Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 12.12.2018, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 ✝ Bragi ÞórJósafatsson fæddist á Gröf á Höfðaströnd 10. febrúar 1930. Hann lést á dvalarheimil- inu Brákarhlíð í Borgarnesi 2. des- ember 2018. Foreldrar hans voru hjónin Jón- anna Sigríður Jóns- dóttir, f. 25.9. 1907, d. 3.12. 2000, og Jósafat Sigfús- son, f. 14.9. 1902, d. 10.12. 1990. Systkini Braga eru Guðrún Jónína, f. 1932, eiginmaður Björn Arason, f. 1931, d. 2002, Jón Rögnvaldur, f. 1936, d. 1999, eiginkona Sigríður Ingimars- dóttir, f. 1935, og Ingibjörg Gunnhildur, f. 1940, eiginmaður Sveinn Friðvinsson, f. 1938, d. 2017. Bragi kvæntist þann 23.8. 1955 Maríu Guðmundsdóttur, f. 9.1. 1936 á Ósi á Skógarströnd. Börn þeirra: 1) Ingibjörg Sól- ur hans: Davíð Einar, f. 1984, sambýliskona Birta Kristín Hjálmarsdóttir, sonur þeirra: Huginn Elí, f. 2016. Sonur Krist- ínar Önnu: Daníel Freyr Birkis- son, f. 1994. Þegar Bragi var á fimmta ári flutti fjölskyldan að Sælandi á Hofsósi og þaðan til Sauðár- króks 1947. Bragi spilaði á harmonikku og lék m.a. fyrir dansi vítt og breitt um Skaga- fjörð með Jóni bróður sínum sem lék á trommur. Bragi lærði húsgagnasmíði hjá föðurbróður sínum, Sigurði Sigfússyni, og 1954 stofnaði hann Trésmiðjuna Hlyn ásamt æskuvini sínum frá Hofsósi, Birni Guðnasyni, og fleirum. Árið 1971 fluttist fjöl- skyldan í Borgarnes. Þar fór Bragi í samstarf með mági sín- um Birni Arasyni við verslunar- rekstur. Þeir ráku Stjörnuna og Húsprýði og byggðu stórhýsi á þess tíma mælikvarða yfir starf- semina. Bragi var mikill sjálf- stæðismaður og tók virkan þátt í starfi flokksins. Hann var félagi í Lions- og Frímúrarareglunni og stangveiði var mikið áhuga- mál hans alla tíð. Útför Braga fer fram frá Borgarneskirkju í dag, 12. des- ember 2018, klukkan 15. veig, f. 21.11. 1956. Börn hennar: a) María, f. 1982, eig- inmaður Kári Snæ- dal, börn þeirra: Gunnlaugur Óli, f. 2015, og Eva, f. 2017, b) Sólveig, f. 1989, sambýlismað- ur Darri Atlason, sonur þeirra Daði, f. 2017, c) Bragi Þór, f. 1993, sam- býliskona Sigurbjörg Ásta Magnúsdóttir. 2) Sigurlaug Þór- unn, f. 26.4. 1961, eiginmaður Ólafur Hauksson. Dætur þeirra: a) Tinna, f. 1989, sambýlismaður Aron Daði Bjarnason, b) Hildur, f. 1991, sambýlismaður Sebast- ian Olguin Sörensen. 3) Guð- mundur Ægir, f. 29.6. 1962, sambýliskona Ingibjörg Hall- björnsdóttir, dóttir þeirra: Hrönn, f. 1993, sambýlismaður Atli Páll Helgason. 4) Sigþór Jósafat, f. 11.3. 1964, eiginkona Kristín Anna Björnsdóttir. Son- Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera tengdadóttir Braga Þórs Jósafatssonar í rúman ald- arfjórðung og á þá samfylgd bar aldrei skugga. Betri tengdaföður hefði ég tæpast getað fengið, svo hlýr og velviljaður sem hann var. Hann var alltaf til staðar fyrir okkur og alla fjölskylduna, greið- vikinn, hjálpsamur og úrræða- góður. Líf hans gekk einfaldlega út á það að auka lífsgæði þeirra sem hann var samvistum við. Eitthvað þurfti lagfæringar við, einhver þurfti akstur, barn þurfti pössun eða athvarf. Allt var sjálf- sagt og allt gert af elskusemi og eins og án fyrirhafnar. Uppskera hans var ómæld væntumþykja af- komendanna. Störin á flánni er fölnuð og nú fer enginn um veginn annar en þú. Í dimmunni greinirðu daufan nið og veizt þú ert kominn að vaðinu á ánni … (Hannes Pétursson) Fáum á ég jafnmikið að þakka og Braga tengdaföður mínum. Að leiðarlokum þakka ég honum alla þá velgjörð og umhyggju sem hann sýndi mér þann tíma sem leiðir okkar lágu saman. Ingibjörg Hallbjörnsdóttir. Ef ég mætti aðeins velja eitt orð til að lýsa tengdaföður mín- um, þá yrði það vandaður. Þannig var hann í einu og öllu, vandaður maður. Það lýsti sér í því sem hann tók sér fyrir hendur, því sem hann sagði og því sem hann gerði. Hann var orðheldinn, sanngjarn, stundvís, vinnusamur, glettinn og trygglyndur. Og vandvirkari manni hef ég ekki kynnst þegar kom að smíðum og öðru viðhaldi. Húsgagnasmiður- inn vildi ekkert fúsk. Það var mikill aukabónus að fá þau Braga og Maríu sem tengda- foreldra þegar við Silla kynnt- umst. Umhyggja þeirra fyrir vel- ferð okkar og annarra afkomenda hefur átt sér lítil tak- mörk. Þau hafa verið okkur ein- stakir tengdaforeldrar með vin- skap sínum og væntumþykju. Við Bragi náðum vel saman í áhuga okkar á pólitík og lands- málum almennt. Hann var mikill sjálfstæðismaður, lagði fram krafta sína í kosningum og þótti ekki leiðinlegt að fara á lands- fund. Hann var sanngjarn í af- stöðu sinni til manna og málefna. Braga þótti ekki leiðinlegt að fá sér í tána og þá var hann óspar á skemmtisögur af sjálfum sér og samferðamönnum sínum, ekki síst úr veiðiferðum með Guðjóni bakara á Króknum. Ég held að fátt hafi honum þótt skemmti- legra en renna fyrir lax með Guð- jóni, Jóni bróður sínum eða Sveini mági sínum. Það var sérstaklega gefandi og lærdómsríkt að vinna með Braga að smíðum og endurbótum, hvort sem það var í fjósinu á Ósi sem breyttist í sumarbústað eða heima við. Hann var með afbrigð- um vandvirkur og gat tímunum saman beitt heflinum, þjölinni og sporjárninu þar til hann var ánægður. „Það þarf að sansa þetta til,“ sagði hann. Árum sam- an naut hann þess á Ósi að byggja upp og bæta, lengst af án þess að rafmagn væri til staðar til að létta verkin. Skammtímaminnið var farið að bregðast Braga síðustu árin og þá leitaði hugurinn til Skaga- fjarðar, þar sem hann fæddist í torfbæ, ólst upp og stofnaði fjöl- skyldu og fyrirtæki. Hugurinn var fyrir norðan og minningarnar yljuðu. Kynslóð Braga var ekki alin upp við það að flíka tilfinningum sínum. Hann átti samt til frasa sem hleypti væntumþykjunni í gegn. Þá var viðkomandi ávarp- aður „gamli trefill“, menn jafnt sem málleysingjar. Viðmótið var ávallt það sama, allt til hins síðasta. Hlýlegt augnaráðið, spurt frétta. Þétt handtakið, hógværðin. Að leiðarlokum vil ég þakka „gamla trefli“ fyrir þessa dýr- mætu tæplega fjóra áratugi sem við áttum samleið. Ólafur Hauksson. Nú hefur afi kvatt okkur að sinni. Það er margt sem flýgur í gegnum hugann þessa dagana. Ef til vill hefur afi, ásamt ömmu, haft meiri áhrif á mig en mig sjálfa grunar. Hann afi hefur verið mér fyr- irmynd í mörgu. Allt frá því að fá mig (algjörlega ómeðvitað) til að langa ofboðslega mikið í gúmmískó, á þeim tíma sem buf- falóskór voru meira í tísku, yfir í að vera almennt til fyrirmyndar hvað varðar vandvirkni, stundvísi o.fl. Með afa átti ég, líkt og önnur hans barnabörn, margar góðar stundir, m.a. í skúrnum á Gunn- laugsgötu að borða harðfisk og á rúntinum á Subarunum á Ósi eða Seleyri að hlusta á Geirmundar- kassettuna góðu. Skemmtilegast fannst mér þó að veiða með afa. Það kom fyrir að fiskur beit á, stundum bleikja og stundum „móbrystingur“. Það segir kannski margt um afa að hann leiðrétti aldrei þennan mis- skilning minn, en ég komst að því þegar ég stálpaðist að tegundin kallast víst sjóbirtingur. Þökk sé afa man ég ennþá hvað allir helstu spúnarnir heita og enn kann ég mörg Geirmundarlög ut- an að. Afi átti líka sína ævintýralegu hlið. Sem ungur maður spilaði hann í hljómsveit á böllum um all- ar koppagrundir og mig grunar að hann hafi verið talsverður töff- ari. Hann greip reglulega í nikk- una og skemmti okkur krökkun- um þegar við báðum hann, sitjandi á beddanum á kontórn- um sínum. Fyrir ekki svo mörg- um árum sagði afi mér svo frá því að hann hefði um tíma stundað svifflug á Króknum í gamla daga – ekki lítið ævintýralegt það. Hann afi gat komið mér á óvart. Það er ekki hægt að skrifa um afa án þess að minnast á hvað hann var flinkur og vandvirkur smiður. Eftir hann liggja fallegir hlutir sem verða vel varðveittir af okkur afkomendunum. Svo ekki sé nú minnst á húsið við Berugötu í Borgarnesi sem hann átti stóran þátt í að endurgera á sínum tíma. Í þessu húsi sit ég einmitt nú á meðan ég skrifa og virði á meðan fyrir mér fallega handbragðið hans. Einn af eiginleikum afa var hvað hann var mikill dýravinur. Hann hafði gaman af ýmsum dýrum, meira að segja sýndi hann litlum hamstri sem ég átti ótrúlega mikinn áhuga. Þó að sjónin hjá afa væri orðin frekar léleg fylgdist hann af athygli með Míu dverghamstri þegar hún skaust um búrið sitt og talaði um hana sem „litla karlinn“. Já, afa var margt til lista lagt. En umfram allt var hann ofboðs- lega blíður og þolinmóður afi með lúmskan grallarahúmor (sem við barnabörnin öll státum af og má jafnvel segja að sé hálf- gert sameiningartákn okkar nú þegar á fullorðinsárin er komið). Ég er heppin að hafa fengið að verja tíma með honum og ömmu á meðan ég var í náminu á Hvanneyri og eins eftir að ég flutti í Borgarnes ásamt litlu fjöl- skyldunni minni. Ég er líka heppin að hafa fengið að vera með afa síðustu jólin hans, þegar þau amma komu og voru með okkur fjölskyldunni í fyrra. Þá var afi frískur og sprækur og lá sérlega vel á honum. Þessar minningar, ásamt öllum hinum, munum við geyma vel núna þeg- ar afi hefur sagt skilið við okkur. Takk fyrir allt og sofðu rótt elsku afi minn. Sólveig Ólafsdóttir. Elsku besti afi minn. Þú hefur verið órjúfanlegur partur af lífi mínu síðan ég fæddist og því er mjög skrýtið að þú sért það ekki lengur. Þú varst með svo mjúkar og góðar afahendur sem var gott að halda í og það var enn svo notalegt að lauma hendinni minni í þína þessa daga sem við vorum hjá þér að kveðja þig. Þú varst af þeirri kynslóð sem ekki flíkaði tilfinningum sínum en maður fann ætíð hvað þér þótti vænt um mann og vildir vita hvað maður væri að aðhafast og fylgj- ast með því sem væri að gerast í lífinu hverju sinni. Það var alltaf gott að leggjast á beddann í afa- herbergi (þótt hann væri nú full- harður) og spjalla saman þar sem þú sast við skrifborðið sem þú smíðaðir. Svo varstu oft að bardúsa úti í skúr og þar var sér- stök bílskúrs- og smíðalykt sem mun alltaf minna mig á skúrinn hans afa. Þar faldirðu líka hákarl stundum og annað illa lyktandi sem amma vildi ekki sjá inn fyrir sínar dyr! Aldrei vildi maður fara heim frá ömmu og afa í Borgarnesi og aldrei var maður skammaður nema einu sinni man ég þegar amma og afi voru að reyna að hlusta á veðurfréttirnar. Afi var dálítill grallari og hann hafði, að okkur yngri kynslóðinni fannst, heldur skondin orð yfir ýmsa hluti sem líklegast yrðu ritskoð- uð í dag en þóttu sjálfsögð og eðlileg í hans huga. Við eigum örugglega eftir að nota mörg þessara orða áfram í minningu afa og hlæja saman um leið. Það er margs að minnast frá æskunni með ömmu og afa eins og ótal góðra ferða í sumarbústaðinn þeirra á Ósi á Skógarströnd. Þaðan fórum við líka eitt sinn út í Flatey að sumri til, bara ég og amma og afi, og áttum þar saman skemmtilegan dag. Þegar maður kom með rútunni í Borg- arnes kom afi alltaf að sækja mann á Subarunum og langt fram á minn unglingsaldur gekk hann úr rúmi fyrir mig og svaf á beddanum góða meðan við amma lásum fram á nótt inni í hjónaherbergi. Afi var mikill Skagfirðingur og það var gaman að heyra hann rifja upp gamlar og góðar sögur af spilamennsku á böllum og leigubílaferðum langar leiðir til að komast á dansiball. Mér finnst alveg magnað að hann hafi í einhver skipti haldið uppi fjör- inu á heilu balli einn með nikk- una, það hefur ekki þurft meira til í þá daga. Elsku afi minn, ég er glöð að börnin mín tvö fengu að kynnast þér og ég mun halda minningu þinni á lofti fyrir þau og það þriðja sem er á leiðinni. Nú ertu kominn á góðan stað þar sem þú getur hvílt þig áhyggjulaus og friðsæll og glaðst með gömlum félögum sem ég veit að þú sakn- aðir mikið. Hvíl í friði afi minn og takk fyrir allt sem þú gafst mér. Þín María (Mæja). Elsku besti afi okkar, Bragi Þór Jósafatsson, kvaddi hinn 2. desember síðastliðinn. Afi var hlýr og góður, passaði vel upp á fólkið sitt, fjölskyldu og vini. Hann var yfirvegaður og iðinn og var okkur öllum mikil fyrir- mynd. Að rifja saman upp minningar um afa undanfarna daga hefur hlýjað okkur á erfiðum stundum. Þessar minningar eru hver ann- arri ánægjulegri og lýsa því einna best hve mikilvægur afi var og er okkur. Það að heimsækja ömmu og afa í Borgarnes var eitt af því skemmtilegasta sem við fengum að gera sem börn, sem sýndi sig í miklu táraflóði sem tók við þegar komið var að heimferð á sunnu- dagskvöldum. Við þrjár þráðum ekkert heitar en að flytja til Borgarness og búa hjá ömmu og afa. Sú ósk rættist þó ekki en við fengum oft að dvelja hjá þeim vikum saman á sumrin. Þá bröll- uðum við ýmislegt, fórum til dæmis í bíltúra með afa niður að Seleyri og hlustuðum á lög með Geirmundi Valtýs. Sömu lög voru oft í spilaranum þegar leið- in lá að Ósi. Þar naut afi sín allra best í gúmmítúttum að dytta að húsinu en hann var alltaf að sýsla eitthvað og sat aldrei auð- um höndum. Hann fór einnig oft með okkur að veiða, jafnvel þótt hellirigndi. Á Ósi átti hann góðar og skemmtilegar stundir með ömmu og okkur hinum. Aðra sumardaga fengum við að fylgj- ast með og aðstoða afa í bíl- skúrnum, sem var algjört ævin- týri. Þar kenndi ýmissa grasa, til dæmis mátti þar finna tunnu fulla af veiðimöðkum og stóran lager af byggingarvörum, enda fengum við oft að fara með hon- um í Húsasmiðjuna. Bílskúr afa þótti ekki einungis spennandi fyrir börnin í fjölskyldunni held- ur einnig ferfætlinginn Ólíver. Þeir félagar áttu sérstakt sam- band, en hefðin var sú að þeir fengju sér harðfisk saman í bíl- skúrnum í hvert sinn sem leiðin lá í Borgarnes. Að koma í afaher- bergi var einnig mikil upplifun og fylgdi þeim heimsóknum oft- ar en ekki ýmiskonar góðgæti. Afi var sá sem hafði alltaf óbil- andi trú á okkur, var glettinn, grínaðist mikið og gerði allt sem hann gat fyrir okkur barnabörn- in. Engum leiddist með afa. Hann var einfaldlega besti afi sem hægt er að hugsa sér og munum við sakna hans mikið. Við vonum að hann hafi það gott með öllum þeim sem fóru á und- an, sé að smíða eitthvað fallegt og hlæja eins og honum einum var lagið. Takk fyrir yndislegar stundir saman afi okkar. Þínar afastelpur. Hildur Ólafsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Tinna Ólafsdóttir. Nú hafa þeir náð saman á ný, æskuvinirnir frá Hofsósi, Bragi Jós. og pabbi. Milli þeirra var mikil og sterk vinátta alla þeirra ævidaga saman. Þeir fluttu á Krókinn ungir að árum og stofnuðu þar fjölskyld- ur. Bragi náði sér í Maju og við systkinin á Hólavegi 22 nefndum þau alltaf í sömu andránni, Maja og Bragi. Árið 1954 stofnuðu Bragi og pabbi ásamt fleirum Trésmiðjuna Hlyn, sem síðar varð að Bygging- arfélaginu Hlyn. Í hönd fór mikill uppbygging á Króknum og Hlyn- ur kom að byggingu fjölmargra húsa, stofnana sem einbýlishúsa. Bragi og pabbi störfuðu náið saman á Hlyn og Bragi var okkur fjölskyldunni einstakur, um- hyggjusamur og alltaf stutt í glaðværðina. Maja og Bragi fluttu í Borg- arnes 1971 en áfram héldust sterk og góð vinabönd, sem styrktust ef eitthvað var, þrátt fyrir fjarlægðina. Við upplifðum Braga sem mikinn Króksara sem hugsaði hlýtt til heimahaganna og til ættingja sinna og vina í Skagafirðinum. Á stórum tímamótum í okkar fjölskyldu voru Maja og Bragi alltaf mætt, hvort sem það var heima á Hólaveginum eða í sum- arbústað í Borgarfirði. Og alltaf stoppuðu foreldrar okkar í Borg- arnesi á leið sinni á milli lands- hluta. Það eru forréttindi að alast upp í fjölskyldu sem á jafn nána vini og Maja og Bragi voru okkur, að ógleymdum börnum þeirra. Þegar við krakkarnir vorum lítil spáðum við oft í það hvernig við værum skyld, slíkur var sam- gangurinn. Vinátta pabba og Braga var falleg, við fundum sterkt fyrir væntumþykju og virðingu. Það var okkur t.d. skemmtilegt undr- unarefni hvernig þeir gátu þagað saman á góðri stund. Þá nægði þeim bara að kinka kolli og brosa. Orð voru óþörf. Eftir að pabbi lést um aldur fram 1992 má segja að vinskapur Maju og Braga hafi færst til okk- ar mömmu og systkinanna og síð- ar einnig til Hauks. Samskiptin og þessi vinskapur hefur að mörgu leyti verið okkar leiðar- ljós. Hólavegsfjölskyldan þakkar Braga samfylgdina og sendir Maju og fjölskyldu innilegar samúðarkveðjur. Minningin lifir um góðan vin og einstakan öðl- ing. Fyrir hönd fjölskyldunnar á Hólavegi 22, Óskar G. Björnsson. Elsku Bragi, mikið sakna ég þín og allra rólegu stundanna sem ég fékk að eyða með þér. Ekkert stress, alltaf tími til að spjalla og leyfa mér að fylgjast með þér í búðinni, skúrnum eða í herberginu þínu inn af forstof- unni. Er þú komst norður fórstu með mig að hitta Guðjón bakara, Bjarna Haralds og fleiri góða menn. Þið Gunna hafið alltaf kallað mig „nafna“ enda varla hægt að vera skírður eftir betri einstak- lingum. Þú hvattir mig áfram, sama hvað ég tók mér fyrir hendur, og alltaf stóð heimili ykkar Mæju mér opið. Ég get skrifað svo margt um þig og okkar samveru en ég ætla að halda því í hjarta mínu þar sem þú átt svo stóran stað sem gott er að hugsa til. Hvíldu í friði kæri nafni og vin- ur. Guð blessi Mæju og fjölskyld- una. Hugurinn leitar nú aftur til þess er hélt ég í höndina traustu. Mildi og hófsemi streymdi frá þér sem yljaði lítið hjarta. Hjarta sem virti og skildi vel vinalegt bros og þín ósögðu orð. Þinn nafni, Gunnar Bragi. Bragi Þór Jósafatsson Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.