Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 26

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Holtagörðum-Lóuhólum-Akureyri-Selfossi- Bolungarvík-Vestmannaeyjum ÞÚ FÆRÐ HJÁ OKKUR! S; 537-5000 dyrarikid@dyrarikid.is Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 4 dagar til jóla Jólatónleikar verða í Edinborgar- húsinu á Ísafirði í kvöld kl. 21 og nefnast Jólin heima. Þar verða leik- in hugljúf jólalög en setið verður við borð og barinn á staðnum opinn. Efnisskráin er fjölbreytt og spann- ar allt frá lögum eftir Ingibjörgu Þorbergs til Memphismafíunnar. Húsið verður opnað kl. 20.30. Flytjendur tónlistar eru söng- konurnar Dagný Hermannsdóttir og Svanhildur Garðarsdóttir og tónlistarmennirnir Guðmundur Hjaltason og Stefán Jónsson, sem einnig munu taka lagið. Gestaspil- ari á Cajon er Baldur Páll Hólm- geirsson. Öll hafa þau getið sér gott orð fyrir tónlistarflutning á Vest- fjörðum og víðar um land. Sami hópur verður á ferðinni með tón- leika í Hólmavíkurkirkju annað kvöld, 21. desember, kl. 20. Miða- sala verður við innganginn á báðum stöðum en einnig á tix.is fyrir kvöldið í kvöld. Jólatónleikar í Edinborgarhúsinu í kvöld Vestfirðingar Tónlistarfólkið sem verður í Edinbogarhúsinu og Hólmavíkurkirkju. Friðrik Vignir Stefánsson organisti stendur fyrir orgel- stund við kertaljós í Seltjarnarneskirkju á Þorláks- messukvöld 23. desember kl. 22-23. Hann mun leika jóla- tónlist eftir Bach, Buxtehude, Reger og aðra þekkta jólasálma. Það eru 30 ár liðin frá því Friðrik Vignir byrjaði á því að vera með orgelstund að kvöldi Þorláksmessu. Sú fyrsta var haldin í Grundarfjarðarkirkju á Þorláks- messu árið 1988 og hefur orgelstundin verið haldin í Sel- tjarnarneskirkju frá 2007. Síðustu ár hefur Eygló Rún- arsdóttir messósópran sungið jólasálma og jólalög á tónleikunum og verður kirkjan aðeins lýst upp með kertaljósi. „Orgelstundin hefur verið vel sótt alla tíð og sumir gesta hafa talað um að þetta sé nauðsynlegur hluti í byrjun jólahátíðarinnar að koma saman og slaka á og njóta stundar saman. Allir eru velkomnir og geta kom- ið og farið að vild, sumir stoppa allan tímann en aðrir skemur,“ segir í til- kynningu um tónleikana en aðgangur er sem fyrr ókeypis. Orgelleikur á Þorláksmessukvöldi í 30 ár Friðrik Vignir Stefánsson Jólajazz verður leikinn í hádeginu á morgun, föstudag, á Kexhostel, Skúlagötu 28, frá kl. 12:15 til 13:15. Söngkonan Marína Ósk Þórólfs- dóttir og gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson skipa dúettinn Marína & Mikael, sem stofnaður var haustið 2014. Þau sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2017, Beint heim, og var platan tilnefnd til Íslensku tónlist- arverðlaunanna. Í desember hafa þau haldið úti „Jólalaga-dagatali“ á Facebook-síðu sinni þar sem þau flytja eitt jólalag á dag fram að jól- um. Undirtektirnar hafa verið frá- bærar og mæta þau nú á Kex hostel með sín uppáhalds jólajazznúmer. Tilvalið að renna niður ljúffengum hádegismat úr Kex eldhúsinu með jólajazzinum. Aðgangur er ókeyp- is,“ segir í tilkynningu. Jólajazz Dúettinn Marína Ósk Þórólfs- dóttir og Mikael Máni Ásmundsson. Jólajazz á Kexhostel í hádeginu á morgun Eins og undanfarin jól standa Bind- indissamtökin IOGT á Íslandi, Æsk- an barnahreyfingin og Núll prósent ungmennahreyfingin að átakinu Hvít jól. Um er að ræða for- varnarátak sem miðar á áfengis- neyslu fullorðinna á jólunum. Fulltrúar átaksins verða á ferð- inni, á götum og torgum, fram að jólum með kynningar og spjall við gesti og gangandi. Hægt er að skrá sig á heimasíðu, www.hvitjol.is, og gerast þannig fulltrúar átaksins. Hvatt til bindindis yfir jólahátíðina Kakó og smákökur í anda jólanna verða á boðstólum þegar listakonan Dóra Sigurðardóttir í Vatnsdalshólum í A-Húnavatnssýslu opnar vinnustofu sína laugardaginn 22. desember kl. 14. Í Listakoti Dóru verður starfrækt innrömmunarþjónusta og vinnustofa listamannsins en hluti af rýminu verður notaður til þess að taka á móti gestum. Einnig verður aðstaða fyrir gestakennara. Dóra hefur unnið að list sinni undanfarin ár undir listanafninu Listakot Dóru. Hún málar málverk, kerti, kort og fleira. Ýmislegt fleira kemur frá henni á nýja árinu sem nú er á þróunarstigi, að því er fram kemur í frétt á vefnum Húni.is. Kakó og kökur í Listakoti Dóru Dóra Sigurðardóttir Opið verður á veitingastaðnum Réttinni í Úthlíð um hátíðirnar frá kl. 16-21, að undanskildum að- fangadegi. Þá verður lokað kl. 16. Gerð verður undantekning þegar fótboltaleikir eru á skjánum og eitt- hvað fleira skemmtilegt í gangi. segir í tilkynningu. Fimmtudaginn 27. desember verður árleg jóla- messa Úthlíðarkirkju. Hefst athöfn- in kl. 16 og að lokinni messu verður kirkjukaffi í Réttinni. Morgunblaðið/RAX Úthlíð Messað í kirkjunni þriðja í jólum. Opið í Réttinni í Úthlíð um jólin Nokkur munur er á forgangsröðum landshlutasamtaka sveitarfélaganna vegna samgönguáætlunar 2019 til 2033 og áætluninni sjálfri sem er til umfjöllunar í umhverfis- og sam- göngunefnd Alþingis. Þetta kemur í ljós þegar skoðað er minnisblað sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið sendi þingnefndinni að hennar ósk. Mjög mörg verkefni sem lands- hlutasamtökin telja brýn eru þó á áætluninni og sum að komast á fram- kvæmdastig. Hér eru nefnd nokkur óskaverkefnanna sem ýmist eru ekki á áætlun eða ekki verður hafist handa um fyrr en eftir fimm ár eða lengri tíma. Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi (SSV) vilja að hafinn verði und- irbúningur að lagningu Sundabraut- ar. Engin fjárveiting er til verk- efnisins en verið er að skoða kosti þess að vegagerðin verði samstarfs- verkefni ríkis og einkaaðila. SSV tel- ur brýnt að ljúka framkvæmdum við Uxahryggjaveg ekki síðar en 2020. Það er ekki á dagskrá samgöngu- áætlunar fyrr en á árunum 2024- 2028. SSV telur einnig brýnt að lagt verði bundið slitlag á þann hluta Snæfellsvegar um Skógarströnd sem er með undirbyggingu. Það er á dag- skrá í áföngum frá 2024 til 2033 og síðar. Vilja ljúka Bíldudalsvegi Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV) vill ljúka við Bíldudalsveg um leið og Dýrafjarðargöng 2020. Það er á dagskrá áætlunarinnar í áföngum frá 2024 til 2033. FV vill að strax verði hafnar framkvæmdir við Strandaveg um Veiðileysuháls. Frá 2022-2023 verða 400 milljónir settar í verkefnið og 300 milljónir frá 2024-2028. FV vill að Álftafjarðargöng fari í fram- kvæmd 2019-2021. Ekki er gert ráð fyrir fjárveitingum til framkvæmda í áætlun. FV telur einnig að Kollagötu- göng ættu að vera hluti vegagerðar um Dynjandisheiði. Fjárveitingar eru ekki til verkefnisins. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) vilja að hafnar verði rann- sóknir á hagkvæmni þess að grafa jarðgöng í gegnum Tröllaskaga milli Hofsdals og Barkárdals. Þetta er ekki tilgreint í samgönguáætlun. Þá vilja samtökin ráðast í ýmsar fram- kvæmdir í Sauðárkrókshöfn og á Hofsósi sem ekki eru í áætluninni. Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum (Eyþing) segir mikilvægt að ljúka norðausturvegi um Brekknaheiði sem fyrst. Það er á dagskrá 2023-2026. Einnig telur Ey- þing brýnt að hefja framkvæmdir við norðausturveg um Skjálfandafljót. Það er á dagskrá 2024-2028. Þá vill Eyþing að hafin verði uppbygging Dysneshafnar. Það er ekki í sam- gönguáætluninni. Samband sveitarfélaga á Austur- landi (SSA) telur jarðgöng á milli Seyðisfjarðar og Héraðs forgangs- verkefni. Það er á dagskrá 2028-2033 og síðar. SSA vill Axarveg uppbyggð- an og hringveg um Suðurfirði. Það er á dagskrá 2024 og síðar. Endurnýja þurfi brú á Lagarfljóti. Það er á dag- skrá 2024-2028. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SAS) segja nýja brú á Ölfusá í for- gangi. Verkefnið er á dagskrá 2024- 2028. Þá er bent á að veglína hring- vegarins Fossálar-Hörgsá sé slæm, þar sé blindhæð og vegurinn mjór og með lélegt burðarþol. Framkvæmdir eru á dagskrá 2024-2028. SAS nefna einnig nauðsyn nýrrar brúar á Stóru- Laxá. Sú framkvæmd er ráðgerð á árunum 2024-2028. Samtökin vilja ennfremur nýjan veg austan við byggðina á Höfn. Það verkefni er ekki á samgönguáætlun. Samtök sveitarfélaga á Suðurnesj- um vilja að vegarkaflanum á Reykja- nesbraut frá Fitjum að Leifsstöð verði lokið vegna mikillar umferðar. Framkvæmdir eiga að hefjast 2024 og verður ekki lokið fyrr en 2029- 2033. gudmundur@mbl.is Munur á forgangs- röðun og áætlun  Ýmis forgangsmál sveitarfélaga ekki á samgönguáætlun Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegamál Fjórðungssamband Vestfirðinga vill að Bíldudalsvegi verði lokið um leið og Dýrafjarðargöngum sem eiga að vera tilbúin árið 2020.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.