Morgunblaðið - 12.12.2018, Qupperneq 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
✝ IngibjörgKristín Ólafs-
dóttir fæddist 3.
október 1929 á
Sveinsstöðum í Lýt-
ingsstaðahreppi í
Skagafirði. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Lög-
mannshlíð á Akur-
eyri 6. desember
2018.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Egilsdóttir, f. 7. ágúst 1905, d. 3.
maí 1982, og maður hennar,
Ólafur Kristjánsson, f. 15. júní
1884, d. 15. nóvember 1958.
Ingibjörg átti hálfsystur sam-
feðra, Ólínu Ragnheiði, f. 20.
mars 1915, d. 22. júní 2007. Ingi-
björg stundaði nám við hús-
mæðraskólann á Löngumýri og
einnig á Laugum í Reykjadal.
björgu. 2) Jón Óli, f. 28. nóv-
ember 1955, giftur Sigurbjörgu
Óladóttur, f. 24. september
1957. Börn þeirra eru Stefán
Ólafur, f. 13. apríl 1976, Óli Þór,
f. 6. október 1979, og Inga Krist-
ín, f. 1. nóvember 1983. Stefán
Ólafur er kvæntur Jönu Rut
Friðriksdóttur, börn þeirra eru
Elvar Máni, Eiður Logi, Birta
sem er látin og Bríet Sara. Óli
Þór er kvæntur Eydísi Hörpu
Ólafsdóttur, börn þeirra eru Óli-
ver Ísak, Iðunn María og Ása
Þórey. Inga Kristín er í sambúð
með Atla Þrastarsyni, f. 6. jan-
úar 1981, börn þeirra eru Hildur
Björg og Emma Guðrún. 3)
Kristín María, f. 3. febrúar 1964,
gift Sigurði Guðna Gunnarssyni,
f. 11. desember 1951.
Ingibjörg og Ólafur bjuggu
allan sinn búskap á Akureyri.
Ingibjörg starfaði lengst af hjá
Sambandsverksmiðjunum og
vann við saumaskap á Heklu.
Útför Ingibjargar fer fram
frá Akureyrarkirkju í dag, 12.
desember 2018, og hefst athöfn-
in klukkan 10.30.
Hún giftist Stefáni
Ólafi Jónssyni frá
Skjaldarvík í Eyja-
firði og eignuðust
þau þrjú börn. 1)
Erna Guðlaug, f.
17. október 1954, d.
30. desember 1987.
Erna og hennar
maður, Sigurður
Guðni Gunnarsson,
f. 11. desember
1951, eignuðust tvo
syni, þá Gunnar
Óla, f. 2. september 1974, og
Arnar Björn, f. 4. júlí 1979.
Kona Gunnars Óla er Ragnheið-
ur Ólafsdóttir og börn þeirra
eru Erna Guðlaug og Unnur
Ösp, fyrir átti Ragnheiður
dótturina Tinnu Björt. Arnar
Björn er í sambúð með Herdísi
Ósk Baldvinsdóttur og á Herdís
Ósk dótturina Emblu Ingi-
Komið er komið að kveðju-
stund. Það er sárt að kveðja
þann sem manni þykir vænt um
þegar vitað er að samverustund-
irnar verða ekki fleiri. Þegar
sorgin hellist yfir er gott að eiga
minningar til að hugga sig við.
Við erum þakklát fyrir að hafa
átt mömmu sem studdi okkur
alla tíð og var til staðar þegar
þurfti.
Mamma var góð fyrirmynd
því hún vann verk sín oftar en
ekki í hljóði og barst ekki á. Þeir
sem henni voru samferða á lífs-
leiðinni nutu þess að eiga hana
að. Mamma átti trú sem var
henni dýrmæt og gaf henni styrk
til að takast á við erfiðleika þeg-
ar á reyndi.
Pabba missti hún allt of fljótt
en hún stóð sterk við hlið hans
þegar alzheimersjúkdómurinn
fangaði hann en hann lést eftir
löng og erfið veikindi þegar
mamma var aðeins 61 árs. Einn-
ig var það mömmu mikið áfall
þegar systir okkar lést í bílslysi
aðeins 33 ára gömul. En ham-
ingjustundir voru líka margar í
hennar lífi og naut hún lífsins
sem betur fer. Það var mikið lán
í hennar lífi þegar hún eignaðist
vin, hann Stefán Þórisson frá
Hólkoti í Reykjadal, en saman
áttu þau tíu góð ár. Mamma og
Stefán ferðuðust saman bæði
innan lands og utan meðan heilsa
þeirra leyfði. Þau nutu þess að
vera saman og var vinskapur
þeirra einlægur og gleðistund-
irnar margar. Börn Stefáns tóku
mömmu opnum örmum og ein-
stök var þeirra umhyggja í henn-
ar garð sem varði alla tíð. Eftir
andlát Stefáns flutti mamma á
hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð
en þar dvaldi hún í tvö ár eða
þar til yfir lauk. Í Lögmannshlíð
eignaðist hún góða vini og naut
umönnunar frábærs starfsfólks.
Elsku mamma, minning þín
mun lifa með okkur um ókomin
ár. Við kveðjum þig með ljóði
sem þú hafðir mikið dálæti á og
þér fannst segja það sem segja
þurfti.
Ég veit ekki hvort þú hefur,
huga þinn við það fest.
Að fegursta gjöf sem þú gefur,
er gjöfin sem varla sést.
Ástúð í andartaki,
augað sem glaðlegt hlær,
hlýja í handartaki
hjarta sem örar slær.
Allt sem þú hugsar í hljóði
heiminum breytir til.
Gef þú úr sálarsjóði,
sakleysi fegurð og yl.
(Úlfur Ragnarsson)
Kristín María og Jón Óli.
Fallin er frá elskuleg tengda-
móðir mín, Ingibjörg Ólafsdóttir.
Okkar fyrstu kynni voru fyrir
fjörutíu og fjórum árum þegar
ég kynntist Ernu dóttur hennar
og varð þeirrar gæfu njótandi að
eignast Ingu sem tengdamóður
og tengjast hennar fjölskyldu.
Fjölskyldan var Ingu mikils
virði og studdi hún alla eins og
hún mögulega gat því allt gekk
út á það að hugsa um aðra. Hún
hjálpaði okkur Ernu mikið þeg-
ar eldri drengurinn okkar fædd-
ist, en þá vorum við að ljúka
námi í Reykjavík og hefja bú-
skap. Það var alltaf gott að
koma til Ingu og Óla á Sólvellina
og þar leið okkur vel, dekrað var
við okkur á allan hátt og syn-
irnir Gunnar Óli og Arnar Björn
eiga þaðan góðar minningar.
Fyrstu búskaparárin okkar vor-
um við alltaf fyrir norðan á jól-
unum og þegar við áttum frí,
Sólvellirnir urðu okkar annað
heimili.
Þannig liðu árin en svo
breyttist allt þegar Erna eig-
inkonan mín lést í bílslysi langt
fyrir aldur fram. Kletturinn í öll-
um þessum þrengingum og sorg
var Inga sem af æðruleysi hjálp-
aði okkur að takast á við lífið við
þessar breyttu aðstæður. Örlög-
in eiga sér engin takmörk því
Dídí yngri systir Ernu kom inn
á heimilið til að hjálpa okkur
feðgum, hún varð síðan seinni
eiginkona mín og ól drengina
upp sem móðir þeirra. En til
marks um umhyggjusemi Ingu
annaðist hún bæði móður sína
og tengdaforeldra þegar elli og
sjúkdómar sóttu að.
Einnig veiktist Óli tengdafað-
ir minn af erfiðum sjúkdómi
rúmlega sextugur og annaðist
Inga hann þar til yfir lauk en
hann lést á sjötugasta aldursári
sínu.
Þannig var nú lífið hennar
Ingu sem stýrði mannmörgu
heimili yfir í að vera orðin ein
eftir á heimilinu. Það var því
okkur fjölskyldunni mikið gleði-
efni þegar Inga kynnist Stefáni í
Hólkoti en mjög kært var á milli
þeirra og varð hann mikill vinur
okkar.
Þau fóru nokkrar ferðir sam-
an til útlanda, ferðuðust um
landið og dvöldu stundum í bú-
staðnum okkar á Syðri-Reykj-
um. Stefán tók alltaf með sér
harmonikkuna og ef veður var
gott settist hann stundum út á
veröndina og spilaði fyrir ná-
grannana líka. Þetta voru
skemmtilegar stundir og gaman
að sjá hvað þeim leið vel saman.
En svo fór heilsunni að hraka
með hækkandi aldri hjá þeim
báðum og ekki hægt að ferðast
saman eins og þau gerðu. Á
hverjum degi töluðu þau saman í
síma og var það partur af tilveru
þeirra að vera í símasambandi.
Það var því mikið áfall fyrir
Ingu þegar Stefán lést og ekki
lengur hægt að hringja og heyra
röddina hans.
Núna eru að verða tvö ár síð-
an Inga flutti í hjúkrunarheim-
ilið Lögmannshlíð. Þar er að-
staðan til fyrirmyndar og leið
Ingu vel á þessum stað. Það er
ekki orðum aukið að segja að
starfsfólkið er yndislegt og virki-
lega vel var um hana hugsað.
Elsku Inga, nú er komið að
kveðjustund og ég sakna þín
mikið. Ég veit að það verður vel
tekið á móti þér og megi Guð
geyma þig og varðveita.
Sigurður Gunnarsson.
Ömmu Ingu kynntist ég fyrst
fyrir rúmum 20 árum þegar við
Gunnar Óli fórum að vera sam-
an. Á nánast hverju sumri eftir
það fórum við í sumarfrí norður
á Akureyri í heimsókn til henn-
ar. Fyrst vorum við þrjú, síðan
fjögur og í allmörg ár fimm. Æv-
inlega var tekið vel á móti okkur
með fullu borði af kræsingum,
þar sem passað var upp á að
ekki vantaði pönnukökur og
mátulega soðin egg sem dætur
okkar elskuðu að fá hjá lang-
ömmu sinni.
Við fórum m.a. í bíltúra þar
sem keyrt var um Akureyri og
nágrenni og alltaf var tekinn
rúntur fram hjá Sólvöllunum.
Hugur hennar var hjá okkur og
okkar hjá henni þótt fjarlægðin
á milli okkar gerði það að verk-
um að við hittumst sjaldnar en
við hefðum viljað. Hún átti það
til að hugsa til okkar eða okkar
nánustu með hjálp/hugsunum
sem ná lengra en við skiljum.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég góða og trygga „ömmu“
með þakklæti fyrir góðar sam-
verustundir og allt í gegnum ár-
in.
Ragnheiður.
Þá ertu dáin amma mín eða
amma Inga eins og ég kallaði
þig alltaf.
Ég veit að ég var þér sér-
staklega kær enda annaðistu
mig fyrstu mánuðina mína sem
ungbarn, á meðan mamma mín
var fyrir sunnan að klára námið
sitt.
Ég á margar minningar um
þig frá barnæsku minni enda
kom ég oft til þín, bæði með
pabba og mömmu eða bara einn
í pössun í skemmri eða lengri
tíma og var ég heilu sumrin hjá
þér einnig. Þú kenndir mér að
vera kurteis og koma vel fram
við náungann og klára matinn á
disknum mínum. Ég hef svo oft
hugsað til þess þegar ég er að
borða að þá heyri ég rödd þína
um að ekki megi henda mat.
Þetta hef ég að mestu staðið við
en því miður hef ég vanið mig á
það að setja fullmikið á diskinn
en það talaðir þú ekki um.
Ég man hversu dugleg þú
varst að taka til og þrífa, krjúpa
úti í garði að vinna í beðunum.
Ég man eftir þér með málning-
arrúllu og pensil að mála íbúðina
ykkar afa. Það var alltaf svo
gaman að koma til þín og alltaf
góðar móttökur. Börnum mínum
hefur alltaf þótt gaman að koma
og töluðu þær oft um pönnukök-
urnar hjá þér og þér þótti svo
vænt um það og passaðir upp á
að hafa alltaf til pönnukökur
þegar við komum til þín. Þú
kenndir mér einnig um dauðann,
ég man þegar Guðlaug mamma
þín dó þá útskýrðir þú það fyrir
mér að við andlát færi sál manns
á annan stað og að mömmu þinni
liði því í raun vel þrátt fyrir að
hún væri dáin. Á sama hátt
sýndir þú mikinn styrk og hjálp-
aðir mér mikið þegar ég missti
mömmu mína og þá varst þú að
missa dóttur þína langt fyrir ald-
ur fram. Það er mér því mikil
huggun að vita það að þú ert
sátt við að þinn tími er kominn
og ég veit að þér líður vel.
Þinn
Gunnar Óli.
Nú þegar við kveikjum öll
jólaljósin sem færa okkur ynd-
islega birtu í skammdeginu, þá
hefur ljósið hennar elsku Ingu
minnar slokknað.
Mig langar í nokkrum orðum
að minnast hennar og þess góða
tíma sem við náðum að eiga
samleið. Það var mikið gæfa fyr-
ir pabba að finna hana og kynn-
ast í einni ferðinni sem hann fór
í til Gran Canaria. Með þeim
tókst yndislegt vináttusamband
sem þau fengu að njóta í mörg
ár við góða heilsu. Það var ynd-
islegt að fylgjast með þeim,
pabbi heimsótti Ingu á Akureyri
og dvaldi hjá henni nokkra daga
í senn og framan af kom Inga
líka til hans í sveitina og stopp-
aði nokkra daga í einu. Þau ferð-
uðust saman bæði innanlands og
utan og áttu góðan tíma saman.
Í allnokkur ár höfðu þau tæki-
færi til að dvelja eina viku í senn
í Biskupstungunum í sumarbú-
stað Dídíar og Sigga og þangað
heimsóttum við Binni þau gjarn-
an og nutum vel. Pabbi tók
gjarnan lagið á harmonikkuna
og við sáum um sönginn, mikil
gleði og gaman þá. Þegar þau
voru á sitt hvorum staðnum var
síminn óspart notaður og þau
heyrðust daglega, að lágmarki
tvisvar, stundum þrisvar á dag,
bara svona til athuga hvort allt
væri ekki í lagi þó ekki væri
annað.
Ég veit að það varð Ingu
minni mikið áfall þegar pabbi
kvaddi okkur fyrir rúmum
tveimur árum og fann ég það vel
hversu mikil áhrif það hafði á
hana.
Í lokin ætla ég að rifja upp
eitt ansi skemmtilegt atvik sem
átti sér stað þegar bæði Inga og
Binni minn voru nýkomin inn í
líf okkar pabba. Það var hjóna-
ball á Breiðumýri og við vorum
að sjálfsögðu boðin. Þá var þeim
Ingu og Binna sagt, að þegar
þau kæmu inn, þyrftu þau að
ganga hring í salnum til að
kynna sig fyrir sveitungunum.
Þetta skapaði smáfiðring en auð-
vitað vorum við bara að grínast
og mikið gátum við hlegið að
þessu og gaman að rifja atvikið
upp.
Elsku Inga mín, komið er að
kveðjustund, hafðu hjartans
þökk fyrir allar yndislegu sam-
verustundirnar sem við áttum.
Ég vil votta Jóni Óla, Dídí og
allri fjölskyldunni mína innileg-
ustu samúð.
Blessuð sé minning yndislegr-
ar konu.
Aðalheiður Stefánsdóttir.
Ingibjörg Kristín
Ólafsdóttir
Eiginmaður minn og ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ERLINGUR ÓLAFSSON,
fv. verslunarstjóri ÁTVR,
lést á hjartadeild Landspítalans 6.
desember. Útför fer fram frá Fossvogskirkju
þriðjudaginn 18. desember klukkan 15.
Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hans er bent á styrktarsjóð hjartadeildar LSH.
Reiknnr.: 513-26-22228, kt. 640394-4479
Arnþrúður Þóranna Eiríksdóttir
Hildigunnur Erlingssdóttir Einar Hjörleifsson
Guðrún Björg Erlingsdóttir Ingólfur Eldjárn
Hildur Erlingsdóttir
Ólafur Hjalti Erlingsson Berta Björk Heiðarsdóttir
Margrét Guðnadóttir Hallgrímur Arnarsson
barnabörn og barnabarnabörn
Elsku mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
ALMA THORARENSEN,
áður til heimilis í Skildinganesi 32,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í
Hafnarfirði laugardaginn 8. desember.
Útför fer fram frá Garðakirkju mánudaginn 17. desember
klukkan 15.
Ragnheiður Erla Bjarnad.
Helga Hrefna Bjarnadóttir
Stefán Örn Bjarnason Sigrún Þórarinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
bróðir,
FRIÐBERGUR ÞÓR LEÓSSON,
Dvalarheimilinu Nausti,
Þórshöfn,
lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri
miðvikudaginn 5. desember.
Hann verður jarðsunginn frá Þórshafnarkirkju laugardaginn
15. desember klukkan 11.
Halldóra Friðbergsdóttir Guðmundur Ari Arason
Unnar Gamalíel Guðmundsson
Ari Snær Guðmundsson
Leó Hrafn Guðmundsson
Anna Lára Friðbergsdóttir Halldór Rúnar Stefánsson
Óskar Þór Halldórsson
Grétar Stefán Halldórsson
Friðbergur Smári Halldórsson
Sigurbergur Gunnar Halldórsson
Benedikt Jósef Halldórsson
og aðrir aðstandendur
Áskær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og systir,
GUÐNÝ DEBÓRA ANTONSDÓTTIR
frá Sólheimum,
Tálknafirði,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu,
Reykjavík, mánudaginn 10. desember.
Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn
14. desember klukkan 14.00. Jarðsett verður í Stóra-Laugardal,
Tálknafirði.
Sesselja B. Jónsdóttir Páll Eyþór Jóhannsson
Guðmundur Jónsson Margrét Kristbjörnsdóttir
Anton Halldór Jónsson
Jóhann Jónsson Hildur Ástþórsdóttir
Guðjón Jónsson Pia Söderlund
Vilhjálmur Gísli Antonsson Elísabet Pálsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn