Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Biðlistar afýmsumtoga eru
heilbrigðiskerfinu
til vansa. Þar ber
ekki síst að nefna biðlistann
eftir að komast á hjúkrunar-
heimili. Sá listi hefur lengst
undanfarin ár. Þeim sem bíða
eftir hjúkrunarrými hefur
fjölgað úr 226 í 362 á síðustu
fimm árum eða um 60%. Þá
hefur þeim sem þurftu að bíða
lengur en 90 daga eftir hjúkr-
unarrými fjölgað um 35%.
Þetta kemur fram í svari
Svandísar Svavarsdóttur heil-
brigðisráðherra við fyrirspurn
frá Ingu Sæland, formanni
Flokks fólksins, og var efni
þess rakið í frétt á mbl.is í gær.
Í svarinu eru bornar saman
tölur frá þriðju ársfjórðungum
áranna 2014 og 2018 og kemur í
ljós að meðalbiðtími hefur
lengst úr 91 degi í 116 daga. Á
þriðja ársfjórðungi 2014 höfðu
57 af þeim 186 einstaklingum
sem fengu úthlutað pláss á
hjúkrunarheimili beðið lengur
en 90 daga. Á sama tíma á
þessu ári höfðu 77 ein-
staklingar af 175 sem fengu út-
hlutað rými beðið lengur en 90
daga.
Í svari heilbrigðisráðherra
kemur fram að hjúkrunar-
rýmum á höfuðborgarsvæðinu
muni fjölga um tvö
hundruð á næstu
tveimur árum. Þá
séu í bígerð hjúkr-
unarheimili víða
annars staðar á landinu með
alls 142 nýjum rýmum. En dug-
ar það til? Það segir kannski
sína sögu um þá þróun sem er
að verða í þessum efnum að
mikið dró úr lengd biðlista á
Suðurnesjum þegar þar var
opnað nýtt hjúkrunarheimili í
fyrra, en nú eru þeir farnir að
lengjast aftur, eins og fram
kemur í svarinu.
Svarið ber því vitni hvað
staðan í málefnum aldraðra er
erfið. Stefnan hefur verið sú að
gera fólki kleift að vera heima
hjá sér eins lengi og hægt er.
Sú stefna er vissulega góðra
gjalda verð og ljóst að flestir
vilja vera heima hjá sér á með-
an unnt er. Það er hins vegar
ekki gott þegar sú stefna snýst
upp í að halda fólki heima hjá
sér þegar það er ekki lengur
fært um að sjá um sig. Þá bend-
ir ýmislegt til þess að nálar-
augað til að komast inn á bið-
listana sé svo þröngt að þörfin
fyrir hjúkrunarrými sé meiri
en lengd þeirra segir til um.
Það má líklega einnig geta sér
þess til að þegar nafn loks
kemst á biðlista sé þörfin orðin
verulega brýn.
Biðlistar lengjast og
biðtíminn líka}Of fá hjúkrunarrými
HæstirétturSpánar til-
kynnti í gær eftir
langa bið að hann
hygðist taka fyrir
mál 18 leiðtoga
aðskilnaðarhreyf-
ingarinnar í Katalóníu. Þeir
hafa verið sakaðir um að hafa
hvatt til uppreisnar í landinu.
Forvígismennirnir 18 hafa
mátt dúsa í fangelsi í rúm-
lega 420 daga, án þess að
nokkuð hafi verið gefið upp
um það hvort eða hvenær
réttað yrði í málum þeirra.
Sjálf réttarhöldin eiga ekki
að hefjast fyrr en í janúar.
Þessi framganga öll hefur
verið með miklum ólíkindum,
og til þess fallin að auka
stuðning við málstað aðskiln-
aðarsinna í Katalóníu, sem
hefur farið sífellt vaxandi á
síðustu árum. Mannréttinda-
samtök hafa vakið sérstaka
athygli á máli tveggja hinna
fangelsuðu, Jordi Sanchez,
sem áður var forseti kata-
lónska héraðsþingsins, og
Jordi Cuixart, forstöðumanns
Omnium, sérstakra menning-
arsamtaka Katalóníuhéraðs.
Málið á hendur þeim bygg-
ist á því, að þeir hafi hvatt til
uppreisnar gegn ríkinu með
því að boða til mótmæla-
fundar í sept-
ember í fyrra,
sem var að mestu
leyti friðsamlegur.
Munu þeir jafnvel
hafa aðstoðað lög-
regluna við að
blása af mótmælin áður en
þau breyttust í eitthvað ann-
að og verra. Laun Spánar eru
hins vegar vanþakklæti, og
„Jordarnir tveir“ eins og þeir
hafa verið nefndir eru nú
orðnir að nokkurs konar písl-
arvottum meðal aðskilnaðar-
hreyfingarinnar í Katalóníu.
Héraðið er nú á suðupunkti
og spænsk stjórnvöld hótuðu
í gær að senda þangað ríkis-
lögreglulið sitt eftir að mót-
mælendur höfðu ítrekað lokað
vegum. Ekki er ólíklegt að
enn hitni í kolunum þegar
réttarhöldin hefjast og dómur
fellur, enda framganga
spænskra stjórnvalda vægast
sagt aðfinnsluverð. Og allt
gerist þetta innan Evrópu-
sambandsins sem kvartar
undan mannréttindabrotum í
fjarlægum löndum og er mjög
gagnrýnið á ríkisvaldið í ríkj-
um austast í sambandinu, en
sér ekkert athugavert við
umgengni spænskra yfirvalda
við réttarríki og mannrétt-
indi.
Evrópusambandið
sér ekkert athuga-
vert við mannrétt-
indabrot á Spáni}
Katalónía á suðupunkti
B
lásið hefur verið til sóknar í
uppbyggingu hjúkrunarrýma.
Ný hjúkrunarheimili í Hafnar-
firði og á Seltjarnarnesi verða
tekin í notkun snemma á næsta
ári og framkvæmdir við byggingu hjúkr-
unarheimilis í Árborg og við Sléttuveg í
Reykjavík eru komnar vel á veg. Með þess-
um framkvæmdum fjölgar hjúkrunarrým-
um um tæp 200 innan tveggja ára.
Að auki eru á áætlun og í undirbúningi
uppbygging hjúkrunarheimila í Stykkis-
hólmi, á Höfn í Hornafirði, Húsavík,
Reykjanesbæ, Mosfellsbæ og á Akureyri
sem munu leiða til fjölgunar um 180 hjúkr-
unarrými á næstu fjórum árum. Í fjár-
málaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur
fram áætlun um enn frekari fjölgun hjúkr-
unarrýma eða heildarfjölgun um alls 550 hjúkr-
unarrými á landinu öllu á tímabilinu.
Á næstu vikum mun Landspítalinn taka við rekstri
nýs sjúkrahótels sem áætlað er að verði opnað 1.
mars nk. Tilkoma sjúkrahótelsins er mikilvæg viðbót
við heilbrigðisþjónustu hér á landi ekki síst fyrir þá
sem búsettir eru utan höfuðborgarssvæðisins og
þurfa að sækja læknisþjónustu af landsbyggðinni. Þá
mun Landspítalinn geta gert ráð fyrir sjúkrahótelinu
í heildarskipulagi sínu og má ætla að í einhverjum til-
fellum geti fólk lokið sjúkralegu sinni á
sjúkrahótelinu í stað þess að dvelja inni á
deildum spítalans.
Í fréttum undanfarna viku hefur verið
fjallað um fráflæðisvanda á Landspítal-
anum. Hluta þess vanda má rekja til þess
að ekki hefur verið hægt að útskrifa fólk
af spítalanum vegna skorts á hjúkrunar-
rýmum. Þá er ljóst að sá mönnunarvandi
sem glímt er við í hjúkrun hefur veruleg
áhrif enda ekki hægt að nýta öll legurými
ef ekki fást hjúkrunarfræðingar og sjúkra-
liðar til starfa.
Fjölgun hjúkrunarrýma og tilkoma
sjúkrahótels mun til skamms tíma hafa
áhrif og létta álagi á Landspítalanum. En
ég bind ekki síður vonir við að hægt verði
að bregðast hratt og örugglega við mönn-
unarvanda í hjúkrun. Á vettvangi velferðarráðuneyt-
isins hafa verið skoðaðar tillögur að aðgerðum til að
bregðast við stöðunni. Í því samhengi er m.a. horft til
starfskjara svo sem launa, vaktafyrirkomulags,
starfsumhverfis og starfsþróunarmöguleika til að
stuðla að því að starfsfólk í hjúkrun upplifi samhljóm
í ábyrgð og vinnuálagi annars vegar og launakjörum
hins vegar.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Sókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Síðustu fjögur ár hafa veriðtiltölulega róleg. Þetta erualls 18 tjónsatburðir á þeimárum en innan hvers at-
burðar eru allt frá einu og upp í 56
tjón. Við reynum að nýta okkur
þessa tíma, sem við köllum friðar-
tíma, til að búa okkur tæknilega
undir stóra atburði,“ segir Hulda
Ragnheiður Árnadóttir, fram-
kvæmdastjóri Náttúruhamfara-
tryggingar Íslands (NTÍ), áður Við-
lagatryggingar Íslands.
Í ársskýrslu NTÍ fyrir 2017 má
sjá að alls bárust 42 tilkynningar
vegna sex minniháttar atburða sem
urðu á árinu og falla undir trygg-
ingavernd VTÍ. Þessir atburðir voru
til að mynda vatnsflóð í Steinavötn-
um, vatns- og aurflóð á Austfjörð-
um, vatnsflóð á Austur- og Suður-
landi í september þar sem mikið
tjón varð á brúnni yfir Steinavötn
og jarðskjálfti í Flóahreppi en
reyndar þóttu tvær tilkynningar um
tjón af hans völdum ekki bóta-
skyldar. Athygli vekur að enn eru
að berast tilkynningar um tjón af
völdum Suðurlandsskjálftans í maí
árið 2008. Tíu ára fyrningafrestur
vegna tjóna af völdum Suðurlands-
skjálftans rennur endanlega út um
áramótin.
Alls leiddu 37 tjónstilkynningar
til greiðslu tjónabóta á árinu 2017.
Heildarfjárhæð útborgaðra tjóna á
árinu nam 197,5 milljónum króna.
Stærsta einstaka tjónið varð á
brúnni yfir Steinavötn en hún var
ekki talin viðgerðarhæf.
Hálfur milljarður á ári
Í skýrslunni kemur fram að
endurtryggingarsamningar ársins
2017 eru við 25 erlend endurtrygg-
ingarfélög í tveimur samningum. Ið-
gjöld og tjónabætur skiptast í sam-
ræmi við aðild að samningnum.
Annar samningurinn er fyrir tjón á
bilinu 10-25 milljarða og hinn fyrir
tjón yfir 25 milljörðum, allt að 40
milljörðum. Ennfremur segir að
fyrri endurtryggingasamningur
hafi virkað þannig að ef eldgosa-
atburður hefði orðið sem myndi
kosta 6 milljarða og jarðskjálfti sem
myndi kosta 13 milljarða hefði NTÍ
borið kostnað upp á 16 milljarða og
endurtryggjendur 3 milljarða. Nú-
verandi endurtryggingarvernd sé
hinsvegar þannig að NTÍ myndi
bera 10 milljarða og endurtryggj-
endur 9 milljarða. Þó að óvissa fylgi
slíkum útreikningum megi búast við
stærri en 10 milljarða atburði, af
völdum jarðskjálfta, að meðaltali á
70-80 ára fresti, stærri en 25 millj-
arða á um 230 ára fresti og stærri en
40 milljarða á 340 ára fresti. Sam-
kvæmt lögum sé bótaábyrgð í ein-
stökum atburði takmörkuð við 1% af
samanlögðum vátryggingarfjár-
hæðum. Það jafngildi um 116 millj-
örðum króna miðað við vátrygging-
arfjárhæðir í gildi í árslok 2017.
„Við kaupum endurtryggingar
fyrir um hálfan milljarð á ári. Verðið
til endurtryggjenda er mjög næmt
fyrir markaðsaðstæðum og breyt-
ingum á þeirri áhættu sem liggur
fyrir. Við verðum því að hafa mjög
góðar upplýsingar um áhættuna
hverju sinni, á því byggist iðgjaldið
okkar,“ segir Hulda Ragnheiður en
síðustu ár hefur starfsumhverfi hjá
NTÍ verið bætt til muna.
„Við höfum fært okkur yf-
ir í nútímalegri upplýsinga-
tækni og það hefur tekist að
búa okkur tæknilega undir
stóra atburði. Hér er stöðugt
verið að vinna þarfagreiningu
fyrir upplýsingakerfin.
Þannig bætum við
þjónustu, höldum
yfirsýn og tryggj-
um flæði upplýs-
inga á hverjum
tíma.“
Búa sig tæknilega
undir stærri hamfarir
Í ágúst 2018 nam verðmæti vá-
tryggðra húseigna, lausafjár og
mannvirkja hjá Viðlagatrygg-
ingu Íslands samtals 12.028
milljörðum króna, eða 12 billj-
ónum, samkvæmt upplýsingum
frá Náttúruhamfaratryggingu
Íslands. Þar af eru fasteignir
um 73%, innbú og lausafé
nema um 19,5% og veitur og
önnur mannvirki um 7,5%. Sér-
stök áhersla hefur verið lögð á
það að auka tryggingar á inn-
viðum, svo sem fráveitukerf-
um, síðustu ár. Aukning verð-
mæta á milli áranna 2016
og 2017 nam 4,2%, sam-
anborið við 6% aukn-
ingu á milli áranna á
undan.
Árleg iðgjöld af vá-
tryggðum fasteignum og
lausafé eru 0,25 prómill af
vátryggingarfjárhæð.
Árleg iðgjöld af vá-
tryggðum opinberum
mannvirkjum er aftur
á móti 0,20 prómill.
Rúmar 12
billjónir
MIKIL VERÐMÆTI TRYGGÐ
Hulda Ragnheiður
Árnadóttir
Morgunblaðið/Eggert
Tjón Brúin yfir Steinavötn skemmdist í vatnavöxtum síðla árs 2017.