Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 46

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ RíkisstjórnÍtalíu sam-þykkti í gær að hætta við ýmis áform sín í fjár- lögum næsta árs og að ekki yrði bætt við skuldir landsins á árinu 2019. Þetta var niðurstaðan af samningaviðræðum ítölsku rík- isstjórnarinnar við fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sem hafði áður hafnað fyrirhuguðum fjárlögum Ítalíu, á þeim grunni að þau brytu gegn markmiðum sambandsins um skuldasöfnun. Á móti samþykkti framkvæmdastjórnin að hún myndi vera sveigjanlegri þegar reikna þyrfti út fjárlögin upp á nýtt í ljósi „óvenjulegra að- stæðna“. Samkomulag Evrópusam- bandsins og Ítalíu, sem var í sumum fjölmiðlum lýst sem „vopnahléi“ mótaðist ekki síst af þeirri staðreynd, að mótmæli „gulu vestanna“ í Frakklandi hafa nú þegar rekið stjórnvöld þar í landi til þess að lofa nýjum ríkisútgjöldum á næsta ári og munu þau útgjöld brjóta gegn sömu viðmiðum og Ítalir höfðu verið hankaðir á. Sú ásökun að ekki væri sama Jón og séra Jón innan Evrópu- sambandsins hafði því nokkurn hljómgrunn, þegar Ítalir bentu á að Evrópusambandið hefði ekki sett sig í neinar stellingar til þess að refsa öðru af tveimur forystu- ríkjum sínum fyrir sömu brot og ítalska ríkisstjórnin hafði fengið bágt fyrir. Það hent- ar því framkvæmdastjórninni ágætlega að geta samið við Ítali um „sveigjanleika“ við óvenju- legar aðstæður, en sú afstaða mun eflaust vera gagnleg til að afsaka frönsku framúrkeyrsl- una. Hitt kann að hafa rekið Ítali að samningaborðinu, að skuldir ítalska ríkissjóðsins eru nú þeg- ar heilmiklar og hefði vart verið á bætandi ef upphafleg áform fyrir næsta ár hefðu staðist. Þannig eru skuldir Ítalíu nú þeg- ar um 131% af vergri landsfram- leiðslu, en viðmið ESB segja að skuldir eigi ekki að vera hærri en 60% af landsframleiðslunni. En getur „vopnahléið“ haldið? Ríkisstjórn Ítalíu var kjörin á grunni megnrar óánægju ítalskra kjósenda með gömlu „valdaflokkana“, og þó að flokk- arnir að baki henni hafi komið úr ólíkum áttum hafa þeir átt nokk- urn samhljóm í að vilja spyrna á móti yfirvaldi Evrópusambands- ins. Það verður því fróðlegt að sjá, hvernig ríkisstjórnin mun haga seglum á komandi mánuð- um, nú þegar fyrsta alvöru „rimman“ við sambandið er að baki. Ítalir gefa eftir gagnvart ESB}„Vopnahlé“ um fjárlögin Donald TrumpBandaríkja- forseti fyrirskipaði varnarmálaráðu- neytinu á þriðju- dag að stofna nýja deild sem mun hafa yfirstjórn yfir öllum hugsanlegum að- gerðum bandarísks herafla í geimnum. Mun þessari nýju herstjórnardeild vera ætlað að þróa þær aðferðir og tækni sem Bandaríkjaher mun þurfa til þess að verjast ógnum utan lofthjúps jarðar. Trump lagði til í júní að stofnuð yrði sérstök grein Bandaríkjahers fyrir geiminn, sem stæði þá jafnfætis landher, flota og flugher landsins. Slíkar hugmyndir hafa þó ekki komist af teikniborðinu þar sem Bandaríkjaþing hefur verið ef- ins um þær. Sá varhugur er einkum sprottinn af tvennum rótum, annars vegar að kostnaðurinn við slíkan herafla gæti orðið mikill, auk þess sem einhverjir þingmenn hafa eflaust í huga hagsmuni flughersins, en hann hefur fengið að sjá um þennan þátt landvarna Bandaríkjanna til þessa. Þá hefur einnig verið ríkjandi skoðun að geimurinn eigi að vera sem mest undan- skilinn hernaðar- brölti og stórvelda- pólitík. Kínverjar hafa þegar gagn- rýnt ákvörðun Trumps og sagt að forðast þurfi að „vígvæða“ geiminn, þar sem hann eigi ein- ungis að vera nýttur í frið- sömum tilgangi. Staðreyndin er þó sú að allir nútímavæddir herir reiða sig á gervihnetti í miklum mæli og vitað er að helstu keppinautar Bandaríkjamanna á alþjóða- vettvangi, Rússar og Kínverj- ar, hafa þróað með sér sérstaka gervihnetti sem hafa það eina hlutverk að granda öðrum gervihnöttum, ef kemur til átaka. Passa þeir illa við yfir- lýsingar Kínverja um friðsama nýtingu geimsins. Vitanlega er nokkur munur á því að þróa slíka „and-gervi- hnetti“ og hinu að standa að stórfelldri hernaðaruppbygg- ingu í geimnum. En það er ekki þar með sagt að það geti ekki verið hyggilegt að huga betur að því hvernig eigi að verjast vá úr þeirri áttinni. Stóra spurningin er þá kannski frem- ur hvernig slíkt yrði gert, án þess að hrundið verði af stað vígbúnaðarkapphlaupi í geimn- um. Trump stofnar nýja herstjórn fyrir geim- inn} Óhjákvæmilegt kapphlaup? Á ður en Alþingi fór í frí yfir jól og áramót voru smádeilur um afdrif samgönguáætlunar. Stjórnar- meirihlutinn vildi drífa sam- gönguáætlun í gegn sem hefði svo sem alveg getað gengið eftir þar sem búið var að fara yfir málið með mörgum umsagnarað- ilum og kíkja í flest horn. Í vikunni áður en það átti að klára að afgreiða málið gerir stjórnar- meirihlutinn grundvallarbreytingu á for- sendum áætlunarinnar. Þá er tilkynnt að sam- gönguáætlun verði uppfærð á næsta ári og breytingarnar verði fjármagnaðar með veg- gjöldum á öllum leiðum út af höfuðborgarsvæð- inu og á nokkrum öðrum stöðum til viðbótar. „Það er nánast undantekningarlaust sem þessi leið hefur verið rædd við menn og hvort þeir gætu hugsað sér að flýta framkvæmdum með því að fara þessa leið,“ sagði Jón Gunnarsson á Alþingi þegar áætlanir meirihlutans um samgönguáætlun voru ræddar. Það er að hluta til rétt, smáútúrsnúningur í þess- um orðum eins og pólitíkusum er einum lagið. Þeir gestir sem komu fyrir nefndina voru almennt ekki á móti því að flýta einstaka framkvæmdum með veggjöldum, þá var oft minnst á Hvalfjarðargöngin sem vel heppnað dæmi og Vaðlaheiðargöng sem dæmi sem gengi líklega ekki upp. Aðalatriðið var að þær forsendur sem stjórnarmeiri- hlutinn var að leggja til voru miklu meiri en einstakar veggjaldaframkvæmdir. Gjaldtaka í kringum allt höfuð- borgarsvæðið og í flestum göngum landsins. Meiri háttar breytingar á fjármögnun samgöngukerfisins, án þess að gefa hagsmunaaðilum, borgurum landsins, tækifæri til þess að gera athugasemd við mál- ið. Það tókst hins vegar að fresta afgreiðslu samgönguáætlunar þangað til í lok janúar. Það þýðir að þú hefur nú tækifæri til þess að láta skoðun þína í ljós í þessu máli. Það er mjög ein- falt að gera. Þú sendir tölvupóst á nefndar- svid@althingi.is með fyrirsögninni: „Umsögn um Samgönguáætlun, mál 172 og 173“, nafn- inu þínu og athugasemd sem getur þá verið annaðhvort „Ég andmæli áformum um álagn- ingu veggjalda eins og þær koma fram í for- sendum meiri hluta umhverfis- og samgöngu- nefndar“ eða „Ég styð áform um álagningu veggjalda eins og þær koma fram í forsendum meiri hluta umhverfis- og samgöngunefndar“. Einnig getur þú farið á vefsíðuna https:// sites.google.com/view/veggjold og smellt á annan hvorn takkann sem þar er að finna til þess að auð- velda þér umsögnina. Við skuldum ansi mikið í uppbyggingu samgöngu- kerfisins eftir hrunið. Vissulega getum við fjármagnað það með veggjöldum en það eru margar aðrar leiðir til þess líka. Sem dæmi þá kosta þær framkvæmdir sem stjórnar- meirihlutinn býst við að fara í um 5 milljarða á ári. Á sama tíma lækkar stjórnin skatta um tæpa 12 milljarða. Það væri auðvelt að lækka skatta aðeins minna og fjármagna samgönguskuldina. Hvað finnst þér? Björn Leví Gunnarsson Pistill Viltu veggjöld? Höfundur er þingmaður Pírata. bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Verónika Steinunn Magnúsd. veronika@mbl.is Vinnueftirlitið hefur undan-farna daga bannað vinnu áþremur stöðum og lagtdagsektir á eitt fyrirtæki vegna slæms aðbúnaðar starfsmanna. Er um að ræða Húsfélag alþýðu, Síld og fisk ehf., Fylki ehf. og Hamrafell ehf., en ákvarðanir Vinnueftirlitsins eru birtar á heimasíðu stofnunar- innar. Við eftirlitsheimsókn Vinnueftir- litsins í Vesturbergi 195 í Reykjavík hinn 13. desember síðastliðinn, þar sem fyrirtækið Fylkir ehf. er með framkvæmd, kom í ljós að veigamikil atriði varðandi aðbúnað starfsmanna og öryggisatriði voru í ólagi. Var öll vinna á vinnusvæðinu í kjölfarið bönn- uð þar sem „lífi og heilbrigði starfs- manna var hætta búin,“ að því er seg- ir í eftirlitsskýrslu Vinnueftirlitsins. Þá voru einnig merki um að starfs- menn sofi og hafist við á umræddum verkstað. „Fallvarnir á verkpalla við húsið eru ófullnægjandi. Handrið og fall- varnir á verkpalla vantar á öllum stöð- um. Slíkt skapar slysahættu fyrir starfsmenn,“ segir einnig í skýrslu Vinnueftirlitsins, en fyrirtækið Fylkir ehf. hafði heldur ekki gert skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði sem meðal annars á að fela í sér sérstakt áhættumat með tillit til öryggis og heilsu starfsmanna. Hættuleg hnífaslípivél Við eftirlitsheimsókn Vinnueftir- litsins í fyrirtækið Síld og fisk ehf. í kjölfarið á slysi sem átti sér stað hinn 12. desember sl. kom í ljós að aðbún- aður, hollustuhættir og öryggi starfs- manna var ekki í samræmi við lög og reglur. Enginn neyðarstöðvunarbún- aður var á hnífaslípivél og því var vinna við vélina bönnuð þar til við- eigandi úrbætur hafa verið fram- kvæmdar. „Ekki er til staðar ásættanleg vinnuaðstaða við DICK-hnífaslípunarvél til að undir- búa slípun á hnífum, heldur fram- kvæma starfsmenn þá vinnu á gólfinu. Hafa ber í huga að verið er að vinna með flugbeitta hnífa og mikilvægt er að aðstaða til að vinna með sé þá góð og örugg,“ segir í skýrslu Vinnueftir- litsins, en vél sem þessi skal einnig hafa minnst einn neyðarstöðvunar- búnað til að unnt sé að afstýra ríkjandi eða yfirvofandi hættuástandi. Við eftirlitsheimsókn Vinnueftir- litsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum nr. 18 og 20 við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með ein- angrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð þar sem um asbestvinnustað er að ræða „Öll vinna við að fjarlægja slíkt asbest er mjög hættuleg,“ segir í skoðunarskýrslu Vinnueftirlitsins. Fyrirtækjum þessum er gefinn kostur á því að framkvæma úrbætur og þá metur Vinnueftirlitið hvort fyrr- greindum bönnum skuli aflétt. Fóru ekki eftir tilmælum Hinn 13. desember 2018 ákvað Vinnueftirlitið að leggja dagsektir á fiskvinnsluna Hamrafell ehf. vegna vanrækslu við að fara eftir fyrir- mælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna. Dagsektirnar námu 90.000 krónum á dag. Mál þetta hófst með reglubund- inni skoðun eftirlitsmanns Vinnueft- irlitsins í fiskvinnslu Hamrafells ehf. á Hvaleyrarbraut 31 í Hafnarfirði 29. nóvember 2017. Voru í kjölfarið veitt fyrirmæli þess efnis að læsingarbún- aður skyldi vera þannig útbúinn að hægt væri að opna kæli- og frystiklefa innan frá og að setja skyldi nema fyrir ammoníak í frysti/kæliklefa eftir fyr- irmælum frá framleiðanda. Ekki var farið eftir þessum tilmælum og voru því lagðar dagsektir á fyrirtækið. Slysum fjölgað undanfarin ár Guðmundur Kjerúlf, aðstoðar- deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu, seg- ir vinnuslysum hafa fjölgað en þau séu einkum algeng í fiskvinnslufyrir- tækjum og öðrum iðnfyrirtækjum. „Þessum slysum hefur verið að fjölga síðustu ár, því miður,“ segir Guð- mundur. Hann segir slysin of algeng í iðnfyrirtækjum, þar sé öryggisbún- aður oft ekki til staðar og að dæmi séu um að hlífar á vélunum séu fjar- lægðar. „Menn fjarlægja öryggishlífar á vélunum því þeir telja sig geta grætt einhvern hraða við það. Svo eru til dæmi þess að starfsmaður sjái eitt- hvað, til dæmis fast kjötstykki í vél- inni eða eitthvað því um líkt, og fari með hönd að vélinni til að fjarlægja það. Þá verða oft mjög alvarleg slys,“ segir Guðmundur. Hann segir einnig algengt að gamlar vélar uppfylli ekki öryggis- kröfur og þær nýju séu líklegri til að uppfylla þær. „Það þarf að uppfæra þær miðað við öryggiskröfur sem settar eru í dag.“ Vinnueftirlitið vinnur nú að út- gáfu nýs bæklings sem vekja á athygli á öryggisbúnaði vinnuvéla. Vinnubann og sektir vegna trassaskapar Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Vinnueftirlitið sér um úttektir á vinnustöðum og bregst við fari fyrirtæki ekki eftir settum tilmælum. Mynd tengist efni óbeint.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.