Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 20

Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Ármúla 24 • S. 585 2800 www.rafkaup.is MANOLA ljósakróna Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum ÚR BÆJARLÍFINU Reynir Sveinsson Sandgerði Nú er endanlega búið að finna nafn á hinu nýja sveitarfélagi sem varð til við sameiningu Sand- gerðis og Garðs. Sameiningarferlið hefur tekið langan tíma og haldnir voru margir kynningarfundir í báð- um sveitarfélögunum þar sem sér- fræðingar kynntu kosti samein- ingar. Ekki voru miklar umræður á kynningarfundunum og virðast flestir vera sáttir við sameininguna. Þá var bara að finna nafn á nýja bæjarfélagið. Í fyrstu fór fram rafræn könn- un um nafn og var þátttaka mjög léleg. Eftir að sameiningarnefnd hafði skoðað málið var boðað til skriflegra kosninga um þrjú nöfn og hlaut nafnið Suðurnesjabær áber- andi mest fylgi. Þó að nafnið sé komið er heilmikil vinna eftir við að skrifa nýja bæjarmálasamþykt og fá hana samþykkta. Það verður ekki fyrr en á næsta ári sem formlega verður notast við nafnið.    Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið við að reka niður nýtt stálþil við suðurgarð Sandgerð- ishafnar. Nýja þilið er ca. 70 cm ut- an við eldra þil sem er að verða 40 ára gamalt. Það var komin mikil tæring í eldra þilið og göt, sem varð þess valdandi að efni skolaðist út og þekja bryggjunnar seig. Steypt verður ný þekja og skipt um allar lagnir og rafmagnsbúnað. Þessar framkvæmdir kosta um 115 millj- ónir. Í upphafi áttu þessar fram- kvæmdir að vera búnar 1. október 2018, en miklar tafir hafa orðið á verklokum sem verða snemma næsta árs.    Í sumar hafa staðið yfir miklar framkvæmdir við Hvals- neskirkju sem er orðin 132 ára gömul. Skipt var um alla glugga sem sumir hverjir voru farnir að leka. Að þessu sinni var sett slétt gler í stað hamraðs glers sem var fyrir og sást ekki út um. Gólf kirkj- unnar var víða sigið en burðarbitar í gólfi eru mjög öflugir, úr banda- ríska timburflutningaskipinu Jemec Town sem rak mannlaust upp í fjöru sunnan við Stafnes árið 1881. Skipið var þriggja mastra seglskip um 100 metra langt með fullfermi af úrvalstimbri sem að hluta var rauðviður. Gólfbitarnir í kirkjunni eru úr rauðvið, þeir voru hvergi festir við grunn kirkjunnar heldur hvíldu þeir á grjóti sem hafði verið hlaðið undir gólfbitana. Gólfklæðn- ing var úr skipinu og var það mikil vinna að skafa það upp og olíubera, við þessar framkvæmdir þurfti að fjarlægja alla bekki, ofna og altari úr kirkjunni og var geymt í gám þar til framkvæmdum lauk.    Á þessu ári eru 90 ár frá því að slysavarnasveitin Sigurvon var stofnuð og er hún elsta sveit innan SVFÍ. Sigurvon var stofnuð í kjölfar sjóslyss við Stafnes 1928 er togarinn Jón forseti RE strandaði þar og 15 menn fórust en 10 tókst að bjarga. Árið 1929 kom björgunarbáturinn Þorsteinn til Sandgerðis. Hann er nú geymdur í Björgunarskýlinu sem var byggt yfir hann er hann kom til Sandgerðis. Starfsemi Sigurvonar hefur lengstum verið öflug, núver- andi björgunarstöð sem er nýleg bygging er á hafnarsvæðinu.    Það hefur lifnað yfir húsbygg- ingum á árinu sem er að líða. Nú eru um 30 íbúðir í byggingu á mis- jöfnu byggingarstigi. Aðeins 8 lóðir eru á lausu um þessar mundir. Unn- ið er að hönnun og skipulagi á nýju hverfi sunnan við Sandgerðisveg of- an við íþróttasvæðið. Þar er gert ráð fyrir 398 íbúðum. Hverfið verður byggt í áföngum og stefnt er að því að lóðum verði úthlutað á næsta ári. Morgunblaðið/Reynir Sveinsson Endurbætur Skipt hefur verið um glugga í Hvalsneskirkju sem orðin er 132 ára gömul. Þá var gólf olíuborið. Sveitarfélag fær loks nafn Jólamarkaðurinn í Heiðmörk verður opinn í Elliðavatnsbæ núna um helgina. Þar er boðið upp á bæði handverk og matvæli og má ganga að því vísu að þar sé alltaf eitthvað nýtt í boði af ýmiss konar hand- gerðum varningi og innlendri matarhefð. Því til viðbótar er viðamikil menningardagskrá á jólamarkaðnum; rithöfundar verða með upplestur á Kaffistofu klukkan 13 í dag og á morgun, sunnudag. Í dag verður upplesturinn í höndum Hugleiks Dagssonar og á morgun verður þar Guðrún Bjarnadóttir. Barnastund í Rjóðrinu hefst klukkan 14 báða dagana og tónlist- armenn spila á Kaffistofu klukkan 15:30. Þær Gyða og Kristín Anna Valtýsdætur spila þar í dag og Snorri Helgason á morgun. Spákona verður á svæðinu og spá- ir fyrir framtíð gesta og gangandi og eldsmiður verður á planinu. Í fréttatilkynningu segir að allir séu hjartanlega velkomnir í vetrar- paradísina sem er í korters fjarlægð frá ysi og þysi miðborgar. Fjölbreytt dagskrá í Heiðmörk Markaður Verð- ur um helgina. Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 9 dagar til jóla Bráðum koma blessuð jólin er yfir- skrift jóladagskrár sem boðið verð- ur upp á í Árbæjarsafni í Reykjavík sunnudaginn 16. desember. Verður þetta í annað og síðara skipti sem jóladagskráin er í boði í ár. Fram kemur í tilkynningu að dagskráin sé á öllu safnsvæðinu og geti ungir sem aldnir rölt á milli húsanna og fylgst með undirbún- ingi jólanna eins og hann var hér áður fyrr. Fastir liðir verða eins og venju- lega, þar á meðal guðsþjónusta í safnkirkjunni, sem hefst klukkan 14. Klukkan 15 verður dansað í kringum jólatréð á torginu og sungin jólalög og frá 14-16 skemmta jólasveinar gestum og taka þátt í söng og dansi í kringum jólatréð. Jóladagskrá í Árbæjarsafni á sunnudag Morgunblaðið/Eggert Jólastemning Jólasveinar skemmta gest- um í Árbæjarsafni í Reykjavík á sunnudag. Tónlistarhópurinn Umbra, sem hefur sérhæft sig í flutningi fornrar og nýrr- ar tónlistar, mun halda ár- lega jólatónleika sína á vetrarsólstöðum hinn 20. desember í Háteigskirkju, en á efnisskránni verða meðal annars sjaldheyrð jólalög frá miðöldum, ís- lensk og erlend, eins og Personent hodie og Green groweth the Holly, og önnur þekktari lög á borð við Hátíð fer að höndum ein og Coventry Carol, allt í útsetningum Umbru. Mörg laganna er að finna á nýrri jólaplötu hópsins, Sólhvörf, sem er ný- komin út hjá útgáfufyrirtækinu Dimmu. Umbra með nýja plötu og jólatónleika Umbra Tónlistarhópurinn hefur sent frá sér nýja plötu. Jólapakkaskákmót Hugins og Breiðabliks verður haldið sunnu- daginn 16. desember í Álfhólsskóla í Kópavogi. Mótið hefst kl. 13 og er ókeypis. Mótið er fyrir börn og unglinga og verður keppt í a.m.k. 6 aldurs- flokkum. Tefldar verða 5 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á mann. Jólapakkar eru í verðlaun fyrir 3 efstu sætin í hverjum aldurs- flokki fyrir bæði drengi og stúlkur. Auk þess verður happdrætti fyrir alla þátttakendur. Jólaskákmót fyrir börn á sunnudag Kórinn Vocal Project heldur tón- leika í dag, 15. desember, í Guðríð- arkirkju í Grafarholti í Reykjavík og hefjast þeir klukkan 17. Í tilkynningu segir að lögin verði nánast öll flutt án undirleiks, blanda af popplögum og jólalögum í krefjandi og skemmtilegum og út- setningum eftir Gunnar Ben kór- stjóra. Tekin verða lög með Cyndi Lauper, George Michael og Radio- head svo eitthvað sé nefnt, að ógleymdum Sigurði Guðmundssyni og Chris de Burgh. Popp og jólalög í Guðríðarkirkju

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.