Morgunblaðið - 12.12.2018, Side 19

Morgunblaðið - 12.12.2018, Side 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 Jólin jólin Það er heldur betur orðið jólalegt í miðbæ Reykjavíkur, jóla- skreytingar og jólaljós víða, sem bætir væntanlega geð vegfarenda. Eggert Á þessu ári, þegar þjóðin fagnar því að hundrað ár eru liðin frá því hún öðlaðist fullveldi, hefur mikið verið fjallað um að- stæður samfélagsins á fullveldisárinu 1918. Þá riðu yfir þrenns konar áföll eða harð- indi; spænska veikin, eitt stærsta Kötlugos síðan land byggðist og frostavetur- inn mikli. Velta má fyrir sér hver áhrif sambærilegra áfalla yrðu á mun tæknivæddara og flóknara samfélag nútímans. Mikill kostn- aður gæti hlotist af slíkum ófyrir- séðum stóráföllum, en enginn sér- stakur fjárhagslegur viðbúnaður er nú fyrir hendi til að mæta þeim, fyr- ir utan Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Skýr ásetningur um að koma þjóðarsjóði á fót kemur fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem undirritaður var fyrir ári, en frumvarp þess efnis hefur nú verið lagt fram á Alþingi. Forsaga frumvarpsins Málið á sér nokkurn aðdraganda en í febrúar 2017 skipaði ég sér- fræðingahóp sem samkvæmt erind- isbréfi var falið að semja drög að frumvarpi til laga um það sem var nefnt stöðugleikasjóður. Hópurinn skilaði drögum að frumvarpi sum- arið 2018 sem áfram var unnið með í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Frumvarpið, sem ég hef nú lagt fyr- ir Alþingi, er afrakstur þeirrar vinnu. Að baki þjóðarsjóði býr sú hugsun að nýta beri góð ár og hagstæð skil- yrði í þjóðarbúskapnum til að sýna fyrirhyggju og ábyrgð í ríkisfjár- málum og búa þannig í haginn fyrir framtíðina. Margur kann að spyrja hvort ekki væri nær, í stað sjóðssöfnunar, að beina fyrst sjónum að skuldum ríkissjóðs og lífeyrisskuldbinding- um. Þar ber að líta til þess að á næsta ári fer ríkissjóður undir skuldaviðmið laga um opinber fjármál. Vaxta- byrði af lánum er nú að verða sambærileg og var fyrir fall bankanna. Að öðru óbreyttu verða möguleikar ríkissjóðs til frekari niður- greiðslu skulda takmarkaðir, þar sem þær nálgast þá lágmarks- skuldsetningu sem þarf til að við- halda virkum skuldabréfamarkaði. Með ráðstöfunum í lífeyrismálum eru horfur á því að áður en langt um líður verði Ísland, eitt örfárra ríkja í heiminum, með traustar áætlanir um fullfjármagnað og samræmt líf- eyriskerfi fyrir alla landsmenn. Að auki er fyrirséð að arður af orkuauð- lindum á forræði ríkisins vaxi veru- lega á næstu árum. Það er við þessar um margt ein- stæðu aðstæður sem tillaga að stofn- un þjóðarsjóðs er lögð fram á Al- þingi. Því sjónarmiði hefur loks verið hreyft að horfur um auknar arð- greiðslur af orkuauðlindum eigi fremur að nýta til að lækka skatta en til sjóðssöfnunar. Skattar á Ís- landi eru vissulega tiltölulega háir í alþjóðlegum samanburði, en svig- rúm til skattalækkana mun áfram vera til staðar, óháð þjóðarsjóði. Einkum ef tekst að auka framleiðni, bæði í einkageiranum og hinum opinbera, og leggja áherslu á betri nýtingu opinberra útgjalda. Þá er til þess að líta að ekki er fullvissa um auknar tekjur af orku- fyrirtækjum til langs tíma litið og því ekki æskilegt að nýta þær eins og hefðbundna tekjustofna til að standa undir auknum ríkisút- gjöldum eða sem forsendu fyrir lækkun skatttekna, auk þess sem fjárhagslegur viðbúnaður til að mæta stóráföllum yrði lakari fyrir vikið. Áfallavörn fyrir þjóðina Þjóðarsjóður er hugsaður sem eins konar áfallavörn fyrir þjóðina þegar ríkissjóður verður fyrir meiri- háttar ófyrirséðri fjárhagslegri ágjöf, vegna afkomubrests eða kostnaðar við viðbragðsráðstafanir sem stjórnvöld hafa talið óhjá- kvæmilegt að grípa til í kjölfar áfalls eða til að varna því. Fjármunum sjóðsins verður einvörðungu varið til fjárfestinga erlendis, sem er til þess fallið að dreifa fjárhagsáhættu þjóð- arbúsins og varna því að sjóðurinn hafi bein áhrif á einstakar innlendar atvinnugreinar og fyrirtæki. Það fer vel á því að frumvarp um þjóðarsjóð sé rætt á Alþingi á 100 ára afmæli fullveldis Íslands og í beinu framhaldi af endurreisn efna- hagslífsins eftir eitt stærsta efna- hagsáfall sem Íslendingar hafa þurft að takast á við. Stofnun sjóðsins endurspeglar aga í meðferð fjármuna ríkisins og er til marks um breytta og betri tíma. Sjálfbærni opinberra fjármála styrkist, sem er til þess fallið að auka traust á íslensku hagkerfi og þjóðarbúskap og þar með efla láns- hæfi Íslands. Allir þessir þættir eru til hags- bóta til lengri tíma litið fyrir okkur öll, fyrir komandi kynslóðir og vel- ferð þjóðarinnar í víðu samhengi. Þjóðarsjóður er fyrir framtíðina. Eftir Bjarna Benediktsson » Að baki þjóðarsjóði býr sú hugsun að nýta beri góð ár og hagstæð skilyrði í þjóðarbúskapnum til að sýna fyrirhyggju og ábyrgð. Bjarni Benediktsson Höfundur er fjármála- og efnhagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Þjóðarsjóður fyrir framtíðina Útgjöld til heilbrigð- ismála námu alls 187,6 milljörðum króna sam- kvæmt fjárlögum síð- asta árs. Á næsta ári verða þau liðlega 214 milljarðar samkvæmt fjárlögum sem sam- þykkt voru síðastliðinn föstudag. Þetta er hækkun um 26,5 millj- arða eða 14%. Til fé- lags-, húsnæðis- og tryggingamála fara nær 203 milljarðar á næsta ári sem er hækkun um 23,2 milljarða frá síðasta ári. Þetta er nær 13% hækkun. Samkvæmt nýsamþykktum fjár- lögum verða rammasett útgjöld rík- isins um 731,3 milljarðar króna á komandi ári og hækka um liðlega 34 milljarða. (Með rammasettum út- gjöldum er átt við frumútgjöld að frádregnum fjármagnskostnaði, líf- eyrisskuldbindingum, atvinnuleys- isbótum og framlagi í jöfnunarsjóð sveitarfélaga.) Frá fjárlögum 2017 er hækkunin nær 81 milljarður eða 12%. Á tveimur árum aukast út- gjöldin því um 927 þúsund krónur á hverja fjögurra manna fjölskyldu. 26 milljarða skattahækkun Þeir eru til sem telja þessa miklu aukningu útgjalda ríkissjóðs ekki nægjanlega. Fulltrúi Samfylkingar- innar í fjárlaganefnd lagði til við aðra umræðu að slegið yrði enn fastar í klárinn. Útgjöld skyldu hækka um 24 milljarða til viðbótar 34 milljarða hækkun frá yfirstand- andi ári. Og ekki stendur á fjár- mögnun útgjalda enda Samfylk- ingar á því að „tekju- úrræði“ ríkissjóðs séu vannýtt: „Í fjárlaga- frumvarpinu eru enn vannýtt tekjuúrræði, svo sem hækkun fjár- magnstekjuskatts, álagning auðlegðar- skatts, auknar tekjur af erlendum ferða- mönnum og aukin auð- lindagjöld,“ segir í nefndaráliti Samfylk- ingarinnar um fjár- lagafrumvarpið sem nú er orðið að lögum. Þar er boð- aður sykurskattur, tillaga sett fram um enn hærri kolefnisgjöld og að af- nema skuli samsköttun hjóna og sambýlisfólks, sem eykur álögur um 2,7 milljarða á ári. „Sé einungis litið til fyrrgreindra hugmynda um auknar tekjur ríkis- ins væri hægt að auka ríkistekjur um 26 milljarða kr. umfram það sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarp- inu,“ segir í nefndarálitinu. Það eru himinn og haf milli skoð- ana þess sem hér skrifar og hug- myndafræði Samfylkingarinnar. Í umræðum um fjárlögin 15. nóv- ember síðastliðinn sagði ég að mér líði „stundum eins og það sé farið að verða sérstakt markmið að auka rík- isútgjöld, svona til að við hér getum klappað hvert öðru á bakið, það sé orðinn sérstakur mælikvarði á árangur okkar á þingi hversu mikið við aukum ríkisútgjöld: Við veltum því ekki mikið fyrir okkur hvaða gæði eða hvaða þjón- ustu við erum að fá fyrir þá fjár- muni sem við leggjum fram, sem eru sameiginlegir fjármunir okkar allra. Það er nefnilega ágætt að við minnum okkur á það hér, a.m.k. af og til, að við erum að sýsla með fjármuni launafólks og fyrirtækja. Það er eðlilegt að almenningur geri þá kröfu að við a.m.k. verjum þess- um fjármunum af eins mikilli skyn- semi og við getum og fáum eins mikið og hægt er fyrir þá fjármuni.“ Þegar hvatt er til að hófsemdar sé gætt við álagningu skatta og gjalda á einstaklinga og fyrirtæki tala Samfylkingar og pólitískir fylgihnettir um vannýtt tekjutæki- færi ríkissjóðs, afsal tekna, getu- leysi við að afla tekna og eftirgjöf líkt og ríkið eigi tilkall til alls þess sem launafólk og fyrirtæki afla. Sterk staða ríkissjóðs Þrátt fyrir gríðarlega hækkun út- gjalda er staða ríkissjóðs sterk og gefur tækifæri til að lækka álögur á komandi árum. Hrein staða er um 653 milljarðar eða 23% af vergri landsframleiðslu. Skuldir ríkisins halda áfram að lækka. Fyrir unga fólkið er þetta sérstakt gleðiefni. Við erum hætt að út lífskjör kom- andi kynslóða í formi skuldasöfn- unar. Við erum þvert á móti farin að byggja aftur upp. Tækifærin til að létta álögum verða nýtt á næsta ári, þótt vissu- lega finnist mér hægt ganga. Tryggingagjald verður lækkað um fjóra milljarða og alls átta milljarða árið eftir. Persónuafsláttur verður hækkaður um 1% umfram lög- bundna hækkun, sem lækkar tekju- skatt um 2,2 milljarða en á móti kemur breyttur útreikningur á efra þrepi tekjuskatts, sem eykur tekjur um 500 milljónir. Eftir stendur nettó skattalækkun. Þá hækka barnabætur um nær tvo milljarða eða 14% að raungildi og vaxtabætur um 400 milljónir. Þetta eru skref í rétta átt en nú er unnið á vegum fjármála- og efna- hagsráðuneytisins að tillögum um breytt tekjuskattskerfi samhliða uppstokkun á barnabótum og hús- næðisstuðningi. Rauður þráður Síðustu mánuði og misseri hefur rauði þráðurinn í málflutningi mín- um, jafnt á þingi sem annars staðar verið einfaldur; ekki er forsvaran- legt að ganga lengra í aukningu rík- isútgjalda að öðru óbreyttu. Verk- efnið á komandi árum er að nýta sameiginlega fjármuni betur og skynsamlegar. Gera kröfur til þeirra sem fara með opinbera fjár- muni og er treyst til þess að reka opinberar stofnanir – allt frá skól- um til heilbrigðisstofnana – að fara með þá fjármuni af skynsemi og veita okkur þá þjónustu sem við ætlumst til og greitt hefur verið fyrir. Um 81 milljarðs króna aukning útgjalda á næsta ári frá 2017 er til lítils ef þjónusta ríkisins verður ekki betri og öflugri. Þegar hver fjögurra manna fjölskylda horfir á útgjöldin hækka um 927 þúsund krónur er það eðlileg krafa. Annars verða ríkisútgjöldin aldrei nægjan- lega mikil. Eftir Óla Björn Kárason »Um 81 milljarðs króna aukning út- gjalda á næsta ári frá 2017 er til lítils ef þjón- usta ríkisins verður ekki betri og öflugri. Óli Björn Kárason Höfundur er alþingismaður Sjálfstæðisflokksins. Hvenær verða útgjöld nægjanlega mikil? Fjárlög 2019: Breytingar á rammasettum* útgjöldum Rekstrargrunnur Í milljónum kr.** á verðlagi ársins 2018 FJÁRLÖG BREYTING 2017 2018 2019 2017–2018 2018–2019 2017–2019 m.kr. m.kr. m.kr. m.kr. % m.kr. % m.kr. % Mennta- og menningarmál 93.312 97.864 99.438 4.552 5% 1.574 2% 6.126 7% Heilbrigðismál 187.632 204.335 214.097 16.702 9% 9.763 5% 26.465 14% Félags-, húsnæðis- og tryggingamál 179.584 191.291 202.781 11.707 7% 11.490 6% 23.197 13% Rammasett útgjöld*** samtals 650.602 697.194 731.376 46.592 7% 34.183 5% 80.775 12% *Með rammasettum útgjöldum er átt við frumútgjöld að frádregnum liðum sem falla utan útgjaldarammans, s.s. lífeyrisskuldbindingar, atvinnuleysisbætur og jöfnunarsjóður sveitar- félaga. **Án allra launa-, verðlags og gengisbreytinga í fjárlögum 2018 og 2019. ***Án aukinna fjárheimilda vegna innleiðingar markaðsleigu. Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.