Morgunblaðið - 15.12.2018, Síða 36
Gullbrúðlaup foreldranna í ágústmánuði árið 2015 Talið frá vinstri: Jónas Þór Þorvaldsson, Ingibjörg Elín Þor-
valdsdóttir, Margrét Ármannsdóttir, Þorvaldur Jónasson, Böðvar Bjarki Þorvaldsson og Ármann Þorvaldsson.
Á
rmann Harri Þorvalds-
son fæddist á fæðingar-
deild Landspítalans í
Reykjavík 15.12. 1968.
Hann átti fyrst heima í
Safamýrinni en fjölskyldan flutti í
Vesturberg í Breiðholti er Ármann
var fjögurra ára og þar ólst hann upp.
Hann æfði og keppti í knattspyrnu
með yngri flokkum Leiknis og var í
handbolta í glímufélaginu Ármanni.
Ármann gekk í Hólabrekkuskóla
og útskrifaðist þaðan 1984, lauk stúd-
entsprófi frá Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti 1989, lauk BA-prófi í sagn-
fræði frá Háskóla Íslands 1992,
stundaði nám í Boston 1992-94 og út-
skrifaðist úr Boston University með
MBA próf árið 1994.
Ármann starfaði hjá Kaupþingi, í
Reykjavík 1994-2003, og í London
2003-2008. Hann var yfirmaður fjár-
festingarbankasviðs til 2005 og for-
stjóri Kaupthing Singer & Fried-
lander 2005-2008.
Ármann var sjálfstætt starfandi og
var fjárfestir 2008-2015. Hann var yf-
irmaður Fyrirtækjaráðgjafar Virð-
ingar 2015-2017 og er forstjóri Kviku
frá 2017.
Ármann hefur skrifað þrjár bækur
en tvær þeirra voru á ensku og ís-
lensku. Þetta eru bækurnar Saga
Tennis- og badmintonfélags Reykja-
víkur; Ævintýraeyjan (Frozen
Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka – 50 ára
Ætlaði fyrst að kenna
sögu í framhaldsskóla
Úr brúðkaupi Ingibjargar Afmælisbarnið, Atli Ármannsson, Margrét Ár-
mannsdóttir, Þórdís Edwald, Solveig Óskarsdóttir og Bjarki Ármannsson.
36 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2018
Snorrabraut 56, 105 Reykjavík
Sími 588 0488 | feldur.is
BELGINGUR
mokka hanskar
6.200
BÁRA
leðurhanskar
5.900
ÞYTUR
prjónahúfa
9.200
SKJÓL leðurhúfa
m/refaskinni
35.800
Velkomin í hlýjuna
EIR úlpa
m/refaskinni
158.000
ÞOKA ennisband
12 900.
Opið frá kl 11-22
í dag laugardag
Þetta er búin að vera löng meðganga,“ segir Anna J. Eðvalds-dóttir ljósmóðir um fyrstu bókina sína sem kom út á dögunum.Anna á 60 ára afmæli í dag og fagnar afmælinu með mann-
inum sínum úti á Tenerife. „Við fórum í fjölskylduferð til Flórída
núna í haust en svo ákváðum við tvö ásamt vinafólki að skella okkur
hingað út. Afmælisdagurinn er óvissudagur, ég veit ekkert hvað við
erum að fara að gera og spennan er í hámarki.“
En aftur að bókinni, sem heitir Fyrstu mánuðirnir – Ráðin hennar
Önnu ljósu. „Hún er búin að vera í bígerð í 20 ár. Ég hef á þessum
tíma verið að taka saman ráð sem ég hef haft handa foreldrum og
hafa virkað vel og svo varð úr að bókin fæddist. Bókin spannar tím-
ann rétt áður en barnið kemur í heiminn, hvernig foreldrar geta búið
sig undir fæðinguna og heimkomu barnsins og síðan næstu mánuðina
á eftir. Ég held ég geti fullyrt að í bókinni séu svör við nánast öllum
spurningum sem foreldrar hafa verið með og bókin er líka góð fyrir
afa og ömmur.“
Anna hefur verið með heimaþjónustu frá 1994. „Ljósmæður eru
verktakar hjá Sjúkratryggingum Íslands og sinna nýbökuðum for-
eldrum. Þær sem eru ekki að fæða sitt fyrsta barn geta farið heim
fjórum til tólf tímum eftir fæðinguna ef allt hefur gengið vel en svo
eru aðrar sem geta verið í umsjá okkar inni á spítala í allt að þrjá
daga eftir fæðingu og samt fengið fimm til sjö vitjanir frá ljósmóð-
urinni sem annast þau.“
Eiginmaður Önnu er Gísli Ágúst Guðmundsson, sjálfstætt starfandi
byggingatæknifræðingur, og synir þeirra eru Eðvald Ingi tölvunar-
fræðingur, Fannar umhverfisverkfræðingur, Garðar jarðeðlis-
fræðingur og Pálmar sem er meistaranemi í rafmagnsverkfræði.
Barnabörnin eru orðin fimm.
Á Flórída Anna ásamt eiginmanni og sonum frá því í haust.
Lengsta meðgangan
Anna Eðvaldsdóttir er sextug í dag
Nýr borgari
Reykjavík Einar Örn Stefánsson fæddist 30. apríl 2018 kl. 23.13. Hann vó 3.200
g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Súsanna Helgadóttir og Stefán Arnar
Einarsson.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is