Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
595 1000
Gran Canaria
Frá kr.
99.995
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyrr
irv
ar
a
3. janúar í 12 nætur
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sviðsstjóri fjármála- og rekstrar
Strætó bs. hefur kynnt niðurstöður
úr athugun á því hvort fýsilegt væri
fyrir Strætó að selja auglýsingar á
vagna fyrirtækisins. Hefur stjórn
Strætó falið Jóhannesi Svavari
Rúnarssyni, framkvæmdastjóra
Strætó bs., að vinna málið áfram.
Hann segir „meiri líkur en minni“ á
því að auglýsingar rati aftur á hliðar
strætisvagna.
„Við höfum verið í sambandi við
nokkrar auglýsingastofur og fengið
ráðgjafa til að vinna að þessu með
okkur. Niðurstaða þeirrar vinnu
sýnir allt frá því að auglýsingar gefi
eitthvað af sér yfir í ekki neitt. Þetta
fer bara allt eftir þeim forsendum
sem notast er við,“ segir Jóhannes
Svavar í samtali við Morgunblaðið.
Spurður hvort ekki sé eftirsótt að
auglýsa á hliðum farartækis sem ek-
ið er um alla borg svarar hann: „Það
ætti að vera það. Okkur finnst það
og þess vegna erum við með þetta til
skoðunar. En hversu mikið menn
vilja borga – það er spurning sem
enn er ósvarað.“ Þá segir Jóhannes
Svavar til skoðunar að selja auglýs-
ingapláss utan á strætisvögnunum
og inni í þeim. Búast má við niður-
stöðu í þessum athugunum í janúar á
næsta ári.
Koma auglýsingarnar aftur?
Morgunblaðið/Sverrir
Gamla útlitið Vagnar Strætó eru í dag breyttir frá því sem áður var, en
margir muna eftir auglýsingaborðunum á hliðum og bakenda eldri vagna.
Pláss er utan á
og inni í strætó
Íslenskum laxaseiðum fargað
Afbrigði veiru sem algeng er á Íslandi fannst í seiðum í eldisstöð í Bandaríkjunum
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Afbrigði af veiru sem fannst í laxa-
seiðum úr íslenskum hrognum í
laxeldisstöð á vesturströnd Band-
ríkjanna varð til þess að yfirvöld
ákváðu að láta farga 800 þúsund
seiðum. Umrædd veira, PRV, er al-
geng í laxi um allan heim, þar á
meðal á Íslandi, bæði í villtum laxi
og eldisfiski, en hefur aldrei valdið
sjúkdómum hér svo vitað sé.
Stofnfiskur hefur selt Cooke-lax-
eldisstöðinni í nágrenni Rochester í
Washington-ríki hrogn í nokkur ár,
síðast í vor. PRV-veira fannst í
fiskinum í sumar, afbrigði sem ekki
hefur áður verið greint á þessum
slóðum. Þess vegna fyrirskipuðu
stjórnvöld slátrun á seiðunum þótt
þau væru heilbrigð.
Ekki skilgreind hættuleg
Í fréttatilkynningu sem Stofn-
fiskur hefur sent frá sér vegna um-
fjöllunar í erlendum fréttamiðlum
um málið kemur fram að PRV-
veiran hjá Cooke kunni að eiga
uppruna sinn í hrognum frá Ís-
landi.
Bent er á að fyrirtækið bjóði
kaupendum hrogna að leita að
PRV-veiru í foreldrafiskum en það
sé þeirra að ákveða hvort það sé
gert. Í tilkynningunni er bent á að
PRV-veiran finnist í eldislaxi og
villtum laxi og er ekki skilgreind
sem framandi veira í Evrópu. Hún
er hvorki á lista Alþjóðadýraheil-
brigðisstofnunarinnar (OIE) né yf-
irvalda í Evrópusambandinu yfir
hættulegar veirur.
Aldrei valdið sjúkdómi hér
Gísli Jónsson, dýralæknir fisk-
sjúkdóma hjá Matvælastofnun, seg-
ir að PRV-veiran hafi fyrst verið
skilgreind fyrir átta eða níu árum
og nú hafi að minnsta kosti fjögur
afbrigði verið skilgreind. Segir
Gísli að þessi veira sé út um allt, í
villtum laxi og eldislaxi, hér og víða
um heim. Telur hann að veiran hafi
fylgt laxfiskum um aldir.
PRV-veiran getur valdið sjúk-
dómi sem kallaður er hjarta- og
vöðvabólga en til þess þarf sér-
stakar aðstæður. Segir Gísli að tal-
ið sé að aðra veiru þurfi með til
þess að sjúkdómur komi upp og
einnig mikinn þéttleika sem eykur
streitu og dregur úr mótstöðu
fisksins. Sjúkdómurinn hafi aldrei
komið upp hér á landi. Mest er um
slík tilvik í Noregi og hann hafi
einnig komið upp í Kanada, að sögn
Gísla.
Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í
gær kröfu fjögurra þingmanna Mið-
flokksins um gagnaöflun og vitna-
leiðslur fyrir dómi í Klausturmálinu
svokallaða. Sigmundur Davíð Gunn-
laugsson, Gunnar Bragi Sveinsson,
Bergþór Ólason og Anna Kolbrún
Árnadóttir lögðu kröfuna fram vegna
fyrirhugaðrar málsóknar gegn Báru
Halldórsdóttur sem hljóðritaði sam-
skipti þeirra á Klaustri bar. „Ég var
að vonast eftir þessari niðurstöðu,“
segir Bára í samtali við mbl.is
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður
Báru, setur spurningarmerki við það
hvort þingmennirnir geti höfðað
einkamál gegn henni á sama tíma og
Persónuvernd myndi rannsaka málið.
Þannig sæti Bára rannsókn og refsi-
kröfum á tveimur mismunandi stöð-
um á sama tíma.
Kröfu þing-
manna hafnað
„Allt bendir til þess að jólin verði rauð. Spár
segja að suðlægar áttir veði ráðandi, rigning
á vesturhluta landsins og frostlaust á öllu
landinu,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veð-
urfræðingur á Veðurstofu Íslands. Á spá-
deildinni eru jólaljós komin í glugga og þeg-
ar Morgunblaðið kom við í gærmorgun voru
Birta Líf og Helga Ívarsdóttir veðurfræð-
ingar að rýna í gervihnattamyndir, kort og
útreikninga. Það er út frá slíkum upplýs-
ingum sem veðurspár eru gerðar.
Á aðfangadag gæti vindstyrkur á sunnan-
og vestanverðu landinu orðið 13 til 18 metr-
ar á sekúndu en stundum hægari. Víða verð-
ur ausandi rigning og 5-8 stiga hiti. Fyrir
norðan og austan má gera ráð fyrir hægari
vindi, þurrviðri og að hitastig verði um
frostmark.
Jörð verður því auð og jólin rauð; eins og
var árið 2012. Í önnur skiptin á síðustu tíu
árum hefur alltaf verð snjór í Reykjavík á
jóladagsmorgun, stundum föl en alhvít jörð
og 18 sentimetra nýfallinn snjór árið 2014.
Óvissa til staðar
Ýmsir óvissuþættir eru þó enn til staðar
um jólaveðrið því nú takast á tvenn reginöfl;
hlýr geiri sem er langt suður í hafi og kulda-
pollur yfir norðanverðum Grænlandsjökli.
Því má búast við að á þriðja og fjórða degi
jóla hellist él yfir stóran hluta landsins og
um áramótin gæti jörð verið hvít.
„Samkvæmt spá um rigningu um hátíð-
arnar er regnfatnaður góð hugmynd að jóla-
gjöf,“ segir Birta Líf. Þegar horft er hins
vegar til allra næstu daga má fram á Þor-
láksmessu búast hæglátu veðri víðast hvar
og hita um frostmark. sbs@mbl.is
Regnfatnaður er góð hugmynd að jólagjöf
Morgunblaðið/Eggert
Allar líkur á rauðum jólum, ausandi rigningu og hvassvirði um hátíðarnar, að sögn veðurfræðinga á Veðurstofu Íslands
Veðurfræðingar Helga Ívarsdóttir og Birta Líf Kristinsdóttir með jólasveinahúfu rýna í kort. Rauði liturinn á skjá næst sýnir hita yfir landinu.