegna þeirra
ummæla sem Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, lét falla á
Klausturbar um skipan í sendiherrastöður verið frestað.
Báru gert að mæta í héraðsdóm
Bára
Halldórsdóttir
Sandra B. Franks, formaður Sjúkraliðafélags Íslands,
segir mikla vinnu framundan við að fjölga í stétt sjúkra-
liða. Hún segir marga sjúkraliða mennta sig úr stéttinni
og fara í hjúkrun og önnur fög. Það sé sambærilegur
skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Sandra
segir að erlendir hjúkrunarfræðingar, sem ekki fái
menntun sína að fullu metna, fái starfsleyfi sem sjúkra-
liðar á meðan þeir aðlaga sig í starfi og bíði starfsleyfis
sem hjúkrunarfræðingar.
„Til þess að fjölga sjúkraliðun stendur félagið fyrir
átaki í að kynna kosti starfsins sem er fjölbreytt, skemmtilegt, hag-
kvæmt og gefur kost á störfum hvar sem er á landinu,“ segir Sandra og
bætir við að stjórnvöld geti með bættu starfsumhverfi og starfskjörum
stuðlað að fjölgun sjúkraliða til að koma til móts við mönnunarþörf.
Fjölbreytt og hagkvæmt starf
SKORTUR Á SJÚKRALIÐUM
Sara B. Franks
SVIÐSLJÓS
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Óvíst er að áform heilbrigðis-
ráðherra um að taka í notkun 550
hjúkrunarrými til ársins 2023 nái
fram að ganga sem og þau áform að
taka 200 af þeim í gagnið á næstu
tveimur árum. Skortur á hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum sem nú
er til staðar gæti komið í veg fyrir
áætlanir heilbrigðisráðherra.
Fjölgun hjúkrunarrýma er ætlað
að stytta biðlista og bið eftir hjúkr-
unarrýmum fyrir einstaklinga með
gilt færni- og heilsumat til dvalar á
hjúkrunarheimilum. Í svari heil-
brigðisráðherra, sem lagt var fram
á Alþingi á mánudagskvöld vegna
fyrirspurnar Ingu Sæland, for-
manns Flokks fólksins, um hjúkr-
unarheimili kom fram að 183 ein-
staklingar hefðu látist á meðan þeir
biðu eftir hjúkrunarrými árið 2017
og 110 það sem af er þessu ári. Af
þessum 293 einstaklingum létust 66
á Vífilsstöðum.
„Það hefur skort hjúkrunarfræð-
inga á hjúkrunarheimilum líka en
það er minna í umræðunni. Hjúkr-
unarfræðinga skortir nær alls stað-
ar og er nauðsynlegt að fá þá til
starfa sem ekki vinna við hjúkrun í
dag,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir,
formaður Félags íslenskra hjúkr-
unarfræðinga. Hún bendir á að
samkvæmt vinnumarkaðsskýrslu
sem gerð var fyrir Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga og kom út í
febrúar 2017 hafi á þeim tíma vant-
að 533 hjúkrunarfræðinga. Guð-
björg hefur á tilfinningunni að frek-
ar hafi bætt í þörfina frá þeim tíma
og áætla megi að um 1.000 hjúkr-
unarfræðingar starfi ekki sem slíkir
á Íslandi. Hún segir að sóknarfæri
sé til þess að fjölga starfandi hjúkr-
unarfræðingum. Það sé hægt að
gera með styttri vinnuviku, bættu
starfsumhverfi og hækkun launa til
samræmis við ábyrgð og menntun
ásamt því að leita frekari lausna í
starfsnámi hjúkrunarfræðinga.
Dánarlíkur aukast
„Það er beinlínis hættulegt ef
mönnun hjúkrunarfræðinga er ekki
næg og það hefur komið fram í
rannsóknum að dánarlíkur sjúk-
linga aukist um 3 til 5% vegna
skorts á hjúkrunarfræðingum auk
þess sem slíkt bitnar á umönnun
sjúkra,“ segir Guðbjörg sem þrátt
fyrir allt er bjartsýn á að Svandís
Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra