Morgunblaðið - 12.12.2018, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Svartfuglinn er styggur ogað skjóta hann er talsverðkúnst,“ segir Sævar Guð-jónsson á Mjóeyri við
Eskifjörð. „Fuglinn er aðeins örfá-
ar sekúndur á yfirborðinu þegar
hann kemur úr kafi og á því and-
artaki þarf maður að vera snöggur
til og grípa í gikkinn. Að auki eru
bæði fuglinn og báturinn á hreyf-
ingu. Hæfi skotið fuglinn liggur
hann í sjónum og þá er gott að
vera á liprum bát og með langan
háf. Þetta er einfaldlega mjög
skemmtilegur veiðiskapur.“
Vel vopnum búnir
Þrátt fyrir hryssingslegt veð-
ur og éljagang í grennd lét Sævar
sér ekkert fyrir brjósti brenna
þegar hann fór á svartfuglsveiðar
við fjórða mann nú á mánudaginn.
Það var heldur ekki langt að fara;
skektunni var ýtt úr flæðarmáli á
Mjóeyri sem er utarlega við Eski-
fjörð og þaðan brunað út á Reyð-
arfjörð. Þar vissu menn af svart-
fugli ekki langt frá landi svo á
vísan var að róa.
Með Sævari í leiðangrinum
voru Eskfirðingurinn Páll Leifs-
son, gamalreyndur veiðimaður, og
svo tveir yngri menn; þeir Guðjón
Anton Gíslason frá Eskifirði, bróð-
ursonur Sævars, og ofan af Jök-
uldal Ívar Karl Hafliðason. Voru
þeir félagar vel vopnum búnir,
með þriggja skota haglabyssur
sem reyndust vel.
Með fullan maga
af smáloðnu
„Frænka mín í Nes-
kaupstað er alltaf með
svartfugl um hátíðarnar
og löng hefð er fyrir því
að ég afli þessa í jólamat-
inn fyrir hana,“ segir Sæv-
ar og heldur áfram:
„Við ætluðum
í þessum túr að
ná í að minnsta
kosti tuttugu
fugla, en veið-
in þennan
dag var
margfalt betri. Svartfuglsstofninn
virðist raunar vera nokkuð sterkur
um þessar mundir, að minnsta
kosti við norðan- og austanvert
landið. Þá var fuglinn að þessu
sinni líka mjög vel haldinn; feitur
og maginn fullur af smáloðnu. Þó
er þekkt að lundinn, sem einnig er
svartfugl, hefur átt í vök að verj-
ast vegna ætisskorts, þá helst við
sunnanvert landið.“
Dökkrautt kjöt
með sjávarbragði
Svartfuglskjöt er herramanns-
matur segja þeir sem þekkja.
Dökkrautt kjötið er með sterku
sjávarbragði og minnir helst á
hvalkjöt enda þótt samanburðar í
þessu samhengi sé til lítils.
Fuglinn má svo verka og
matbúa með því að reyta
hann og svíða svo úr fæst
talsverður matur eða þá að
fuglinn er hamflettur og
bringan tekin úr, gjarnan
um tvö hundruð grömm.
„Sviðinn fugl er
gjarnan soðinn en
bringan er
fínn matur
steikt á
pönnu, þá
kannski
eftir að
hafa verið í
hvítlaukslegi í eins og klukkutíma.
Þegar fréttist af svartfuglaveiðum
hringir stundum til mín til dæmis
eldra fólk og biður um, enda vant
því úr æsku að þetta væri nær
eina nýmetið sem bauðst stóran
hluta úr vetrinum, en löng hefð er
fyrir svartfuglaveiðum á Aust-
fjörðum. Og hér á Mjóeyri erum
við alltaf öðru hvoru með svartfugl
í matinn en þó alltaf rjúpa á að-
fangadagskvöld.“
Sóttu svartfugl í jólamatinn
Skotin hæfðu! Sterk hefð
er fyrir svartfuglsveiðum
á Austfjörðum og í vik-
unni fóru fjórir Eskfirð-
ingar til veiða úti á firði.
Kjötið af fuglinum þykir
herramannsmatur, hvort
sem það er soðið eða
steikt á pönnu.
Ljósmyndir/Sævar Guðjónsson
Félagar Ívar Hafliðason, til vinstri og Páll Leifsson en fyrir aftan þá við stýrið er Guðjón Anton Gíslason. Ágætt var
í sjóinn í þessari ferð, þótt hryssingslegt væri og kalt og há fjöllin við firðina í grenndinni snævi þakin.
Afli Gert að eftir góða ferð. Ýmist er fuglinn reyttur og svo sviðinn ella
hamflettur, bringan hirt og kryddlegið kjötið síðan steikt á pönnu.
Veiðimaður Sævar Guðjónsson.
Samvera fyrir syrgjendur er í kvöld,
12. desember, klukkan 20 í Háteigs-
kirkju. Sr. Sveinbjörg Katrín Páls-
dóttir flytur hugvekju, Hamrahlíðar-
kórinn syngur undir stjórn Þorgerðar
Ingólfsdóttur, þá verður minningar-
stund og loks er sungið Heims um
ból.
Þau sem standa að þessari sam-
veru eru Landspítali, þjóðkirkjan, fé-
lagasamtökin Ný dögun og Ljóns-
hjarta. „Fyrir marga er erfitt að horfa
fram til fyrstu jóla án ástvinar. Margt
breytist og það verður áþreifanlegt
að einn vantar í hópinn. Að hafa tæki-
færi til að fara í kirkju og fá að vera
syrgjandi getur bæði verið heilandi
og kvíðastillandi. Þannig getur jóla-
friður ríkt þrátt fyrir sorgina. Það
getur verið gagnlegt að lesa bækling-
inn Jólin og sorgin á sorg.is,“ segir í
tilkynningu.
Háteigskirkja í kvöld
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Háteigskirkja Kennimark í borginni.
Samverustund
syrgjenda
Skötuveisla Magnúsar Inga Magnús-
sonar veitingamanns á Sjávarbarnum
í Grandagarði í Reykjavík er hafin og
verður fram á Þorláksmessukvöld. Á
hlaðborði má finna miskæsta skötu –
milda, miðlungs og sterka – kæsta
tindabikkju, skötustöppu, saltfisk,
siginn fisk, plokkfisk, fiskbollur, síld-
arrétti, grafna löngu og sviðasultu.
Meðlætið er við hæfi, eins og soðnar
kartöflur, rófustappa, rúgbrauð og
smjör, hamsar og sérverkaður hnoð-
mör.
„Hægt er að fá skötu á öllum tím-
um dags en hér er opnað klukkan 11 á
morgnana og ekki lokað fyrr en seint
að kvöldi. Aðsóknin eykst eftir því
sem nær dregur jólum og á Þorláks-
messu er hér standandi traffík allan
daginn. Þetta er einn skemmtilegasti
tími ársins,“ segir Magnús Ingi.
Sjávarbarinn á aðventu
Miskæst skata
Morgunblaðið/Eggert
Magnús Góða veislu gjöra skal.