Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 16

Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Jólaverslun í höfuðstað Norður- lands, Akureyri, hefur gengið vel það sem af er en kaupmenn búa sig undir stóra daga um komandi helgi, síðustu dagana fyrir jól. Kaupmenn höfðu vonast eftir því að Vaðlaheið- argöng yrðu opnuð fyrir jól svo sem til stóð fyrr í haust, en af því varð ekki. Þórhallur Jónsson formaður Kaupmannafélags Akureyrar og ná- grennis segir að allar samgöngu- bætur séu af hinu góða og enginn vafi á því að ef náðst hefði að opna Vaðlaheiðargöng fyrir jól hefði það haft jákvæð áhrif á jólaverslun á Akureyri. „Það hefur hvarvetna komið í ljós þar sem nýjar sam- göngubætur hafa verið teknar í gagnið, jarðgöng eða vegstyttingar, að slíkt skiptir verulegu máli fyrir þá íbúa sem njóta,“ segir hann. Veður og færð það sem af er des- ember hefur að langmestu leyti ver- ið með besta móti, snjó kyngdi nið- ur í fáeina daga í byrjun desember en setti ekki verulegt strik í reikn- inginn. Uppfrá því hefur veður ver- ið skaplegt og færð ekki spillst. „Við erum heppin að því leyti að tíð hefur verið góð og menn hafa kom- ist leiðar sinnar án tafa,“ segir Þór- hallur. Fólk kemur víða að Hann segir ríka hefð fyrir því að íbúar á Austurlandi bregði sér norður til Akureyrar til að sinna þar margvíslegum erindum fyrir jólin og komi menn allt frá Reyð- arfirði í þeim erindagjörðum. Þá séu Skagfirðingar og Húnvetningar mikið á ferðinni á Akureyri fyrir jól. Þórhallur segir að til að mynda kjósi íbúar á Hvammstanga margir hverjir fremur að bregða sér norð- ur en til höfuborgarinnar í suðri þó svo að um álíka langan veg sé að fara. „Við erum þekkt fyrir að veita góða þjónustu og fjölbreytta. Hér er skemmra á milli staða, minni um- ferð og menn komast yfir að gera meira heldur en á einum degi í Reykjavík.“ Netverslun eykst Þórhallur nefnir að netverslun fari vaxandi og Akureyringar taki þátt í henni líkt og aðrir, hvort heldur sem verslað er í útlöndum eða Reykjavík. „Kaupmenn í bæn- um verða alveg varir við það að mikið er verslað í gegnum netið. Ég hugsa að búið væri að loka mörgum verslunum hér á Akureyri ef ekki væri fyrir sífellt fleiri ferðamenn sem eru duglegir að versla hjá okk- ur. Þeir halda lífinu í verslun hér fyrir norðan,“ segir hann. Þórhallur segir jólaverslun hafa verið með besta móti undanfarin ár og sama gildi fyrir þessi jól, hún sé með svipuðum hætti og var í fyrra.. „En mér finnst aðeins farið að bera á því að fólk haldi að sér höndum, neysla fari ögn minnkandi, krónan er sterk, nýlega hremmningar í kringum flugfélagið Wow og hag- vaxtarspár gera að verkum að fólk verður varkárara, ætlar að sjá hverju fram vindur.“ Svartur föstudagur markaði upphaf jólaverslunar Edda Rún Ragnarsdóttir mark- aðsstjóri verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs segir að svartur föstu- dagur sem svo er nefndur hafi markað upphaf jólaverslunarinnar, en þann dag var miðnæturopnun á Glerártorgi og fjöldi tilboða í gangi. Hún segir að stöðugur straumur hafi verið í miðstöðina yfir daginn og fram á kvöld og greinilegt að fólk nýtti sér það sem í boði var. Fram hafi raunar komið í könnun sem gerð hafi verið að fólk vilji gjarnan byrja jólainnkaup fyrr, í október, nóvember og dreifa þeim yfir lengra tímabili. „Þessi dagur féll vel í kramið hjá okkar viðskiptavinum og var mjög stór verslunardagur,“ segir hún. Edda segir að verslun hafi líkt og áður farið stigvaxandi eftir því sem á líður, fjöldi fólks verið á ferðinni enda hafi veður og færð verið með besta móti og ekki komið í veg fyrir ferðalög viðskiptavina úr nágranna- byggðarlögum. „Færðin hefur stundum verið slæm í desember og gert að verkum að fólk hefur ekki verið mikið á far- aldsfæti, en svo er ekki nú í ár og það er gott.“ Verslanir á Glerártorgi hafa síðan á laugardag í liðinni viku verið opn- ar til kl. 22 á kvöldin og svo verður fram að jólum, en að vanda verður opið til 23 á Þorláksmessu. „Það eru stórir dagar framundan og við ger- um ráð fyrir að mikill fjöldi verði á ferðinni, en afgreiðslutíminn er rúmur og umferðin dreifist frá morgni til kvölds.“ Aukning hjá Bónus Jón Ævar Sveinbjörnsson versl- unarstjóri í Bónus við Langholt á Akureyri segir jólaverslun hafa ver- ið mjög góða og betri en í fyrra. „Við merkjum það á ýmsu, við- skiptavinir eru fleiri, meira er selt og þá hefur til að mynda bóksala hjá okkur verið meiri en var fyrir síðustu jól. Þó eru nokkrir stórir dagar eftir,“ segir Jón Ævar. Miklar endurbætur voru gerðar á verslun Bónus við Langholt í mars á þessu ári og verslunin stækkuð. Það segir Jón Ævar skipta máli, búðin sé rúmbetri og þægilegri en áður var og fleiri kjósi að gera þar sín innkaup, jafnt fyrir jól sem aðra daga. „Það skiptir svo ekki síður máli að veðrið hefur að mestu verið gott og færðin fín allan mánuðinn, þannig að það komast allir sem vilja leiðar sinnar. Það var svo dæmi sé tekið alls ekki eins greiðfært í des- ember í fyrra. Það er hluti af því að jólaverslun fór mjög vel af stað, það eru margir á ferðinni,“ segir hann. Góð jólaverslun á Akureyri  Fólk kemst yfir að gera meira á einum degi á Akureyri en í Reykjavík  Veður og færð það sem af er desember hefur að mestu leyti verið góð en vonbrigði að ekki tókst að opna Vaðlaheiðargöngin fyrir jól Ljósmynd/Margrét Þóra Góð jólaverslun Jólaverslun hefur verið með ágætum í höfuðstað Norðurlands í desember enda tíð og færð góð. Annir Verslunareigendur á Glerártorgi búa sig undir annasama daga. Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is 90 ára afmæli Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur JÓLASÖFNUN WWW. fridaskart.is Fríða skartgripahönnuður fridajewels Skólavörðustíg 18 SILFURHRINGIR Í KUÐUNGALÍNU 29.000,- 25.000,- 25.000,- 15.500,- Sjö sóttu um embætti þjóðskjala- varðar sem auglýst var laust til umsóknar 22. nóvember, þrjár konur og fjórir karlar. Umsækj- endur eru: Hrafn Sveinbjarnar- son, héraðsskjalavörður, Hrefna Róbertsdóttir, sviðsstjóri, Jóhann- es Hraunfjörð, kennari og leið- sögumaður, Ólína Kjerúlf Þor- varðardóttir, fræðimaður, Sólveig Magnúsdóttir, skjalastjóri, Stefán Friðberg Hjartarson, kennari og ráðgjafi og Þorsteinn Tryggvi Másson, héraðsskjalavörður. Gert er ráð fyrir að skipað verði í emb- ættið til fimm ára frá 1. mars 2019. Ráðningarferlið framundan fylgir hefðbundnu verklagi mennta- og menningarmálaráðu- neytisins við ráðningu forstöðu- manna. Skipuð verður þriggja manna hæfnisnefnd sem yfirfer umsóknir. Hæfnisnefndin boðar umsækjendur í viðtöl og gerir til- lögu til ráðherra. Sjö sóttu um Þjóðskjalasafn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.