Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Bókaútgáfan fær viðspyrnu  Frumvarp um stuðning við útgáfu íslenskra bóka hlaut þverpólitískan stuðning Guðni Einarsson gudni@mbl.is Alþingi samþykkti í gær frumvarp um stuðning við útgáfu bóka á ís- lensku með 52 atkvæðum, þrír voru á móti. Þar með er búið að koma á fót stuðningskerfi sem heimilar endur- greiðslu 25% beins kostnaðar vegna útgáfu bóka á íslensku. Lögin taka gildi frá og með 1. janúar 2019. Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu er vitn- að í Lilju Alfreðsdóttur, ráðherra, sem lýsir gleði sinni yfir samstöð- unni sem skapaðist um þessa tíma- mótaaðgerð. „Við viljum efla útgáfu á íslensku vegna menningarlegs mikilvægis bóka- útgáfu fyrir þró- un tungumálsins okkar og þetta skref er hið fyrsta í heildstæðum að- gerðum okkar til stuðnings ís- lenskunni,“ er haft eftir Lilju. Hún kveðst vera viss um að þetta muni marka þáttaskil fyrir íslenskar bæk- ur og hafa jákvæða keðjuverkun í för með sér, til hagsbóta fyrir lesendur, rithöfunda og alla þá sem koma að útgáfu hér á landi. „Ég held að þetta sé einn mesti stuðningur ríkisins við bókaútgáfu í landinu sem sögur fara af,“ sagði Heiðar Ingi Svansson, formaður Fé- lags íslenskra bókaútgefenda. „Þetta er risastórt mál fyrir okkur. Félag íslenskra bókaútgefenda hefur lengi barist fyrir afnámi virðisaukaskatts af bókum og öðrum stuðningi við út- gáfu íslenskra bóka. Í þessu máli kristallast vilji stjórnvalda og viður- kenning á því hlutverki sem bókaút- gáfa gegnir í landinu.“ Heiðar Ingi sagði að sá stuðningur sem nú er lögfestur yrði mjög mik- ilvæg viðspyrna fyrir íslenska bóka- útgefendur og gerði þeim kleift að sækja fram í stað þess að hopa. Þá sagði hann að breið þverpólitísk samstaða um málið væri mjög mik- ilvæg. Gert er ráð fyrir að framlag vegna endurgreiðslna verði um 400 millj- ónir króna á ári frá og með næsta ári. Bókaútgefendur þurfa að sækja um endurgreiðslur vegna útgáfu bóka. Heiðar Ingi sagði eftir að útfæra reglugerð og tíminn mundi leiða í ljós hvaða áhrif stuðningurinn hefði. Heiðar Ingi Svansson Guðrún Ögmundsdóttir, formaður trúnaðarnefndar Samfylkingarinnar, líkaði við Facebook-færslu Ágústs Ólafs Ágústssonar, þingmanns Sam- fylkingarinnar, þar sem hann greindi frá því að hann hefði ákveðið að taka sér launalaust leyfi eftir að hafa verið áminntur af trúnaðarnefndinni, með því að setja við hana hjarta. Guðrún sagði í samtali að um ósjálfráð mannleg viðbrögð hefði ver- ið að ræða. „Ætli ég hafi ekki bara brugðist við með mennskunni og vilj- að óska honum góðs gengis í sínu,“ sagði Guðrún. Hún sagðist sjá það núna, að það hefði ekki verið viðeigandi fyrir hana, sem formann nefndarinnar, að sýna slík viðbrögð við færslunni. Þetta hefði verið gert í hvatvísi. Í umræddri færslu greindi Ágúst Ólafur frá því að hann hefði verið í óviðeigandi í samskiptum við konu sem hann hefði hitt í miðbæ Reykja- víkur og farið með á vinnustað henn- ar. Sagðist hann meðal annars hafa reynt að kyssa konuna en hún ýtt honum frá sér. Hann hefði brugðist við með særandi ummælum. Konan sendi síðar frá sér yfirlýs- ingu því Ágúst Ólafur hefði gert minna úr málinu en tilefni væri til. Ekki hefði verið um misheppnaða við- reynslu að ræða heldur ítrekaða áreitni og niðurlægingu. „Mér þykir vænt um Ágúst Ólaf,“ sagði Guðmundur Andri Thorsson, varaformaður þingflokks Samfylk- ingarinnar, aðspurður hvers vegna hann hefði einnig sett hjarta við færslu Ágústs Ólafs. Líkaði við færslu Ágústs Ólafs með hvatvísu hjarta  Formaður trúnaðarnefndar brást við með mennskunni Guðrún Ögmundsdóttir Ágúst Ólafur Ágústsson Kjaramálin voru helsta umræðu- efni reglulegs for- mannafundar Starfsgreina- sambandsins (SGS) í gær, að sögn Björns Snæ- björnssonar, for- manns. „Í þessari viku höfum við verið að taka stöðuna um hvernig viðræður við Samtök atvinnulífsins (SA) hafa gengið. Það var fundur í samninga- nefndinni á þriðjudaginn var. Svo fóru menn heim í félögin og könnuðu hvernig fólkinu litist á stöðuna. Við höfum verið að skoða vinnutímamál og eins hefur verið rætt um hvort vísa eigi viðræðunum til ríkissátta- semjara fyrir jól eða ekki,“ sagði Björn. Hann sagði að fundurinn í gær hefði samþykkt að vísa deilunni ekki til sáttasemjara fyrir jól, sjö fé- lög vildu vísa en ellefu félög vildu það ekki. Björn sagði að staðan yrði skoðuð aftur strax eftir áramótin. Hann sagði að ágætis viðræður hefðu verið í hópum hinna ýmsu starfsgreina og í undirhópum. Það væri þó ekkert enn í hendi. „Ef ekk- ert gengur í viðræðunum upp úr ára- mótum er ljóst að deilunni verður vísað til ríkissáttasemjara. Verði þeir fundir árangurslausir þarf að fara í aðgerðir,“ sagði Björn. For- mannafundurinn í gær kaus að- gerðanefnd sem mun skipuleggja aðgerðir fyrir SGS. „Við erum að undirbúa aðgerðir ef við þurfum á þeim að halda,“ sagði Björn. gudni@mbl.is SGS undirbýr aðgerðir Björn Snæbjörnsson  Vísa ekki til sátta- semjara fyrir jól „Ég labba ofan úr Helgafelli eldsnemma á morgnana og tek strætó númer 44 í Áslandinu í Hafnarfirði,“ sagði Hurðaskellir. Hann hefur verið fastur gestur í strætó á aðventunni allt frá 2009 og kætt farþegana með nærveru sinni. Hurðaskellir færir sig á milli vagna allan dag- inn og hefur gaman af að skoða höfuðborg- arsvæðið. Farþegarnir taka honum mjög vel. „Túristastelpa var svo glöð að sjá mig í dag að hún hoppaði upp í fangið á mér og var yfir sig kát. Ferðamennirnir eru mjög glaðir að sjá mig. Ég fer venjulega heim um kvöldmat og þá er Grýla búin að elda eitthvað gott,“ sagði Hurða- skellir. Dagurinn er ekki þar með búinn því það þarf að gefa í skó þægra barna langt fram á nótt. Allir gleðjast við að sjá jólasveininn Morgunblaðið/Eggert Hurðaskellir ferðast vítt og breitt með strætó alla daga til jóla Konu af Norðurlandi dreymdi vinn- ingstölurnar í Víkingalottói og voru hún og eiginmaður hennar lukkuleg þegar þau komu með vinningsmiðann frá 28. nóvember á skrifstofu Íslenskrar getspár. Unnu þau rúmar þrjár milljónir í þriðja vinning. „Frúna dreymdi tölurnar, dreif sig á næsta sölustað og keypti 2 raðir í Víkingalottó fyrir aðeins 200 krónur,“ segir í frétt frá Íslenskri getspá. Vinningurinn komi sér vel því hjónin hafi verið farin að huga að því að endurnýja fjölskyldu- bílinn. Dreymdi tölurnar í Víkingalottóinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.