Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018VIÐTAL
ir: „Gaman að sjá að þið hélduð gólfinu eins og
það var.““
Og skiljanlega hefur Jakob gaman af at-
hugasemdum í þeim dúr. Á gólfinu er nú afar
fallegt eikarparket með síldarbeinamunstri.
Fyrir breytingarnar voru á gólfunum rauðar
flísar sem máttu muna fífil sinn fegri þegar þær
fengu að fjúka.
Breytingar af þessu tagi eru kostnaðarsamar
og segir Jakob að þær hafi numið á bilinu 60-70
milljónum króna þegar upp var staðið. En það
var ekki aðeins innanrýmið sem tók breytingum.
Jakob sá fleiri tækifæri við sjóndeildarhringinn.
„Ég trúði því að við hefðum í raun tækifæri til
að vekja sofandi risa. Jómfrúin átti mjög mikið
inni. Þar sá ég þrjár stoðir, þ.e. að breyta mat-
seðlinum, lengja afgreiðslutímann og efla veislu-
þjónustuna. Og þótt aðstaðan hafi ekkert breyst,
fermetrunum hafi ekki fjölgað, þá hefur stað-
urinn þróast áfram og veltan aukist verulega.“
Matseðillinn hefur tekið breytingum
Jakob og hans fólk hefur gert tilraunir með
matseðilinn á síðustu árum og nýjasta viðbótin
kom inn á seðilinn nú í sumar.
„Fram að breytingunum 2015 vorum við með
Í júlí 2015 settist blaðamaður niður með Jakob
Jakobssyni, stofnanda Jómfrúarinnar, og ræddi
um staðinn og sögu hans. Hálfu ári síðar var
staðurinn kominn úr hans eigu en við stýrinu
tók sonur hans og nafni. Strax í kjölfarið var
ráðist í talsverðar breytingar á staðnum, sem þó
fóru fram hjá mörgum – en það var af ásettu
ráði. Og nú skal spjallið endurtekið og þá að
sjálfsögðu á borði 19, úti við gluggann með út-
sýni yfir portið milli Lækjargötu og Austur-
vallar.
„Ég hef lengi tengst þessum stað. Ég er
reyndar ekki alinn upp hjá pabba en þegar ég
var í heimsókn hjá honum þá var ég oft hérna,
ekki síst í eldhúsinu. Mér þótti það ekki neitt
sérstaklega skemmtilegt en ég kunni símanúm-
erin hjá öllu starfsfólkinu. Það var hægt að
fletta upp í mér eins og símaskránni,“ segir Jak-
ob þar sem hann horfir yfir staðinn.
Örlögin gripu í taumana
Hann viðurkennir að á þessum árum hafi ekki
hvarflað að honum að einn daginn myndi hann
eignast staðinn og reka hann.
„En þetta er einskonar þróun. Þegar maður
fer að vinna við þetta og kynnast starfinu, öllu
fólkinu, þá verður maður opnari fyrir þessu. En
vendipunkturinn var 2015 þegar ég lauk MBA-
námi frá Háskólanum í Reykjavík. Þá stökk ég á
tækifærið, keypti fyrirtækið. Það var annað-
hvort að gera það eða að fara og gera eitthvað
allt annað. Við höfðum rætt þetta annað slagið,
slegið í og úr með þetta en svo var það fyrir til-
stuðlan vinar að ég hitti Birgi Bieltvedt. Ég
hafði verið í námi í Noregi og hann var að fjár-
festa þar og mér datt í hug að ég gæti jafnvel
fengið vinnu hjá honum.“
En ekki fer allt eins og ætlað er og samtalið
þeirra í milli varð til þess að þeir keyptu í sam-
einingu staðinn af föður Jakobs.
„Þetta varð því áfram fjölskyldufyrirtæki en
inn í fyrirtækið kom bæði fjármagn og reynsla
frá Birgi. Og það reyndist mjög vel enda var
komið að ákveðnum tímamótum hjá Jómfrúnni.
Það var orðið tímabært að fjárfesta í staðnum og
endurnýja. Pabbi hefur oft nefnt við mig að
breytingarnar sem við réðumst í hafi heppnast
vel en þegar hann horfir yfir það hvað þetta var
umfangsmikið þá viðurkennir hann að hann
hefði líklegast ekki nennt því sjálfur.“
Og Jakob sat ekki auðum höndum með sínu
fólki. Eftir jólavertíðina lokuðu þau staðnum í
byrjun árs 2016 og tóku staðinn í gegn frá a til ö.
„Farið var af stað í breytingar strax 1. janúar
og öllu var breytt. Hverjum einasta fersenti-
metra, hvort sem það snýr að hljóðvistinni eða
eldhúsinu, settum upp nýjan bar og tryggðum
að staðurinn stæðist allar nýjustu kröfur. Við
fengum með okkur frænda minn sem heitir Óli
en hann er með fyrirtækið Nýmót. Hann keyrði
á þetta með okkur og vissi um hvað málið snýst.
Þetta þurfti að gerast hratt. Davíð Pitt og Inga
Jónsdóttir hönnuðu svo staðinn og við erum afar
ánægð með útkomuna.
Með endurnýjun staðarins tókst okkur að
breyta öllu og þó um leið engu. Borðin eru enn
öll á sínum stað og skipulagið að mestu. Við höf-
um náð að halda í gamla andann. Mér finnst sér-
staklega gaman þegar fólk kemur til mín og seg-
algjörlega klassískan smurbrauðsseðil af gamla
skólanum. Pabbi lærði auðvitað hjá Idu Dav-
idsen í Kaupmannahöfn og þetta var sótt í hefð-
ina þaðan. En svo hafa sprottið upp nýir staðir í
Kaupmannahöfn sem hafa haldið tryggð við
hefðina en um leið sett smá tvist á hana. Og við
höfum farið svipaða leið. Við höldum í mjög
marga af klassísku diskunum frá pabba en svo
höfum við t.d. komið með roastbeef með ber-
naise, pikkluðum lauk og kartöfluflögum, við
bjóðum líka upp á rauðbeðu- og ákavítisgrafinn
lax og ýmislegt fleira.“
En lenging afgreiðslutímans hafði líka sín
áhrif á matseðilinn að sögn Jakobs.
„Það eru gerðar aðrar kröfur til veitingahúsa
sem hafa opið lengur en í hádeginu og fram að
kvöldmat. Þau verða að vera með meira af aðal-
réttum í bland. Það höfum við gert þótt áherslan
sé á smurbrauðið. Það var reyndar umræða
milli okkar Birgis, Óla bróður míns og veit-
ingastjóra og Hemma yfirkokks hvort við ætt-
um að skipta alfarið um gír á kvöldin. Við mát-
um það hins vegar þannig að Jómfrúin væri
þekkt fyrir smurbrauðið og því væri ekki hægt
að reyna að vera eitthvað annað þótt það væri
komið kvöld.“
Lengdur afgreiðslutími var hugsaður í því
skyni að nýta aukinn slagkraft í ferðaþjónust-
unni. Það hefur tekist og Jakob segir að nú stafi
á bilinu 30-40% af veltunni frá erlendum kort-
um.
„Sú velta var bara einfaldlega ekki til staðar
hér áður. Og þetta hefur sannað sig. Útlending-
arnir koma á kvöldin meðan Íslendingarnir eru í
miklum meirihluta í hádeginu. Íslendingarnir
koma í hádegismat á vinnutíma en ferðamenn-
irnir sem eru úti á landi yfir hádaginn koma hér
í lok dags eða um kvöldið og fá sér að borða.“
Og eftir því sem samtali okkar vindur fram
fjölgar gestunum sem koma sér fyrir á borð-
unum undir hádegið. Það eru allt Íslendingar
sem nú finna að jólin nálgast.
Jakob segir að veisluþjónustan hafi einnig
vaxið en hún er ekki hefðbundin frekar en flest
annað á þessum stað.
„Við erum ekki mikið að taka að okkur stórar
veislur frá a til ö. Það eru fyrst og fremst fyr-
irtæki og stofnanir sem panta hjá okkur smur-
brauð fyrir fundi, bæði í hádeginu og á kvöldin.
Þannig erum við að byrja daginn fyrr en við ella
hefðum gert og náum inn tekjum sem styðja
mjög við reksturinn. Eldhúsið og aðstaðan býð-
Þriðjungur veltunnar
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Jómfrúin hefur fyrir löngu markað
sér sess sem stofnun á íslenskum
veitingamarkaði. Í tæp 23 ár hefur
hún tekið á móti gestum í Lækjar-
götunni og reksturinn vaxið jafnt og
þétt. Og þótt hún sé söm við sig
hefur hún tekið miklum breytingum
á þeim þremur árum sem Jakob
„yngri“ Jakobsson hefur verið þar
við stjórnvölinn.