Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) SYN -11,27% 42,5 ORIGO +5,56% 23,75 S&P 500 NASDAQ -1,58% 7.158,426 -1,38% 2.700,06 -0,50% 6.945,17 FTSE 100 NIKKEI 225 6.6.‘18 6.6.‘185.12.‘18 1.800 80 2.345,15 1.971,58 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 63,23 -1,93% 21.919,33 75,0 60 2.400 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 5.12.‘18 Ný og ítarleg greining Þórs Matt- híassonar þróunarstjóra markaðs- rannsóknarfyrirtækisins Svarta- galdurs, á leitarhegðun ferðamanna á Google, sýnir skarpa lækkun nú í október sl. á áhuga ferða- manna á Íslandi, borið saman við sama tíma á síð- asta ári. „Þetta eru samanlagðar niðurstöður þar sem ég byggi á um 1.300 mismunandi enskum ferða- tengdum frösum sem fólk um allan heim notar þegar það er að leita að ferðatengdum hlutum í tengslum við Ísland,“ segir Þór í samtali við Við- skiptaMoggann. Rannsóknin leiðir í ljós að 17% samdráttur er í október í leitum ferðamanna að ferðum til Íslands miðað við október 2017. 480 þúsund slíkar leitir voru framkvæmdar í október í fyrra, en í október síðast- liðnum voru leitirnar mun færri, eða 397 þúsund. Þá leiðir rannsóknin í ljós að síð- ustu þrjú ár hefur alltaf verið vöxtur í leit ferðamanna á milli mánaðanna september og október, en núna, í fyrsta skipti í mörg ár, er sam- dráttur milli þessara tveggja mán- aða. „Sem dæmi þá var tæplega 10% aukning í leit að Íslandsferðum á milli september og október á síðasta ári. Nú í ár er um tæplega sex pró- sent samdrátt að ræða,“ segir Þór. Tenging við komu ferðamanna Hann segir að sé rýnt vandlega í gögnin, þá sýni þau að ferðamenn nota októbermánuð helst til að leita að ferðum sem fara á í nú í desem- ber. „Við sjáum skýra tengingu við leit að ferðum til Íslands, og svo hingaðkomu ferðamanna. Það verð- ur áhugavert að sjá hvernig desem- ber kemur út.“ Þór hefur greint leitir ferðamanna eftir löndum, og til dæmis sýnir rannsókn hans á Google-leitum aftur í tímann að áhugi Bandaríkjamanna stórjókst milli áranna 2015 og 2016, eða um 110%. Ári síðar var aukn- ingin 40% og nú í ár 18%. „Við sjáum svo til samanburðar í tölum ISAVIA að komum Bandaríkjamanna hingað til lands fjölgaði í svipuðu hlutfalli. Á meðan 41% aukning varð í Google- leitum bandarískra ferðamanna fyrstu 10 mánuði ársins 2017 borið saman við 2016, þá var 43% fjölgun bandarískra ferðamanna til landsins. Sama má segja um árið í ár þar sem leitir Bandaríkjamanna aukast um 18% og fjölgun ferðamanna er 22%.“ Forspárgildi talnanna er því að reynast talsvert mikið að mati Þórs, en hann bætir við að hafa þurfi þann fyrirvara á að gögn Google kunni að vera röng. Eyjafjallajökull stærstur Með aðferðafræði Þórs er glögg- lega hægt að sjá hvaða atburðir á Ís- landi hafa náð athygli heimsbyggð- arinnar. „Sögulega séð var langmest leitað að Íslandi á Google í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli árið 2010. Næst mest var leitað þegar karla- landsliðið í knattspyrnu komst á EM í Frakklandi árið 2016 og þar á eftir kom þátttaka karlaliðsins á HM í Rússlandi í sumar. Þessir þrír við- burðir standa upp úr.“ Minna leitað að Íslands- ferðum á Google en áður Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Nákvæm rannsókn á Google leitarvélinni gæti bent til að ferðamönnum til Íslands fækki um 17% í desember miðað við sama tíma í fyrra. Íslandsleitir á Google í október 2015-2018 308 þúsund 503 þúsund +63% 480 þúsund -4% 397 þúsund -17% Heimild: Google/ Svartigaldur Iceland október 2015 október 2016 október 2017 október 2018 VEITINGAÞJÓNUSTA Nýr veitingastaður á Hótel Holti hef- ur hafið göngu sína eftir að hafa verið lokaður frá því í lok ágúst en nú hefur verið tekin ákvörðun um að hafa rekstur staðarins í höndum hótelsins sjálfs. Sólborg Lilja Steinþórsdóttir, hótelstjóri Holtsins, segir að gestum verði gefinn kostur á að kynnast sögu hótelsins og fá leiðsögn um veglegt málverkasafn stofnanda þess, hjónanna Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur, en verk eftir Jón Stefánsson og Kjarval prýða m.a. veggi þess. „Frá upphafi hafa verið metnaðarfullir veitinga- staðir á Hótel Holti. Við höfum opnað veitingastaðinn aftur í þeim anda að veita góða þjónustu og vera með góð- an mat. Við viljum leyfa fólki að njóta sögunnar og listarinnar sem Holtið hefur upp á að bjóða. Þetta er mikil- vægur menningararfur fyrir okkur að geta deilt með fólki.“ peturhreins@mbl.is Málverkin sem prýða veggi veit- ingastaðarins eru tilkomumikil. Nýr veit- ingastaður á Holtinu FJÁRFESTINGAR Erlendar eignir lífeyrissjóðanna héldu áfram að aukast í október síð- astliðnum og námu þá 1.140 millj- örðum króna. Jukust eignirnar um 36 milljarða króna frá september- mánuði. Eignirnar hafa aukist í hverjum mánuði frá því í mars síð- astliðnum. Frá áramótum hafa er- lendar eignir sjóðanna aukist um 196 milljarða króna. Langstærstur hluti eigna sjóð- anna erlendis er bundinn í hlutdeild- arskírteinum í fjárfestingarsjóðum. Nema þær 957,2 milljörðum króna um þessar mundir. Þá er erlend hlutabréfaeign tæpir 119 milljarðar króna. Hlutfall af heildareignum hefur aukist jafnt og þétt Hlutfall erlendra eigna af heildar- eignum sjóðanna hefur einnig aukist á undanförnum misserum. Nú nem- ur hlutfallið um 26,8% af eignasafni þeirra en í byrjun árs var hlutdeildin 23,7%. Heildareignir sjóðanna fóru í fyrsta sinn yfir 4.000 milljarða króna í apríl síðastliðnum. Í lok október stóðu þær svo í 4.260 milljörðum. Innlendar eignir þeirra námu 3.120 milljörðum í október. Lang- stærstur hluti þeirra, eða 1.874 milljarðar, er bundinn í innlendum markaðsskuldabréfum og víxlum. Innlend hlutabréfaeign þeirra stóð í 428,3 milljörðum og innlán í inn- lendum innlánsstofnunum námu 172 milljörðum króna. Erlendar eignir sjóðanna aukast enn AFP Fyrr á þessu ári urðu erlendar eignir sjóðanna meira en 1.000 milljarðar. NOKIAN stígvélabúðin | Mjóddinni | Reykjavík I Sími 527 1519 | Nokian Stígvélabúðin Opið virka daga kl. 10.00-18.00 Loðfóðraður skófatnaður fyrir veturinn Þór Matthíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.