Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018FRÉTTIR bækur og greinar, bæði á mínu fagsviði og al- mennt um stjórnhætti en sæki einnig fyrirlestra sem ég tel að geti aukið þekkingu mína eða veitt mér innblástur. Hugsarðu vel um líkamann? Ég stunda kraftlyftingar og hef gert það síðast- liðin níu ár. Kraftlyftingarnar krefjast mikillar einbeitingar og gefa mér orku og styrk til að tak- ast á við verkefni og áskoranir í starfi og leik. Þetta hefur reynst mér besta líkamsræktin. Það er líka bónus hvað þetta er skemmtilegt og frábær félagsskapur þó svo þetta sé einstaklingsíþrótt. Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Ég myndi bæta við mig námi í stjórnenda- fræðum og stafrænni hugsun/framtíð. Ég hef einnig áhuga á því seinna meir að læra olíumálun og listasögu. Ég sótti nokkur námskeið hjá Mynd- listaskóla Reykjavíkur og það hefur alltaf heillað mig. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Fjölskylda, vinir og samstarfsfólk mitt er verð- mæt uppspretta orku og innblásturs. Ég fylgist einnig með þróun á alþjóðlegum vettvangi á mínu sviði en það má læra margt af því frábæra starfi sem er unnið hjá systurstofnunum okkar erlend- is. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Í dag er mér mjög hugleikið að breyta heiti Einkaleyfastofunnar í Hugverkastofuna. Í því felst betri tenging við hagsmunaaðila og þá sem vilja nýta sér þjónustu okkar. Einkaleyfastofan er þröngt heiti sem nær ekki að fanga öll við- fangsefni stofnunarinnar. Ég leyfi mér því að setja það á oddinn þar sem breyting á lögum sem myndi breyta heitinu væri kannski einföld í eðli sínu, en myndi vera til mikilla hagsbóta fyrir fyr- irtæki og iðnað á Íslandi. SVIPMYND Borghildur Erlingsdóttir forstjóri Einkaleyfastofunnar Fær orku og styrk í kraftlyftingum Morgunblaðið/Hari STOFUSTÁSSIÐ Margir Íslendingar hafa það fyrir sið í desember að bæta eins og ein- um gylltum jólaóróa frá Georgi Jen- sen við safnið. Svo eru hinir sem vilja frekar jólaskrautið frá Ros- endahl, hvort sem það ræðst af smekkvísi eða af einskærum vilja til að vera aðeins öðruvísi. En hvað með að gefa Danina alveg upp á bátinn og skreyta heimilið í staðinn með frönskum lúxus? Tískuveldið Louis Vuitton býður til sölu nokkuð snoturt jólaskraut (e. Christmas Monogram Flowers) sem byggist á frægu mynstri fyrirtæk- isins. Ekki fæst gefið upp hversu stórt skrautið er, en af myndum má ráða að það geti passað vel á grein á jólatré og ætti gyllingin og silfur- húðin, að ríma vel við grænt grenið. Er þá eins gott að velja Louis Vu- itton-jólaskrautinu áberandi stað á trénu, því vestanhafs kostar settið 460 dali, eða um 56.000 kr. En hver veit svosem hvað jólasveinninn setur í skóinn hjá þeim lesendum sem hafa verið einstaklega prúðir og góðir í ár. ai@mbl.is Í jólaskapi með Louis Vuitton Dásamlegir dropar í sturtunni þinni www.sturta.is | Reykjavíkurvegi 64, Hafnarfirði | s 856 5566 NÁM: Stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1989; nám í arkítektúr við Southern California Institute of Archi- tecture 1990-1992; Lögfræð- ingur frá Háskóla Íslands 1997; LL.M. Law, Science and Technology frá Stanford Law School 2007. STÖRF: Forstjóri Einkaleyfa- stofunnar frá 2010; formaður stjórnar Nordic Patent Insti- tute frá 2012; stjórn fram- kvæmdaráðs European Pa- tent Office 2015-2018 og sit nú í framkvæmdaráði Euro- pean Patent Office; formaður vinnuhóps EFTA á sviði hug- verkaréttinda. Stundakennari og síðar aðjúnkt við laga- deild HÍ 2005-2015. ÁHUGAMÁL: Ég er aldrei hamingjusamari en í faðmi fjölskyldunnar og góðra vina, hvort sem það er heima eða á ferðalögum. Ég hef mikinn áhuga á kraftlyftingum og íþróttum almennt en ég hef einnig brennandi áhuga á hugverkarétti sem kemur sér vel í vinnunni. Ég hef líka gaman af því að teikna og mála og einhvern tíma ætla ég að halda áfram að æfa mig að spila á píanó. FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Viðari Lúðvíkssyni hæstarétt- arlögmanni. Fjögur börn: Arnhildur Anna 26 ára, Viðar Snær 18 ára, Hildur Theo- dóra 17 ára og Lúðvík Orri 10 ára. HIN HLIÐIN Atvinnulífið er að breytast hratt með nýrri tækni, og verndun hugverka verður æ veigameiri þáttur í að stuðla að hagvexti og atvinnusköpun. Borghild- ur Erlingsdóttir hjá Einkaleyfastofunni fylgist vel með þessari þróun. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Tækniframfarir hafa haft mikil áhrif á íslensk- an iðnað og samfélag og því fylgja stórar áskor- anir fyrir Einkaleyfastofuna. Við þurfum að breytast í takt við íslenskan iðnað, íslenskt sam- félag og þarfir íslenskra fyrirtækja í þessu nýja umhverfi til að hjálpa þeim að halda utan um sín verðmæti. Það er einnig stöðug en skemmtileg áskorun að auka vitund almennings og atvinnulífs um hugverkaréttindi og eðli þeirra. Hver var síðasti fyrirlesturinn eða ráðstefnan sem þú sóttir? Ég sótti verðlaunaafhendingu Design Europa 2018 í Varsjá í síðustu viku sem haldin er af Hug- verkastofu Evrópusambandsins (EUIPO). Við- burðurinn var mjög áhugaverður og það var frá- bært að sjá hvernig iðnhönnun getur skipt lykilmáli í að skapa samkeppnisforskot og verð- mæti fyrir fyrirtæki í Evrópu. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á hvernig þú starfar? Bókin Lífsreglurnar fjórar sem byggist á lífs- speki Tolteka-indjána er mjög góður leiðarvísir í starfi og leik. Ég mæli einnig með Edison in the Boardroom, en það er bók sem ætti að vera á nátt- borði allra fyrirtækjastjórnenda á 21. öld. Hver myndi leika þig í kvikmynd um líf þitt og afrek? Hún er reyndar látin enda var hún upp á sitt besta á 5. áratugnum. En ef það væri engin fyr- irstaða þá myndi ég vilja að leikkonan Hedy Lam- arr myndi taka að sér hlutverkið. Hún var nefni- lega einnig virk uppfinningakona með mörg einkaleyfi á sínu nafni og átti stóran hlut í þráð- lausri samskiptatækni. Hvernig heldurðu þekkingu þinni við? Það er alltaf mikið um að vera í hugverka- réttindaheiminum og því er nauðsynlegt að vera á tánum til að halda þekkingunni vel við. Starf mitt í dag er þess eðlis að í því felst mikið alþjóðlegt samstarf þar sem stöðugt er verið að takast á við nýjar áskoranir og hugsa til framtíðar. Ég les Borghildi þætti upplagt að breyta nafni Einkaleyfastofunnar og taka í staðinn upp nafnið Hugverka- stofan, sem er meira lýsandi fyrir viðfangsefni stofnunarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.