Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 61
MINNINGAR 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018
✝ Grettir Pálssonfæddist á Ísafirði
6. ágúst 1935. Hann
lést á lungnadeild
Landspítalans 11.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Halldóra Dani-
valsdóttir frá Litla-
Vatnsskarði, Húna-
vatnssýslu, f. 10.
ágúst 1909, d. 7. mars
1999, og Páll Einars-
son frá Borgarholti í Stokkseyr-
arhreppi, Árnessýslu, f. 27.
ágúst 1904, d. 1. janúar 1958.
Þau skildu. Alsystir er Hall-
gerður Pálsdóttir, f. 10. febrúar
1943, d. 28. nóvember 1993.
Sammæðra systkin eru Auður
og Erna Guðmundsdætur, sem
nú eru látnar. Samfeðra systk-
ini eru Guðríður, Ruth, Guð-
björg og Guðrún Pálsdætur.
Grettir trúlofaðist Þóru Eyja-
lín Gísladóttur, f. 24. júlí 1937,
d. 7. maí 2007, og saman eign-
uðust þau Gísla Grettisson, f. 9.
Grettisdóttur, f. 7. mars 1961.
Barnsfaðir Kristján Bragason,
f. 19. janúar 1962, d. 21. maí
2008, eignuðust þau Sigrúnu Ýr
Kristjánsdóttur, f. 29. ágúst
1979, fyrrverandi maki Timothy
Bronson, f. 10. september 1981.
Saman eiga þau Alexander Ant-
hony Bronson, f. 3. desember
2005. Núverandi maki Everage
Richardson, f. 23. desember
1985, saman eiga þau Halldóru
Zoé Richardson, f. 27. janúar
2017. Þórdís giftist Heimi Jóns-
syni, þau skildu, saman eign-
uðust þau tvö börn 1) Gretti
Heimisson, maki Sólveig Ása B.
Tryggvadóttir, f. 10. september
1984. Eiga þau Tryggva Grett-
isson, f. 16. júní 2017. 2) Oddný
Heimisdóttir, f. 23. júlí 1987,
maki Daníel Trausti Róberts-
son, f. 7. janúar 1989. Á hún tvö
börn úr fyrra sambandi með
Markúsi Má Efraím Sigurðs-
syni, f. 12. janúar 1982, 1) Úlfur
Kalman Markússon, f. 24. októ-
ber 2011. 2) Baltasar Bragi
Markússon, f. 15. júlí 2014.
Útför Grettis fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 20. des-
ember 2018, klukkan 15.
apríl 1955, maki
Esther Eygló
Ingibergsdóttir,
f. 16. febrúar
1960. Saman
eiga þau þrjú
börn. 1) Þóra
Eyjalín Gísla-
dóttir, f. 1. októ-
ber 1976, d. 6.
febrúar 2012,
barnsfaðir Björn
Bjarnason, f. 9.
maí 1971, eiga þau soninn Gísla
Björnsson, f. 26. júlí 1993. 2)
Ingibergur Gíslason, f. 15. febr-
úar 1982. Maki Guðrún Hrönn
Logadóttir, f. 4. mars 1986.
Saman eiga þau tvö börn, Júlíu
Klöru Ingibergsdóttur, f. 3. júní
2007, og Ágúst Jökul Ingibergs-
son, f. 30. júlí 2009. 3) Gunn-
laugur Stefán Gíslason, f. 30.
maí 1989.
Grettir kvæntist Oddnýju
Jakobsdóttur úr Þingeyjarsýslu
þann 7. apríl 1963. Saman eiga
þau dótturina Þórdísi Körlu
Elsku pabbi, eins mikið og ég
sakna þín þá varstu svo tilbúinn
og sáttur við að fara. Við áttum
svo innilegt og gott samtal þar
sem við töluðum mjög opið um
hvað væri framundan, þar á
meðal í sambandi við mömmu
sem þú hafði mestar áhyggjur
af. Við tókum ákvörðun sem við
vorum bæði fullsátt með.
Elsku pabbi, við höfum farið í
gegnum mörg tímabil í blíðu og
stríðu. En það sem stendur upp
úr þessu öllu er að þú varst
kletturinn í mínu lífi. Eftir að
þú fékkst rétta meðhöndlun á
þínum sjúkdómi fyrir 40 árum
þá urðu mikil kaflaskil í okkar
lífi, ég þá 16 ára og þú áttaðir
þig á að það þurfti að aga þessa
stelpu sem hafði fengið að
stjórna sér. Ég var sko ekki
alltaf sátt en mikið er ég þakk-
lát í dag eftir að ég varð móðir
og rausnarlegri afa hefði ég
ekki getað hugsað mér. Þú
kenndir mér og upplýstir börnin
mín hvernig á að lifa. Og það
hefur skilað sér til barna minna
og svo sannarlega hefur ræst úr
þeim og þú átt stóran þátt í því.
Eitt stendur svo upp úr, þeg-
ar þú fórst í meðferð til Banda-
ríkjanna þá skrifaðir þú mér
bréf og ég sagði við mömmu:
hann pabbi á aldrei eftir að
drekka aftur. Ég var svo sann-
færð. Þú varst, þrátt fyrir þinn
sjúkdóm, alltaf heiðarlegur og
þess vegna oft dæmdur. Heið-
arlegri manni hef ég ekki
kynnst. Stundum var það mjög
óþægilegt, að mér fannst. Þegar
upp er staðið var það alltaf best.
Ég hitti sambýlismann minn,
Pétur Run, fyrir níu árum og þú
varst svo sannfærður um að
betri mann gæti ég ekki fengið,
þrátt fyrir hans sjúkdóm og
föllin þá stóðstu alltaf með okk-
ur.
Þótt það hafi gengið mikið á
þegar ég var lítil þá fékk ég svo
mikla ást frá þér og mömmu og
ömmum mínum. Það er ég
endalaust þakklát fyrir.
Ein minning úr æsku sem er
mér mjög kær er þegar þú
stóðst upp og fórst með þennan
texta með mikilli tilfinningu:
Það var eitt kvöld að mér heyrðist
hálfvegis barið,
ég hlustaði um stund og tók af
kertinu skarið,
ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti
mér svarið:
Hér kvaddi Lífið sér dyra, og nú er
það farið.
(Jón Helgason)
Þú varst alltaf með svo
sterka nærveru og okkur
mömmu finnst þú enn vera hér
hjá okkur og gefa okkur styrk.
Við elskum þig.
Þín elskandi dóttir
Þórdís.
Afi fluttist með fjölskyldunni
frá Ísafirði til Hafnarfjarðar
þegar hann var um þriggja ára,
en húsið þeirra brann til kaldra
kola eftir að afi hafði leyft
dúkkunum á heimilinu að reykja
eldspýtur. Afi var með eindæm-
um fallegt barn og keyrðu syst-
ur hans stoltar um með hann í
barnavagninum og leyfðu ein-
ungis útvöldum að fá að kíkja í
vagninn. Afi nýtti sér einnig
glæsileika systra sinna en hann
var smástrákur þegar hann fór
af stað með bisness þar sem
hann seldi myndir af systrum
sínum til hermannanna og
græddi þó nokkurn pening. Eft-
ir grunnskóla fór afi til Svíþjóð-
ar að læra rafvirkjun líkt og
faðir hans gerði. Þegar heim
var komið fór hann í Mennta-
skólann á Laugarvatni og var í
djasshljómsveit þar sem hann
spilaði á saxófón. Hann var eitt-
hvað farinn að sulla með vín á
þessum tíma og gerði garðinn
frægan með ýmsum uppátækj-
um sem varð til þess að hann
var oft vistaður í bæli, síðar
nefnt Grettisbæli í höfuð á sjálf-
um afa, Gretti Pálssyni, og fest-
ist það nafn í mörg ár á eftir.
Eftir tvö ár í ML flutti afi til
Reykjavíkur þar sem hann klár-
aði stúdentinn í Menntaskólan-
um í Reykjavík, og útskrifaðist
þaðan árið 1958. Á þessum ár-
um spilaði afi í meistaraflokki í
körfubolta með ýmsum félögum,
m.a. KR og þótti hann efnileg-
ur. Eftir MR lá leiðinn í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands og
eftir tvö ár fór afi í lögræði en á
lokaári í lögfræði veiktist hann
illa af sínum sjúkdómi og flosn-
aði upp úr námi. Næstu árin
einkenndust af mikilli neyslu og
varð afi edrú árið 1977 þegar
hann fór í meðferð á Freeport í
New York.
Afi tók edrúmennskuna með
trompi og tók þátt í að stofna
SÁÁ og hefur bjargað mörgum
mannslífum í gegnum þau sam-
tök. Afi byggði upp prógramm-
ið á Staðarfelli ásamt ömmu og
töluðu þau um þann tíma sem
einn besta tíma ævinnar. Eftir
Staðarfell fór afi að vinna sem
dagskrárstjóri á Vogi og setti
meðal annars upp víkingapró-
grammið þar.
Afi hætti að vinna 67 ára
gamall, en eins og hann sagði
sjálfur þá hefði hann örugglega
aldrei hætt ef hann hefði ekki
verið orðinn svona slæmur í
fótunum.
Afi var einfaldlega besti afi í
heimi og þegar við vorum lítil
fannst okkur hann og amma
vera merkilegasta fólk í heimi
og skildum við barnabörnin
hreinlega ekki af hverju hann
var ekki forseti Íslands. Bestu
minningarnar eigum við með
afa og ömmu og voru þau hið
fullkomna yin og yang. Amma
alltaf svo ljúf og góð og dugleg
að gefa gjafir á meðan afi var
meira blátt áfram, óhræddur
að koma hreint fram við alla og
bestur í að gefa góð ráð.
Það var alltaf best að kúra
hjá afa hvort sem það var í
Teigaselinu þar sem afi var að
hlusta á útvarpið eða einhvers
staðar úti á landi í pikknikk, en
afi var alltaf tilbúinn með teppi
í skottinu fyrir slíkt. Þá var
spjallað við afa um allt milli
himins og jarðar, afi vissi
nefnilega allt.
Ég vil þakka þér fyrir allt
sem þú hefur gert fyrir mig og
börnin mín. Betri afa er ekki
hægt að hugsa sér. Ég elska
þig og mun aldrei gleyma þér.
Þín,
Oddný.
Grettir Pálsson, vinur minn
og samstarfsmaður til margra
ára, er látinn saddur lífdaganna
83 ára að aldri. Daginn áður
hitti ég hann og þá var hann
ekki bugaðri en svo að hann hló
og við gerðum að gamni okkar.
Hann horfðist í augu við dauð-
ann vel vakandi og skýr og
sagði mér að nóg væri komið að
sinni. Ég óskaði honum til ham-
ingju með 40 árin sem ég var
búinn að ná og sagði honum að
hann hefði átt mestan þátt í að
svo fór. Við féllumst í faðma
eins og hægt var og sögðum
hvor öðrum hversu vænt okkur
þætti um hvor annan.
Grettir var einn af frum-
kvöðlum SÁÁ og oft fremstur
meðal jafningja á árunum 1977-
1997. Hann átti þátt í að koma
meðferðinni á endurhæfingar-
heimilinu að Sogni af stað 1978
með öðrum. Hann sá um og
stjórnaði meðferðardagskránni
sem miðaði að varanlegu bind-
indi fyrir sjúklinganna í Reykja-
dal frá janúar 1979 til júní sama
ár. Hann mótaði meðferðina á
Silungapolli sem dagskrárstjóri
þar fram í nóvember 1980. Þá
fór hann vestur í Dali og kom
meðferðinni á Staðarfelli af stað
í nóvember 1980. 1985 tók hann
við dagskrárstjórnun á Sjúkra-
húsinu Vogi og var það til
starfsloka.
Þegar ég hugsa til hans og
eftirlifandi konu hans, Oddnýjar
Jakobsdóttur, hvarflar hugurinn
til áranna á Staðarfelli 1980-
1985. Ég sé í huga mér unga at-
hafnamanninn Gretti Pálsson
sem fór til Löngueyju í New
York og náði í meðferðardag-
skrá sem hann flutti til Stað-
arfells og lét þýða hana orð fyr-
ir orð. Kom meðferðinni að stað
nær einn með konu sinni. Hann
tók á móti mér og fjölskyldu
minni þegar ég kom þangað að
sinna störfum mínum fjórðu
hverja viku. Hann var aldrei
kyrr, fullur áhuga, lífsglaður,
orkumikill og maður tókst allur
á loft. Þar áttum við oft bestu
stundirnar okkar saman ég og
Hildur kona mín með þeim
hjónum og þá var unnið og
skapað langt fram á nótt. Hann
hélt leiftrandi erindi fyrir sjúk-
linga og starfsfólk og hreif alla
með sér.
Þegar ég hef dvalið við þess-
ar minninga um stund hvarflar
hugurinn enn aftar og ég sé í
huga mér stórhuga mann fullan
af eldmóði sem gerði áfengis- og
vímuefnaráðgjöf fyrstur SÁÁ-
manna að ævistarfi sínu. Ég
minnist fyrstu kynna okkar
þegar ég var sjúklingur hans á
Sogni og hversu nærgætinn
hann var við mig og góður þeg-
ar ég laut lægst og átti erfiðast
á ævi minni. Slíku gleymir mað-
ur aldrei og þarna varð til var-
anleg djúp vinátta og gagn-
kvæm virðing. Ég sé þau hjónin
á heimilinu sínu á Skólavörðu-
stígnum þar sem við Hildur
komum oft og leituðum uppörv-
unar og stuðnings á fyrstu ár-
unum okkar á batagöngunni.
Hugsun okkar og samúð er
hjá Oddnýju, börnum hans og
barnabörnum en í hug okkar
hjónanna lifir kær minning um
góðan dreng
Þórarinn Tyrfingsson,
fyrrverandi formaður
og yfirlæknir SÁÁ.
Grettir Pálsson
✝ Páll Kristjáns-son fæddist á
Siglufirði 12. des-
ember 1937. Hann
lést á heimili sínu
13. desember 2018.
Foreldrar hans
voru Kristján Ing-
ólfur Sigtryggsson,
f. 27. október 1906,
d. 11. janúar 1982,
og Aðalbjörg Páls-
dóttir, f. 2. júní
1905, d. 15. ágúst 1979. Systkini
Páls eru Steindór Hreinn, f. 26.
des. 1928, d. 9. júní 1995, Páll,
f. 15. mars 1931, d. 15. maí
1938, Sigtryggur, f. 12. mars
1933, og Ingibjörg Halldóra, f.
29. júní 1946.
Unnusta Páls er Marianne
Johannsson, f. 21. september
1951. Börn hennar eru Gunn-
hildur M. Björgvinsdóttir, f. 28.
apríl 1973, og Jóhann Björg-
vinsson, f. 22. apríl 1977.
Páll kvæntist 22. apríl 1962
Halldóru Guðrúnu Björns-
dóttur, f. 16. júlí 1942, d. 21.
ágúst 2006. Foreldar hennar
voru Björn Júlíus Grímsson, f.
15. júní 1917, d. 21. júní 1968,
og Soffía S. Björnsdóttir, f. 13.
maí 1921, d. 29. mars 2007.
Rakel Ýr, f. 16. janúar 1987,
sambýlismaður Magnús Bene-
diktsson, sonur þeirra er Balt-
asar Breki. 3) Sigurlaug S., f.
17. janúar 1966, d. 4. júlí 2010,
var gift Guðna Þór Þorvalds-
syni, börn þeirra eru a) Páll, f.
21. júní 1985, sambýliskona Má-
bil Þöll Guðnadóttir, dóttir
þeirra er Amilía Birta og b)
Sigurhildur, f. 28. nóvember
1997. 4) Anna Lilja, f. 29. júlí
1971, sambýlismaður Bjarki
Jónsson, börn þeirra eru a)
Anna Líney, f. 23. janúar 1992,
sambýlismaður Kristófer Finns-
son, b) Andri Kristján, f. 27.
maí 1993, kvæntur Bergrósu
Gígju Þorsteinsdóttur, c) Aron
Snær, f. 20. febrúar 1997, d)
Hildur f. 1. nóvember 2001, og
e) Sara Lind, f. 18. janúar 2005.
Páll ólst upp á Siglufirði og
bjó þar lengi framan af eða
þangað til fjölskyldan flutti á
Tunguheiði í Kópavogi ári
1978. Hann stundaði sjó-
mennsku nánast allt sinn líf,
lengst af á sínum eigin bátum
en hann var einnig farsæll skip-
stjóri á stærri bátum. Frá árinu
1991 gerði hann út bátinn Dúan
6868 frá Reykjavíkurhöfn og
var virkur þátttakandi í félags-
starfi Smábátafélags Reykja-
víkur og sat í stjórn félagsins
um árabil.
Páll verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag,
20. desember 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Börn Halldóru og
Páls eru:
1) Aðalbjörg, f.
7. janúar 1961, gift
Steindóri Jóni Pét-
urssyni, börn
þeirra eru: a) Hall-
dóra María, f. 17.
ágúst 1978, sonur
hennar er Ívan
Dagur, b) Pétur
Ágúst, f. 23. októ-
ber 1982, kvæntur
Úlfhildi Ævarsdóttur, börn
þeirra eru Alís Ylfa og Stígur
Ágúst, og c) Anna Lilja, f. 29.
janúar 1993, sambýlismaður
Freysteinn Smári Borgþórsson.
2) Björn, f. 17. desember 1961,
kvæntur Berglindi Lúðvíks-
dóttur börn þeirra eru: a) Lúð-
vík Aron, f. 2. september 1979,
sambýliskona Lis Ruth Klöru-
dóttir, börn þeirra eru Karen
Lind og Aron Logi, b) Halldóra
Guðrún, f. 7. mars 1983, sam-
býlismaður Agnar Guðmunds-
son, synir þeirra eru Haukur
Ingi, Andri Þór, Davíð Freyr og
Björn Ísak, c) Sigríður Sæunn,
f. 9. júlí 1984, sambýlismaður
Jóhann Björgvinsson, börn
þeirra eru Óðinn Þór, Viktoría
Björt og Sebastían Máni, d)
Elsku afi minn. Ég sakna þín
svo sárt og allt er svo tómt nú
þegar þú ert farinn. Ég kveð þig
með tárin í augunum en ekki
síður með hjartað fullt af þakk-
læti. Þú varst einstakur á allan
hátt og með hjarta úr hreinu
gulli. Allir sem voru svo heppnir
að fá að kynnast þér elskuðu þig
og dáðu frá fyrstu mínútu.
Við áttum svo margar góðar
stundir og fórum saman í
fjöldann allan af frábærum
ferðalögum, hvort sem það voru
heimsóknir á Siglufjörð á árum
áður, útilegur eða ferðir í sólina
á Tenerife, Kanarí og Flórída.
Þú varst mikil fjölskyldumað-
ur og alltaf óendalega stoltur af
stóra hópnum þínum enda vissir
þú fátt skemmtilegra en að fá
alla til þín í veislu upp á Tungu-
heiði. Þú varst duglegur að
fylgjast með okkur öllum, bæði í
leik og starfi, og íþróttaiðkanir
langafabarnanna voru þér einnig
hugleiknar.
Þegar ég hélt upp á fertugs-
afmælið mitt í sumar áttum við
yndislegt samtal sem mér þykir
svo vænt um. Eitt af því sem við
töluðum um var sú skemmtilega
staðreynd að þegar ég fæddist
varst þú einmitt fertugur og því
nákvæmlega helmingi eldri en
ég á þessum tímamótum.
Minningarnar eru óteljandi
sem ég mun geyma í hjarta
mínu um alla ævi. Þær fá mig til
að brosa, hlæja og fylla mig
þakklæti fyrir þann ómetanlega
tíma sem við áttum saman og
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig og kennt mér. Þú verður
alltaf mín helsta fyrirmynd.
Ég veit að amma Dóra og
Lauga frænka hafa heldur betur
tekið vel á móti þér og þú kyssir
þær og knúsar frá mér.
Hittumst á ný þegar minn
tími kemur.
Guð geymi þig, elsku afi
minn.
Við elskum þig.
Þín
Halldóra María og
Ívan Dagur.
Páll
Kristjánsson
✝ Birgir Alfreðs-son fæddist á
Framnesvegi í
Reykjavík 30. nóv-
ember 1934. Hann
lést á Dvalarheim-
ilinu Dalbraut 9.
desember 2018.
Birgir var elstur
þriggja barna
þeirra Alfreðs Ant-
onsen bakara og
Jónínu Guðrúnu
Jónsdóttur húsfreyju.
Systkini Birgis voru Hafdís Al-
freðsdóttir, f. 12. maí 1947, d. 13.
september 1990. Erla Alfreðs-
dóttir, f. 15. maí
1949. Maki Erlu er
Ásgeir Þorvaldsson
og eiga þau þrjú
börn.
Birgir kvæntist
Aðalheiði Halldórs-
dóttur árið 1958 og
eignuðust þau Ingi-
björgu Jónu 19. des-
ember 1957. Þau
skildu. Ingibjörg á
einn son, Sverri
Halldór Valgeirsson, f. 1985.
Útför Birgis fer fram frá Ás-
kirkju í dag, 20. desember 2018,
klukkan 13.
Þá hefur Biddi frændi kvatt
okkur eftir erfiða baráttu við
krabbamein. Við munum auðvit-
að eftir Bidda frá því vorum smá-
krakkar og vorum við strákarnir
varla fermdir þegar við byrjuðum
að fylgja með í vinnuna og hand-
langa. Hann var þolinmóður
kennari og fengum við fljótlega
að grípa í pensil og prófa okkur
áfram. Svo kom að því að ákveða
hvort þetta ætti að vera meira en
bara helgarvinna. Samninga-
fundurinn var minnisstæður því
þá spurði Biddi hvað Unglinga-
vinnan væri að borga. Svarið var
147 kr. á tímann. „Við dobblum
það“ var svarið og samningar í
höfn.
Það endaði með því að báðir
unnum við nánast öll unglingsár-
in með honum að mála. Þorri þó
öllu lengur, tók hjá honum sveins-
prófið og starfar enn við málun.
Biddi sagði skemmtilegar sög-
ur, aðallega af sjálfum sér. Og af
nógu var að taka. Gamlar og góð-
ar sögur frá því hann var ungur
maður og svo ferskar sögur beint
frá ferðunum til Asíu. Annað
þótti okkur skemmtilegt við As-
íuferðirnar var að Biddi kom allt-
af hlaðinn af gjöfum, raftækjum
og græjum heim úr þessum ferð-
um. Kjólar og dúkkur handa litlu
systur og svo sérstaklega fín
VHS-tæki og fyrsti bílageislaspil-
arinn í Kópavoginum kom á frá-
bærum tíma nokkrum vikum fyr-
ir bílprófið hjá Þorra beint frá
Singapúr. Auðveldlega frændi
ársins það árið.Græjurnar voru
klárlega sameiginlegt áhugamál
okkar allra. Biddi hringdi oft og
bað okkur að tengja eitthvað nýtt
sem hann var að kaupa eða hjálpa
honum að stilla inn sjónvarps-
stöðvar eða með fjarstýringar.
Svo oft að nágrannar hans fréttu
af okkur og voru byrjaðir að
hringja líka í okkur og spyrja
hvað kostaði að setja upp sjón-
vörp.
Biddi var kær okkur öllum og
verður hans saknað.
Hvíl í friði, frændi.
Þorvaldur, Hákon og
Berglind.
Birgir Alfreðsson