Morgunblaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.12.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Vogir sem sýna verð á vörum eftir þyngd Löggiltar fyrir Ísland og tilbúnar til notkunar ELTAK sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum VERSLUNAR- VOGIR Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is 90 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur JÓLASÖFNUN Jólagjöf gr i l lmeistarans L Fjöldi grilla á Jólatilboði Núerhægtaðgrilla allt árið Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 www.grillbudin.is Opið alla daga til jóla 15” Spaði og skeri fylgja Fyrir grill og ofna Þráðlaus kjöthitamælir JÓLATILBOÐ 3.990 VERÐ ÁÐUR 4.990 Pítsusteinn KjúklingastandurLED ljós á grillið Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegarmaturinn er tilbúinn Fyrir grill ogofna Fyrir grill ogofna JÓLATILBOÐ 5.990 VERÐ ÁÐUR 7.990 JÓLATILBOÐ 4.990 VERÐ ÁÐUR 6.990 JÓLATILBOÐ 1.990 VERÐ ÁÐUR 2.990 Opið alla daga til jóla JÓLATILBOÐ 63.900 VERÐ ÁÐUR 79.900 Frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð Vefv ersl un ww w.g rillb udin .is meirihlutaeigandi að félaginu þar sem reglugerð Evrópuþingsins og Evr- ópuráðsins kveður á um að evrópskir aðilar verði að eiga meira en helm- ingshlut í félögum sem rekin eru á grundvelli flugrekstrarleyfis sem veitt er innan Evrópska efnahags- svæðisins. Í fréttatilkynningunni kemur fram að fjárfesting Indigo sé háð samþykki skuldabréfaeigenda WOW air um skilmálabreytinga bréf- anna. Þar er meðal annars kallað eftir því að fallið verði frá öllum ákvæðum sem heimila gjaldfellingu skuldabréf- anna og að skuldabréfið verði gert upp eftir fimm ár í stað þriggja. At- kvæðagreiðslu skuldabréfaeigenda lýkur 17. janúar. Grunnleiðakerfi WOW helst óbreytt  Indigo Partners setur allt að 9,3 milljarða í WOW air Morgunblaðið/Árni Sæberg Flugfélag Indigo Partners mun setja allt að 9,3 milljarða í WOW air gegn ákveðnum skilmálum. Grunnleiðakerfi WOW air mun haldast óbreytt. Sveinn Þór- arinsson, sérfræð- ingur hjá Landsbank- anum, áætl- ar að erlend- um ferða- mönnum „gæti fækk- að“ um á þriðja hundrað þúsund vegna niður- skurðar WOW air. Haft var eftir Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Morgunblaðinu gær að farþegum mundi fækka úr 3,5 millj. í ár í 2,1 milljón 2019. Sveinn segir að miðað við að WOW air hafi flutt 600-700 þús- und þeirra 2,3 millj. erlendu ferðamanna sem koma til lands- ins í ár megi áætla að boðaður niðurskurður WOW air leiði til þess að erlendum ferðamönn- um fækki um 180-280 þús. á næsta ári, eða um 6-12%. „Þetta er versta hugsanlega útkoma. Við vitum enda ekki hvort breytingarnar hjá WOW air hafi meiri áhrif á fjölda ferðamanna eða skiptifarþega,“ segir Sveinn og rifjar upp áform Icelandair um að auka framboð á flugi um 35% á næsta ári. Hagfræðideild Landsbankans áætli að það aukna framboð geti nánast jafnað út það sem tapast vegna niðurskurðar WOW air. Sú áætlun miðist hins vegar við að áformin gangi að öllu leyti upp hjá Icelandair. „Við getum hins vegar ekki fullyrt hvort Icelandair mun auka framboðið svo mikið. Þá gætu önnur félög aukið fram- boðið. Það er heldur ekki fast í hendi.“ baldura@mbl.is WOW AIR SKER NIÐUR Sveinn Þórarinsson Reiknar með skelli í byrjun næsta árs Eigandi ferðaþjónustufyrirtækis segir fulltrúa WOW air hafa boðið nokkrum starfsmönnum sínum umtalsvert betri laun. Þeir hafi þegið boðið og söðlað um til WOW air. „Þetta skapaði spennu á vinnustaðnum. Hinir starfsmennirnir urðu við þetta ósáttir við launin sín. Spurðu hvers vegna við gætum þá ekki líka borgað hærri laun. Staðreyndin er hins vegar sú að WOW air stóð ekki undir slíkum launagreiðslum. Það hefur komið í ljós að undanförnu,“ sagði heimildarmaðurinn sem taldi einsýnt að laun í íslenskri ferðaþjón- ustu hefðu í mörgum tilvikum verið orðin of há í alþjóðlegum saman- burði. Ferðaþjónustan sé í alþjóðlegri samkeppni. baldura@mbl.is WOW yfirborgaði keppinauta LAUNAHÆKKANIR FREISTUÐU Baldur Arnarson baldura@mbl.is Kristófer Oliversson, formaður FHG – fyrirtækja í hótel- og gisti- þjónustu, áætlar að erlendum ferðamönnum geti fækkað allt að 10% vegna niðurskurðar WOW air. „En miðað við þau áform sem kynnt hafa verið sýnist mér að áhrifin verði mest á svokall- aða tengifarþega og þá mest frá Bandaríkjunum. Það mun draga úr áhrifunum. En við þurfum einnig að gera ráð fyrir því að WOW air takist ekki að sækja fjármögnun. Þá gæti ferðamönn- um fækkað um 20% á næsta ári.“ Yrði tímabundið högg „Þetta er auðvitað mjög alvar- legt. En þetta verður þá tíma- bundið högg, einkum yfir vetr- artímann meðan markaðurinn jafnar sig. Það er vel sloppið ef Wow air klárar sín mál í janúar,“ segir Kristófer. „Fram yfir ára- mót verðum við hins vegar því miður að gera ráð fyrir þeim möguleika að ekki takist að loka dæminu,“ segir Kristófer sem er eigandi CenterHotel-keðjunnar. Hann segist aðspurður ekki munu hægja á uppbyggingu tveggja nýrra hótela vegna þessara tíð- inda. Þau verða á Laugavegi 95-99 og á Seljavegi í Vesturbænum. Kristófer telur aðspurður að önnur hótel muni heldur ekki hægja á núverandi uppbyggingu sinni. „En það verður væntanlega mun erfiðara að fjármagna ný verkefni ef allt fer á versta veg,“ segir hann. Hótelin standi af sér storminn  Formaður FHG greinir stöðuna Kristófer Oliversson Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Við Hlemm CenterHotel Miðgarður er eitt af CenterHotelunum. BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Fjárfestingafélagið Indigo Partners mun fjárfesta í flugfélaginu WOW air fyrir allt að 75 milljónir bandaríkja- dala, sem nemur um 9,3 milljörðum króna. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu sem birtist á vefsíðu WOW air í gær en fjárfestingin er háð ýms- um skilmálum. Fyrirætlanir Indigo Partners eru í fyrsta lagi háðar nið- urstöðu áreiðanleikakönnunar sem ekki er lokið en engin tímasetning er komin á það hvenær vinnu við hana muni ljúka. Hvorki Svanhvít Frið- riksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, né Carol J. Makovich, talskona Indigo Partners, gátu tjáð sig um þau mál. Spurð um leiðakerfi WOW air segir Svanhvít aftur á móti að grunn- leiðakerfi félagsins haldist óbreytt. „Allar ferðir sem eru í sölu í janúar, febrúar og mars munu ekki breytast,“ segir Svanhvít við Morgunblaðið en líkt og fram hefur komið hefur vélum félagsins verið fækkað úr 20 í 11 með tilheyrandi fækkun áfangastaða. Starfa áfram á íslensku leyfi Í tilkynningunni kemur fram að In- digo muni kaupa „einhver hlutabréf“ í WOW air. Þar kemur einnig fram að sérstakt félag muni halda utan um eignarhald Indigo Partners í WOW air sem stýrt verður af bæði Indigo og öðrum hluthöfum í WOW air en í því samhengi má benda á að Skúli Mog- ensen er eini hluthafi WOW air í dag. Í samtali við Morgunblaðið staðfesti Svanhvít að WOW air muni áfram starfa á grundvelli íslensks flug- rekstrarleyfis. Á meðan svo verður er ljóst að Indigo getur aldrei orðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.