Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 30
g4 Rf6 sem hótar 30. … e4. En
hann vildi fá sókn strax.
28. Rc4 g4 29. fxg4
Hann hefði betur sóst eftir
drottningaruppskiptum og leikið.
29. Db6.
29. … fxg4 30. Hxf8+?
Uppskipti á forsendum andstæð-
ingsins eru oft varasöm. Best var
30. Hef2 og hvíta staðan er ekki
lakari.
30.… Dxf8 31. He1
Tapar en 31. Kg1 er svarað með
31. … Hf7 o.s.frv.
31. … Df3+ 32. Kg1 Hf7 33. Db6
Valdar f2-reitinn en nú grípur
riddarinn inn í.
33. … Rxg3 34. hxg3 Dxg3+ 35.
Kh1 Dxe1+ 36. Kg2 Df1+ 37. Kg3
Hf3+ 38. Kh4
– og gafst upp um leið því næst
kemur 38. … Dh3 mát.
Ólympíumót skákmanna 16ára og yngri, sem lauk íborginni Konya í Tyrk-landi í byrjun desember,
er kröfuharðasta verkefni sem liðs-
menn íslensku sveitarinnar hafa
tekið að sér á þessu ári og kemur
þar margt til. Þetta ólympíumót er
haldið ár hvert og við vorum síðast
með í Slóvakíu fyrir tveimur árum
og náðum þar ágætum árangri.
Fyrirkomulagið er þannig að ein
stúlka a.m.k. er í hverri sveit og
hún verður að tefla þrjár skákir hið
minnsta. Nansý Davíðsdóttir, sem
er 16 ára gömul, var auðvitað
fyrsta val okkar en árstíminn hent-
aði henni ekki vel vegna prófa í MR
og Batel Goitom, sem er 11 ára
gömul, kom í hennar stað, stóð sig
vel en gat ekki teflt til jafns við
piltana í sveitinni sem allir eru tals-
vert hærri að elo-stigum.
Með Batel í sveit í borðaröð voru
Vignir Vatnar Stefánsson, Stephan
Briem, Birkir Ísak Jóhannssson og
Arnar Milutin Heiðarsson. Sá síð-
astnefndi kom í liðið á síðustu
stundu þegar ljóst var að hvorki
Alexander Oliver Mai né Óskar
Víkingur Davíðsson gátu teflt í
Konya og sýndi baráttuvilja og gott
hugarfar.
Fyrirfram var sveitinni raðað í
33. sæti af 48 sveitum og hafnaði í
34.-38. sæti sem sem er eilítið lak-
ara en ætlaður árangur.
En þrátt fyrir allt og með hlið-
sjón af því að allir í sveitinni, að
Birki Ísak undanskildum, voru 15
ára eða yngri og eiga keppnisrétt
aftur að ári var megintilgangurinn
sá að öðlast reynslu á þessum vett-
vangi. Ein niðurstaðan var sú að
engin sveit var auðveld viður-
eignar, önnur að elo-stig voru nán-
ast ómarktæk viðmiðun og mikil
gæði hjá þeim bestu, t.d. sigurveg-
urunum frá Úsbekistan, Indlandi,
Kína og Íran.
Greinarhöfundur var fararstjóri
og liðsstjóri í Tyrklandi. Það var
athyglisvert að þrátt fyrir erfitt
gengi, seinheppni og mistök í tíma-
hraki þá óx mönnum ásmegin eftir
því sem leið á mótið. Það átti ekki
síst við hinn unga Stephan Briem
sem tefldi á 2. borði og vann sinn
besta sigur í næstsíðustu umferð í
viðureigninni við Alsír:
Ól. 16 ára og yngri; 8. umferð:
Nes. Boubendir – Stephan
Briem
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Be2 e5 7.
Rb3 Be7 8. Be3 Be6 9. 0-0 Rbd7
10. Kh1 b5 11. f3 0-0 12. a3
Þessi uppbygging hvíts að leika –
f3 og – a3 í Sikileyjarvörn hefur
aldrei þótt sérstaklega beitt en þó
getur reynst erfitt fyrir svartan að
skapa sér færi.
12. … Dc7 13. Dd2 Hfd8 14. Rd5
Bxd5 15. exd5 Rb6 16. Bxb6 Dxb6
17. Bd3 a5 18. a4 b4 19. Bb5 g6
20. Had1 Rh5 21. g3 f5 22. Dd3
Bg5 23. Hde1 Hf8 24. He2 Ha7 25.
Bc6 Bh6 26. Db5 Dd8 27. Rd2 g5?!
Eftir þreifingar á báðum vængj-
um þar sem svartur hefur haldið
vel á spilunum hefði Stephan leikið
best 27. … Bxd2 28. Hxd2 f4! 29.
Kröfuhart verkefni í Konya
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Morgunblaðið/Kjartan Briem
Stephan og Vignir Vatnar við taflið í Tyrklandi.
30 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Vantar þig
ráðleggingar
við sölu eignar
þinnar?
s 893 6001
Kópavogi | Selfossi | s 893 6001 | beggi@fasteignasalan.is
Guðbergur
Guðbergsson
Löggiltur fasteignasali
og leigumiðlari
Var þessi afsökunarbeiðni þá dauð og ómerk?
Varst þú ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd þingsins?
Maður fer ekki að lögsækja þann sem maður biður fyrirgefningar.
Var þjóðin ekki beðin afsökunar?
Eða er Bára Halldórsdóttir ekki hluti af þjóðinni!?
*
Og umræddir þingmenn þá ekki hluti af þinginu!?
Elísabet Jökulsdóttir
Fyrirspurn til forseta Alþingis
Höfundur er skáld.
Nokkuð er farið að bera á því í
opinberri umræðu, sem við mátti bú-
ast, að menn fara að ræða aðferðina
sem Klausturmálið spratt upp af,
þ.e. taka upp ummæli manna að
þeim óvörum. Vissulega er „ljótt“ að
hlera það sem aðrir segja, hvað þá
taka upp á band, en stundum brýtur
nauðsyn lög og það á við um þetta
mál. Vildu menn heldur að ummælin
hefðu legið í þagnargildi?
Hvert hefði þá framhaldið hugs-
anlega orðið? Hinir brottreknu þing-
menn Flokks fólksins hefðu líklega á
vel völdu augnabliki flutt sig yfir í
Miðflokkinn sem þar með hefði orðið
þriðji stærsti flokk-
urinn á alþingi og
jafnframt stærsti
stjórnarandstöðu-
flokkurinn.
Hefðu Miðflokks-
menn haldið áfram
talsmáta sínum,
slett fúkyrðum á
samstarfsfólk sitt á
þingi, kannski fólk
sem þeir hafa unnið
með í nefndum
e.t.v. að málefnum
sem breið samstaða
væri um? Hefðu þeir haldið áfram að
heilsa samstarfsfólki sínu í þingsöl-
um og bjóða góðan dag að morgni en
rakka sama fólk niður að kvöldi á
Klausturbarnum, brugðið því um
heimsku og daðrað við bjánalega
neðanmittisbrandara? Mundi slíkt
bæta starfsandann á alþingi?
Mundu Miðflokksmenn og þeirra
nótar hafa haldið áfram niðrandi tali
um öryrkja og samkynhneigða, bæði
almennt og með háðsglósum um til-
tekna einstaklinga? Væru viðlíka
ummæli og t.d. voru viðhöfð um ör-
yrkja þetta kvöld líkleg til að menn
tækju málefni þeirra alvarlega og
væru þau vitnisburður um að menn
hefðu einlægan og góðan vilja til að
bæta hlut þeirra? Ekki
held ég það.
Ef ummælin hefðu ekki
verið tekin upp og ekki
komist á flug hefðu þá
Miðflokksmenn einhvern
tíma í vetur „hjólað í“
Lilju Alfreðsdóttur og
beitt einhverjum þeim
bolabrögðum sem talað
var um þetta ömurlega
kvöld? Væri það þjóð-
þrifaverk?
Það er jafnan dapurlegt
þegar upp kemst um mis-
ferli eða „ósiðlegt“ athæfi af ein-
hverju tagi, ekki síst fyrir aðstand-
endur þeirra sem hlut eiga að máli,
og auðvitað þarf að taka á slíku af yf-
irvegun. Þegar grefur einhvers stað-
ar í manni er besta lækningin að ýfa
upp sárið og hleypa greftrinum út,
getur stundum orðið sárt en er
nauðsynlegt. Á sama hátt eru ærið
mörg graftrarkýli á þjóðarlík-
amanum, sem þörf væri á að krafsa
í. Bára Halldórsdóttir stakk á einu
slíku kýli kvöldið góða á Klaust-
urbarnum, þökk sé henni.
Eftir Jón Torfason » Þegar grefur ein-
hvers staðar í manni
er besta lækningin að
ýfa upp sárið og hleypa
greftrinum út, getur
stundum orðið sárt en
er nauðsynlegt.
Jón Torfason
Höfundur er skjalavörður.
grenimelur31@simnet.is
Margir kjósa ekki orð á sig