Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 10

Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 *M ið að vi ð u p p g ef n ar tö lu r fr am le ið an d a u m el d sn ey ti sn o tk u n íb lö n d u ð u m ak st ri BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 9 0 7 1 4 www.renault.is RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð:2.411.000 kr. án vsk. 2.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT TRAFIC, DÍSIL 1,6 L. VÉL, 120 HESTÖFL Verð frá:3.218.000 kr. án vsk. 3.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla frá 6,5 l/100 km* RENAULTMASTER, DÍSIL 2,3 L. VÉL, 125 HESTÖFL Verð frá:4.024.000 kr. án vsk. 4.990.000 kr.m. vsk. Eyðsla 7,8 l/100 km* Öflugir vinnufélagar Kíktu í kaffi og reynsluakstur TIL AFGREIÐSLU STRAX Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Við reynum eftir bestu getu að gera jólin eins bærileg og mögu- legt er en erum meðvituð um að mönnum líður alveg sérstaklega illa á þessum tíma árs,“ segir Páll Winkel fangelsismálastjóri. Vísar hann í máli sínu til þeirra sem sitja bak við lás og slá nú þegar jólin eru að ganga í garð. Að hans sögn eru jólin sá tími sem reynist föngum og aðstandendum þeirra erfiðastur ár hvert. „Það fer ekki fram hjá neinum sem vinnur í þessum bransa að þessi tími er erfiðastur. Við erum yfirleitt mjög fegin þegar jólin eru búin enda er þetta enginn gleðitími fyrir skjól- stæðinga okkar. Við vitum það sem eigum fjölskyldu að þetta er sá tími sem maður vill eyða með ættingjum sínum,“ segir Páll. Fangar eru einir á aðfangadag Spurður um hvað sé gert til að stytta föngum stundir í aðdrag- anda jóla segir Páll að reynt sé eftir fremsta megni að halda jólin eins hátíðleg og hægt er. „Það er guðsþjónusta í fangelsum í að- draganda jóla fyrir þá sem hafa áhuga á því. Þess utan fá fangar senda pakka auk þess sem boðið er upp á góðan mat. Þeir sem ákveða að elda sjálfir leggja mikið upp úr því að gera það vel og þannig hafa stundina hátíðlega,“ segir Páll og bætir við að á að- fangadag séu heimsóknir ekki leyfðar. Föngum standi þó til boða að hitta aðstandendur sína aðra daga í kringum hátíðirnar. „Það má segja að á aðfangadag séu menn hressilega minntir á það að þeir geti ekki verið til staðar fyrir börn og fjölskyldur. Ég held að ég geti talað fyrir hönd allra minna starfsmanna þegar ég segi að við finnum afar mikið til með skjól- stæðingum okkar á þessum tíma,“ segir Páll. Margir leita í fíkniefni Að sögn Páls er afar algengt að fangar leiti deyfingar í fíkniefnum á erfiðum tímum líkt og um jól. „Við reynum hvað við getum að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu á aðfangadag en þetta er einn af þessum dögum sem menn vilja deyfa sig. Við reynum að gera skjólstæðingum okkar þennan tíma bærilegan en eins og ég segi þá er þetta gríðarlega erfitt,“ seg- ir Páll. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Fangelsi Að sögn Páls Winkels fangelsismálastjóra geta jólin reynst föngum afar erfið. Margir þeirra reyna að leita sér deyfingar í fíkniefnum. Þungt yfir föngum í kringum hátíðirnar  Margir fangar reyna að leita sér deyfingar í fíkni- efnum Aukin áhersla Fangelsismálastofnunar ríkisins á AA- starf innan veggja fangelsa hér á landi hefur gefið góða raun það sem af er vetri. Þetta segir Páll Winkel fangels- ismálastjóri í samtali við Morgunblaðið. Nokkur ár eru síðan Fangelsismálamálastofnun hóf að hleypa starfsfólki AA-samtakanna inn í fangelsin með það fyrir augum að aðstoða fanga sem glíma við fíkni- vanda. Fyrr í haust var þó ákveðið að leggja enn frekari áherslu á málaflokkinn og var það gert að frumkvæði forsvarsmanna AA-samtakanna. „Það hefur gefið góða raun að hleypa fólki á vegum samtakanna inn í fangelsin. Þau hafa verið áhugasöm um að gera enn betur í þessum málum og þannig ná betri tengingu við skjólstæðinga okkar. Þetta hefur gef- ist mjög vel hingað til,“ segir Páll sem kveðst gríðarlega þakklátur starfsfólki samtakanna. „Þetta er fólk sem gerir þetta í eigin tíma og fyrir sitt eigið fjármagn. Þau gera þetta af góðum hvötum einum og þar að auki nafn- laust. Maður er að sjálfsögðu mjög þakklátur,“ segir Páll. aronthordur@mbl.is Aukið AA-starf í fangelsum reynist vel MIKIL ÁHERSLA HEFUR VERIÐ LÖGÐ Á AÐ AÐSTOÐA FANGA MEÐ FÍKNIVANDA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.