Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 54

Morgunblaðið - 20.12.2018, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 ALMAR BAKARI BAKARÍ / KAFFIHÚS / SALATBAR Sunnumörk 2, Hveragerði, sími 483 1919, Almar bakari Opið mánudaga til laugardaga kl. 7-18, sunnudaga kl. 8-18 JÓLIN KOMIN hjá Almari bakara SALATBAR ferskur allan daginn Þóra Sigurðardóttir thora@mbl.is Yfirkokkurinn og eigandinn heitir Silbene Dias og fluttist hingað til lands frá Brasilíu fyrir fjórtán árum. Það lá snemma ljóst fyrir að hjarta hennar slægi í eldhúsinu en hún þyk- ir mikill meistarakokkur. Undir hennar stjórn hefur A. Hansen gengið í endurnýjun lífdaga. Staðurinn var tekinn rækilega í gegn án þess þó að glata sérkennum sínum. Áherslan er á steikur – þá ekki síst grillaðar og það sem sér- staka athygli vekur er viðráðanlegt verð. Mat- seðillinn þykir spennandi og segir Silbene að gestum sé sífellt að fjölga og staðurinn að spyrjast út. Slíkt þykir alla jafna mikill gæða- stimpill en veitingastaðir í heimabyggð njóta sífellt meiri vinsælda og úrvalið í Hafnarfirði er að verða framúrskarandi. Silbene segir að hjarta hennar slái svo sannarlega í Hafnarfirð- inum og að markmið þeirra sé að bjóða upp á sem allra bestu upplifun sem völ er á. Hjartað slær í Hafnarfirðinum Fallegt hús A. Hansen er hluti af sögu Hafnarfjarðar og hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga. Sögufrægt hús Húsið ber sögunni sterkt vitni og fær upprunalegi viðurinn að njóta sín. Hið gamalgróna veitingahús A. Hansen hefur fylgt Hafnfirð- ingum í fjölda ára en nú kveður við nýjan tón í þessu sögufræga húsi þar sem hin brasilíska Silbene Dias hefur tekið við stjórnar- taumunum. Meginþemað er steikur í bæði hefðbundnum og svo mjög áhugaverðum og spennandi búningi. Meistarakokkur Konan í brúnni heitir Silbene Dias og þykir mikill meistarakokkur. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Steikur og góðgæti Grillaðar steikur eru vinsælar á staðnum. Draumur Grilluð humarspjót ættu engan að svíkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.