Morgunblaðið - 12.12.2018, Side 29

Morgunblaðið - 12.12.2018, Side 29
DÆGRADVÖL 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2018 búðin | 1. hæð Kringlunni Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú ert kjarkmikil/l og sækir fast það sem þú vilt. Gættu þess að særa samt engan í atganginum. Líf þitt tekur nýja stefnu á næsta ári. 20. apríl - 20. maí  Naut Maður er manns gaman og það getur verið reglulega ánægjulegt að eyða dagstund í góðra vina hópi. Búðu þig undir ánægju- legan dag þar sem allt fer samkvæmt áætlun. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu ekki með stöðugar áhyggjur af því hvað öðrum kann að finnast um þig. Þú hefur jákvæð áhrif á samstarfsmenn þína með því að sýna þeim vinsemd og umhyggju. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gefðu þér nægan tíma, því enginn ár- angur næst með því að beita aðra þving- unum. Nýttu tækifærið til þess að koma miklu í verk en ekki til þess að kúga aðra. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Einhverjar glæringar eru í loftinu svo þú skalt hafa hægt um þig og segja sem minnst. Hlustaðu í einlægni og umhyggjusemi á fólk, alveg eins og þú vilt að aðrir hlusti á þig. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur engar efasemdir varðandi markmið þín og átt því auðveldara með að fá fólk til samstarfs við þig. Fólk er hjálplegt og samvinnuþýtt. 23. sept. - 22. okt.  Vog Láttu úrtölur vinnufélaga ekki draga úr þér kjarkinn, þú ert á réttri leið. Í stað þess að einblína á trén sérðu loks skóginn. Stattu fast á þínu máli. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Hafðu þá staðreynd í huga að það er erfiðara að taka við gagnrýni en að gagnrýna. Settu skýr mörk og vertu viss um að aðrir velkist ekki í vafa um hvað þú mein- ar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er eins og þú eigir eitthvað erfitt með að einbeita þér og þess vegna fer ýmislegt framhjá þér. Fólk er með þrjósksta móti og því munu öll samskipti reyna á. 22. des. - 19. janúar Steingeit Ný ævintýri geta birst þér ef þú hefur kjark til þess að brjóta upp venjur hversdagsins. Þú ert á eilífum þönum og verður lítið úr verki þess vegna. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það mun reyna verulega á þig í dag, en þú ert tilbúin/n í slaginn og hefur ráð til þess að sjá fram úr erfiðleikunum. Allt sem þú tekur þér fyrir hendur eykur tekjur þínar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú mátt alveg búast við stormi, þegar þú ert í samstarfi við geðríkt fólk. Taktu eftir persónunni sem glóir í návist þinni – og taktu eitt skref í áttina til hennar. Í ritdómi í Skírni um Ljóðmæli eft-ir þær systur Ólínu og Herdísi Andrésdætur birtir Árni Pálsson þessar stökur um ferskeytluna eftir Ólínu: Þótt sumum háum lítist lág leið þín, ná þeir hvergi, en standa hjá, er stiklarðu á stuðla háu bergi. Á ey og bala öldu falls áttu sali kunna. Þú ert dala dís og fjalls, dóttir alþýðunnar. Árni segir að þær systurnar séu sjálfar dætur alþýðunnar og ljóða- kver þetta ágætt dæmi þess, hve listasmekkur og tungumenning er á háu stigi sums staðar meðal ís- lenskrar alþýðu. – „Mál vort ætti ekki að vera í hættu meðan íslenskar konur geta tekið undir með Herdísi: Hvín í hnjúkum helfrosnum, hrannir rjúka á firðinum; ligg ég sjúk af leiðindum, læt þó fjúka í kviðlingum. Þegar frændi þeirra systra séra Matthías dó kastaði Ólína fram þess- ari stöku: Gleðin smækkar, hryggðin hækkar, hróður brást um andans völl, skáldum fækkar, landið lækkar, loksins sjást hér engin fjöll.“ Breiðfirskra kvenna, sem hún þekkti í æsku sinni, minntist hún á þessa leið: Faldasunna sál var heið, þær saumuðu, spunnu, stýrðu skeið, þeim var kunnug láar leið lögð yfir grunna svæðin breið. Öllum stundum starfsamar, sterkum mundum konurnar, ýttu á sundin áramar, öxluðu og bundu sáturnar. Hér koma tvær stökur eftir Her- dísi: Það er strangra þrauta blak þjóð ef angri slegin er að ganga aftur á bak endilangan veginn. Og þessi: Til þess hefur hugur minn hlakkað mest um jólin að hýrni og bláni himinninn og hækki á lofti sólin. Ritdómnum lýkur Árni með því að segja, að hér séu engar hversdags- konur á ferðinni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stökur eftir Ólínu og Herdísi Andrésdætur „SEGÐU MÉR ALLT UM HEIMSÓKN SYSTUR ÞINNAR EINA FERÐINA ENN. ÞAÐ AUÐVELDAR MÁLIN.” „Ég sagÐI þér í símtalinu aÐ viÐ myndum sjósetja nýja bátinn minn. “ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú snertir ekki jörðina. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann MÉR LEIÐIST GERUM EITTHVAÐ SKEMMTILEGT! ÞVÍ MIÐUR ÉG HEF HELGAÐ MIG LEIÐINDUM FÉLAGAR, VIÐ LÁGUM ILLA Í ÞVÍ Í DAG … HVAÐA LÆRDÓM MÁ DRAGA AF ÞESSU? HÆTTUM AÐ LEITA NÝRRA LIÐSMANNA Í MENNTASKÓLUNUM! Allir þekkja tölvumúsina, ómiss-andi tæki til þess að þvælast um á netinu og opna forrit og skjöl. Notandinn færir músina og á skjánum er bendill sem færist í takti við hreyfingar hans. x x x Músin kom fyrst fram fyrirhálfri öld, var kynnt til sög- unnar á ráðstefnu í San Francisco 9. desember 1968. Á netinu má finna kynningarmyndskeið sem þar var frumsýnt þar sem Douglas Engelbart, vísindamaður við Stan- ford-háskóla í Kaliforníu, kynnir græjuna yfirlætislausri röddu. Vinna við að þróa hana hafði tekið fimm ár. x x x Músin hefur breyst í áranna rás.Í upphafi var kúla neðan á henni og snúningur hennar réð för bendilsins um skjáinn. Reglulega þurfti að losa um kúluna og þurrka burt kusk og ryk til þess að hún virkaði eðlilega. Sú tækni er löngu horfin. Ýmsir aðrir kostir eru komnir til sögunnar til að athafna sig í tölvum og má þar helst nefna snertiskjáinn. En þeir hafa ekki ýtt músinni til hliðar og enn er hana að finna á flestum skrif- borðum. x x x Þótt rúmur áratugur liði áttimúsin eftir að ryðja sér til rúms svo um munaði. Þegar Eng- elbart lést fyrir fimm árum sagði í andlátsfréttum að músin hefði opn- að almenningi dyrnar að hinum stafræna heimi. Allt í einu urðu flóknar skipanir, sem þurfti að slá inn á skjáinn, sáraeinfaldar. Allt sem þurfti var einn smellur. x x x Engelbart fékk aldrei neinareinkaleyfisgreiðslur fyrir upp- finninguna þótt hún yrði mörgum að féþúfu. Og nafngiftin? „Ég veit ekki af hverju við kölluðum þetta mús. Stundum biðst ég afsökunar á því. Svona byrjaði þetta og við breyttum því aldrei,“ segir Engel- bart í myndskeiðinu góða, sem var frumsýnt fyrir 50 árum. vikverji@mbl.is Víkverji Enginn er heilagur sem Drottinn, eng- inn er til nema þú, enginn er klettur sem Guð vor. (1. Sam 2.2)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.