Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 42
42 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
Sinn er siður í landi hverju og það á
ekki síst við um jólahaldið í þeim
löndum heims þar sem haldið er
upp á fæðingu Jesú Krists. Nú þeg-
ar aðeins fjórir dagar eru til jóla er
undirbúningur hátíðarinnar víða í
fullum gangi, eins og sjá má á þess-
um myndum sem ljósmyndarar
fréttastofunnar AFP hafa tekið síð-
ustu daga. Þar má meðal annars sjá
þýskar konur svara bréfum barna
sem sendu jólasveininum óskalista
sína, enska kórdrengi æfa jólalög
og ítalskan kökugerðarmeistara
færa páfa jólaköku. Í nyrsta héraði
Kína eru menn í óðaönn að undir-
búa annars konar hátíð, að búa til
dreka og fleiri forynjur úr snjó.
Undirbúningur jólanna
tekur á sig ýmsar myndir AFPSnjódreki Kínverjar búa til dreka úr snjó og ís til að undirbúa snjóhátíð í borginni Mohe í nyrsta héraði Kína.
Kæri jóli Konur í þýsku pósthúsi, klæddar sem aðstoð-
armenn jólasveinsins, svara bréfum til hans frá börnum.
Jólalykt Frans páfi lyktar af panettone, ítalskri köku eða brauði sem köku-
gerðarmeistari færði honum í Páfagarði í gær í tilefni af jólunum.
Heims um ból, helg eru jól Kórdrengir syngja á æf-
ingu fyrir jólamessur í Pálskirkjunni í Lundúnum.
Jólasýning í Moskvu Listamenn á
jólatorgi í grennd við Kreml.