Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 50

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 50
50 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Í J Ó L A P A K K A N N Stjórnvöld og fag- aðilar innan mennta- og velferðarþjónustu hafa síðustu misseri lagt ríkari áherslu á að bregðast fljótt við þegar börn og ung- lingar sýna fyrstu merki um náms-, til- finninga- eða geð- heilsuvanda. Starfs- hópur í Hafnarfjarðarbæ hefur síðustu tvö árin unnið að því að þróa verklag til að veita slíka þjónustu í tæka tíð. Í framhaldi af þeirri vinnu var verkefnið BRÚIN – barn – ráðgjöf – úrræði, sett af stað. Helsta markmið Brúarinnar er að auka lífsgæði leik- og grunnskólabarna í Hafnarfirði með snemmtækri þjónustu. Þegar vandi barns fer að gera vart við sig er fyrst í stað oft hægt að nýta einföld úrræði í nær- samfélagi barnsins, innan skólans, félags-, skólaþjónustu eða innan heilsugæslunnar. Þannig er reynt, með náinni samvinnu ólíkra fagsv- iða innan og utan sveitarfélagsins, að koma í veg fyrir að börn og unglingar þrói með sér fjölþættan vanda. Með Brúnni er áhersla lögð á aukna þverfaglega þjónustu sem fer fram í gegnum lausnateymi leik- og grunnskólanna. Í lausna- teymum sitja fagaðilar á vegum skólans, ásamt ráðgjöfum frá fjöl- skylduþjónustu, sálfræðingum og/ eða sérkennslufull- trúa frá fræðslu- og frístundaþjónustu. Hlutverk lausna- teyma er að kort- leggja stöðu barns og leita sameiginlegra lausna, barni og fjöl- skyldu þess til stuðn- ings. Í lausnateymi er nám, hegðun, þroski og/eða líðan barns rædd með samþykki foreldra. Viðunandi úrræði innan og utan skólans eru virkjuð til að bregðast snemma við erfiðleikum eða að- stæðum barns. Unnið er eftir þessari nálgun fyrst í stað í sjö leikskólum og þremur grunn- skólum Hafnarfjarðar. Skólarnir taka þátt í þróun þessa nýja vinnulags sem síðar verður inn- leitt í alla leik- og grunnskóla bæjarins. Þrír ráðgjafar hafa ver- ið ráðnir til að tryggja verklaginu og samstarfinu brautargengi. Ekki er um tímabundið verkefni að ræða heldur breytt verklag í þjónustu við börn og fjölskyldur hjá Hafnarfjarðarbæ. Verklag Brúarinnar rímar vel við áhersluþætti heilsueflandi samfélags Hafnarfjarðar og ann- arra samstarfsverkefna milli ríkis og sveitarfélagsins. Hafnarfjarð- arbær og Lögreglan á höfuðborg- arsvæðinu þróar um þessar mund- ir vinnulag þar sem bregðast á fyrr við aðstæðum barna og ung- linga með áhættuhegðun. Einnig eru samráðsteymi starfandi með fagfólki Hafnarfjarðarbæjar, heilsugæslustöðva og BUGL með því markmiði að stytta boðleiðir og þjónustu fyrir börn með náms-, hegðunar- eða tilfinninga- vanda. Hafnarfjarðabær vinnur einnig að því að gera bæinn að barnvænu sveitarfélagi í sam- vinnu við UNICEF á Íslandi og umboðsmanni barna. Einnig er öflugt samstarf milli foreldra- félaga, foreldraráða og fagfólks bæjarins sem starfar í þágu barna og ungmenna. Brúin er nýsköpunar- og þróun- arverkefni með skilgreindum mælanlegum markmiðum. Vonir standa til að aukin þverfagleg nálgun í þjónustu við börn og unglinga í Hafnarfirði og íhlutun á fyrri stigum dragi úr þörf fyrir aðkomu barnaverndar. Einnig að kröfur um ítarlegar greiningar minnki og færri börn í Hafnarfirði þrói með sér fjölþættan vanda. Aukin þjónusta við leik- og grunnskólabörn í Hafnarfirði Eftir Huldu Björk Finnsdóttur » BRÚIN – barn – ráðgjöf – úrræði. Aukin samvinna fag- aðila í nærumhverfi barna í Hafnarfirði með náms-, hegðunar- eða tilfinningavanda. Hulda Björk Finnsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi og verk- efnastjóri (MPM) Brúarinnar, Fjöl- skylduþjónustu Hafnarfjarðar. hulda@hafnarfjordur.is Við ætlum að ná Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna til að auka lýðheilsu og sjálfbærni í land- inu. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af öll- um aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna árið 2015 og gilda til ársins 2030. IOGT á Íslandi segir að ein auðveldasta leiðin til að flýta fyrir að við náum Heimsmarkmið- inum sé einföld og kosti afskaplega lítið. Framkvæmdin er eftirfarandi: þeir sem ekki eru byrjaðir í neyslu vímuefna, þar með talið áfengi, draga það að byrja. Þeir sem eru byrjaðir neyslu, draga úr henni. Til þess að þetta gangi betur þarf sam- félagið að vernda þá sem ekki eru byrjaðir í neyslu, börn, ungmenni og fullorðna. Samfélagið verður að við- urkenna að það sé sjálfsagður val- kostur einstaklinga að nota ekki vímuefni. Samfélagið verður að tryggja að þessi hópur sé laus við þrýsting til að byrja. Áfengisiðn- aðurinn beitir gríðarlegum þrýstingi á samfélagið og einstaklinga að byrja neyslu sem fyrst og neyta sem mest. Meðvitað eða ómeðvitað taka allt of margir aðrir þátt í þessum þrýstingi, einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Samfélagið verður að leggja þeim lið sem vilja minnka neyslu sína eða hætta. Við verðum að draga úr þeirri mýtu að allir verði að nota vímuefni. Það er ekki rétt staðhæfing að vímuefni verði að vera hluti af íþróttaleikjum eða að það þurfi vímuefni til að skemmta sér eða að það verði að nota vímu- efni til að hlusta tónlist og svo framvegis. Sam- félagið verður að láta af þessum þrýstingi og viðurkenna að það ætla sér ekki allir að nota vímuefni. Þeir sem ætla að draga úr neyslu eða hætta verða að finna stuðning okkar og með- ferðaraðilar verða að fá fjármagn til að tryggja þeim þjón- ustu sem þurfa aðstoð. Áfengisiðn- aðurinn og þeir sem vilja auka neyslu á vímuefnum hafa aðeins eitt að markmiði, það er að auka sinn eigin hagnað. Það er tímabært að við eflum samfélag okkar gegn þeim gríðarlega þrýstingi sem iðnaðurinn beitir okkur og komum í veg fyrir að hann njóti þeirra forréttinda sem hann hefur í dag. Til að við náum sem fyrst Heimsmarkmiðunum skulum við sameinast um að hindra áfengisiðnaðinn í að auka aðgengi að áfenginu, koma í veg fyrir að mark- aðssetning áfengis verði leyfð og hætta að þrýsta á neyslu. Samfélagið í forgang Eftir Aðalstein Gunnarsson Aðalsteinn Gunnarsson » Þeir sem ekki eru byrjaðir í neyslu vímuefna, þar með talið áfengi, draga það að byrja. Þeir sem eru byrjaðir neyslu, draga úr henni. Höfundur er framkvæmdastjóri IOGT á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.