Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 22

Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 22
Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir tillögu um varnarlínu vegna fjárfestingarstarfsemi banka sem er að finna í hvítbók um fjár- málakerfið, dæmi um tillögu sem hægt er að setja í undirbúning nú þegar. Efnislega snýr tillagan að því að ef „eiginfjárþörf vegna beinnar og óbeinnar stöðutöku kerfislega mik- ilvægra banka nái 10-15% hjá ein- hverjum bankanna hafi viðkomandi banki tvo valkosti, annaðhvort að draga úr umræddri starfsemi eða stofna um hana sérstakt félag,“ að því er segir í hvítbókinni. Ráðherrann segist meta það svo að tillagan sé dæmi um mál þar sem fátt er til fyrirstöðu að fara að hefja undirbúning og að frumvarp gæti komið fram í haust. Hann vísar til þess að niðurstöður höfunda hvít- bókarinnar eru á sömu leið og nefnd um skipulag bankakerfisins komst að varðandi fjárfestingarstarfsemi banka. Þá segir hann þetta skýrt dæmi um mál sem þarf að setja strax í farveg. Tillagan sem gengur undir nafn- inu „varnarlína,“ er sögð í hvítbók- inni öryggisventill sem gæti virkað þegar önnur varnarúrræði duga ekki til þess að draga úr áhættusækinn vöxt. Þá er nefndar auknar eiginfjár- kröfur vegna áhættusækinnar starf- semi og breytingar á reglugerðum er varða fjármálamarkaði. Stöðutökur Inntur álits á tillögum höfunda hvítbókarinnar þess efnis að fjár- festingarsjóðum verði veitt aukið frelsi til þess að taka skortstöður og að viðskiptavakt bankanna verði efld með auknum heimildum fyrir stöðu- tökur, segist Bjarni taka undir með skýrsluhöfundum mikilvægi þess að verðbréfamarkaður eflist. Hann úti- lokar ekki að frumvarp um breyt- ingar á umgjörð verðbréfamarkað- arins verði sett í ferli eða jafnvel kynnt í vor, en vill ekkert fullyrða um það. Hvítbókin er ekki aðgerðaráætlun að sögn Bjarna, heldur umræðu- og stefnuskjal. „Það er kannski fullmik- ið að segja að við ætlum að stökkva strax í að hrinda tillögunum öllum í framkvæmd. Ég er samt byrjaður að vinna með skjalið og við ætlum að efna til umræðu í þinginu á vettvangi efnahagsnefndar og setja þetta til umsagnar í samráðsgáttina.“ „Ég fagna þessari ábendingu og vona að það sé hægt að koma hreyf- ingu á málið,“ segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, um tillög- urnar í hvítbókinni um stöðutökur. „Allt þetta umhverfi varðandi skort- stöður hefur verið með allt öðrum hætti en tíðkast í nágrannalöndun- um og þessum mörkuðum sem við berum okkur saman við, þannig að ég held að þessi tillaga sé mjög góðra gjalda verð,“ segir Páll. Fjárfestavernd Hann bendir á að líta beri á málið í samhengi við gæðaúttekt sem Kaup- höllin fór í hjá FTSE-vísitölufyrir- tækinu þar sem Kauphöllin stóðst að fullu á fimm mælikvörðum, fimm að hluta og einn ekki. „Fimm af þessum mælikvörðum sem taldir voru ekki standast nógu vel miðað við markaði í hæsta gæðaflokki snéru einmitt að aðstöðu til verðbréfalánaskorts og skortsölu. Þannig að þetta er ekki bara eitthvað sem Kauphöllin hefur verið að tala fyrir heldur samdóma álit óháðra aðila sem eru að mæla markaðsgæðin að þetta sé atriði sem þurfi að kippa í liðinn,“ segir Páll. Þá segir hann að í umhverfi þar sem möguleiki til skortstöðutöku sé skertur, dregur úr möguleika þeirra sem eru svartsýnir á verðþróun að tjá skoðun sína á markaði. „Þess vegna skapar þetta hættu á því, meiri hættu en ella, að það myndist verðbóla. Þess vegna hefur til dæmis fjármálaeftirlitið í Bretlandi litið á þetta sem mikilvæga fjárfesta- vernd.“ Varnarlínan þarf að fara strax í farveg, segir ráðherra Samsett mynd Varnarlína Fjármálaráðherra vill hefja undirbúning frumvarps sem takmarkar fjárfestingarstarfsemi banka.  Ráðherra útilokar ekki frumvarp sem heimilar stöðutökur í auknum mæli 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018 Mjög mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð á jarðhæð í tvíbýli. Staðsett í hjarta Keflavíkur. Rólegt umhverfi. Verð kr. 32.500.000. Mánagata 3, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Kynntu þér jólatilb oðin se m eru í U rðarap óteki fram a ð jólum . Úrval tilbúin na gjafap akka. Vínlandsleið 16 Grafarholti urdarapotek.is Sími 577 1770 Jólin eru komin hjá okkur 15. desember 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 122.94 123.52 123.23 Sterlingspund 155.57 156.33 155.95 Kanadadalur 92.0 92.54 92.27 Dönsk króna 18.727 18.837 18.782 Norsk króna 14.37 14.454 14.412 Sænsk króna 13.551 13.631 13.591 Svissn. franki 123.89 124.59 124.24 Japanskt jen 1.0828 1.0892 1.086 SDR 170.04 171.06 170.55 Evra 139.81 140.59 140.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.9565 Hrávöruverð Gull 1244.45 ($/únsa) Ál 1923.0 ($/tonn) LME Hráolía 60.29 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Það virtist stefna í nokkuð mikla hækkun á bréfum Icelandair Group í Kauphöll- inni í gær en félag- ið hækkaði um tæp 11% í fyrstu við- skiptum dagsins. Eftir að fréttir bár- ust um uppfærða stöðu á fjárfest- ingu Indigo Partners í WOW air breytt- ist staðan aftur á móti töluvert og við lokun markaðar stóð gengi Icelandair í 8,55 og lækkaði um 3,39% í 446 millj- óna viðskiptum. Öll önnur félög í Kaup- höllinni hækkuðu að HB Granda og Marel undanskildum sem stóðu í stað. Mest hækkaði gengi fasteignafélagsins Heimavalla, eða um 3,6% í 34 milljóna króna viðskiptum. Hlutabréf í Origo hækkuðu um 3,4% í 64 milljóna króna viðskiptum og þá hækkaði gengi Haga um 3,3% í 117 milljóna viðskiptum. Sveiflur á gengi Icelandair Group Kauphöll Gærdag- urinn var grænn. STUTT ● Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til upplýsingatækniverðlauna SKÝ. Að þessu sinni verða einnig fjórir nýir verð- launaflokkar auk heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi framlag til upplýsinga- tækni á Íslandi. Um er að ræða verð- laun fyrir stafræna þjónustu, tölvu- leikjagerð, framúrskarandi fyrirtæki og sprotafyrirtæki. Hefðbundnar reglur eru við tilnefn- ingar til heiðursverðlauna, en nokkuð opið er varðandi tilnefningar í hina nýju flokka, að sögn Arnheiðar Guðmunds- dóttur, framkvæmdastjóra SKÝ. „Krafa hefur verið um að hampa einnig þeim sem hafa verið að gera eitt- hvað flott á árinu.Við ákváðum að búa til nokkra flokka og sjá hvort við getum ekki gert eitthvað skemmtilegt úr því. Félagið á 50 ára afmæli á þessu ári og við höfum gert ýmsar breytingar og þetta er kannski síðasti liðurinn í því.“ SKÝ hampar þeim sem gerðu flotta hluti á árinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.