Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 58

Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 58
58 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 ✝ Bryndís Bjarna-dóttir fæddist á Húsavík 1. október 1923. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 14. desember 2018. Foreldrar hennar voru hjónin Þórdís Ásgeirsdóttir, hús- móðir og hótel- haldari, f. 30.6. 1889, d. 23.4. 1965, og Bjarni Benediktsson athafnamað- ur á Húsavík, f. 29.9. 1877, d. 25.6. 1964. Systkini Bryndísar: Ásgeir, f. 1910, d. 1978, Benedikt, f. 1911, d. 1917, Ragnheiður, f. 1912, d. 2012, Stefán, f. 1914, d. 1982, Gunnar, f. 1915, d. 1998, Vernharður, f. 1917, d. 2001, Regína Magdalena, f. 1918, d. 1994, Kristín, f. 1920, d. 1995, Ásta, f. 1922, d. 2007, Þór- dís, f. 1925, d. 2012, Hansína Mar- grét, f. 1926, d. 2004, Rannveig Karólína, f. 1929, d. 2006, Bjarni Benedikt, f. og d. 1930, og Baldur, Jóhann Ágúst Magnússon. 2) Bjarni, f. 12. feb. 1946; Synir hans eru: i) Hans Steinar, f. 29. júní 1973; maki Sigríður Þóra Þórðar- dóttir; ii) Benedikt, f. 5. apríl 1975; maki Rannveig Tryggvadóttir. Börn þeirra eru Benedikt Dagur og Helena María. Dóttir Rann- veigar er Guðný Gabríela Ara- dóttir. 3) Sigtryggur, f. 14. feb. 1950; börn hans og Þóru Jóhannes- dóttur eru i) Jóhannes Bjarni, f. 15. jan. 1973, maki Bryndís Guð- mundsdóttir. Synir þeirra eru Guðmundur, Sigtryggur og Ey- steinn; ii) Bryndís, f. 24. sept. 1975; maki Stefán Einar Stefáns- son. Börn þeirra eru Bragi og Þóra. 4) Þórdís Ósk, f. 19. okt. 1954, maki Davíð Jóhannsson; börn hennar og Jóhanns Hauks- sonar eru: i) Sigtryggur Ari, f. 15. júní 1974, maki Linda Vilhjálms- dóttir. Dætur þeirra eru Þórdís Anna og Ingibjörg Lára; ii) Erla, f. 23. maí 1983; maki Steve Rich- ard Lewis. Sonur þeirra er Elías Ari. Bryndís og Sigtryggur bjuggu á Húsavík til ársins 1958 er þau fluttu til Reykjavíkur. Útför Bryndísar fer fram frá Bústaðakirkju, Reykjavík, í dag, 20. desember 2018, klukkan 15. f. 1932. Fóstursystir Bryndísar var Þóra Ása Guðjohnsen, f. 1930, d. 2015. Bryndís giftist 29. september 1942 Sig- tryggi Þórhallssyni, verslunarmanni og síðar bókara, f. 2. mars 1917, d. 13. janúar 2008. For- eldrar hans voru hjónin Þórhallur Sigtryggsson kaupfélagsstjóri, f. 4. jan. 1885, d. 11. sept. 1959, og Kristbjörg Sveinsdóttir, f. 7. apr. 1886, d. 23. nóv. 1965. Börn Bryndísar og Sigtryggs: 1) Þórhallur, f. 7. maí 1943, maki Sesselja Valtýsdóttir, f. 6. maí 1944. Þau eiga þrjár dætur: i) Ásta Margrét, f. 30. maí 1965. Sonur hennar er Þórhallur Við- arsson. ii) Bryndís Björg, f. 24. okt. 1967; maki Karl Frímanns- son. Þau eiga þrjá syni: Pétur, Bjarna og Friðrik. iii) Ragnheiður Kristbjörg, f. 7. nóv. 1979; maki Ég hef aldrei kynnst nokkurri manneskju með jafn sterk tengsl við uppvöxt sinn eins og amma mín hafði. Og engan hef ég heyrt tala af jafn mikilli væntumþykju um foreldra sína. Sú kærleiksríka arfleifð fylgdi ömmu allt til enda og dofnaði aldrei. Undir lokin þegar hún var nánast orðin blind virtist ekkert standa henni jafn ljóslifandi fyrir sjónum og minn- ingar um uppvöxtinn í Bjarnahúsi á Húsavík. Amma var eitt af 15 börnum foreldra sinna, þeirra Þórdísar Ásgeirsdóttur frá Knarrarnesi á Mýrum og Bjarna Benediktssonar frá Grenjaðar- stað. Þau stofnuðu heimili á Húsavík sem enn er kallað Bjarnahús og ég veit að það heimili varð ekki bara víðkunnugt fyrir stærð og umsvif heldur ekki síður fyrir félagshyggju og mann- úð. Þar var óslitinn straumur gesta og þar áttu aldraðir ætt- ingjar hlýtt athvarf til hárrar elli. Ekki er hægt að minnast á Bjarnahús og uppeldið sem þar fór fram án þess að minnast á Boggu eða Björgu Jónsdóttur sem tvítug að aldri kom þar sem barnfóstra árið 1913 og fylgdi fjölskyldunni í 49 ár. Kærleiks- verk þeirrar konu verða ekki rak- in hér en áhrif hennar á andann í Bjarnahúsi og alla þá sem hún kom nálægt eru einstök. Þökk sé stálminni ömmu og einstakrar frásagnargáfu þá hefur okkur af- komendum gefist hlutdeild í fjár- sjóði Bjarnahúss og hefur það verið einstaklega ánægjulegt að sjá hvernig hún hefur náð með eldmóði sínum að kveikja áhuga og virðingu langömmubarnanna. En það hefur ekki eingöngu verið í orði sem amma hefur haldið arf- leifðinni lifandi því þau eru ótelj- andi stór og smá góðverkin sem hún hefur komið til leiðar með einum eða öðrum hætti í þágu þeirra sem á hafa þurft að halda. Þrátt fyrir þverrandi kraft og há- an aldur hélt hún áfram að láta gott af sér leiða allt til enda með kærleiksríkum hugsunum og fyr- irbænum. Síðustu árin dvaldi hún á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Ak- ureyri og erum við fjölskyldan fyrir norðan óendanlega þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svona nálægt okkur síðasta spöl- inn. Einn alstærsti þáttur í lífsvið- horfi ömmu sem hún fékk í vega- nesti úr uppeldinu var trúin á Guð og líf eftir þetta líf. Hún vissi vel að hverju stefndi þegar hún lagðist banaleguna nú á aðvent- unni og var farin að þrá eilífð- arljósið eins og hún kallaði það. „Það verður hátíð“ sagði hún full trúarvissu og tilhlökkunar að hitta gengna ástvini. Við sem eft- ir stöndum kveðjum með djúpu þakklæti fyrir allt sem hún gaf okkur og kenndi og reynum líkt og amma að taka fagnandi á móti hátíð ljóss og friðar sem senn gengur í garð. Bryndís Björg Þórhallsdóttir. Það getur verið erfitt að minn- ast þeirra sem skipta mann mestu máli. Orðin verða oft fá- tækleg í samanburði við mann- eskjuna sem þau eiga að lýsa. Ömmu Bryndísar er sérstaklega erfitt að minnast. Hún var mér miklu meira en bara amma. Í nokkuð erfiðri barnæsku var hún steinn og stað- festa að styðja sig við og varð miklu meiri uppalandi en upphaf- lega var gert ráð fyrir. Hjá henni og afa Sigtryggi eyddi ég stærst- um hluta sumar- og jólafría og gildi og lífsviðhorf hennar hafa verið mín æ síðan. Þegar ég kom í Teigagerðið og hún tók á móti mér, sitjandi í stólnum á gang- inum, þá var ég kominn heim. Öll mín tilhlökkun snerist um þetta augnablik og vikurnar og mán- uðina sem framundan voru. Mér leið hvergi betur. Amma Bryndís minnar kyn- slóðar hefði fetað aðrar slóðir en hún gerði. Í stað þess að vera drifkraftur heimilis og lím heillar fjölskyldu væri hún leiðtogi í miklu stærra samfélagi. Við myndum lesa eftir hana greinar og horfa á hana sjónvarpi að tala máli stærri hópa og til hennar væri leitað. Slíkur var drifkraft- urinn og réttlætiskenndin sú sterkasta sem ég hef á ævi minni kynnst. Konur þess tíma áttu þó takmörkuð tækifæri enda sam- félagið allt annað en það er í dag. Og þó að amma hafi alltaf litið á sitt hlutverk með stolti þá veit ég að hún hefði gjarnan vilja gera ýmislegt sem tímarnir leyfðu ein- faldlega ekki. Í gegnum líf ömmu hef ég lært nokkrar af mínum stærstu lexí- um; Að standa alltaf með fólkinu sínu. Að lifa lífinu til þess að forð- ast eftirsjá. Að gleðjast yfir ein- földu hlutunum. Að forðast snobb og yfirlæti. Að hlæja. Að vera heiðarlegur og segja sína mein- ingu. Að vera einlægur og segja fólki að þú elskir það. Að vera gestrisin. Að hjálpa þeim sem þess þurfa. Að ganga sjálfur í þau verk sem þarf að vinna. Að gefa fólki óskipta athygli og að sjá það góða í öllum aðstæðum. Það er svo magnað að þótt konur eins og amma Bryndís hafi ekki endilega fengið þau tækifæri sem þær vildu, þá urðu þær fyrir vikið mestu og bestu kennarar í lífinu sjálfu sem nokkurt barn hefði getað óskað sér. Fyrir það verð ég ævinlega þakklátur. Ég mun sakna ömmu en ég mun miklu fremur vera þakklátur fyr- ir að hafa átt hana. Og það er líka gott að vita að hún var þakklát fyrir að hafa átt mig. Það sagði hún í hvert sinn sem við hittumst. Rétt eins og fólk á að gera. Benedikt Bjarnason. Amma var klettur fjölskyld- unnar og miðja, glæsileg kona og skörungur. Hún hvatti fólk áfram og hrósaði því og var ætíð til staðar ef eitthvað bjátaði á. Hún hafði frábært minni en lifði ekki í fortíðinni, gríðarlega ættfróð og gat yfirleitt tengt fólk sem rætt var um við stórfjölskylduna. Teigagerði 14 er í minningunni paradís. Einhvern veginn var allt- af sól í verðlaunagarði ömmu. Amma og Sigtryggur afi voru aldrei efnuð og ótrúlega nægju- söm. Hún sagði mér einhvern tíma að þau hefðu farið í sum- arleyfisferð í fyrsta sinn um fimmtugt. Amma leit hins vegar á að auðæfi sín fælust í afkomend- unum og ræddi oft um hversu mikil gæfa það væri hversu vel hefði gengið hjá börnum og barnabörnum. Trú hennar var sterk og heit og kærleikurinn ótrúlegur og skilyrðislaus. Fyrir nærri fjórum árum greindist móðir mín með krabbamein sem hún sigraðist á. Amma bað heitt fyrir henni ein og í bænahópi, ræddi oft við hana og þær báðu saman. Guð blessi þig, amma. Jóhannes Bjarni Sigtryggsson. Að biðja fyrir og fá bæn- heyrslu, að gefa öðrum og njóta, að heyra og gleyma ekki og að segja frá, minnast og gleðjast. Það eru þessar bylgjur hugsunar frá Bryndísi sem flæða um mig þegar ég kveð hana og þakka stundirnar sem hún gaf mér með fyrirbænum sínum sem fylgdu mér og fjölskyldu minni. Hún var tíunda barn Bjarna Benediktssonar, útgerðarmanns á Húsavík, og Þórdísar Ásgeirs- dóttur frá Knarrarnesi í 16 barna hópi með fósturdóttur en tvö þeirra dóu ung. Hún var átta ára þegar heimili hennar hrundi í heimskreppunni og hún varð í einu vetfangi þrosk- uð ung kona við hlið móður sinn- ar og eldri systra og Boggu, Bjargar Jónsdóttur, við að breyta heimilinu í hótel, til bjargar, – já, með Boggu, sem var henni og börnunum sem önnur móðir, þjónandi heimilinu og fjölskyld- unni eins og verndarengill. Hún giftist Sigtryggi Þórhalls- syni og með börnum þeirra tengdist fjölskyldan foreldrum hennar og Boggu. Þau áttu fyrst heimili í Bjarnahúsi á Húsavík með foreldrum hennar og Boggu og eignuðust það síðan þegar þau fluttu til Reykjavíkur á efri hæð einbýlishúss á Öldugötu 3 og síð- ar fluttu þau á miðhæð hússins. Þegar þau eignuðust einbýlishús sitt í Teigagerði 14 fluttu foreldr- ar hennar til þeirra þar sem þau nutu umhyggju til dauðadags. Hún var lík móður sinni, stjórnsöm og úrræðagóð með sinni umvefjandi hlýju að fylgjast með fólkinu sínu, eiginmanni og börnum, barnabörnum og barna- barnabörnum og svo miklu fleiri, öllum afkomendum Bjarna og Þórdísar og enn fleiri, vinum frá Húsvík og í Reykjavík. Að fylgj- ast með var svo miklu meira en að fá fréttir, það var að leggja lið þegar erfiðleikum var mætt, hlusta og tala og biðja fyrir með heitri bæn. Hún var með „segulbands- minni“ þannig að hún gat rakið viðburði og samtöl fortíðar, þann- ig að engum gleymist sem heyrði, svo meitluð var frásögn hennar. Hún var með dulræna hæfi- leika, innri heyrn og innri sýn, sem hún sagði lítið frá. Henni var þannig sagt frá alvarlegum veik- indum sonar síns í sveitinni og kallaði hann heim, sem varð hon- um til lífsbjargar. Hún vissi svo margt, bæði um líðan annarra og það sem átti eftir að koma fram, sem markaði lífssýn hennar til þessa heims og hins ósýnilega, þess sem verður um síðir í lífi okkar allra með endurfundum og framhaldi sem hún var fullviss um. Í lífi hennar var hið sýnilega stundlegt en hið ósýnilega eilíft sem beið hennar og hún hlakkaði til að mæta. Hún hafði mætt öllu þessu sem var stundlegt, áþreif- anlegt eða erfitt með ró og yf- irvegun til lausnar því hún vissi frá æsku að allt sem reyndi á var til þroska og eignar í veganesti í ferðina héðan. Ég kveð frænku mína við þessi skil sem hún beið eftir og þykist viss um að hún fylgist með okkur öllum áfram sem verndarengill. Halldór Gunnarsson. Bryndís Bjarnadóttir Ástkær dóttir mín, systir okkar og mágkona, ALDA I. EINARSDÓTTIR MCGLYNN, Catskill, N.Y. USA, andaðist 20. nóvember. Minningarathöfn og bálför hefur farið fram í Catskill, en jarðsett verður síðar hér heima. Fyrir hönd barna hennar, Kára og Kötlu McGlynn, tengdadóttur, barnabarns og ástkærs sambýlismanns, James Atlee, Magnea S. Hallmundsdóttir Hrefna S. Einarsdóttir Egill Þ. Einarsson Logi Már Einarsson Sólveig Viðarsdóttir Minn kæri eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN VÍFILL KARLSSON, Sandbakka 12, Höfn í Hornafirði, lést á Landspítalanum mánudaginn 10. desember. Minningarathöfn verður haldin í Hafnarkirkju laugardaginn 22. desember klukkan 13. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast hans er bent á að láta Styrktarsjóð Barnaspítala Hringsins njóta. Fyrir hönd systkina, annarra ættingja og vina, Anna Eyrún Halldórsdóttir Svala Björk Héðinn Sigurðsson Halldór Steinar Erla Þórhallsdóttir Karl Guðni barnabörn og barnabarnabarn Hugheilar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýju er okkar ástkæra SIF AÐALSTEINSDÓTTIR kvaddi þennan heim í faðmi fjölskyldu og ástvina. Heill og hamingja í minningu hennar til framtíðar. Jón B. Stefánsson Ívar Már Jónsson Svandís Íris Hálfdánardóttir María Birna Jónsdóttir Baldur Þór Sveinsson Vilborg Mjöll Jónsdóttir Friðrik Magnússon Margrét Lára Jónsdóttir Steinar Örn Sigurðsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÞORVALDSDÓTTIR, Keldulandi 1, lést á Landspítalanum sunnudaginn 18. nóvember. Útför hennar fór fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 6. desember. Oddný G. Sverrisdóttir Anna Gunnhildur Sverrisd. Sigurjón Einarsson Ólafur Hilmar Sverrisson Brynhildur K. Kristinsdóttir Pétur Örn Sverrisson Guðrún Inga Benediktsdóttir Yngvi þór, María, Gunnar Dofri, Sverrir Ingi, Kjartan, Vésteinn Örn, Arnór Logi, Aron Fannar, Gabríel Daði og Daníel Bragi Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.