Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 24
Seljavegur 2 | Sími: 511-3340 | Fax: 511-3341 | www.reyap.is | reyap@reyap.is
Apótekið þitt
í gamla Héðinshúsinu við Seljaveg 2
Afgreiðslutími:
9-18:30 virka daga
10-16:00 laugardaga
Reykjavíkur Apótek býður upp á allar tegundir lyfja. Mikið og fjölbreytt úrval af
heilsuvörum, bað- og ilmvörum, gjafavörum auk ýmissa annarra góðra kosta.
Reykjavíkur Apótek er sjálfstætt starfandi apótek sem leggur áherslu á
persónulega þjónustu og hagstætt verð.
• Öryrkjar og eldri borgarar njóta sérkjara hjá okkur
• Frí heimsendingarþjónusta
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Stefán Einar Stefánsson fréttastjóri, ses@mbl.is Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Bréfsími 5691110 Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Indigo fjárfestir í WOW air
Indigo „riddarinn á hvíta.......................
Má vera að til uppsagna.......................
Áfengi Costco í Vínbúðina
Fundar með Samgöngustofu
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Gleðipinnar, rekstraraðilar Keilu-
hallarinnar og Hamborgarafabrikk-
unnar, hafa keypt ráðandi hlut í
pítsustaðnum Blackbox í Borgartúni.
Hinn nýja eigendahóp skipa þá stofn-
endur staðarins, Karl Viggó Vigfús-
son og Jón Gunnar Geirdal, ásamt
Jóhannesi Stefánssyni og fjölskyldu í
Múlakaffi og Jóhannesi Ásbjörnssyni
einum eiganda og framkvæmda-
stjóra Hamborgarafabrikkunnar.
Markmið hins nýja eigendahóps er
að sögn Jóns Gunnars, að fjölga
Blackbox pizzastöðum á næstu miss-
erum og styrkja félagið til framtíðar.
„Við fögnum því að fá til liðs við okk-
ur öfluga aðila með mikla reynslu úr
veitingageiranum. Frá upphafi hefur
framtíðarsýn Blackbox verið mjög
skýr og þessari sýn deila nýir hlut-
hafar með okkur. Framundan er
skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar
Blackbox fréttir væntanlegar,“ segir
Jón Gunnar.
Baka á tveimur mínútum
Blackbox Pizzeria var opnuð 22.
janúar sl. í Borgartúni 26 og hefur
notið mikilla vinsælda. Blackbox af-
greiðir að sögn Jóns Gunnars, eld-
snöggar, eldbakaðar, súrdeigsbotns-
pizzur með hágæða hráefnum.
„Byltingarkenndur snúningsofninn
nær gífurlegum hita og eldbakar
pizzuna á aðeins tveimur mínútum,“
útskýrir Jón Gunnar.
„Blackbox er virkilega spennandi
vörumerki sem hefur náð miklum ár-
angri á skömmum tíma,“ segir Jó-
hannes við ViðskiptaMoggann.
„Gæði pizzanna eru frábær, af-
greiðsluhraðinn einstakur og það,
ásamt skemmtilegu andrúmslofti
staðarins, fellur vel að þörfum mark-
aðarins í dag,“ bætir Jóhannes Ás-
björnsson við.
Morgunblaðið/Eggert
Jón Gunnar Geirdal einn stofnenda Blackbox, segir að framundan sé
skemmtilegt ferðalag og fjölbreyttar Blackbox fréttir væntanlegar.
Fjárfesta
í Blackbox
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Eigendur Keiluhallarinnar
og Hamborgarafabrikk-
unnar hafa fjárfest í Black-
box pítsustaðnum, og
hyggjast fjölga stöðum.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Það greip mig undarleg kennd ígær, notaleg en hrollvekjandi í
senn. Allt í einu fann ég fyrir einhvers
konar hlýrri og verndandi tilfinningu
þegar ég opnaði netið. Þetta gerðist í
kjölfar þess að grein frá vefútgáfu
tímaritsins Mens’ Health, um föstur
eða „Intermittent Fasting“ eins og
fyrirbrigðið heitir á frummálinu, birt-
ist „óvænt“ fyrir augum mér á Fa-
cebook.
Ég smellti að sjálfsögðu á greininaán þess að hika, enda algjörlega
sniðin að mínu áhugasviði. Að lestr-
inum loknum mundi ég að ég hafði í
rælni gúglað fyrirbærið einhverjum
dögum áður. Eftir þessa uppgötvun
var líðanin þannig, svo ég lýsi henni til
að allir geti skilið: Það er einhver
þarna úti sem veit hvernig ég hugsa.
Það er einhver sem hlustar á mig, ein-
hver sem skilur mig og vill hjálpa
mér.
Vel meðvitaður um að hin alsjá-andi augu netrisa heimsins hafa
fylgst með mér dag og nótt um árabil,
þá var þetta samt í fyrsta skipti sem
þessi vísbending um væntumþykju
læddist að mér með jafn skýrum
hætti. „Ef Guð var dauður, þá er hann
nú upprisinn á netinu,“ hugsaði ég.
Greinar og auglýsingar fyrir Kia-bíla, markaðsfyrirtækið Svarta-
galdur, bókina The Complete Guide to
Machine Learning, tónlistarkonuna
GDRN og jólagjöf fimleikafólksins;
tæki til heimaæfinga. Facebook og
Google spegla hugsanir mínar. Mér er
borgið.
Einhver
skilur migRúm 85 ár eru nú liðin frá því aðFranklin D. Roosevelt stóð á
tröppum þinghússins í Washington
og stappaði stálinu í landa sína.
Hann fullyrti að þeir hefðu ekkert að
óttast, nema óttann sjálfan. Þar tal-
aði hann til þjóðar sem fann sig mitt í
dýpstu kreppu sem reið yfir alla 20.
öldina. Og sannarlega hafði fólk
margt að óttast í þeim aðstæðum. En
hinn nýkjörni forseti vissi að út úr
þessu ástandi yrði ekki komist nema
með bjartsýni að vopni og þá vissu að
betri dagar væru í vændum.
Margar kreppur hafa riðið yfiríslenskt samfélag og raunar
fór það ekki varhluta af þeim atburð-
um sem einkenndu millistríðsárin,
sem svo eru kölluð. En nú er öldin
önnur og lífsgæði almennt svo mikil
að ekki er hægt með góðu móti að
bera saman við stöðu þorra fólks á
tímum Roosevelts. Þrátt fyrir það
hefur krepputali vaxið fiskur um
hrygg og ótti hefur gripið fólk sem af
þeim sökum heldur að sér höndum.
En hvað er að óttast?
Um mánaðamótin birti Hagstofanbráðabirðgatölur yfir vöru- og
þjónustujöfnuð á þriðja ársfjórðungi.
Sá jöfnuður, sem oft hefur verið ís-
lensku þjóðarbúi óhagstæður, reyn-
ist nú hagstæður um 80 milljarða á
fyrrnefndu þriggja mánaða tímabili.
Vex hann um ríflega 10 milljarða frá
fyrra ári. Nýbirtir hagvísar um
ferðaþjónustu vitna um að gistinótt-
um í október hafi fjölgað um 8,1% frá
fyrra ári og að tekjur af erlendum
ferðamönnum hafi aukist um ríflega
3% yfir samanburðartímabilið.
Og þá benda einhverjir á krón-una og segja að staða hennar
sé afleit, enda hafi hún veikst. Sumir
segja jafnvel „gríðarlega“. Þeir hinir
sömu töluðu ekki um gengisstyrk-
inguna „gríðarlegu“ sem orðið hafði
frá því í júlí 2016 og fram á mitt ár
2017. Þótt krónan hafi gefið eftir nú
er hún á svipuðum slóðum og í júlí
2016. Og olíuverðið, sem allir héldu
að nú myndi rjúka upp, hefur af
ófyrirséðum ástæðum haldist að
undanförnu svo lágt að furstunum
við Persaflóa þykir miklu meira en
nóg um.
Aðstæður nú gefa tilefni til bjart-sýni á að viðhalda megi góðum
lífskjörum í landinu. Tímabundnir
erfiðleikar í flugrekstri breyta þar
engu um. Flest bendir einnig til að
meginþorri fólks átti sig á að óraun-
hæfar kröfur og heitingar um ofbeld-
isaðgerðir á vinnumarkaði í
tengslum við lausa kjarasamninga
munu ekki skila bættum lífskjörum.
Haldi menn sönsum á þessum svið-
um er ekkert að óttast.
Hvað ber að óttast í raun
Ísland er áfanga-
staður ársins 2018
samkvæmt lesendum
bandaríska tímaritsins
Travel+Leisure.
Ísland áfanga-
staður ársins
1
2
3
4
5