Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 13
ur hins vegar ekki upp á að þetta sé gert á mjög stórum skala og við sinnum í raun bara okkar syllu á markaðnum.“ En Jakob hefur staðið í fleiri stórræðum en þeim að endurnýja Jómfrúna frá toppi til táar. Þannig stofnuðu hann og Birgir til samstarfs með eigendum veitingahússins Snaps í mars 2016 og voru veitingahúsin í raun sameinuð undir einu rekstrarfélagi. Það var hugsað til að ná fram hagstæðari rekstri en svo réðust þeir félagar í það verkefni að taka við rekstri Café París við Austurvöll. „Þetta var spennandi tilraun en svo vildum við fara í ólíkar áttir, ekki síst þegar kom að rekstrinum á Café París og þá taldi ég heppileg- ast að bakka út. Það var farsæl niðurstaða og við erum allir jafn góðir vinir og áður. Þarna átt- aði maður sig líka á því að stærðarhagkvæmni er ekki það sama og stærðarhagkvæmni. Það er í raun ekki fyrr en innkaup og dreifing verða miðlæg sem hægt er að ná slíkum markmiðum svo að það skipti sköpum.“ Jólin eru stóra vertíðin Það er ekki hægt að ræða rekstur Jómfrúar- innar án þess að koma inn á jólin og þá vertíð sem fylgir á þeim bænum. „Nei, það er rétt. Ef við horfum t.d. bara á laugardaginn 15. desember í ár þá held ég að við hefðum getað selt hann 10 sinnum. Ef við vær- um flugfélag eða hótel þá myndi verðið hjá okk- ur hækka mikið á jólunum vegna umframeft- irspurnar en þannig virkar það ekki á þessum markaði.“ Og það er ekki skrítið að það sé handagangur í öskjunni á Jómfrúnni í aðdraganda jóla þegar litið er til aðsóknarinnar. „Það er ekkert launungarmál að þriðjungur af veltunni hjá okkur kemur inn í nóvember og desember. Hjá okkur eiga 10.000 manns pantað borð á þessum tíma þannig að við erum að fá nokkuð hressilegan hluta af þjóðinni hérna inn á gólf hjá okkur á þessum tíma.“ Og Jakob segir að þótt nokkuð hafi reynt á veitingamarkaðinn á þessu ári þá telji hann lík- ur standa til að veltan muni aukast á Jómfrúnni yfir jólatörnina. Og þannig berst talið að markaðnum sem Jakobi er umhugað um, bæði vegna eigin rekstrar og einnig vegna trúnaðarstarfa á vett- vangi Samtaka ferðaþjónustunnar. „EBITDA hjá okkur var um 11% á síðasta ári. Og veltan jókst milli ára en yfirstandandi ár er erfiðara og það hefur harðnað í ári í veit- ingageiranum almennt. Veltan stendur t.d. nokkurn veginn í stað hjá okkur en kostnaður- inn er að aukast. Hjá ýmsum öðrum er ástandið verra.“ Jakob segir að nokkrir samverkandi þættir ráði breyttum rekstrarhorfum. „Það hefur orðið gríðarleg fjölgun staða í bænum og ég held að ég hafi tekið við Jóm- frúnni rétt áður en þetta fór í fullan gang. En það er margt sem hefur skeð og þú sérð t.d. að hérna við hliðina á okkur er komið fimmta fræg- asta vörumerki í heimi, Hard Rock. Jamie Oli- ver hefur opnað hérna í nágrenninu. Aukin fjár- festing á þessu sviði er ákveðinn gæðastimpill á þessum markaði. Það að fjárfestar og félög séu farin að fjárfesta í veitingahúsum er jákvæð þróun. En svo er margt reyndar sem bendir til þess að ákveðin offjárfesting hafi átt sér stað. Haustið núna vitnar um það. Svo hjálpaði ekki til að framan af var árið ekkert sérstakt. Við upplifðum sumar sem aldrei kom og mjög hátt gengi krónunnar. Og stöðum hefur nær viku- lega verið lokað hér í miðborginni eða þeir farið á hausinn.“ En hann segir að þótt blikur séu á lofti þá megi einnig horfa á það sem horfi til uppbygg- ingar. „Það má ekki einblína á það sem ekki gengur upp. Það er líka verið að opna stóra og glæsilega staði, sjáðu t.d. bara Skelfiskmarkaðinn hjá Hrefnu Rósu Sætran og Reykjavik Meat sem var verið að opna á Frakkastígnum. Friðgeir Ingi Eiríkssonar er með stóran veitingastað á Laugavegi 77 í burðarliðnum.“ Markaðurinn mun ná jafnvægi Og Jakob er þess fullviss að markaðurinn muni jafna sig eða ná ákveðnu jafnvægi. „Gengi krónunnar hefur gefið eftir um kannski 15% frá því í sumar. Núna sjáum við ekki þessar athugasemdir um að hlutirnir séu alltof dýrir. Það var allt morandi í því hér fyrir nokkrum mánuðum. Það er eins og að það sé einhver skurðpunktur í þessu þar sem hlutirnir verða of dýrir, talið í erlendri mynt, og núna held ég að við séum komin réttum megin við lín- una hvað það varðar. En það er ekki við veit- ingamennina að sakast í því. Verðlag hér í mið- bænum í flokki veitingahúsa er t.d. ekki hátt miðað við staðsetningu og annað, eða í alþjóð- legum samanburði sé miðað við gengið í dag, og ég veit fyrir víst að það eru margir veitinga- staðir í taprekstri um þessar mundir.“ Líkt og áður sagði situr Jakob í stjórn Sam- taka ferðaþjónustunnar en hann segir að veit- ingageirinn hafi ekki verið með sterka rödd á þeim vettvangi. „Samtökin eru reyndar stofnuð á grundvelli Samtaka hótela og veitingastaða. Á síðustu ár- um hafa veitingahúsin hins vegar ekki verið sterk á þessum vettvangi. Það er dálítið sér- stakt í ljósi þess að veltan í hótelgeiranum er nýtekin fram úr veltu veitingageirans og það undirstrikar í raun hvað þetta er stórt svið. En það er mikil sundrung í geiranum og mjög fáir veitingastaðir sem eiga aðild að SAF, kannski vegna þess að það kostar að taka þátt en við er- um að vinna í því verkefni og reyna að auka meðvitund veitingahúsaeigenda um mikilvægi þess starfs sem unnið er á þessum vettvangi.“ Jakob segir að hann hafi ákveðið að bjóða sig fram til stjórnar SAF í vor, minnugur orða fóst- urföður síns. „Ég var farinn að tuða dálítið mikið og með miklar skoðanir. Fósturpabbi minn sem er að vestan segir hins vegar alltaf að maður eigi ekki að kvarta undan hlutunum nema maður treysti sér til þess að gera þá sjálfur og þá helst aðeins betur. Það rak mig þarna inn. Maður lærir mik- ið af þessu. Ég hef lært mikið á fyrsta árinu og ég ætla að bjóða mig aftur fram til þessara starfa. Það er komin ný forysta hjá SAF eftir að Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri og Grímur Sæmundsen hættu störfum í vor og það er mik- ill metnaður hjá SAF, bæði stjórn og starfsfólki, í að vinna greininni okkar gagn og ekki síst auka veg hennar og virðingu. Um virði greinarinnar fyrir land og þjóð þarf ekki að deila.“ Stokka þarf kerfið upp Í tengslum við umræðu um stöðu veitingahús- anna í landinu segir Jakob að lausir kjarasamn- ingar um áramót valdi ákveðnum áhyggjum. „Launakostnaðurinn er mikill hér, það sýnir allur samanburður við önnur lönd og kerfið sem veitingageirinn býr við er líka ógagnsætt og skrítið. Það er mikið um álagsgreiðslur sem eru stigskiptar og þær hækka launin mjög mikið en samt er alltaf verið að tala um dagvinnukaupið í allri umræðu. Ef dagvinnukaupið verður hækk- að mikið og álagsgreiðslurnar bætast með sama hætti þar ofan á þá siglir veitingageirinn bara í strand. Það vill enginn sjá það gerast. Það er nú held ég einfaldlega kennt í Hótel- og veitinga- skólanum að þumalputtareglan sé sú að laun í rekstrinum eigi að vera 30%, aðföng 30% og annar kostnaður 30% og þá sé svigrúm fyrir 10% hagnað. En núna er staðan held ég víða orðin sú að launin séu á bilinu 45-50% af rekstr- artekjunum.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg tengdur jólahátíðinni ” EBITDA hjá okkur var um 11% á síðasta ári. Og veltan jókst milli ára en yfirstandandi ár er erfiðara og það hefur harðnað í ári í veitinga- geiranum almennt. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 13VIÐTAL Fyrr á þessu ári var Jómfrúin tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í flokknum tónlist- arviðburður ársins. Og það er ekki tilviljun. „Hér er mikil djassmenning og á árum áður voru haldin hér djasskvöld. Ég held ég fari meira að segja rétt með að Jazzklúbburinn Múlinn hafi verið stofnaður hér. En við höfum horft á djassinn sem leið til að auglýsa okkur og svo er þetta ótrúlega gaman. Það var mikil viðurkenning að fá tilnefningu og ég var reyndar svekktur að fá ekki verðlaunin. En við er- um hvergi nærri hætt, jafnvel þótt það hafi verið bullandi tap á þessu í ár vegna veðursins.“ Og þar vísar Jakob til þess að það er alls ekki ókeypis að fá bestu tónlistarmenn lands- ins til að koma til leiks á laugardögum yfir háönn sumarsins og hver viðburður kostar Jóm- frúna um 250 þúsund krónur. „Það er augljóst að þú selur ekki veitingar fyrir slíkar upphæðir þegar það rignir bara og rignir og þegar ekki rignir er svo kalt að það er ekki hægt að sitja úti – ekki nema með því að drekka kaffi og það þarf að selja ansi marga kaffibolla til að standa undir svona lög- uðu.“ En Jakob er bjartsýnn að eðlisfari. „Veðurstofan gaf það út að þetta hefði verið kaldasta sumarið í 100 ár. Ég treysti því að næsta sumar verði ekki kaldasta sumarið í 101 ár.“ Tilnefnd til tónlistarverðlauna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.