Morgunblaðið - 15.12.2018, Side 25
FRÉTTIR 25Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Það er kalt á toppnum
Canada Gose hefur framleitt hágæða útivistar-
fatnað í Kanada fyrir erfiðustu aðstæður síðan
1957 og er nú leiðandi á því sviði á heimsvísu.
CANADA GOOSE FÆST Í NORDIC STORE LÆKJARGÖTU
Allar Canada Goose dúnúlpur eru framleiddar
úr bestu fáanlegu hráefnum á vistvænan hátt
og þeim fylgir lífstíðarábyrgð.
Okkar verð er sambærilegt eða
betra en í flestum öðrum löndum. Lækjargötu 2 www.nordicstore.is
Opið kl . 9 -22 alla daga
Ladies pbi
Expedition Parka
144.990 kr
Woolford Coat
92.990 kr
Trillium parka
113.990 kr
Nordic Store er viðurkenndur söluaðili
Canada Goose á Íslandi. Í verslun okkar í
Lækjargötu 2 er mesta úrval af Canada
Goose vörum fyrir herra og dömur á landinu.
Ísraelski herinn leitaði í gær logandi
ljósi á Vesturbakkanum að Palest-
ínumanni sem myrti tvo ísraelska
hermenn í fyrradag. 17 ára ungling-
ur, Mahmoud Nakhla, var skotinn
til bana í aðförum hersins, og kom
víðsvegar til skæra, þar sem Palest-
ínumenn vopnaðir slöngvivöðum
grýttu hermenn og kveiktu í dekkj-
um.
Hermenn gerðu húsleitir í borg-
inni Ramallah á Vesturbakkanum í
bæði gær og fyrradag í leit að söku-
dólgnum, en þetta var þriðja ban-
væna árásin á Ísraelsmenn á Vest-
urbakkanum á síðustu tveimur
mánuðum. Leiddi árásin til mót-
mæla meðal ísraelskra landnema á
Vesturbakkanum gegn Benjamín
Netanyahu forsætisráðherra. Fjöl-
miðlar í Ísrael veltu í gær upp
möguleikanum á að ný palestínsk
uppreisn eða „intifada“ gegn land-
nemabyggðunum væri í bígerð.
Mótmæli sem Palestínumenn höfðu
skipulagt í gær reyndust hins vegar
fámennari en gert hafði verið ráð
fyrir.
Ísraelski herinn greindi frá því að
hann hefði handtekið 40 Palestínu-
menn, en flestir þeirra eru tengdir
Hamas-samtökunum, en forvígis-
menn þeirra hafa sagt samtökin
ábyrg fyrir tveimur nýlegum skot-
árásum í Ísrael, þar sem þrír létust,
þar á meðal kornabarn. Þeir hafa
hins vegar ekki lýst yfir ábyrgð á
árásinni í fyrradag á hendur sér.
AFP
Átök Það sló í brýnu milli Ísraelsmanna og Palestínumanna í Ramallah.
Átökin harðna á
Vesturbakkanum
Leitað að árásarmanni í Ramallah
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Theresa May, forsætisráðherra
Bretlands, hélt heim á leið frá leið-
togafundi Evrópusambandsins í
Brussel í gær með loforð um að
frekari viðræður yrðu haldnar um
samkomulagið um útgöngu Breta úr
Evrópusambandinu, svo að það geti
fengið náð fyrir augum breska
þingsins.
Leiðtogar hinna 27 Evrópusam-
bandsríkjanna forðuðust þó að
vekja máls á því að hægt yrði að
semja um nokkurn hluta samkomu-
lagsins upp á nýtt. Emmanuel Mac-
ron, Frakklandsforseti, sagði til
dæmis í gær að einungis yrði hægt
að gera samkomulagið „skýrara“,
en að því yrði ekki breytt. „Það er
samkomulag, hið eina og besta sem
mögulegt er, og við munum ekki
semja um það upp á nýtt. En við
getum skýrt það og hughreyst,“
sagði Macron við fjölmiðla eftir
fundinn.
Hefur enn mikið verk að vinna
May sagði hins vegar að hún hefði
enn verk að vinna, sem sneri að því
að fá tryggingar fyrir því að þau at-
riði samkomulagsins sem breskir
þingmenn hafa lýst efasemdum yfir
verði ekki beitt gegn Bretlandi.
Landamæramál Írlands og Norð-
ur-Írlands er þar efst á baugi, en
samkvæmt samkomulaginu er í því
„varnagli“, sem tekur gildi þar til
samið er um viðskiptasamband
Bretlands og Evrópusambandsins.
Varnaglinn hefur hins vegar
mætt mikilli mótspyrnu í Bretlandi,
og ekki síst á Norður-Írlandi, þar
sem hann felur í sér að Norður-Ír-
land verði hluti af tollaumhverfi
Evrópusambandsins, ólíkt Stóra-
Bretlandi. Þá er einnig kveðið á um
að samþykki ESB-ríkjanna þurfi til
þess að binda enda á þetta fyrir-
komulag, og hafa stuðningsmenn
Brexit sagt að þannig verði hægt að
halda Bretum í klóm sambandsins
um aldur og ævi.
Næsti leiðtogafundur sambands-
ins verður haldinn 21. janúar næst-
komandi, og segir May að þingið
verði búið að kjósa um samkomulag-
ið þá. Leiðtogar Evrópusambands-
ins lýstu hins vegar efasemdum sín-
um við May og spurðu hvernig hún
ætlaði sér að fá samþykki breska
þingsins fyrir samkomulaginu.
Það sló tímabundið í brýnu á milli
May og Jean-Claude Juncker, for-
seta framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins, á fundinum í gær, en
hann hafði sagt afstöðu Breta
óskýra. Heyrðist May sem að Junc-
ker hefði kallað sig óskýra og brást
illa við. Stillti Mark Rutte, forsætis-
ráðherra Hollands, til friðar, en
breskir fjölmiðlar líktu atvikinu við
framgöngu Margaret Thatcher á
leiðtogafundum sambandsins á ní-
unda áratugnum.
Lofar frekari viðræðum
Hvessti á milli May og Juncker á leiðtogafundinum
Macron segir einungis hægt að „skýra“ samkomulagið
AFP
Brexit Theresa May yfirgefur fréttamannafund sinn í Brussel í gær.