Morgunblaðið - 12.12.2018, Page 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018
Elma Björk Bjartmarsdóttir viðskiptafræðingur fagnar fjörutíuára afmæli sínu í dag. Hún er sérfræðingur í viðskiptastýringuhjá VÍS og sér um sölu á tryggingum og ráðgjöf til stærri fyrir-
tækja.
„Það er bara rosa gaman að vinna við tryggingar. Ég er búin að vera
hjá VÍS í eitt og hálft ár en var þar áður fimm ár hjá Verði.“
Lífið snýst að öðru leyti mikið um fótbolta, segir Elma. „Ég á öflugan
fótboltastrák sem spilar með Breiðabliki og yngri börnin mín eru líka
byrjuð í boltanum svo það fer mikill tími í að sinna íþróttum barnanna.
Ég reyni að vera eins virk í foreldrafélögum sem tengjast fótboltanum
og skólanum hjá krökkunum og ég get og er reyndar ótrúlega góð í að
koma mér í öll foreldrafélög sem hugsast getur.
Elma æfði sjálf ekki fótbolta. „Ég ólst upp í Breiðholti og þar var bara
voða lítill fótbolti í gangi þegar ég var að alast upp en ég var öflug í fim-
leikum hjá Gerplu og æfði þar til ég varð fullorðin.“ Elma ólst upp við
mikla tónlist á heimilinu en pabbi hennar er Bjartmar Guðlaugsson tón-
listarmaður. Hún vildi þó ekki gera mikið úr tónlistarkunnáttu sinni,
helsta afrekið var að vera rekin úr skólakór Ölduselsskóla fyrir að
syngja of hátt en hún hefur þó fengið stefgjöld því hún samdi texta við
eitt lag eftir föður sinn og heitir það Foreldrar og franskar.
Eiginmaður Elmu er Orri Pétursson, sjómaður á Viðey hjá HB
Granda. Börn þeirra eru fótboltakappinn Tristan Máni 11 ára, Sara
Mist 7 ára og Styrmir Orri 5 ára.
„Í tilefni dagsins reikna ég með mínum nánustu í heimsókn til mín í
kvöld en við stöndum í flutningum núna svo frekari veisluhöld verða að
bíða þar til eftir áramót.“ Fjölskyldan er að flytja sig nær íþróttasvæði
Breiðabliks svo það eru kannski engar ýkjur að lífið snúist um fótbolta.
Fjölskyldan Elma og Orri ásamt börnunum um síðustu jól.
Lífið er fótbolti
Elma Björk Bjartmarsdóttir er fertug í dag
S
veinn Magnússon fæddist
í rúmi ömmu sinnar í
Hafnarfirði 12.12. 1948
og ólst upp þar í bæ. Á
framhaldsskólaárunum
sinnti hann ýmsum störfum á sumr-
in, var handlangari hjá múrara, vann
á lyftara, vann við að steypa Kefla-
víkurveginn og í mörg sumur var
hann aðstoðarmaður við jarðlaga-
rannsóknir hjá Orkustofnun.
Sveinn varð stúdent frá VÍ 1969,
lauk embættisprófi í læknisfræði við
HÍ 1976, var kandidat í Vest-
mannaeyjum, Borgarnesi, á Borgar-
spítala og Landspítala, stundaði sér-
nám í Uppsölum og starfaði þar
samfellt til 1983 og af og til næstu
árin á eftir og heilt ár 1992-93.
Sveinn var síðan sérfræðingur í
heimilislækningum og lyflækn-
ingum í Svíþjóð og á Íslandi. Hann
hóf störf við Heilsugæsluna í Garða-
bæ 1983 og var þar yfirlæknir og
framkvæmdastjóri nánast óslitið til
1998. Hann var héraðslæknir
Reykjaneshéraðs 1991-2002, réðst
að heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytinu 1998, síðar velferðar-
ráðuneytinu, og er þar skrifstofu-
stjóri, síðustu árin á skrifstofu
ráðuneytisstjóra og hefur verið stað-
gengill hans.
Sveinn hefur starfað á Héraðsvakt
höfuðborgarsvæðisins frá 1983, sem
kemur m.a. að mannslátum og alvar-
legum lögreglumálum, og situr í
stjórn Neyðarlínunnar.
Sveinn var kosinn í stjórn Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar í Evrópu
(WHO) 2015-2018 og sat í stjórn Evr-
ópsku smitsjúkdómastofnunarinnar í
Stokkhólmi 2005-2018. Hann hefur
verið fulltrúi ráðuneytisins í ýmsu al-
þjóðlegu samstarfi og m.a. leitt sam-
starfsnefnd þess gagnvart Fær-
eyjum og Grænlandi, var ráðgjafi
færeyska heilbrigðisráðherrans 2016
um skipulag sjúkrahúsmála í Fær-
eyjum og hefur setið í fjölda nefnda á
vegum ráðuneytisins á innlendum og
erlendum vettvangi.
Sveinn sat í stjórn Læknafélags
Íslands 1985-96, er heiðursfélagi frá
2018, var fyrsti formaður Norræna
læknaráðsins 1992-94, starfaði mikið
að málum heimilislækna, sat í stjórn
Hjartaverndar og Krabbameins-
félags Reykjavíkur og hefur beitt sér
mikið á sviði tóbaksvarna.
Sveinn hefur mikinn áhuga á nátt-
úrufræði og jarðfræði, hefur sótt
námskeið og fyrirlestra á þessum
sviðum og les mikið um þessi fræði.
Hann hefur áhuga á útivist, hefur
Sveinn Magnússon, læknir og skrifstofustjóri – 70 ára
Fjölskyldan við Stanford-háskóla árið 2016 Sonardóttirin Tinna, þá 10 ára, tók myndina og stillti hópnum upp.
Lífsglaður og sprækur
náttúruskoðandi
Barnabörnin Tinna Marin, Brynja Kristín, Katla Kristín, Sveinn og Sölvi.
Reykjavík Elías Dór Símonarson fæddist 25. mars 2018 kl. 19.00. Hann vó 3.755
g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Lilja Dóra Björnsdóttir og Símon Grét-
ar Rúnarsson.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is