Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018FRÉTTIR Ert þú að spila í myrkri? Borgartúni 20 105 Reykjavík sími 585 9000 www.vso.isV E R K F RÆÐ I S T O F A ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Verslanir á borð við Target og Wal- Mart hafa augastað á því 12 milljarða dala gati sem Toys R Us skildi eftir sig á leikfangamarkaðinum. Sárafáir eru á ferðinni í skamm- tímabúð (e. pop-up store) sem spratt upp í byggingu þar sem verslun Toys R Us var áður til húsa. Toy City í Rego Park, fjölskylduvænu hverfi í Queens í New York, er ein af 50 verslunum sem opnuðu tímabundið víðsvegar um Bandaríkin til að fylla upp í gat sem myndaðist á markaðinum þegar leikfangaverslanarisinn fór á hausinn. Eftir nokkurra mínútna bið birtist viðskiptavinur með son sinn í eftir- dragi. „Við eigum nú þegar öll þessi leikföng,“ segir Kinga Baginska við son sinn á meðan þau skoða Lego- deildina, þar sem allt er boðið til sölu með 20% afslætti. Hún verslaði reglu- lega hjá Toys R Us áður en búðin lok- aði fyrr á þessu ári, og segir að skammtímabúðin – sem nýtir bara eitt hornið á verslunarrýminu – sé hjóm eitt í samanburði við leikfanga- stórmarkaðinn sem var þar áður. Úr- valið er takmarkað og ekki margt sem sonur hennar getur fengið að prófa áð- ur en þau velja hvað þau kaupa. „Það er ekki hægt að bera verslanirnar saman,“ segir hún. Bandarískir foreldrar standa núna frammi fyrir fyrstu jólunum í manna minnum þar sem Toys R Us verður ekki inni í myndinni, en verslunin var leiðandi á leikfangamarkaðinum þar í landi allt þar til 5 milljarða dala skuldafjall reið fyrirtækinu að fullu svo að óska þurfti gjaldþrotaskipta í sept- ember 2017. Hundruð verslana héldu áfram rekstri út síðasta jólatímabil en allar eignir keðjunnar, sem hafði starf- að í 70 ár, voru seldar upp í skuldir fyrr á þessu ári. 12 milljarða biti Núna þegar mikilvægasti verslunar- tími ársins er að ganga í garð eru fjöl- mörg fyrirtæki að reyna að ná til sín sneið af markaðshlutdeild Toys R Us en árlega seldi fyrirtækið leikföng fyr- ir 12 milljarða dala. Toy City búðirnar – sem stofnaðar voru af Party City sem er þekktast fyrir að reka verslanir með hrekkja- vökuvarning – standa frammi fyrir gífurlegri samkeppni. John Mulligan, forstjóri stórverslanakeðjunnar Tar- get, sem er eitt af fyrirtækjunum í S&P 500 vísitölunni, sagði fjárfestum að félagið hygðist „sækja af harðfylgi“ in á leikfangamarkaðinn. Meira að segja bókaverslanakeðjan Barnes & Noble, sem glímir við tap- rekstur og líður fyrir vinsældir Ama- zon, reynir að grípa gæsina. „Þetta er verðmætt tækifæri,“ segir Allen Lindstrom fjármálastjóri félagsins. Er því enginn hörgull á stöðum þar sem pabbar og mömmur geta keypt það sem er á óskalista barnanna þessi jólin, s.s. veitingahúsabás í barnastærð frá Melissa & Doug, smábangsana sem unga fólkið safnar frá Pikmi Flips, og tónlistarkolkrabbann Rocktopus fyrir yngstu börnin. Margir eru kallaðir en enginn býður upp á sama andrúmsloftið og Toys R Us sem þótti upplifun fyrir fjölskyldur að heimsækja; þar sem æsispennt börn þræddu gangana á meðan sölu- fólkið veitti foreldrum þeirra ráðgjöf við dótavalið. Hægir á sölu leikfanga Greina má merki þess að hluti af þeirri leikfangasölu sem hvarf með To- ys R Us hafi horfið fyrir fullt og allt. Stjórnendur hjá bæði Mattel, sem framleiðir m.a. American Girl- og Tomma togvagns-leikföng; og hjá Hasbro, framleiðanda Play-Doh, og Folans míns litla, hafa kennt gjaldþroti verslanakeðjunnar um samdrátt í sölu. Heilt á litið hefur sala leikfanga ver- ið að aukast í aðdraganda jólavertíð- arinnar, þökk sé þróttmiklu hagkerfi, en vöxturinn er hægari en á síðasta ári. Frá ársbyrjun til og með septem- ber hafa selst leikföng fyrir 11,6 millj- arða dala og nemur aukningin 2% milli ára, samkvæmt mælingum NDP. Er það helmingi hægari vöxtur en árið á undan. Sala á böngsum, púsluspilum og íþróttavöru fyrir börn er með róleg- asta á móti, en dúkkur, dótakarlar og rafmagnsleikföng seljast betur en áð- ur. Þau vörumerki sem seljast best eru Marvel-, Barbie- og Star Wars-leik- föng. En markaðsárangur þessa árs mun ráðast á komandi vikum. Alla jafna á um það bil helmingurinn af leikfanga- sölu stóru verslananna sér stað í að- draganda jóla. Óhjákvæmilega er mikið af þeim viðskiptum sem áður fóru til Toys R Us að færast yfir á netið. Í könnun sem markaðsráðgjafarfyrirtækið Critero lagði fyrir 1.100 fyrrverandi viðskiptavini verslunarinnar sagðist þriðjungur ætla að færa viðskipti sín yfir til Amazon. Þá eru rótgrónar stórverslanir farn- ar að sækja af auknum krafti inn á net- markaðinn. Walmart, stærsta versl- anakeðja heims, hefur hleypt af stokkunum nýrri vefsíðu sem fyrir- tækið kallar Toy Lab og lýsir sem „stafrænum leikvelli“ þar sem börn eiga að geta prófað leikföng á borð við dúkkuhús Gurru gríss og töfrasprota úr heimi Harry Potter. En neytendakönnum Criteo sýndi líka fram á hughreystandi gögn sem lúta að hefðbundnum búðum. Aðeins 5% svarenda kváðust eingöngu ætla að versla á netinu og nærri því fjórir af hverjum fimm sögðust ætla að kaupa leikföng bæði í hefðbundnum búðum og hjá netverslunum. „Forundran barnsins þegar það virðir fyrir sér leikfangaúrvalið er mikilvægur hluti af upplifun við- skiptavinarins,“ segir Greg Portell smásöluráðgjafi hjá AT Kearney. Leikföngin fá meira vægi Það minnir á hversu mikilvægir áþreifanlegir hlutir geta verið á öld internetsins að Amazon mun senda prentaðan leikfangabækling til millj- óna viðskiptavina í aðdraganda jóla. Bæklingurinn, sem fékk yfirskriftina „Leikfangahátíðin“ þykir minna um margt á árlegan leikfangabækling Toys R Us. Þá mun Walmart taka frá meira pláss fyrir leikföng í verslunum sínum, og margir keppinautar keðjunnar hyggjast gera slíkt hið sama. Big Lots, sem rekur um það bil 1.400 verslanir, ætlar að tvöfalda þann gólfflöt sem lagður er undir leikföng. Target hefur „endurhannað frá grunni“ leikfangadeildir rífleg 100 verslana og bætir þessi jólin við meira en 2.500 „nýjum leikföngum sem fást ekki annars staðar“. Leikfangasala hjá Target á þriðja ársfjórðungi jókst um 20% miðað við sama ársfjórðung í fyrra. Geoffrey fann nýja vinnu Meðal þeirra verslana sem hafa reynt að endurskapa stemninguna hjá Toys R Us er matvöruverslunin Kro- ger. Fyrirtækið ættleiddi lukkudýr Toys R Us, gírafann Geoffrey, og not- ar til að selja leikföng í meira en 600 verslunum fyrirtækisins. Toy City hefur, aftur á móti, hermt eftir litavali Toys R Us. „Við lítum á yfirstandandi ár sem prufutímabil sem við getum lært af upp á framhaldið að gera,“ segir Ryan Vero yfirmaður smásölusviðs og eigandi Party City. „Árangurinn fram til þessa hvetur okkur til dáða.“ Ef einhverju fyrirtæki tekst að ná formúlunni rétt, þá væri hægt fylla varanlega í skarðið sem Toys R Us skildi eftir – í það minnsta ef nógu mörg börn og foreldrar þeirra eru jafn áhugasöm og Baginska-fjölskyldan um góðan stað til að kaupa leikföng. Toys R Us-búðin í Rego opnaði tveimur mánuðum áður en sonur Kinga Baginska kom í heiminn, og þeim þótti afskaplega erfitt að sjá á eftir versluninni. „Hún lék stórt hlut- verk í lífi okkar,“ segir hún. „Við tók- um því nánast sem sjálfsögðum hlut að hafa svona nálægt okkur leik- fangaverslun sem við gátum heim- sótt hvenær sem okkur hugn- aðist.“ Barist um viðskiptavini Toys R Us Eftir Alistair Gray Leikfangafyrirtækið Toys R Us skilur eftir sig gat á bandarískum leikfanga- markaði sem verslanir leitast til við að fylla upp í með ýmsu móti. AFP Fæstir hyggjast færa leikfangakaup sín alfarið til netverslana. Áþreifanlegir hlutir virðast enn eiga upp á pallborðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.