Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 51

Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 51
UMRÆÐAN 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Árið 1944 tók við völdum ríkisstjórn sem kölluð var ný- sköpunarstjórnin. Í ríkisstjórninni sátu þessir flokkar: Al- þýðuflokkur, Sjálf- stæðisflokkur og Sósí- alistaflokkur. Alþýðuflokkurinn setti það skilyrði fyrir aðild að stjórninni að sett yrðu lög um almanna- tryggingar. Það var samþykkt. Ólafur Thors, formaður Sjálfstæð- isflokksins, var forsætisráðherra. Lög um almannatryggingar voru sett 1946 og sagði Ólafur Thors þá að þau ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags. Ólaf- ur sagði ennfremur að almanna- tryggingalögin ættu að vera fram- sækin og íslensku almanna- tryggingarnar að verða í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu. Og þetta gekk eftir í fyrstu. Almanna- tryggingarnar íslensku voru fyrstu árin í fremstu röð slíkra trygginga í Evrópu. En síðan fóru þær að dragast aftur úr. Íslendingar reka lestina í dag Og í dag reka Íslendingar lestina þegar slíkar tryggingar eru bornar saman. Hvað hefur gerst? Hvers vegna hefur Ísland ekki getað haldið í við hin löndin á þessu sviði? Er það vegna þess að efna- hagur Íslands sé í kalda koli? Eða er það vegna þess að Íslendingar séu svo fátækir? Svarið er nei. Ís- land er 11. ríkasta landið í heimi í dag. Og ráðherrarnir tala stöðugt um að hagvöxtur sé mjög mikill hér, meiri en í grannlöndunum og efnahagsmál séu í mjög góðu lagi hér! Stjórnmálamennirnir hafa brugðist Það er íslenskum stjórnmála- mönnum að kenna að Ísland hefur dregist aftur úr öðrum þjóðum á sviði lífeyrismála aldraðra, þ.e. varðandi greiðslur ríkisins til eftir- launa aldraðra. Það er sama hvort litið er á Norðurlönd eða OECD. Framlög ríkisins til eftirlauna aldr- aðra eru miklu minni hér en í hin- um ríkjum Norðurlandanna eða hjá OECD-ríkjum. Það sem á stór- an þátt í þessari útkomu er mikil skerðing ríkisins á lífeyri almanna- trygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyris- sjóðum. Slíkar skerðingar eru miklu meiri hér en á hinum lönd- unum á Norðurlöndum. Stjórn- málamenn hafa fallið fyrir þeirri freistingu að grípa til slíkra skerð- inga til þess að spara fyrir ríkið. Lífeyrissjóðirnir áttu að vera viðbót við TR Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var meiningin að þeir yrðu hrein viðbót við almannatryggingar. Alþýðusamband Ís- lands lýsti því yfir 1969 að svo ætti að vera og margir verka- lýðsleiðtogar staðfesta að þessi hafi verið meiningin. Margir borgarar á eftirlauna- aldri telja það hrein svik að vikið skuli hafa verið frá þessu. Stöðva verður skerðingu lífeyris Brýnt er að stöðva skerðingu líf- eyris almannatrygginga til eldri borgara sem fá lífeyri úr lífeyris- sjóðum af tveimur ástæðum: 1) vegna þess að gert var ráð fyrir því í upphafi að lífeyrissjóðir yrðu hrein viðbót við almannatrygg- ingar, 2) vegna þess að það er rétt- lætismál að afnema umrædda skerðingu. Bæta má við þriðju ástæðunni. Hún er sú að það kost- ar ríkið lítið sem ekkert að afnema þessa skerðingu Staðan er misjöfn Að mínu mati er staða margra eldri borgara mjög slæm í dag- .Verst er staða þeirra sem ekki hafa neinn lífeyrissjóð. Þar er um að ræða talsverðan hóp fólks, t.d. heimavinnandi húsmæður sem misst hafa maka sinn eða hafa ver- ið einhleypar og hafa ekki greitt í í lífeyrissjóð, einyrkja, sem ekki hafa greitt í lífeyrissjóð eða sáralít- ið, eldri borgara sem misst hafa heilsuna og lífeyrisþega, sem greitt hafa í lífeyrissjóði sem orðið hafa gjaldþrota. Ófaglært verkafólk og ýmsir iðnaðarmenn eru í lélegum lífeyrissjóðum. Það bætist síðan við að þessir aðilar sæta skerðingu tryggingalífeyris frá TR vegna líf- eyrissjóða. Þessir aðilar eru nokkru betur settir en þeir sem hafa engan lífeyrissjóð en það munar ekki mjög miklu. En best eru þeir settir sem hafa góðan líf- eyrissjóð, hafa skuldlítið eða skuld- laust húsnæði eða varasjóð, t.d. vegna sölu eigna. Brýnt að bæta kjör þeirra sem eru illa staddir Ég hef oft bent á að staða eldri borgara er betri í hinum Norður- landaríkjunum en hér enda greiðslur ríkisins til eftirlauna mun minni hér ef miðað er við hlutfall af vergri landsframleiðslu. Grunnlífeyrir er greiddur á hinum ríkjum Norðurlandanna en hér hefur hann verið lagður niður. Ljóst er að ráðamenn hér vilja breyta almannatryggingum í fá- tækraframfærslu sem er þver- öfugt við það sem ákveðið var í upphafi og kom skýrt fram í yfir- lýsingu Ólafs Thors 1946. Þessu hefur ekki verið breytt lögform- lega. Athyglisvert er að á hinum ríkjum Norðurlandanna og víða í Evrópu hlakka eldri borgarar til þess að komast á eftirlaun sem fyrst en hér vilja eldri borgarar fá að vinna sem lengst. Þeir telja sig ekki hafa efni á því að fara á eftir- laun! Almannatryggingar áttu að vera fyrir alla Eftir Björgvin Guðmundsson » Í hinum ríkjum Norðurlandanna hlakka eldri borgarar til þess að komast á eftir- laun sem fyrst en hér hafa eldri borgarar ekki efni á að fara á eftir- laun! Björgvin Guðmundsson Höfundur er fv. borgarfulltrúi. vennig@btnet.is Móttaka að- sendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morgun- blaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.