Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 79

Morgunblaðið - 20.12.2018, Page 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 2018 Suspiria frá árinu 1977 erfyrir löngu orðin klassík íkvikmyndasögunni. Mynd-in tilheyrir stefnu sem köll- uð hefur verið gula bíóið (ít. giallo all’italiana), hugtak sem er notað um ítalska spennutrylla og hryll- ingsmyndir, og hún er þekktasta mynd ítalska hryllingsmyndaleik- stjórans Dario Argento. Hryll- ingmyndaaðdáendur þekkja líklega margar af hans frábæru myndum eins og Profondo Rosso (1975), Te- nebre (1982) og Phenomena (1985). Suspiria er hins vegar mynd sem af- ar þekkt fyrir utan költ-kreðsuna og er jafnvel talin vera listabíó eins og það gerist best. Suspira fjallaði um ballerínuna Suzy sem kemur til Þýskalands til að fara í balletskóla. Frá upphafi er ljóst að það er eitthvað bogið við skólann og Suzy fer að gruna að stjórnendur hans séu nornir. Su- spiria er mynd sem skarar framúr hvað varðar andrúmsloft og áferð. Sviðsmyndin er mjög stílíseruð og mikið notað af sterkum litum eins og rauðum, bláum og grænum. Tón- listin í myndinni, sem samin er af hljómsveitinni Goblin sem vann oft með Argento, er afar einkennandi og er klassík út af fyrir sig. Þegar það fréttist að endurgera ætti myndina höfðu menn skiptar skoðanir á því, eins og oft þegar kvikmyndaperlur eru annars vegar. Þegar hún var frumsýnd voru við- tökur sömuleiðis afar mismunandi. Í þessari nýju mynd er kosið, sem er líklega fyrir bestu, að gera mynd sem er afar ólík upprunaverkinu. Myndin byggist vissulega á sögunni í upprunaverkinu og hér er einnig lögð ríkuleg áhersla á að skapa magnað andrúmsloft með mynd- og hljóðrænum aðferðum. En nýja myndin er allt öðruvísi en sú fyrri og nærtækara að tala um að hún sé innblásin af fyrri myndinni, frekar en að hún sé beinlínis endurgerð. Aðalpersónan heitir eftir sem áð- ur Susie (stafsett öðruvísi að vísu), hún gengur til liðs við dansflokk í Þýskalandi og starfmenn skólans vaða í allskonar kukli. Hér er þó kafað dýpra í söguna, baksaga Susie og annarra fær t.d. meira vægi. Nýjar persónur bætast við, örk aldraðs sálfræðings að nafni Josef Klemperer fær mikið pláss en hann hyggst að uppræta mykraverkin sem eiga sér stað í dansflokknum. Þá verður Þýskaland einnig að hlið- arumfjöllunarefni og áfallasaga þjóðarinnar er áberandi í bak- grunni. Stjörnuteymi Í Suspiria er valinn maður í hverju horni. Stórleikkonan Tilda Swinton á stjörnuleik í hlutverki danskenn- arans Madame Blanc. Hún leikur líka fleiri hlutverk, Tilda túlkar einnig hina ógeðfelldu Helenu Mar- kos sem er leiðtogi flokksins og sömuleiðis leikur hún sálfræðinginn Josef Klemperer. Þetta vissi ég ekki fyrr en eftir á og það var væg- ast sagt rosaleg uppgötvun, þar sem hún er fullkomnlega óþekkjanleg í gervi gamla mannsins. Áður en myndin var frumsýnd fóru sögu- sagnir á kreik um að Swinton léki í raun Klemperer, en ekki huldumað- urinn Lutz Ebersdorf sem var skráður fyrir hlutverkinu. Aðstand- endur reyndu lengi að bægja þess- um kenningum frá en á endanum kom hið sanna í ljós. Hér opinberast í það minnsta enn á ný að Tilda Swinton er ein besta leikkona í heiminum. Hinir leikararnir eru líka mjög góðir, þótt margir séu ekki endilega þekkt nöfn. Áhorfendur geta reyndar skemmt sér við að koma auga á Jessicu Harper, sem birtist í litlu kameó-hlutverki. Leikstjóri myndarinnar er Luca Guadagnino, sem leikstýrði einni bestu mynd síðasta árs Call Me by Your Name. Þessar tvær myndir gætu vart verið ólíkari og ljóst að Guadagnino er „alt muligt-maður“ sem getur gert hinum ýmsu kvik- myndagreinum góð skil. Sem fyrr er hann með tökumanninn stórkost- lega Sayombhu Mukdeeprom sér við hlið. Kvikmyndatakan í mynd- inni er algjörlega frábær líkt og við var að búast frá listamanni eins og Mukdeeprom. Dans er að sjálfsögðu miðlægur í sögunni og það endur- speglast í myndavélahreyfingunum sem flæða líkt og dansari, stundum mjúklega og stundum harkalega. Tónlistina semur Thom Yorke, forsprakki sveitarinnar Radiohead. Tónlistin er reglulega fín og hentar myndinni vel þótt það sé auðvitað erfitt að feta í fótspor Goblin sem gerði svo íkoníska tónlist fyrir upp- runamyndina. Í fyrri myndinni var mikið unnið sem hvísl og raddir í hljóðmyndinni og það er tekið jafn- vel enn lengra hér, enda vísar titill- inn í latneska orðið „suspiro“ sem merkir andvarp eða útöndun. End- urtekið magnast andvörp dansar- anna og nornanna upp í másandi og blásandi takt, sem er bæði áhrifa- mikill og hrollvekjandi. Danshöfundurinn Damien Jalet er höfundur dansanna í myndinni. Ólíkt fyrri myndinni, sem innihélt ekki mikinn dans, er dansinn mjög miðlægur og dansatriðin eru hreint út frábær. Í einu atriði er einn dansari sem dansar sjálfa sig til dauða á hryllilegan hátt. Um miðja mynd flytur dansflokkurinn dans- verk og atriðið er svo svakalegt að gæsahúðin svoleiðis rennur upp og niður kroppinn. Ótrúlegt sjónarspil! Dásamlegur djöfulgangur Suspiria er uppfull af táknum. Í nokkrum myrkum og heillandi mar- traðasenum birast t.a.m. ógrynni tákna. Vísanir í galdra og djöfla- dýrkun eru áberandi, tákn eins og fimmstirni og geitur. Kvenleg tákn eru líka alltumlykjandi, enda mynd- in mjög kvenmiðuð og nánast allar persónur kvenkyns. Kvikmynda- fræðingurinn Carol Clover sagði eftirminnilega að „Þegar Satan birt- ist í hryllingsmyndum eru kynfæri kvenna aldrei langt undan“ og það er svo sannarlega brugðið á leik með þá hefð hér. Það er ekki þar með sagt að þessi tákn séu endilega auðlesin og sjálf- sagt myndi það krefjast fleiri áhorfa að rýna í þetta allt saman. Suspiria er mynd sem skilur mann eftir með nokkur spurningamerki í fartesk- inu, það er ekki hlaupið að því að botna í öllu sem gerist í henni og þetta á vísast eftir að fara í taug- arnar á sumum áhorfendum. Það breytir því ekki að Suspira er kynngimögnuð kvikmyndaupplifun sem enginn ætti að missa af að sjá á stóra tjaldinu. Dans og djöfulgangur Suspiria Kynngimögnuð kvikmyndaupplifun sem enginn ætti að missa af að sjá á stóra tjaldinu, að mati rýnis. Bíó Paradís Suspiria bbbbm Leikstjóri: Luca Guadagnino. Handrit: David Kajganich. Kvikmyndataka: Sa- yombhu Mukdeeprom. Klipping: Walter Fasano. Aðalhlutverk: Dakota Johnson, Tilda Swinton, Tilda Swinton, Tilda Swinton, Mia Goth, Angela Winkler. 152 mín. Bandaríkin, 2018. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Gagnrýnandi klassískrar tónlistar hjá hinum útbreidda og virta banda- ríska fjölmiðli National Public Radio velur plötur tveggja íslenskra lista- manna á lista sinn yfir tíu bestu klassísku plöturnar á árinu. Um er að ræða flutning Víkings Heiðars Ólafssonar á verkum eftir Johann Sebastian Bach og plötuna Aequa með flutningi International Contem- porary Ensemble á tónverkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur. Gagnrýnandinn Tom Huizenga segir afar erfitt að skera klassísku útgáfu ársins niður í aðeins tíu plöt- ur. Hann útskýrir valið og segist meðal annars velja eftirlætis tónlist- armenn sína, og nefnir hann þar Víking Heiðar sérstaklega. Huizenga er ekki spar á lofið um tónverk Önnu á Aequa. Einkenni frábærs tónskálds, skrifar hann, sé einkennandi hljómur. Og tónlist Önnu þekkist samstundis, þótt að- eins hljómi nokkrar nótur. Í verk- unum sé hún undir áhrifum af nátt- úrunni, þar á meðal fegurð Íslands, þótt hún segist ekki endurspegla náttúruna í tónlistinni. Þess í stað leggi hún áherslu á þætti eins og hlutföll og flæði. Engu að síður, skrifar hann, geri sjónrænt eðli verkanna og litadýrðin í þeim það að verkum að þau gætu hæglega hljóm- að í heimildamynd frá National Geographic um Ísland. Eftir að hafa lýst verkum á plötunni segir Hui- zenga að hér sannist enn og aftur að verk Önnu séu meðal þeirra athygl- isverðustu í dag. Í umfjöllun um Bach-plötu Vík- ings Heiðars kemur fram að Hui- zenga hreifst af plötu hans með verkum Philis Glass. Hér takist Vík- ingur síðan á við Bach, það tónskáld sem hann hafi í hvað mestum met- um. „Afrakstur þeirrar aðdáunar birtist í hlýjum og gagnsæjum flutn- ingi sem er persónulegur, ljóðrænn og nákvæmur.“ Eftir að hafa lýst einkennandi tökum Víkings á ólíkum verkum skrifar rýnirinn að hann hafi verið „kallaður „Glenn Gould Ís- lands“ en það er í raun ekki sann- gjarnt. Því hér birtist íhugull píanó- leikari sem er algjörlega sjálfstæður listamaður, og flytur verk meistara síns með stórkostlegum hætti.“ Leikur Víkings og tónverk Önnu valin Anna Þorvaldsdóttir Víkingur Heiðar Ólafsson Fallegar vörur fyrir heimilið Sendum um land allt Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is Wave stólar Fáanlegir í mörgum litum Verð: 12.900 kr. ICQC 2018-20

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.