Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 32

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 SVIÐSLJÓS Guðrún Vala Elísdóttir vala@simenntun.is Í lok október sl. var lífsstíls- og gjafavöruverslunin FOK opnuð í húsnæði nýja hótelsins á Borgar- braut 59 í Borgarnesi, B59. Eig- endur eru hjónin María Júlía Jóns- dóttir og Jónas Björgvin Ólafsson. María Júlía, sem er kölluð Júlía, er hársnyrtimeistari að mennt og rak eigin hársnyrtistofu hér í 10 ár en lagði skærin á hilluna fyrir rúmum tveimur árum. Jónas er menntaður matreiðslu- maður, hefur rekið eigin veisluþjón- ustu, starfað sem yfirmatreiðslu- maður á Heilsustofnun í Hvera- gerði, og unnið m.a. á Á næstu grösum, Hótel Borg og Hótel Sögu, svo eitthvað sé nefnt. Hann starfar nú sem kokkur á sjó. Þau eru bæði Borgfirðingar, búa í Borgarnesi ásamt sex börnum sínum sem eru á aldrinum 3-17 ára. „Hugmyndin að FOKI er búin að vera að gerjast hjá okkur í nokkur ár,“ segir Jónas, „en það hefur ver- ið draumur Júlíu að opna verslun með fallegri gjafa- og hönnunar- vöru.“ Hótelið er að þeirra sögn staðsett á besta stað, í hjarta bæjarins, en þau voru búin að skoða ýmsar aðrar staðsetningar áður. ,,Þegar við komum inn í þetta hús- næði þá uppfyllti það allar okkar kröfur, enda vel hannað, fallegt og bjart rými.“ Nafnið vísar í veðrið Nafnið FOK er nokkuð sérstakt en hvernig kom það til? „Í ferlinu vorum við að vinna með nokkur nöfn og var mjög erfitt að velja nafn á verslunina sem næði til Íslendinga sem og erlendra ferða- manna. Nafnið þurfti að uppfylla ansi margar kröfur svo sem að vera helst eins atkvæðis, vísa til svæð- isins, auðvelt að muna, vera fallegt á prenti og svo þurfti lénið að vera laust. Eftir miklar vangaveltur þá kom Birta, dóttir okkar, með hug- myndina að þessu nafni sem vissu- lega vísar í veðrið, okkur fannst það virka og að það myndi vekja umtal sérstaklega í ljósi þess að það er auðvelt er að snúa út úr því,“ segir Júlía, brosandi. Í versluninni er boðið upp á mikið af íslenskri hönnun, meðal annars frá Ihanna Home, Sveinbjörgu, HekluÍslandi, Hlín Reykdal, Tuli- pop, My letra, Spa of Iceland og fleiri. Eins fást þar fallegar gjafa- og lífsstílsvörur eins og Rosendahl, Norman Copenhagen, Kahler, Kaj Boysen, Muurla, Meraki og margt fleira. „Við erum einnig með fjöl- breyttan og vandaðan fatnað fyrir dömur og herra, auk trefla, leður- hanska, binda, belta og sokka svo eitthvað sé nefnt,“ segir Júlía og bætir við að fatnaðurinn sé mjög vinsæll. FOKI hefur verið tekið mjög vel, bæði af heimamönnum, öðrum og einnig ferðamönnum. „Okkur þykir ákaflega vænt um hversu vel okkur er tekið og gaman að finna þann meðbyr sem við fáum. Það er auð- vitað lítil reynsla komin á þetta hjá okkur enda stutt síðan við opn- uðum, en Íslendingar eru okkar helstu viðskiptavinir enn sem komið er og erum við að fá til okkar fólk alls staðar að af landinu. Einnig fáum við svolítið af erlendum ferða- mönnum og gerum við ráð fyrir að það aukist með vorinu.“ Sælkeramatvörur í þróun Eins og komið hefur fram er Jón- as menntaður matreiðslumaður og hefur mikinn áhuga á matargerð og matarþróun. Hann langar að fara út í þróun á vörum sem þau ætla að selja í FOKI og mun verða þeirra sérstaða. „Við ákváðum að láta slag standa og prófa að selja sælkeramatvöru núna fyrir jólin og byrjuðum hinn 14. desember og fengum frábærar viðtökur. Þetta er prufukeyrsla hjá okkur á árstíðabundinni vöru, en við stefnum að því með vorinu að vera búin að þróa hugmyndina bet- ur, fara þá í meiri framleiðslu og jafnvel á öðrum markaði en hér í Borgarnesi.“ Júlía stendur að mestu vaktina í búðinni, með aðstoð Jónasar. „Við erum með aðstoð sem kemur og leysir af og hjálpar nokkra tíma í viku. Eins fáum við góða aðstoð frá fjölskyldu og vinum sem eru dug- legir að létta undir með það sem til fellur hverju sinni.“ Það er þó ekki bara afgreiðsla heldur þarf að sinna markaðsmálum og hafa þau nýtt undanfarnar vikur til að kynna FOK og auglýsa. „Við höfum gert það að mestu leyti í gegnum samfélagsmiðla eins og Instagram og Facebook, það eru leiðir sem virka vel og ná til fjöl- breytts hóps. Nú í desember höfum við verið með jóladagatal á hverjum degi þar sem að við veitum afslátt af valinni vöru, því hefur verið vel tekið. Við stefnum svo á meiri markaðsherferð eftir jól og erum við með heimasíðu í vinnslu, www.fok.is en þar mun fólk geta verslað við okkur af netinu. Núna tökum við niður pantanir í gegnum Facebook.“ Þau hjón segja framtíðina bjarta og spennandi, margar hugmyndir í vinnslu sem vonandi verða að veru- leika með vorinu. „Við hlökkum til að sjá ykkur í FOKI,“ segir Júlía að endingu. Hönnunarverslun vísar til veðurs  Hjón í Borgarnesi opnuðu nýverið lífsstíls- og gjafavöruverslunina FOK  Hugmyndin hafði verið að þróast í nokkur ár  Dóttir þeirra lagði til nafnið á versluninni  Ætla að þróa sælkeramatvöru Morgunblaðið/Guðrún Vala Hjón Jónas Björgvin Ólafsson og María Júlía Jónsdóttir hafa opnað hönnunarverslunina FOK í Borgarnesi. Hönnun Fjölmargar hönnunarvörur eru í boði hjá FOKI. Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI Á ÁKLÆÐI OG TEPPUM MYNDAR VÖRN FYRIR BLETTUM OG RAKA GEFUR YFIRBORÐINU FALLEGT ÚTLIT KLÆÐA URRHREINSIR FYRIR BÍLA INNRÉTTINGAR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.