Morgunblaðið - 15.12.2018, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Misty
Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | sími 551 3366 | Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-14
Opið í dag, laugardag, til kl. 18
Stærðir 35-43
Verð 9.990 kr.
Stærðir 36-44
Verð 13.950 kr.
Stærðir 39-46
Verð 12.900 kr.
Stærðir 40-48
Verð 11.900 kr.
Stærðir 46-50
Verð 9.990 kr.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Tugir nýrra þjónustu- og veitingarýma munu
koma á markað í Reykjavík á næstu árum. Hátt
hlutfall þeirra verður á þéttingarreitum sem
eru misjafnlega langt komnir í byggingu á
Hverfisgötu, á Hafnartorgi, við Austurhöfn, við
Höfðatorg og á Hlíðarendasvæðinu.
Hluti af fyrirhuguðu framboði er hér sýndur
á myndrænan hátt. Sex verkefni eru á undir-
búningsstigi; Borgartún 24 og 34-36, Heklu-
reitur, Byko-Steindórsreitur og Snorrabraut 54
og 60. Önnur verkefnin eru í byggingu eða þeim
er lokið. Nokkuð er síðan stærsti hluti Hljóma-
lindarreits var tilbúinn.
Við þetta bætast jarðhæðir fyrirhugaðra hót-
ela í miðborginni. Samkvæmt úttekt í Morgun-
blaðinu sl. miðvikudag verða 15 hótel opnuð í
Reykjavík 2019 og 2022. Þrettán þeirra tengjast
ekki samantektinni hér. Af því leiðir að vel á
fjórða tug verkefna er í pípunum í miðborginni
þar sem áformað er að hafa þjónustu- eða veit-
ingarekstur á jarðhæð. Verkefnin eru mögulega
fleiri og einhver kunna að taka breytingum.
Fjárfestingin í hótelum og þéttingarreitum er
ekki undir 100 milljörðum. Því er mikið undir að
ferðamönnum fækki ekki.
Þegar verktakar voru spurðir um fjölda þjón-
ustu- og veitingarýma var svarið gjarnan að
fjöldinn hefði ekki verið ákveðinn. Það væri
enda óljóst hvernig fermetrar skiptust. Af þeim
sökum er hér látið ógert að áætla fjölda veit-
inga- og þjónusturýma í húsunum.
Krafa um lifandi jarðhæðir
Hið aukna framboð af verslunar- og þjón-
usturýmum í miðborginni er hluti af þeirri kröfu
í skipulagi miðborgarinnar að jarðhæðir skuli
vera „lifandi“ og aðgengilegar vegfarendum.
Með uppbyggingunni sem nú er hafin, eða að
hefjast, mun framboð á verslun og þjónustu
aukast með stækkun miðborginnar til vesturs,
suðurs og austurs. Verslunargötur munu liggja
frá Byko-reitnum, framhjá Vesturbugt og svo
Hafnartorgi og Austurhöfn og kvíslast um
Kvosina og miðbæinn og svo áfram austur að
Höfðatorgi og Heklureit og til suðurs eftir
Snorrabraut að Hlíðarendabyggð. En hver er
þörfin? Sérfræðingur í uppbyggingu á
þéttingarreitum í miðborginni spáir offramboði
af verslunar-, þjónustu- og veitingahúsnæði á
jarðhæðum í miðborginni. Svo fámenn borg
standi ekki undir slíku þjónustuframboði.
Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri
Reykjavík Economics, telur ekki ólíklegt að ein-
hverjar verslanir muni flytja sig um set í mið-
borginni og fara í ný rými, t.d. á Hafnartorgi og
við Austurhöfn. Með því geti losnað um eldri
rými sem skapi tækifæri fyrir annan rekstur.
Daníel Þór Magnússon, sjóðsstjóri hjá Kviku,
segir fyrirhuguð hótel í miðborginni skapa tæki-
færi fyrir verslun og þjónustu. Þá séu margir að
flytja í nýjar miðborgaríbúðir.
1
13
12
14
15 16
4
18
17
19
20
21
22
23
24
25
11
5
6
3
7
8
9
10
2
Dæmi um nýtt og fyrirhugað
atvinnuhúsnæði í miðborginni
Verslun og þjónusta á jarðhæð
1 Arnarhlíð - Hlíðarenda
2 Austurhöfn
3 Borgartún 24
4 Borgartún 34-36
5 Bríetartún 9-11
6 Brynjureitur
7 BYKO/Steindórsreitur
8 Frakkastígsreitur
9 Hafnartorg
10 Heklureitur
11 Héðinsreitur
12 Hlíðarfótur - Hlíðarenda
13 Hljómalindarreitur
14 Hverfisgata 85-93
15 Hverfisgata 88-92
16 Hverfisgata 94-96
17 Höfðatorg
18 Kirkjusandur
19 Laugavegur 4-6
20 Skúlagata 30
21 Snorrabraut 54
22 Snorrabraut 60
23 Tryggvagata 13
24 Vegamótastígur 7-9
25 Vesturbugt
1 2 3 6
25
8
9 10
11 12
14
7
1817
15
16
Myndir: Reykjavíkurborg/kynningarefni.
19
Mynd/PKdM
Verslunarrýmið mun stóraukast
Tugir nýrra veitinga- og þjónusturýma munu bætast við í miðborg Reykjavíkur á næstu árum
Fyrirhuguð viðbygging á Snorrabraut 60 er dæmi um nýbyggingu í mið-
borginni þar sem atvinnustarfsemi er áformuð á jarðhæð.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar er nú í auglýsingu.
Fram kemur í tillögunni að Snorrabraut sé „mikilvæg framtíðarborg-
argata fyrir Reykjavík“ sem „tengir Laugavegs-Suðurlandsbrautarás,
þróunar- og samgönguás borgarinnar, við Vatnsmýrarsvæðið“. Ný við-
bygging við Snorrabraut 60 falli að áætlunum um mótun borgargötu.
Þá segir í tillögunni að á götuhæð sé „krafa um „lifandi“ götuhliðar
með verslun og þjónustu“. Þjónusta á götuhæð sé hugsuð sem hverfis-
þjónusta. Allt að 49 íbúðir verði í húsinu.
Steinsnar frá, á Snorrabraut 54, er fyrirhugað að byggja hótel með við-
byggingu við gömlu Mjólkurstöðina, austan Sundhallarinnar.
Þar verður veitingahús. Ofangreind skipulagslýsing bendir til að
frekari uppbygging sé áformuð á Snorrabraut. Deiliskipulag Hlíðarenda
gerir ráð fyrir að Snorrabraut geti mögulega farið um Arnarhlíð að
Nauthólsvík, svo fari borgarlína yfir brú í Kársnes. Alls 6.900 fermetrar
af atvinnuhúsnæði verða á jarðhæð á fjórum íbúðareitum á Hlíðarenda.
Snorrabraut verði borgargata
og tenging við Vatnsmýrina
DÆMI UM FYRIRHUGUÐ ÞJÓNUSTURÝMI
Ljósmynd/Kanon arkitektar
Viðbygging Drög að nýrri viðbyggingu við Snorrabraut 60 í Reykjavík.