Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 62

Morgunblaðið - 20.12.2018, Síða 62
62 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðraður skófatnaður fyrir veturinn Jú, jólaundirbúningurinn er í fullum gangi, ég er að fara að sjóðarauðkál á eftir,“ segir Sesselja Jóna Ólafsdóttir aðspurð en hún á50 ára afmæli í dag. En fyrst ber að fagna afmælisdeginum. „Ég verð í faðmi fjölskyldunnar með manninum mínum og tveimur yngri dætrunum. Sú elsta býr í Grundarfirði svo það er smá spotti þaðan.“ Maður Jónu er Hermann Einarsson, húsvörður hjá Sláturfélagi Suð- urlands á Hvolsvelli, og börnin hennar eru Elísabet Kristín, 26 ára, Lilja Ósk, 16 ára, og Kamilla Ýr, 9 ára. Barnabarn Jónu er Kjartan Alexander 4 ára. Jóna er Stokkseyringur og kom aftur heim árið 2010, en hún flutti þaðan 16 ára. „Ég er búin að eiga heima víða, ætli ég hafi ekki flutt 25 sinnum eða eitthvað álíka. Ég held ég nenni ekki að flytja oftar en mað- ur veit aldrei.“ Á Stokkseyri býr líka fjölskyldan hennar, foreldrar og systkini, fyrir utan einn bróður sem býr í Reykjavík. Jóna hefur verið að stunda ýmis námskeið hjá VIRK, eins og tölvu- námskeið, núvitundarnámskeið og önnur sjálfshjálparnámskeið og er að leita sér að vinnu. Áhugamál hennar eru hestar, en hún á níu hesta, prjónaskapur og útivist. „Ég er aðallega að prjóna lopapeysur á mig og mína. Mér finnst gam- an að fara í ferðalög á hestbaki og er í góðum kjarnahópi sem fer í nokkurra daga ferðir upp á fjöll, allt upp í þrjár vikur. Næsta sumar er- um við að hugsa um að fara upp með Rangárvöllum.“ Strútsstígur Jóna stödd við steinbogann á Syðri-Ófæru. Komin heim á æskuslóðirnar Jóna Ólafsdóttir er fimmtug í dag S tefán Snær Konráðsson fæddist í Keflavík 20.12. 1958 en ólst upp á nokkr- um stöðum á landsbyggð- inni þar sem foreldrar hans voru kennarar, lengst af, frá níu ára aldri, við Digranesveginn í Kópa- vogi og gekk þá í Kópavogsskóla. Hann fór síðan í Víghólaskóla, lauk stúdentsprófi frá MK og útskrifaðist frá Íþróttakennaraskólanum á Laug- arvatni 1982. Stefán kenndi við Grunnskólann í Ólafsvík, MK og við grunnskólana í Kópavogi 1982-86. Hann lauk BA- prófi í íþróttastjórnunarfræði frá Íþróttaháskólanum í Osló 1988. Aðalstarfsvettvangur Stefáns hef- ur verið í Laugardalnum í Reykjavík. Hann starfaði í 18 ár hjá Íþrótta- og ólympíusambandi Íslands, lengst af framkvæmdastjóri, en þó með tveggja ára hléi þegar hann var fram- kvæmdastjóri KSÍ. Hann hefur verið framkvæmdastjóri Getspár/ Getrauna frá 2007. Stefán hefur verið mjög virkur í fé- lagsstarfi tengdu íþróttum. „Frá því á unglingsárunum hef ég sinnt ábyrgðarstörfum fyrir íþróttahreyf- inguna og hef unnið í ótal nefndum og vinnuhópum er lúta að íþróttum. Þar má nefna knattspyrnudeild Stjörn- unnar, borðtennisdeild Stjörnunnar, nefndir á vegum Evrópusambands ólympíunefnda og vinnuhóp um Af- rekssjóð ÍSÍ. Nú er ég formaður íþróttanefndar ríkisins og sit í stjórn Stefán Snær Konráðsson framkvæmdastjóri – 60 ára Fjölskyldan Stefán og Valgerður með börnum, tegndabörnum og barnabörnum í Cape Town í Suður-Afríku. Í íþróttum og Lottóinu Golfkempur Fjórmenningaklíkan í Golfklúbbi íþróttaforystumanna, þeir Lárus Blöndal, afmælisbarnið, Ellert B. Schram og Örn Andrésson. Vaglar í Skagafirði Ísafold Kolka Gísladóttir fæddist 13. mars 2018 kl. 00.58 á Sjúkra- húsinu á Akureyri. Hún vó 3.444 g og var 51 cm löng. Foreldrar henn- ar eru Gísli Björn Gíslason og María Hjaltadóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.