Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 17
um sóðar heldur vegna þess að við erum búin að
leysa þetta með flottari hætti en öðrum hefur
tekist,“ segir Sigurður.
„Ísland hefur alla burði til þess að vera fyrir-
myndarland í þessu máli. Það tónar við allt sem
við stöndum fyrir. Við eigum að þora, bretta
upp ermar og gera þetta almennilega. Það eru
gríðarlegir hagsmunir í húfi og við höfum ekki
efni á því að hika,“ segir Áslaug.
Katrín tekur undir þessi orð. „Það er eigin-
lega afar áríðandi því aðalsölupunkturinn minn
í útflutningi á íslenskum vörum er hreinleika-
ímynd Íslands, sem er ekkert hrein,“ segir
Katrín en fyrirtækið framleiðir 13 þúsund tonn
af lýsi á ári og flytur út til yfir 70 landa.
„Fyrir vörur eins og okkar, heilsuvörur frá
Íslandi, þá eru þær mjög eftirsóknarverðar af
því að þær eru frá Íslandi. Af því að Ísland hef-
ur þessa hreinleikaímynd og þess vegna verð-
um við að viðhalda henni. Þá erum við ennþá
með þetta samkeppnisforskot, sem er
hreinleikaímyndin, umfram aðra lýsisframleið-
endur í heiminum. Kínverjar vilja sjálfir t.d.
ekki kaupa sitt eigið lýsi. Þeir vilja frekar flytja
inn frá Íslandi til Kína. Þetta er það sem við
þurfum að vernda. Þetta á ekki bara við íslensk-
ar framleiðsluvörur. Þetta á líka við um ferða-
mannaiðnaðinn. Ef þú tapar hreinleikaímynd-
inni,“ segir Katrín.
„Þá er þetta bara fokið,“ segir Áslaug.
Efnahagslegur hringur
Í landsáætlun um meðhöndlun úrgangs 2013-
2024 hefur ríkið skuldbundið sig til þess að
endurvinna 22,5% af plastumbúðum. Í aðgerða-
áætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2030 um lofts-
lagsmál kemur fram að markaðsaðstæður til
endurvinnslu plasts hafi versnað en Kínamark-
aður, sem tók við megninu af því plasti sem féll
til í Evrópu, lokaðist fyrir ári. Í aðgerða-
áætluninni kemur einnig fram að draga þurfi úr
losun frá m.a. fiskveiðum og úrgangi. Þar virð-
ist starfsemi Pure North eiga vel við en fyrir-
tækið stefnir að því að endurvinna harðplast og
skoðar auk þess möguleikana á því að endur-
vinna veiðarfæri. Stefna Lýsis er að vera fram-
arlega í umverfismálum og ein leiðin til þess er
að skuldbinda sig í rekstur endurvinnslufyr-
irtækis á borð við Pure North.
„Harðplastið er næsta lína sem við setjum í
gang. Síðan ætlum við líka að fara í veiðarfæri.
Það er stóra málið. Til þess þurfum við töluvert
mikla fjárfestingu og þurfum sjálfsagt meira
bolmagn, eða stuðning stjórnvalda, til þess að
gera það að veruleika. En það er bara mjög
stutt í það að kaupendur á fiski, Marks & Spen-
cer og fleiri aðilar, fari að spyrja: Hvað gerið þið
svo við veiðarfærin?“ segir Katrín.
Áslaug segir að í löndunum í kringum Ísland
séu stjórnvöld að koma inn í endurvinnslu af
miklum þunga .
„Það átta sig allir á mikilvæginu. Þetta er úr-
lausnarefni hjá hverri þjóð. Og vegna þess að
mér er illa við boð og bönn en er hvatakona
hvers kyns hvata er hér gott dæmi. Fyrir 30 ár-
um sáum við gosumbúðir, dósir, gler- og plast-
flöskur úti um allt. Þetta var stórt vandamál.
Síðan bjuggum við til skilagjaldið, hvatann. Nú
er horft á þetta sem verðmæti. Þessar umbúðir
eru ekki vandamál í dag. Það sama þurfum við
að gera við fleiri tegundir af plasti. Búa til þessa
efnahagslegu hringrás. Þegar við verðum kom-
in þangað leysist málið af sjálfu sér. Þetta er
ekki bara umhverfislegt og samfélagslegt mál
heldur líka efnahagslegt,“ segir Áslaug.
Nóg er um að vera hjá Pure North Recycling
þessa dagana. Ásamt því að vera með í undir-
búningi tvær einkaleyfisumsóknir hefur fyrir-
tækið einnig hafið samstarf við Reykjavíkur-
borg, um endurvinnslu á ruslatunnum
borgarinnar. Verkefnið miðar að því að skjól-
veggir grenndarstöðva borgarinnar verði gerð-
ir úr endurunnu plasti úr gömlum rusaltunnum
borgarinnar.
Að sögn Sigurðar hefur oftast hefur verið tal-
að um það sem stærsta veikleika plastsins að
það brotnar illa niður. Með þessu verkefni sé
verið að breyta þeim veikleika í styrkleika með
vöru sem er viðhaldslaus.
„Þetta eru bara lausnir sem við erum að búa
til. Við megum ekki horfa á þetta sem vanda-
mál,“ segir Sigurður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
rðinn hjá nágrannanum
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 17VIÐTAL