Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Jens Garðar Helgason, formaðurSamtaka fyrirtækja í sjávar-
útvegi, ræddi á dögunum við 200
mílur um sjávarútvegsmál og sagði:
„Þeir sem starfa í sjávarútvegi eru
vanir því að eiga við náttúruöflin og
samkeppni á erlendum mörkuðum,
en það er í raun ótrú-
legt að okkar helsta
áskorun sem atvinnu-
greinar sé pólitísk
óvissa og óstöðug-
leiki. Nánast á hverju
ári hefur greinin mátt
sitja undir óvissu um
hvernig ríkið ætlar að
skattleggja greinina.“
Þetta er sannarlegaótrúlegt og ekki
síður það sem einnig
bar á góma í viðtalinu,
en það voru sjónarmið
sem Logi Einarsson, formaður Sam-
fylkingarinnar, hefur haft um sjáv-
arútveg.
Í umræðum um sjávarútveg á Al-þingi fyrr á þessu ári spurði Logi
hvort ekki væri „allt í lagi þó að eitt-
hvað af útgerðarfyrirtækjunum fari
á hausinn og við leitum í hagkvæm-
asta reksturinn þannig að þjóðin fái
á endanum afgjaldið?“
Jens Garðar benti á að sérkenni-legt væri að stjórnmálamenn tali
í einu orðinu um að halda landinu í
byggð en tali á hinn bóginn um að
skattleggja sjávarútveg þannig að
hann standi ekki undir sér.
Við þetta bætist svo vilji þessarasömu manna til að taka af þeim
sem starfa í sjávarútvegi atvinnu-
réttinn.
Hvernig stendur á því að sam-fylkingarflokkarnir hamast
þannig gegn sjávarútveginum? Er
einhver skýring á því?
Einhver skýring
á fjandskapnum?
STAKSTEINAR
Logi Einarsson
Jens Garðar
Helgason
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Þorsteinn Hjaltested,
bóndi og fjárfestir á
Vatnsenda við Elliða-
vatn, lést á heimili sínu
aðfaranótt 12. desem-
ber síðastliðinn. Hann
varð 58 gamall.
Þorsteinn fæddist í
Reykjavík 22. júlí 1960,
sonur Magnúsar
Hjaltested, bónda á
Vatnsenda og konu
hans Kristrúnar Ólafar
Jónsdóttur. Kristrún
lifir son sinn.
Þorsteinn ólst upp á
Vatnsenda. Hann var
matreiðslumeistari. Lærði mat-
reiðslu í Veitinga- og matreiðsluskóla
Íslands og vann námstímann á Hótel
Loftleiðum þar til hann útskrifaðist
árið 1984. Eftir það gerðist hann yfir-
matreiðslumaður í
verslunum Víðis. Einn-
ig rak hann Sundakaffi
um tíma, annaðist veit-
ingarekstur í golfskála
Golfklúbbs Reykjavík-
ur og var matsveinn á
Edduhótelinu á Kirkju-
bæjarklaustri nokkur
sumur. Þá var Þor-
steinn hluthafi í Veislu-
turninum í Kópavogi og
ýmsum fyrirtækjum.
Jafnframt rak Þor-
steinn bú með sauðfé
og hross á Vatnsenda
og ýmist leigði út eða
seldi byggingarland. Hann átti sæti í
stjórn Veiðifélags Elliðavatns.
Kona Þorsteins var Kaire Hjalte-
sted. Þau skildu. Synir þeirra eru
Magnús Pétur og Björn Arnar.
Andlát
Þorsteinn Hjaltested
bóndi á Vatnsenda
Flestir myndu kjósa Sjálfstæðis-
flokkinn ef gengið yrði til kosninga
í dag. Samfylkingin er sá flokkur
sem næstflestir myndu kjósa og
Vinstrihreyfingin – grænt framboð
kemur þar á eftir. Fylgi Miðflokks-
ins minnkar um meira en helming
og Píratar bæta við sig. Þetta kem-
ur fram í nýrri könnun MMR.
Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist
nú 22,1%, sem er lítilsháttar aukn-
ing frá síðustu könnun sem gerð
var 21. nóvember. Fylgi VG er
12,9%, en það var 10,3% í nóv-
ember, og fylgi Framsóknarflokks
mælist 12,5% sem er talsverð aukn-
ing frá síðustu könnun þegar það
var 7,5%.
Samkvæmt þessu eru ríkisstjórn-
arflokkarnir því með 47,5% fylgi.
Flokkur fólksins með minna
Samfylkingin mælist með 16,9%,
sem er svipað og í síðustu könnun,
og fylgi Pírata er nú 14,4%, en var
11,3% í könnuninni sem gerð var í
nóvember.
Fylgi Viðreisnar mælist 8,5%
sem er svipað og í síðustu könnun
og fylgi Miðflokksins minnkar úr
13,1% í 5,9% eða um rúm sjö pró-
sentustig. Fylgi Flokks fólksins
minnkar sömuleiðis úr 7,6% í 4,2%.
Könnunin var gerð dagana 5.-11.
desember og svöruðu 975 ein-
staklingar henni.
Miðflokksfylgi minnkar um helming
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír með 47,5% Framsókn og Píratar bæta við sig
Morgunblaðið/Hari
Alþingi Talsverðar sveiflur hafa
verið á fylgi stjórnmálaflokkanna.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?