Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 Söluaðilar: 10-11, Hagkaup, Iceland búðir, Samkaup Kjörbúðir, Samkaup Krambúðir, Melabúðin, Nettó verslanir út um land allt. Nú eru allar smærri vörurnar okkar komnar í skinpack umbúðir sem tryggja enn meiri ferskleika. Við höfum líka bætt töluvert við vörulínuna. Reyktur lax, 2/4 sneiðar á spjaldi Hefðbundinn reyktur lax Graflax Hangireyktur lax Reykt Fjallableikja Heitreyktar afurðir Heitreyktar afurðir Aðrar reyktar afurðir Ferskar afurðir Graflax, 2/4 sneiðar á spjaldi, lofttæmdur Heitr. laxakubbar, m/ sósu fyrir reyktan fisk Reyktur lax, biti m/roði, ósn, lofttæmdur, ca 200 gr JS - Grafinn laxahnakki, m/roði Reykt síld, 200 gr, roðlaus JS - Reyktur laxahnakki, m/roði Grafinn laxa- afskurður, r/l, b/l Ferskur Hörpuskel- fiskur, MSC, 20/30 Reykt Fjallableikja, í sneiðum, 100 gr. Heitr laxabiti, ókryddaður ca 200 gr Ferskt sjávarréttarmix (í fiskisúpur) Reyktir laxateningar, m/sósu f. reyktan lax Grafnir laxateningar, m/graflaxsósu Heitr. laxakurl, Reyktur laxa- afskurður, r/l, b/l. Graflaxbiti, heill m/roði, lofttæmdur ca 200 gr Heitreyktur Makríll, m/ pipar, 2 flök í lofftæmdu Hangireyktur Húskalla- biti, ca 200 gr á spjaldi Heitr laxabiti, m/provenc kryddi, ca 200 gr Ferskt Vatnakrabba- kjöt, skelflett Reykt Fjallableikja, m/roði, c.a. 160 gr Heitr laxabiti, m/ muldum pipar, ca 200 gr Ferskar Risarækjur, ókryddaðar Ferksar Túnfisksteikur (lundir), ókryddaðar Nýtt Nýjar umbúðirMeiri ferskleiki Hagstofa Íslands birti á dögunum í fyrsta skipti yfirlit yfir skammtíma- hagvísa ferðaþjónustunnar. Böðvar Þórisson, sviðsstjóri fyrirtækjatöl- fræði og umhverfistölfræði hjá Hag- stofunni, segir markmiðið að bæta þjónustuna við þessa stóru og mikilvægu at- vinnugrein með enn betri upplýs- ingagjöf: „Við söfnum saman öllum þeim gögnum sem við fram- leiðum í dag og gefið geta vísbendingar um ástand og þróun ferðaþjónustu í landinu, og göngum eins langt og við getum í að hafa upplýsingarnar sem ferskastar og nákvæmastar,“ útskýrir hann. Útkoman er umfangsmikið mæla- borð sem bæði sýnir þróunina frá einum mánuði til annars og ber tölur undanfarinna tólf mánaða saman við árið þar á undan. Skammtímahagvísarnir sýna m.a. framboð og nýtingu gistirýmis, jafnt á hótelum, tjaldstæðum sem og hjá heimilum og í ferðabílum. Einnig er hægt að skoða í mælaborðinu tekjur af erlendum ferðamönnum og hvernig þær skiptast á milli flug- þjónustu og neyslu, hvernig störfum í greininni fjölgar eða fækkar eða hvernig veltan þróast t.d. hjá veit- ingastöðum, bílaleigum og gisti- stöðum. Birtir Hagstofan meira að segja mælingar á umferð á vegum skipt eftir landsfjórðungum. Segir Böðvar að í vaxandi mæli verði notast við tækni til að greina umferðartölurnar enn betur svo flokka megi umferð eftir mismunandi tegundum bíla, en ný kynslóð umferðarmæla getur t.d. gert greinarmun á rútu, vöruflutn- ingabíl og fólksbifreið. Mesti æsingurinn að baki Finna má ýmislegt fróðlegt í töl- um Hagstofunnar og bendir Böðvar á að hagvísarnir sýni að tekið sé að hægja á þeim öra vexti sem einkennt hefur greinina undanfarin átta ár. „Í stað þess ævintýralega vaxtar sem hófst upp úr 2010 er nú mun minni vöxtur, og skiptir þá líka miklu máli að mæla rétt og varpa réttri mynd til samfélagsins,“ segir hann en skammtímahagvísarnir sýna m.a. að launþegum í ferðaþjónustu hefur fjölgað um 3,1% undanfarið ár, og skrifast einkum á fjölgun starfa í farþegaflutningum með flugi. Þegar nýting hótelherbergja er skoðuð koma í ljós tveir tindar á hverju ári og hægt að sjá hvernig framboð gistirýmis rétt svo heldur í við eftirspurnina á mestu álags- tímum. „Ef við skoðum bara höfuð- borgarsvæðið þá er nýting um og yf- ir því besta sem gerist í stórborgum Evrópu yfir háannatímann,“ segir Böðvar og bendir á að það eigi við um Ísland eins og önnur lönd að það dregur tímabundið úr komum ferða- manna eftir páska. „Gestum tekur að fjölga í kringum áramót, vænt- anlega vegna norðurljósaferða, og fækkar svo eftir páskafrí en þá er eins og almenningur ferðist minna og tengist mögulega skólaprófum.“ Böðvar bendir sérstaklega á að gistinóttum í bílum fjölgi hratt og má túlka gögnin þannig að þegar krónan styrkist sjái fleiri ferðamenn hag sínum betur borgið með því að skoða landið á bíl sem einnig má sofa í. „Er þetta umhugsunarvert fyrir sveitarfélögin sem mörg loka tjald- svæðum yfir vetrarmánuðina og gætu haft tekjur af að þjónusta þennan hóp á öllum tímum ársins. Sýna mælingar okkar að það stefni í að tæplega 5% af þeim útlendingum sem sofa á Íslandi á hverjum tíma séu sofandi í bíl.“ Nærri 5% ferðamanna sofa í bílum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Finna má áhugaverðar tölur í nýju yfirliti Hagstof- unnar yfir hagvísa ferða- þjónustunnar. Greinilegt er að töluvert hefur hægt á vextinum en nýting gisti- staða er samt mjög góð. Böðvar Þórisson Framboð og nýting hótelherbergja frá jan. 2010 til okt. 2018 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. ja n. ap ríl jú lí ok t. þúsund Framboð Nýting 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Heimild: Hagstofan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.