Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 12

Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Desember er annasamurmánuður hjá mörgum.Freistingum í mat og drykk fjölgar á þessum árstíma með jóla- og aðventuboðum af ýmsu tagi. Það er auðvelt að fresta öllum vangaveltum um heilsu- samlegan lífstíl til áramóta og hugsa sem svo að njóta eigi jólanna og koma sér svo aftur á rétta braut eftir áramót. Hugsanir eins og maður njóti sín ekki um jólin nema borða allt sem hugurinn girnist, jólin séu bara einu sinni á ári og að fylgja megi hefðinni skjótast auðveldlega upp í hugann. Slíkt truflar áform um heilsu- samlegan lífstíl. Sleppa smakki og nammi Við hjá heilsugæslunni viljum því minna á að mikilvægt er að huga að heilsunni alla daga ársins. Það er hvers og eins að velja hvernig viðkomandi vill njóta að- ventunnar. Rannsóknir sýna að fólk þyngist að meðaltali um hálft til eitt kíló á ári og að stór hluti þeirrar þyngdaraukningar verður í kringum jólahátíðina. Að leiða hugann að skynsam- legum matarvenjum og setja sér markmið fyrir hátíðardagana getur verið gagnlegt. Hátíðarmaturinn er góður og tilheyrir hefðunum en til þess að njóta þarf magnið ekki að vera mikið. Oft borðum við af því að matur er í boði en ekki endi- lega af því að okkur langi í eða finnum fyrir svengd. Gott dæmi um einfalda hluti sem auðvelt er að sleppa, er smakk og nammi sem er á oft á boðstólum í búðum á þess- um árstíma. Með því að slá ekki á frest að hugsa um heilsuna fram yfir áramót er líklegt að við verð- um ánægðari og heilbrigðari í jan- úarbyrjun. Þá verður auðveldara að setja ný markmið og taka næstu skref í átt að bættri heilsu. Takast á við streituna Með því að borða hægt, njóta matarins, hafa skammta hóflega og hlusta á magamerkin, það er svengd og seddu, minnka líkur á að jólamánuðurinn hafi neikvæð áhrif heilsu. Það er vel hægt að njóta án þess að borða yfir sig. Það má breyta hefðum, búa til nýjar. Einn- ig hafa samveruna í forgrunni og gott að bæta við samveru úti þar sem hreyfing kemur við sögu til dæmis góðan göngutúr fjölskyld- unnar áður en haldið er í næsta jólaboð. Á aðventu og jólum eru mörg okkar í miklum önnum og finnum fyrir álagi og streitu og þá eins og alltaf er mikilvægt að reyna að takast á við streituna með reglu- legri hreyfingu og slökun. Góður nætursvefn er ekki síður mikil- vægur þar sem streita og svefn- leysi auka líkurnar á að velja skyndiorku frekar en staðgóðar máltíðir. Samvera við matarborðið snýst um svo margt annað en að borða góðan mat. Hægt er að gera skemmtilegar æfingar í núvitund við matarborðið þar sem t.d. lita- dýrðin í matnum er skoðuð, sjá fal- lega útskorin laufabrauð og hugsa vel til þeirra sem lögðu metnað sinn í að útbúa matinn fyrir okkur. Á vefnum heilsuvera.is er hægt að nálgast fræðslu m.a. um svefn og hvíld, mataræði, hreyfingu og slök- un. Hóflegir skammtar og hlustað á magann Morgunblaðið/Golli Útivera Milli matarboða getur verið sniðugt að skreppa í góðan göngutúr. Heilsuráð Helga Sævarsdóttir hjúkrunarfr. og Jón Steinar Jónsson heilsug.læknir Helga Sævarsdóttir Jón Steinar Jónsson Unnið í samstarfi við Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Getty Images Veisla Margir gera vel við sig í mat um jól, en skynsemin verður þó að ráða. „Þetta píanó hefur fallegan hljóm og í raun er þetta algjört drauma- hljóðfæri,“ segir Linda María Niel- sen, deildarstjóri við Grunnskóla Grundarfjarðar. Skólinn fékk nú á þriðjudaginn, 18. desember, afhent spánýtt píanó af gerðinni Kawai sem notað verður við kennslu, undirleik í söngnámi og annað eftir atvikum. Hljóðfærinu var komið fyrir í kennslustofu Lindu Maríu en svo skemmtilega vildi til að þetta hún átti afmæli þennan sama dag. „Tónlistarlífið hér í Grundarfirði hefur alltaf verið öflugt enda er vel stutt við það. Hér eru góðir kennarar og góður hljóðfærakostur. Hér er til dæmis nýlega búið að kaupa málm- blásturshljóðfæri og gítara og nú bætist píanóið við,“ segir Linda María sem kennir söng við tónlist- ardeildina. Alls er 21 í söngnámi við skólann og 15 eru að læra á píanó. Tónlistarnemarnir eru alls um 60 eða 2/3 af nemendum grunnskóla. „Mér finnst gaman að fylgjast með nemendum þroskast og taka framförum í námi. Uppgötva tónlist- ina með öllum sínum töfrum,“ segir Linda María sem hefur kennt í Grundarfirði frá árinu 2009. Sjálf er hún menntuð í klassískum söng; hóf það nám í Stykkishólmi, þar sem hún ólst upp, en fór seinna í söng- skólann í Reykjavík og lauk burtfar- arpróf þar fyrir níu árum. „Já, það borgar sig svo sannar- lega að fara í tónlistarnám. Kannski eru peningarnir ekki alltaf miklir í músíkinni en listin er ákaflega gef- andi og andlega nærandi. Ég gæti ekki hugsað mér skemmtilegri starfsvettvang en að sinna tónlistar- kennslu meðal nemenda sem eru áhugasamir – eins og sannarlega er raunin með fólk hér í Grundarfirði,“ segir Linda María. Fallegur píanóhljómur í skólanum í Grundarfirði Nýtt hljóðfæri og tónlistarstarf í bænum öflugt Tónlist Linda María Nielsen við hljóðfærið sem komið var með vestur nú í vikunni. Á morgun, föstudag, lýkur neyðarsöfnun Rauða krossins vegna hungursneyðar í Jemen. Söfnunin hefur gengið vel og safnast hefur upphæð sem dugar fyrir mat fyrir 14 þúsund börn í Jemen í heilan mánuð. Stefnan hefur verið sett enn hærra og er nú stefnt að því að safna mat fyrir 20 þúsund börn sem jafngildir tæplega þriðjungi barna á Íslandi undir 14 ára aldri. Nú hefur verið gert vopnahlé meðal stríðandi fylkinga í hafnarborginni Hodeida. Hléið er mikilvægt því stærstur hluti matar og hjálpargagna fer þar í gegn. Vopnahlé tók gildi á miðnætti mánudaginn 17. desember síðastliðinn og nú eru vonir bundnar við að hægt verði að koma bráð- nauðsynlegum hjálpargögnum inn í landið en talið er að um 20 milljónir Jemena þurfi á aðstoð að halda. Þá hefur Rauði krossinn ásamt öðrum hjálparsam- tökum haft milligöngu um lausn Jemena sem haldið var í gíslingu vegna átakanna. Enn er hægt að styrkja hjálparstarf Rauða kross hreyf- ingarinnar í Jemen um 2900 kr. með því að senda SMS-ið HJALP í númerið 1900. Einnig má leggja inn á reikning 0342 - 26 -12, kt. 530269-2649. Sú upphæð dugar til þess að þrjú börn í Jemen fái mat í einn mánuð. Vopnahlé í Jemen en fjármuni vantar til hjálparstarfs því milljónir eru í neyð Söfnun er að ljúka AFP Jemen Barist er á banaspjótum í landinu við Arabíuhafið. Hitatækni Skynjarar í miklu úrvali Hitanemar | rakanemar | þrýstinemar | C02 nemar | hitastillar www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi Str. 38-58 Flott jólaföt, fyrir flottar konur Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | VersluninBelladonna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.