Morgunblaðið - 15.12.2018, Qupperneq 28
Ærið oft heyrist orðalag á borð við tillagan dagaði uppi, ífleirtölu tillögurnar döguðu uppi. Eldri málvenja er aðnota þolfall frekar en nefnifall og hafa sögnina í eintölu:tillöguna dagaði uppi, tillögurnar dagaði uppi. Sagnir
eins og daga uppi voru áður kallaðar ópersónulegar sagnir en á síðari
árum aukafallssagnir af því að frumlagið er í aukafalli – raunar í þolfalli
með þessari tilteknu sögn. Nefnifallið er hér nýjung sem ryður sér til
rúms á kostnað þolfallsins.
Stundum er þetta fyrirbæri
kallað nefnifallssýki en
„málfræðileg rétthugsun“
kýs heldur orðið nefnifalls-
hneigð.
Sögnin daga merkir
‘verða dagur, birta af degi’
en daga uppi þýðir allt ann-
að. Þegar talað er um í þjóð-
sögum að tröllskessu hafi
dagað uppi merkir það að
sólin hafi náð að skína á
hana áður en hún komst
heim í helli sinn svo að hún
varð að steini. Þetta var al-
gengt vandamál nátttrölla
áður fyrr og kann líka að
eiga við um nettröll í sam-
tímanum, enda stunda þau
iðju sem þolir ekki dags-
ljósið. Yfirfærð merking
daga uppi er ‘verða of seinn
fyrir’, t.d. bóndann dagaði
uppi með verkið. Að auki
getur daga uppi fengið
merkinguna ‘gleymast, verða afgangs’, t.d. hestana dagaði uppi á fjall-
inu. Þaðan er stutt í notkun með óhlutbundnum nafnorðum: frumvörpin
og tillögurnar dagaði uppi, þ.e. ‘gleymdust í kerfinu’.
En aftur að nefnifallssýkinni – hvernig gerist þessi breyting? Fyrir
utan þá staðreynd að nefnifall er algengasta og virkasta fallið í íslensku
má ætla að tvíræðni skipti líka máli. Í setningu eins og tröllið dagaði
uppi verður ekki ráðið af forminu sjálfu hvort tröllið er í þolfalli eða í
nefnifalli. Til að gera aðstæðurnar áþreifanlegri skulum við hugsa okk-
ur móður og dóttur sem búa einar á afskekktum sveitabæ. Í máli móð-
urinnar stýrir sögnin daga uppi þolfalli. Breytingin kviknar þegar barn-
ið, fulltrúi nýrrar kynslóðar, „misskilur“ setninguna tröllið dagaði uppi.
Þótt setningin sé formlega eins hjá mæðgunum túlkar dóttirin hana á
annan hátt en móðirin, með nefnifalli í stað þolfalls. Dóttirin færir svo
þennan skilning yfir á önnur nafnorð og segir þá tröllskessan dagaði
uppi (með nefnifalli) í staðinn fyrir tröllskessuna dagaði uppi (með þol-
falli). Þegar stúlkan vex úr grasi, flytur á mölina og fer að vinna hjá
hinu opinbera gæti hún farið að segja tillagan dagaði uppi o.s.frv. Þann-
ig stuðlar tvíræðnin að því að nefnifallið sigrar hjá sumum málhöfum,
jafnvel þótt þeir hafi alist upp í vernduðu umhverfi þar sem talað var
„rétt mál“. Þessi nýja málfræði getur svo „smitað út frá sér“ þannig að
annað fólk sem þessi einstaklingur umgengst taki hana upp. Smám
saman breiðist breytingin út uns svo kann að fara að samfélagið viður-
kenni nýjungina sem eðlilegt mál.
Hvað sem öðru líður skulum við vona að enga mikilvæga málaflokka
dagi uppi á alþingi áður en þingmenn fara í jólafrí.
Nefnifallssjúka
tröllið
Tungutak
Þórhallur Eyþórsson
tolli@hi.is
Skyldi nettröllið daga uppi?
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
DRAUMAEIGN Á SPÁNI
Nánar á www.spanareignir.is
ÞÚ ERT Í ÖRUGGUMHÖNDUMHJÁ OKKUR
Aðalheiður Karlsdóttir
Löggiltur fasteignasali
adalheidur@spanareignir.is
Sími 893 2495
Ármúla 4-6, Reykjavík
Karl Bernburg
Viðskiptafræðingur
karl@spanareignir.is
Sími 777 4277
Ármúla 4-6, Reykjavík
FLOTTAR EIGNIR - GÓÐAR STAÐSETNINGAR
FJÖLBREYTT ÚRVAL - EITTHVAÐ FYRIR ALLA
Flamenca Village, Playa Flamenca Arenales del Sol, Los Arenales
Mare Nostrum, Guardamar
Gala, Villamartin
Muna, Los DolsesAllegra, Dona Pepa
Ásdís Halla Bragadóttir er miskunnarlaus viðsjálfa sig í Hornauga, bók, sem er eins konarframhald á þeirri áhrifamiklu og átakanlegufjölskyldusögu, Tvísögu, sem út kom fyrir
tveimur árum. Raunar svo mjög að ég hef engum ein-
staklingi kynnzt um dagana, sem sýnir sjálfum sér slíkt
miskunnarleysi opinberlega.
Það er ekki margt í lífinu, sem er erfiðara en það.
Það er þetta miskunnarleysi, sem sækir á lesandann,
alla vega þann, sem hér skrifar, eftir lestur hinnar nýju
bókar.
Hvaðan fær hún þetta þrek, sem hér skal fullyrt að
fáir hafa. Frá hinum „kaldlyndu“ formæðrum sínum í
föðurætt? Hvers vegna finnur hún til svo mikils skyld-
leika við þær? Upplifir hún sjálfa sig sem kaldlynda?
Um það segir hún sjálf:
„Ekki var ég viss um, hvort Halldór áttaði sig á að
þar sem ég var að halda á lofti málstað Sólrúnar og
ömmu hans Ingibjargar var ég að flytja mína eigin
varnarræðu.“
En hvað með hörkuna í Halldóri sýslumanni? Kemur
hún hvergi við sögu í þessum efn-
um?
Með Tvísögu og Hornauga hef-
ur Ásdís Halla Bragadóttir gert
tvennt. Annað er að hún hefur
brotið fjötra fortíðar af fjölskyldu
sinni og afkomendum og þar með lagt grunn að far-
sælla lífi fyrir þau öll til framtíðar.
Til þess að ná slíkum árangri hefur hún þurft að kafa
ofan í erfitt hlutskipti móðurfjölskyldu sinnar og finna
blóðföður sinn og fjölskyldu hans en ekki sízt að fara í
þá erfiðu vegferð að leita að sjálfri sér og skilja sjálfa
sig.
Þetta eitt út af fyrir sig er afrek.
En um leið hefur hún gert annað:
Hún hefur brugðið upp mynd af hinum erfiðari og
dekkri hliðum okkar samfélags, sem þessi sundurlynda
þjóð hefur sýnt ótrúlega samstöðu um að sópa undir
teppi.
Og með því að gera það hefur hún gert okkur sem
samfélagi kleift að takast á við þau innanmein.
Þetta hefur yfirleitt verið helzta samfélagslega fram-
lag skálda enda má finna á texta bókarinnar, sem er af-
ar vel skrifuð, að í höfundinum er skáldataug.
Það er auðvitað margt, sem einkennir fámenn sam-
félög eins og okkar, bæði jákvætt og neikvætt. Það já-
kvæða blasir við. Um hitt er þagað.
Hvað er það? Allir vita allt um alla, eins og sagt er.
Og í framhaldi af því illt umtal, sem fyrr og síðar hefur
verið notað markvisst á flestum ef ekki öllum sviðum
samfélagsins í þeirri valdabaráttu, sem alls staðar er á
ferð, hvort sem er í stjórnmálum, viðskiptalífi, menn-
ingu, vísindum, eða annars staðar.
Fram á síðustu ár hefur þögnin verið notuð til þess
að fela þessi neikvæðu einkenni samfélagsins og þeirri
þögn hefur fylgt annar þáttur mannlífsins, sem er
hræsni. Með svonefndum samskiptamiðlum hefur hið
illa umtal fundið sér nýjan farveg.
Kannski mætti lýsa þessum þáttum samfélags okkar
sem „illa þrútnum graftarkýlum“, sem er orðalag, sem
Ólöf Skaftadóttir, leiðarahöfundur Fréttablaðsins, not-
aði af öðru tilefni í blaði sínu í fyrradag.
Nú hefur Ásdís Halla stungið á slíkum graftarkýlum
með tveimur bókum á þann veg að svipta hulunni af
erfiðri sögu þeirra fjölskyldna, sem að henni standa.
En við vitum öll að þær fjölskyldur eru ekki einar á
bát.
Það er þung undiralda á ferð í flestum ef ekki öllum
lýðræðisríkjum Vesturlanda og mikil gerjun í fram-
haldi af henni. Sú undiralda og sú gerjun nær líka til
okkar samfélags hér á þessari eyju í Norðurhöfum. Það
er inn í slíkt andrúm, sem þessar tvær bækur Ásdísar
Höllu koma. Og þess vegna hitta þær beint í mark. Og
þess vegna eru þær mikilvægt framlag til samfélags-
legrar endurnýjunar.
Á öllum öldum hafa þeir, sem
hafa verið í aðstöðu til, nýtt sér þá
aðstöðu á kostnað annarra. Einu
sinni voru þeir þjóðfélagshópar
kallaðir „aðall“. Á okkar tímum eru
það ekki sízt stjórnmálastéttin og aðstoðarmenn henn-
ar í „kerfinu“, sem eru að nýta sér sína aðstöðu, sjálfum
sér til framdráttar. Slíka hópa kallaði Milovan Djilas
„Hina nýju stétt“ í samnefndri bók fyrir nokkrum ára-
tugum og var að lýsa ástandinu í kommúnistaríkjunum.
Ítalskur stjórnmálamaður á hægri kantinum lýsti
„gulu vestunum“ í Frakklandi fyrir nokkrum dögum
sem „þeim, sem hafa verið skildir eftir“.
Ásdís Halla er í bókum sínum að hluta til að lýsa
hlutskipti þeirra í okkar samfélagi „sem hafa verið
skildir eftir“.
Og það er ekki nóg með að þeir hafi verið skildir eftir
heldur fá þeir á sig sem slíkir þjóðfélagslegan stimpil
til æviloka. Ekki sjáanlegan stimpil eins og gyðingar í
Þýzkalandi Hitlers forðum daga heldur þann ósýnilega
stimpil, sem fylgir neikvæðu umtali um fólk í fámenni.
Ásdís Halla hefur þurrkað þann stimpil út af sínu
fólki.
Hver eða hverjir ætla að taka að sér að þurrka þann
stimpil út af öðrum?
Pólitísk velgengni Ingu Sæland byggist á því að hún
kom óvænt fram og gerðist talsmaður „þeirra sem
skildir hafa verið eftir“.
Það er fram undan mikið uppgjör í okkar samfélagi,
þótt ráðamenn þjóðarinnar hafi ekki enn áttað sig á
því.
Það uppgjör snýst ekki bara um félagsmenn í ein-
stökum verkalýðsfélögum heldur fleiri þjóðfélagshópa,
sem Ellert B. Schram minnti á í ræðustól Alþingis,
þegar hann sneri þangað óvænt aftur á dögunum.
Þótt með öðrum hætti sé eru bækur Ásdísar Höllu
áminning um stöðu þeirra þjóðfélagshópa.
Þess vegna eru þær svo mikilvægt framlag til sam-
félagslegrar endurnýjunar.
Miskunnarlaus við sjálfa sig
Mikilvægt framlag til sam-
félagslegrar endurnýjunar
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Af sérstöku tilefni var rifjað upp ádögunum að eftir árás Rauða
hersins á Finnland í árslok 1939 var
þingmönnum Sósíalistaflokksins út-
skúfað því að þeir neituðu ólíkt öðrum
þingmönnum að fordæma árásina og
mæltu henni jafnvel bót. Virtu aðrir
þingmenn þá ekki viðlits og gengu út
þegar þeir héldu ræður. Þorri al-
mennings og þingmanna hafði ríka
samúð með smáþjóðinni sem átti
hendur sínar að verja. Í leynilegum
viðauka við griðasáttmála þeirra Stal-
íns og Hitlers í ágúst 1939 hafði verið
kveðið á um skiptingu Mið- og Aust-
ur-Evrópu á milli þeirra og féll Finn-
land í hlut Stalíns. Í Sósíalistaflokkn-
um höfðu kommúnistar hollir Stalín
tögl og hagldir.
Einar Olgeirsson, formaður Sósíal-
istaflokksins og þingmaður hans,
andmælti því í leiðara Þjóðviljans 6.
febrúar 1940 að Finnar væru frænd-
þjóð okkar Íslendinga. „Finnar eru
eins fjarskyldir okkur og Kongo-
negrar,“ skrifaði hann.
Brynjólfur Bjarnason, þingmaður
Sósíalistaflokksins, smíðaði háðsyrðið
„Finnagaldur“ um samúð þorra ís-
lensku þjóðarinnar með Finnum og
skrifaði grein í 1. hefti tímaritsins
Réttar 1940 undir þeirri fyrirsögn.
Þar sagði hann meðal annars: „Flest-
ir munu nú hafa áttað til fulls á því, að
þessi styrjöld var ekki stríð milli
Finnlands og Rússlands út af fyrir
sig, heldur var hér um að ræða styrj-
öld milli Sovétríkjanna og Vest-
urveldanna, sem voru að búa sig und-
ir árás á Rússland og notuðu finnsku
hvítliðana sem verkfæri. Atburðirnir
hafa síðan sannað, svo sem best verð-
ur á kosið, að Sovétlýðveldin áttu í
varnarstríði, sem þeim bar skylda til
að heyja fyrir land sitt og hinn al-
þjóðlega sósíalisma.“
Þrátt fyrir þessa frumlegu kenn-
ingu Brynjólfs börðust Finnar einir
og óstuddir gegn hinu rússneska of-
urefli, en urðu loks um miðjan mars
1940 að leita samninga. Eftir að þetta
spurðist til Íslands fór Hermann Jón-
asson forsætisráðherra óvirðulegum
orðum um þingmenn Sósíal-
istaflokksins í einum hliðarsal Alþing-
is. Vatt Brynjólfur Bjarnason sér þá
að honum og kvað hann landsfrægan
fyrir heimsku og ósannsögli. Her-
mann sneri sér hvatskeytlega að
Brynjólfi og laust hann kinnhesti með
flötum lófa. Þegar Brynjólfur kvart-
aði við þingforseta, svaraði Hermann
því til að það væri íslenskur siður að
löðrunga óprúttna orðastráka.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Þingmönnum
útskúfað 1939