Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 6

Morgunblaðið - 06.12.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018FRÉTTIR Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi Sími 535 4300 · axis.is Vandaðar íslenskar innréttingar HLUTABRÉFAMARKAÐUR Björgólfur Jóhannsson, stjórnar- maður í Festi og fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, keypti í gær 80 þús- und hluti í Festi fyrir tæplega 9,1 millj- ón króna. Viðskiptin fóru fram á geng- inu 113,5 kr. á hlutinn. Björgólfur var kjörinn í stjórn Festar í lok september síðastliðins og átti hann ekki hlut í fé- laginu fram að viðskiptum gærdags- ins. Gengi Festar hækkaði um 0,22% í 342 milljóna króna viðskiptum í Kaup- höll Íslands í gær og stóð í 114,75 kr. við lokun markaða. Frá áramótum hef- ur gengi félagsins sveiflast töluvert. Hæst fór það í byrjun mars er verð á hvert bréf nam 131,5 krónum. Lægst fór það í seinni hluta júlí er verðið nam 103 krónum. Samkeppniseftirlitið heimilaði samruna N1 og Festar í lok júlí á þessu ári. peturhreins@mbl.is Björgólfur kaupir í Festi Fleiri Íslendingar þekkja til hljóð- bóka en rafbóka, og fleiri hlusta á hljóðbækur á Íslandi en lesa raf- bækur. Þetta er meðal niðurstaðna í könnun sem hljóðbókafyrirtækið Storytel gerði hér á landi nýverið. „Þetta er kúvending frá því sem áð- ur var. Reyndar er þetta sama þró- un og víða erlendis, en það sem er sérstaklega merkilegt er að hljóð- bækur voru ekki gefnar út í neinu magni fyrr en nú á þessu ári,“ segir Stefán Hjörleifsson landsstjóri Storytel á Íslandi. Hann segir að nú stefni í að fyrir- tækið nái markmiði sínu um að gefa út 200 bækur á þessu ári, og stefnt sé á 50% aukningu á næsta ári, eða 300 bækur. Stefán segir að Storytel á Íslandi hafi þá sérstöðu að fyrir- tækið framleiði sjálft meira en 90% allra íslenskra bóka sem það býður upp á í áskriftarveitu sinni, en hann bindur vonir við að fleiri aðilar fari að framleiða hljóðbækur og bjóða upp á þær í kerfum Storytel. Á hann þar við bæði bókaútgefendur hérlenda, sem og einstaklinga og aðra. Stærri en Audible Í fyrrnefndri könnun kom í ljós sterk staða Storytel á markaðnum, þrátt fyrir ungan aldur. „Fleiri Ís- lendingar þekkja og nota Storytel en Audible, sem þó er yfir 20 ára gamalt fyrirbæri,“ segir Stefán, en Audible er í eigu Amazon netversl- unarrisans. Spurður um ástæðu þessa góða árangurs, segir Stefán að Íslend- ingar séu vitanlega bókaþjóð og að auki orðnir vel kunnugir streymis- hugtakinu, en Storytel svipar mjög til bæði Netflix og Spotify að því leiti. „Um 70% heimila hér á landi eru með Netflix, og um 20% þjóð- arinnar með Spotify. Fólk er orðið vant þessu fyrirkomulagi, að borga mánaðargjald, og fá aðgang að öllu efninu sem í boði er.“ Í níu mánaða uppgjöri Storytel sem birt var á dögunum kemur fram að Storytel á Íslandi sé farið að skila hagnaði, og sé fjórða landið af alls 15 löndum þar sem Storytel er í boði, sem nær þeim áfanga. „Þetta er að gerast mun fyrr hér á landi, en á öðrum stórum mörkuðum, og er til marks um hvað Íslendingar eru að taka þjónustunni vel. Það sem er sérstaklega ánægjulegt við þetta er að meira en helmingur tekna okkar skilar sér beint til rétthafa og þær eru nú þegar orðnar umtalsverð inn- spýting í íslenska bókahagkerfið.“ Áskrifendafjöldinn vex jafnt og þétt að sögn Stefáns, en ekki eru gefnar upp nákvæmar tölur þar um. „Starfsmannafjöldinn hefur sjöfald- ast á íslensku skrifstofunni. Ég var einn fyrir ári, en núna erum við sjö.“ Fjölskylduáskrift nýjung Ný þjónusta, fjölskylduáskrift, er nú farin af stað hjá Storytel. „Þetta byrjar fyrst í Skandinavíu og svo verður hún í kjölfarið boðin á öðrum mörkuðum. Þetta er ólíkt fjölskylduáskrift Netflix að því leyti að hjá Storytel er hver fjölskyldu- meðlimur með sína eigin bókahillu sem enginn hinna fjölskyldumeðlim- anna sér, og hver og einn fær per- sónumiðaðar ábendingar um bækur til að hlusta á.“ Þjónustan er útfærð þannig að með einni áskrift fylgir ein barna- áskrift frítt með, með tveimur áskriftum fylgja tvær barna- áskriftir, og með þremur fullorðn- isáskriftum fylgja þrjár fríar barna- áskriftir sem allir geta notað samtímis. Stefán segir að það færist í vöxt að börn noti þjónustuna. „Foreldrar hafa dálítið verið að nota Storytel til að lesa fyrir börnin á kvöldin, og taka sér smá pásu frá því sjálfir.“ Tímamót verða hjá Storytel móð- urfyrirtækinu í dag, þegar hlutabréf þess verða tekin til viðskipta á Nas- daq First North markaðnum í Sví- þjóð. „Við höfum verið skráð á lítinn markað í Stokkhólmi, sem gerði al- þjóðlegum fjárfestum erfitt um vik að eiga viðskipti. Núna geta Íslend- ingar t.d. auðveldlega fjárfest í bréf- um félagsins.“ Eins og fram kom í samtali Við- skiptaMoggans fyrr á þessu ári við Jón Baldur Hauksson, annan stofn- anda Storytel, þá er talsvert um að bækur séu gefnar út eingöngu á Storytel. „Ég get nefnt eitt dæmi hér á landi. Það er bókin Ferðin eft- ir Söndru Clausen. Hún kemur ein- göngu út hjá okkur, en ekki sem hefðbundin bók.“ Fréttatengt efni á leiðinni Fleiri nýjungar eru á leiðinni. „Við hyggjust feta okkur á næsta ári yfir í framleiðslu á heimilda- og fréttatengdu efni, sem er þá gjarnan svona 30 mínútur að lengd. Þá ætl- um við að fara að gefa út eigin skáldverk undir merkinu Storytel Originals, eins og er orðið vinsælt erlendis. Þá semja höfundar sér- staklega fyrir hljóðbókaformið. Þetta eru eins og sjónvarpsþættir, um klukkutímalangir, og gjarnan í tíu þáttum. Þetta er gert því við er- um búin að læra svo vel inn á hvað fólk hlustar helst á og hve lengi í einu.“ Deilur stóðu yfir fyrr á árinu milli útgefenda og höfunda hér á landi, um hlutdeild höfunda í tekjum af hljóðbókaútgáfum bóka sinna. „Það tókust samningar nú í haust, og eftir því sem ég best veit ríkir almenn sátt um samninginn.“ En hvað með jólabækurnar, koma þær á Storytel? „Já, ætli við verðum ekki með svona 10-15 af nýju jólabókunum. Svo bætast fleiri við fljótlega eftir jól.“ Spurður um kynja- og aldurs- skiptingu í notendahópnum segir Stefán að meira sé um að yngri ald- urshópar noti Storytel. „Ungir karl- menn eru stærsti hópurinn. Annars er ekki mikill munur á milli kynja í notkun hljóðbóka, öfugt við hefð- bundnar bækur þar sem konur eru stærri kaupendahópur.“ Enn ein nýjungin sem er á leið- inni er hlaðvarp. „Við erum að hitta hlaðvarpsfólk. Þetta er aðeins að byrja hjá Storytel allsstaðar. Hlað- varp er líka fín leið til að byrja að hlusta á hljóðbækur. Við hyggjumst líka búa til hlaðvörp þar sem við kynnum bækur og erum með viðtöl við höfunda.“ Hljóðbækur vinsælli en rafbækur Morgunblaðið/Eggert Stefán segir að fjölskylduáskrift, hlaðvarp, fréttaefni og Storytel Originals sé allt á leiðinni innan skamms. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Hljóðbókafyrirtækið Story- tel mun auka bókafram- leiðslu sína um 50% á næsta ári. Íslenska útibúið er farið að skila hagnaði, hraðar en stærri markaðir. Útbreiðsla Storytel H ei m ild : S to ry te l Skilar hagnaði Svíþjóð, Danmörk, Noregur og Ísland Í vexti Holland, Pólland, Finnland, Rússland, Spánn, Tyrkland og Ítalía Í undirbúningi Indland, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Búlgaría, Mexíkó, Singapúr og Brasilía

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.