Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 20.12.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Laugavegi 77 | 101 Reykjavík | Sími: 551 3033 Flottir í fötum Allt á herrann – mikið úrval! ÚTSÖLUSTAÐIR: JB ÚR&SKART - MICHELSEN ÚRSMIÐIR GÞ SKARTGRIPIR OG ÚR - MEBA GEORG V. HANNAH Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Dyngjan áfangaheimili hélt upp á þrjátíu ára starfsafmæli sitt í nóvem- ber. Áfangaheimilið er fyrir konur sem hafa lokið áfengis- og vímuefna- meðferð. Aldís Höskuldsdóttir, for- stöðukona Dyngjunnar, segir að rými sé fyrir 14 konur hverju sinni á Dyngj- unni. Meðalaldur íbúa á Dyngjunni sé 35 til 45 ára og geta konur í ákveðnum tilfellum haft börn sín hjá sér. Viðvar- andi bið hefur verið eftir plássi á Dyngjunni undanfarin ár. „Það er fráflæðisvandi hjá okkur og konur sem eru tilbúnar að takast á við lífið eftir dvöl á Dyngjunni hafa tak- markaða möguleika á húsnæði því framboð á félagslegu húsnæði er af skornum skammti. Staða flestra kvennanna er þannig að þær hafa ekki tök á að fara á almennan leigumarkað. Eftir tvö ár á áfangaheimili er það svo að vistin er farin að vinna á móti kon- unum,“ segir Aldís og bendir á að áður hafi hámarkstími á Dyngjunni verið 10 mánuðir. „Á Dyngjunni eru húsreglur sem konur kynna sér fyrir dvölina. Við höf- um sólarhringsvakt í húsinu, fasta fundi þrisvar í viku og skýra ramma og reglur. Áfengis- og vímuefnaneysla á Dyngjunni er bönnuð og það er eng- in undantekning á þeirri reglu,“ segir Aldís sem bendir á að konurnar komi úr meðferð frá Vík, Hlaðgerðarkoti, Krísuvík og Landspítalanum og end- urhæfingu sæki þær á mismunandi staði. Aldís segir neyslumynstur hafi breyst mikið hjá konum. Börn með mæðrum sínum „Konur sem eiga börn fá að hafa þau hjá sér eins og hægt er. Um skeið bjó hér móðir með tvíbura. Oft- ast fá konurnar að hafa börn sín yfir helgi og í sumum tilfellum lengist tímabilið smátt og smátt. Aðallega á þetta við um yngri börnin,“ segir Al- dís og bætir við að þetta væri ekki hægt nema af því að aðrar konur á heimilinu sýni þessum heimsóknum skilning. „Það eru allar jafnar á Dyngjunni og bera virðinu hver fyrir annarri. Fyrir sumar konur getur þetta verið mjög erfitt til að byrja með, sérstak- lega þær sem hafa ekki átt heimili eða átt í eðlilegum samskiptum í langan tíma.“ Að sögn Aldísar hefur árangur Dyngjunnar verið mjög góður. Um 1.500 konur hafa dvalið þar frá upp- hafi og nýting plássa á ársgrund- velli verið 98%. „Reykjavíkurborg á húsnæði Dyngjunnar og leigir okkur á mjög hagstæðum kjörum. Heimiliskonur borga 90.000 kr. á mánuði fyrir hús- næði, þvottaaðstöðu, mat og allt sem þarf til heimilishalds. Mismun- inn reynum við að brúa með styrkj- um. Við fáum árlega styrk frá vel- ferðarráðuneytinu og Reykjavíkurborg ásamt styrk frá Hvítabandinu sem hefur verið styrktaraðili Dyngjunnar frá upp- hafi. Einnig fáum við styrki fá vel- ferðarsjóðum, einstaklingum og fé- lögum,“ segir Aldís og bendir á að í tilefni 30 ára afmælisins hafi verið gefin út bókin Að breyta því sem ég get breytt. Bókin er seld á Dyngj- unni í fjáröflunarskyni. „Það þarf að fjölga félagslegum úrræðum fyrir konur sem koma af Dyngjunni. Margar hverjar eiga ekki í nein hús að venda. Það hlýtur að vera hagkvæmara fyrir þjóðfé- lagið á allan hátt að þær séu ekki í neyslu,“ segir Aldís og lýsir því hversu fallegt það sé að sjá konurn- ar blómstra í Dyngjunni og halda út í lífið þegar þær fá tækifæri til. Komast ekki af áfangaheimilinu  14 konur á Dyngjunni  Börn gista hjá mæðrum sínum þegar hægt er  Skortur á félagslegu hús- næði teppir pláss  Breytt neyslumunstur hjá konum  Afmælisrit í tilefni 30 ár afmælis Dyngjunnar Áfangaheimili Á Dyngjunni hafa 1.500 konur búið á 30 árum. Konurnar flytja á Dyngjuna að lokinni áfengis- og vímuefnameðferð. Íbúar greiða til heimilisins og það sem upp á vantar er fjámagnað með styrkjum frá velunnurum. Gerð aðaluppdrátta nýrra höfuð- stöðva Landsbankans er lokið og hefur bankinn sótt um byggingaleyfi til byggingafulltrúans í Reykjavík. Afgreiðslu málsins var frestað. „Sótt er um leyfi til að byggja steinsteypt 5 hæða verslunar- og skrifstofuhús, einangrað að utan og klætt blágrýti, með tveggja hæða bílgeymslu fyrir 102 bíla undir hluta húss á reit 6 á lóð nr. 2 við Aust- urbakka,“ segir í umsókn Lands- bankans. Fram kemur í umsókninni að heildarstærð hússins með bílakjall- ara verði 21.497 fermetrar. Miðað er við að fyrstu verkþættir hússins, sem rísa mun við hlið Hörpu, verði boðnir út á fyrri hluta næsta árs og framkvæmdir hefjist fljótlega í kjölfarið. Arkþing ehf. og C.F. Møller teikna húsið og Efla hef- ur komið að vinnu við hönnun. Fram hefur komið í fréttum að byggingarkostnaður hússins er áætlaður tæpir 9 milljarðar króna, að lóðarverði meðtöldu. sisi@mbl.is Sótt um byggingaleyfi Mynd/Arkþing ehf. og C.F. Møller Kletturinn Vinningstillagan að nýjum höfuðstöðvum Landsbankans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.