Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 20.12.2018, Blaðsíða 60
60 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 ✝ ErlingurPálsson fædd- ist á Refsstað í Vopnafirði 3. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Sundabúð 13. desember 2018. Foreldrar hans voru Svava Víg- lundsdóttir, f. 25. september 1906, d. 13. janúar 1935, og Páll Methúsalemson, f. 24. ágúst 1899, d. 11. júní 1975. Árið 1940 kvæntist Páll Sig- ríði Þórðardóttur frá Ljósa- landi. Systkini Erlings: Víglundur, f. 25. maí 1930, d. 29. maí 2018. Björn, f. 24. maí 1931. Guðlaug, f. 27. apríl 1932, d. 11. júlí 2012. Svava Svanborg, f. 25. mars 1941. Þórður Al- bert, f. 14. janúar 1943. Ás- gerður, f. 3. febrúar 1946. Gunnar, f. 7. júní 1948, d. 9. júní 2016. Eftirlifandi eiginkona Er- lings er Anna Sigurbjörg Maki Þórir Guðlaugsson, f. 29. júní 1969. Börn þeirra eru sex talsins. Erlingur ólst upp á Refs- stað og Rauðhólum í sömu sveit og tók frá barnæsku þátt í hverjum þeim störfum sem til féllu. Hann stundaði nám við Hólaskóla í tvo vetur. Starfaði á Keflavíkurflugvelli við uppbyggingu á flugskýlum einn vetur en helgaði sig bú- störfum að mestu upp frá því. Erlingur og Anna S. Geirs- dóttir gengu í hjónaband 1965 og hófu sinn búskap á Refs- stað en fluttu búferlum að Ljótsstöðum í sömu sveit árið 1971 og bjuggu þar blönduðu búi til ársins 1991, er þau Anna fluttu að Skálanesgötu 8 á Vopnafirði. Næstu árin stundaði Erlingur ýmist störf uns hann settist í helgan stein. Þau hjónin fluttu heim- ili sitt að Sundabúð á haust- dögum 2016. Erlingur stríddi við veikindi síðustu ár ævi sinnar. Útför Erlings fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 20. desember 2018, klukkan 13. Jarðsett verður í Hofs- kirkjugarði. Geirsdóttir, f. 1. desember 1944. Foreldrar hennar voru Sigríður Eyj- ólfsdóttir, f. 30. júlí 1921, d. 17. september 2008, og Geir Sigurjóns- son, f. 18. október 1912, d. 7. apríl 1982. Systkini Önnu eru Bjarni, f. 23. september 1939. Haukur, f. 12. maí 1941. Rúnar Eyjólfur, f. 12. júní 1942. Margrét Ingi- björg, 13. september 1943. Svandís, f. 14. ágúst 1946. Karl Brynjar, 13. ágúst 1947, d. 28. september 1965. Hjálm- ar Björn, f. 4. janúar 1950. Ásta Steingerður, f. 16. júlí 1953. Börn 1) Sigríður, f. 21. sept- ember 1962. Sigríður á fjórar dætur. 2) Skarphéðinn Karl, f. 20. febrúar 1965. Maki Hildur Agnarsdóttir, f. 8. október 1966. Þau eiga fimm börn. 3) Rannveig, f. 6. mars 1972. Pabbi minn. Nú ertu kominn í Sumarland- ið og eflaust farinn að stússast í sveitastörfum, ásamt því að bregða þér reglulega í reiðtúra. Minningarnar eru margar og þegar horft er yfir farinn veg stendur upp úr það öryggi sem ég bjó við hjá ykkur mömmu. Ég var sem barn þess fullviss að ekkert illt gæti hent mig þegar þú lagðir stóra hönd þína á koll- inn á mér. Svo komu unglingsárin mín og samskipti okkar gátu verið ansi stirð á köflum þar sem við gátum þrætt um flestalla hluti og vissu- lega höfðum við bæði rétt fyrir okkur. Með árunum urðum við þó hinir mestu mátar enda varstu ávallt til staðar og mér innan handar með Ingu og Eirík hve- nær sem þurfti. Það var okkur ómetanlegt að búa í næsta nágrenni við ykkur mömmu á uppeldisárum þeirra. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur kom oft upp söknuður, að geta ekki skroppið snöggvast í heimsókn og litið til með þér og mömmu, sérstaklega eftir að þú veiktist meira. En vissan um hvað þú varst ávallt í góðum höndum gerði það töluvert létt- bærara. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi, við kveðjum þig með söknuði en munum ylja okkur um ókomin ár við góðar minningar. Rannveig Erlingsdóttir, Þórir Guðlaugsson, Eiríkur Óskar Oddsson. Erlingur Pálsson hefur söðlað sinn síðasta hest í þessu lífi. En væntanlega er hann þegar búinn að festa sér grösuga jörð á eilífð- arvöllum sumarlandsins. Faðir minn var eftirtektarverður mað- ur á sinni tíð. Heljarmenni að burðum, ágætur bóndi og rækt- unarmaður er setti velferð síns bústofns ávallt í forgang. Forkur af gamla skólanum sem naut þeirra forréttinda sveitabarnsins að læra til verka frá blautu barnsbeini. Hann var reiðmaður góður og átti sem ungur maður og aftur er leið á ævina nokkra góðhesta. Óvanalega fjárglöggur og hafði yndi af sauðfé. Róm- sterkur smali og þó að foreldrar okkar byggju lengi blönduðu búi, var heimavöllur pabba sauðfé og hestar. Líkt og flest mannanna börn á ég bæði góðar og erfiðar minn- ingar úr uppvextinum. Og skal engan undra að það kastist í kekki milli skapstórra manna sem vinna saman nálega hvern dag. Góðu stundirnar okkar pabba voru ómældar. Hann gekk verkfús til starfa hvern dag og gjarna fylgdi strákur með. Ég fylgdi honum hvert haust í smala- mennsku og rjúpnaveiðar er á haustið leið. Það var við veiðarn- ar eins og fjárragið að sjónin brást honum ekki. Hann sá fugl þar sem aðrir sáu snjó og var fengsæll en hófstilltur veiðimað- ur. Hann las heilu bækurnar fyrir okkur krakkana, enda var sú hans hefð að leggja frá sér dags- ins önn við lestur. Þegar barnabörnin litu dags- ins ljós þá var komið að þeim að njóta sögulestra og leikja. Pabbi er einstaklega barngóður og það var dáfögur sjón að sjá þennan stóra mann á fjórum fótum með krakkaskott á bakinu að hotta afa sínum áfram. Eitt sumar þegar ég var á ung- lingsárum unnum við feðgar við byggingavinnu utan heimilis. Það var nýr pabbi, maðurinn sem aldrei hafði ósæmileg orð á vörum heima við, lét vaða í tví- ræðum kviðlingum og hélt uppi glaðbeittri stemningu á vinnu- stað. Þar sá ég kannski manninn sem hann var áður en hann stofn- aði fjölskyldu. Líkt og maðurinn sjálfur var sál hans stór og breið. Ég átti í þér mikinn vin, pabbi minn, Hildur mín og börnin okk- ar líka. Við varðveitum allar okk- ar bestu stundir og yljum okkur við bjartar minningar um hjarta- hlýjan og góðan mann. Þakka þér lífsgjafirnar allar. Skarphéðinn Karl Erlingsson. Elsku afi minn. Nú ertu kominn á betri stað. Ég græt það að þurfa að kveðja þig en finn samt fyrir gleði þín vegna, nú færðu loksins lang- þráða hvíld. Þú varst svo stór partur af mínu lífi og ert svo stór partur af mér. Minningarnar eru óteljandi og þær mun ég geyma í hjartanu alla tíð. Alla göngu- túrana, allar vísurnar, allar sög- urnar, alla súkkulaðibitana, allar góðu stundirnar hjá þér og ömmu. Ég var alls ekki jafn vel búin undir þessa kveðjustund og ég hélt, enda varst þú minn elsti vin- ur. Samband okkar hafði breyst í þínum veikindum en við vorum enn mjög náin enda hittumst við næstum hvern einasta dag. Elsku afi, ég er þér svo þakk- lát fyrir þig. Ég veit ég get ekki sagt „sjáumst á morgun“ en við mun- um sjást aftur einn daginn, í Sumarlandinu þar sem þú ert núna. Kveðja. Ingibjörg María Konráðsdóttir. Nú tínast þeir burtu einn af öðrum bræður mömmu. Þessir vöxtulegu og góðu menn sem voru stór hluti æsku minnar. Í sumar kvaddi Víglundur, rósa- masta eðalmenni sem ég hef um ævina kynnst, og nú er Erlingur látinn. Strax smábarn fór ég að bera virðingu fyrir honum og hún óx þegar líða tók á ævina. Við átt- um sameiginlega ást á dýrum og ljóðum. Þegar hann tók að fara með kvæði stoppaði ég ævinlega og hlustaði sama hvort um var að ræða góðskáld eða kersknimál. Það var svo gaman að hrynjand- inni og ríminu. Hann var einstak- lega natinn við húsdýrin sín og sýndi þeim ávallt umhyggju. Ég var kannski meira afgerandi þeg- ar ég fleygði mér í gólfið hjá hundunum, nokkuð sem hann hefði aldrei látið eftir sér. Engu að síður vissi ég að blíðu átti hann nóga handa ferfætlingum. Tíkina Skoppu varð til að mynda alltaf að loka inni þegar húsbóndi hennar fór af bæ, annars elti hún hann og hefði ekki gefist upp þótt leiðin lægi á heimsenda. Þess vegna var nauðsynlegt að taka af henni ráðin og sjá til þess að hún sprengdi sig ekki á hlaupum á eftir bílnum. Síðar opnuðust augu mín fyrir vinnusemi Erlings og ósérhlífni og það jók sannarlega á virðingu mína fyrir honum. Sumarið sem ég dvaldi hjá honum á Ljótsstöð- um sá ég svo glöggt hvað það þýddi að helga sig einhverju starfi og gefa sig allan í að ná ár- angri. Það var hollur lærdómur að taka með sér inn í framtíðina. Ég var alin upp við að menn vönduðu mál sitt og legðu sig fram um að orða hlutina vel. En þau systkinin höfðu öll óviðjafn- anlega frásagnargáfu og enginn stóð þeim á sporði þegar kom að því að tvinna saman orð á nýstár- legan og fyndinn máta. Barn, sem var eins og svampur á orð, sat iðulega gapandi þegar þau systk- inin töluðu saman og vonaði að samræðurnar tækju aldrei enda. Enn í dag hugsa ég oft sterkt til þeirra systkina þegar ég horfi á hvítt blaðið og veit að ég á að skrifa, verð að skrifa en hugurinn er tóm og svarthol. Þá minnist ég þeirra léttu orðaleikja og frá- sagna er oft hverfðust um lítil- væg atvik sem í þeirra meðförum urðu óborganleg saga. Hið merkilega var að alltaf virtist þetta fyrirhafnarlaust. Þessi arfleifð fleytti mér þó inn á þann starfsvettvang sem ég valdi mér og eftir vel á þriðja ára- tug við skriftir og vangaveltur um hið talaða og ritaða orð er ég samt engu nær um hvaðan þessi ótrúlega gáfa þeirra er sprottin. Það var ekki bara að orðaforðinn væri geysilegur heldur höfðu þau einstakt lag á að tengja saman óskyld orð þannig að úr yrði hnyttni og svo skörp sýn á veru- leikann að ekki er hægt annað en að hrífast með. Ég kveð í dag kæran frænda og mann sem sjónarsviptir er að. Erlingur, ég þakka þér minning- arnar, samveruna og það að hafa sýnt mér að mennska og metn- aður fara einstaklega vel saman. Kær kveðja, Steingerður. Að lokinni langri ævi er margs að minnast. Erlingur, hávaxinn og þrekinn nágranni sem kom reglulega í heimsókn eftir mjaltir og þáði kaffi var í uppáhaldi hjá systrunum á næsta bæ. Honum lá jafnan hátt rómur, hló dátt og var skemmtilegur. Hann hafði skoðanir á flestu, fylgdist vel með og var vel lesinn. Þegar við syst- ur lékum við börnin hans vorum við ekki bara í kúrekaleik eða snú snú, heldur vorum við oftar en ekki að eiga við Njál á Bergþórs- hvoli eða Skarphéðin á Hlíðar- enda, þá náunga tvo sem Erling- ur kynnti fyrir afkomendum sínum ungum að aldri. Óteljandi vísur hafa systkinin einnig fengið að heyra í gegnum tíðina. Erlingur var framsýnn og rak snyrtilegt og gott bú á Ljótsstöð- um I í Vopnafirði. Hann var greiðvikinn og góður til að leita, sannur vinur vina sinna. Yngsta systirin átti góða daga í sveitinni á sumrin eftir að við fluttum í burtu og minnist þess tíma með þakklæti. Kæri Erlingur, við þökkum þér samfylgdina og vottum að- standendum innilega samúð. Margrét, Sigurborg og Sigrún. Erlingur Pálsson Lóa amma verð- ur ávallt í minning- unni skemmtileg og klár kjarnakona sem allir báru virðingu fyrir. Í rauninni var hún einstaklega góð fyrirmynd, ákveðin og hreinskilin um bæði menn og málefni hverju sinni en um leið raunsæ og sann- gjörn. Dugnaður og ósérhlífni kemur líka upp í hugann enda man ég ekki eftir að hafa heyrt Lóu ömmu kvarta eða kveinka sér yfir nokkrum sköpuðum hlut. Það var gaman að kíkja í kaffi til ömmu á Mýrarvegi og hún var vel að sér í mörgu og upplýst um hlutina hvort sem um var að ræða fjölskyldumál nær eða fjær, þjóð- málin eða íþróttir. Margar skemmtilegar æsku- minningar tengjast Hraungerði þar sem oft var glatt á hjalla þeg- ar stórfjölskyldan sameinaðist í góðu yfirlæti hjá ömmu og afa. Lóa amma vann við verslunar- störf á Eyrinni eins langt aftur og Eva Aðalsteinsdóttir ✝ Eva Aðalsteins-dóttir fæddist 26. apríl 1929. Hún lést 9. nóvember 2018. Útför Evu fór fram í kyrrþey 23. nóvember 2018. minnið rekur til. Tólf ára gömlum þótti mér það merkilegt að hún út- vegaði mér þar starf og af óttablandinni virðingu var ekki slegið slöku við að reyna að sanna sig. Líklega markaði allt þetta spor í framtíð- ina hjá ungum dreng og hafði áhrif á viðhorf hans til lífsins. Verðmætasta stundin mín með Lóu ömmu er samt sú þegar þær systur Lóa amma, Jóhanna og Ragna heimsóttu okkur fjöl- skylduna á góðviðrisdegi á heim- ili okkar í Kaupmannahöfn. Sú stund var einstaklega gefandi og skemmtileg upplifun fyrir okkur öll þar sem þær systur voru sann- arlega kátar og hressar og stýrðu í sameiningu skemmtilegri sögu- stund frá gömlum tímum. Eins og Lóu ömmu var von og vísa bjó hún sínum gott veganesti fyrir lífið og af því nesti gefum við nú þeim sem eru okkur kær. Elsku amma mín, nú eruð þið afi sameinuð á ný á góðum stað en ég mun búa að öllum góðu minningunum út í lífið. Takk fyrir allt og megir þú hvíla í friði. Aðalsteinn Ingi Pálsson. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðs- lógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felli- glugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Minningargreinar Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Guðmundur Baldvinsson, umsjón útfara Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Móðir okkar, BRYNDÍS BJARNADÓTTIR frá Húsavík, sem lést föstudaginn 14. desember, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, fimmtudaginn 20. desember. Athöfnin hefst klukkan 15. Þórhallur, Bjarni, Sigtryggur og Þórdís Ósk Sigtryggsbörn og fjölskyldur Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HENRY ÁGÚST ÅBERG ERLENDSSON, verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, fimmtudaginn 27. desember klukkan 14. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Þóra Sigríður Sveinsdóttir Sveinn Henrysson Kristi Jo Kristinsson Helga Åberg Henrysdóttir Ólafur Gunnarsson Arnþór Henrysson barnabörn og barnabarnabörn Okkar ástkæri bróðir, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN JEREMÍASSON, verður jarðsunginn frá Grundarfjarðarkirkju föstudaginn 28. desember klukkan 13. Gyða Sigurlaugsdóttir Andrés Erlingsson Sveinn Kjartansson Lindsay Hill Þorsteinn Sigurlaugsson Rita Hvönn Traustadóttir Pálína V. Eysteinsdóttir Valgeir H. Kjartansson Una Björgvinsdóttir Cecilía K. Kjartansdóttir Ole Langhoff Lundgreen systkini og barnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.