Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 06.12.2018, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. DESEMBER 2018 19FRÉTTIR Framleiðum allar gerðir límmiða af mismunandi stærðum og gerðum Thermal Hvítir miðar Litamiðar Forprentaðir Athyglismiðar Tilboðsmiðar Vogamiðar Lyfsölumiðar Varúðarmiðar Endurskinsmiðar Flöskumiðar Verðmer Selhellu 13 • 221 Hafnarfirði • Sími 554 0500 • bodtaekni.is kimiðar Límmiðar Af síðum Það er oft ekki fyrr en samið er um vopnahlé að hægt er að fá skýra mynd af því sem hefur gerst á vígvellinum. En milliríkjaviðskipti eru svo grugg- ug í eðli sínu að stundarfriður milli Bandaríkjanna og Kína nægir ekki til að skilja nákvæmlega hvar málin standa. Þegar kom í ljós að tollar yrðu ekki hækkaðir þann 1. janúar tóku bæði hlutabréf bílaframleiðenda og lúx- usvörufyrirtækja kipp. En rétt eins og það má gera góð kaup þegar mark- aðurinn er í söluham þá kann að fara svo að hækkanirnar í byrjun vik- unnar verði skammvinnar. Í meginatriðum ættu fyrirtæki sem framleiða bíla – vöru sem er mikið seld á milli landa – að hagnast hvað best á því að dregið hafi úr spennu milli Bandaríkjanna og Kína. Donald Trump sendi frá sér tíst þess efnis að Kína hafi samþykkt að lækka tolla á innflutta bíla, en ráðamenn í Peking hafa þó ekki enn staðfest það. Ef rétt reynist þá væri um sérdeilis góðar fréttir að ræða fyrir evrópska bílaframleiðendur sem lentu í miðri orrahríðinni milli austurs og vesturs. BMW, sem á árinu 2017 flutti inn til Kína 100.000 bíla sem framleiddir voru í Bandaríkjunum, hefur upplýst að hækkun tolla gæti minnkað hagn- að fyrirtækisins um 300 milljónir evra. Ef Kína verður búið að lækka toll- ana sín megin niður í 15% í lok þessa árs þá gæti það bætt rekstrarhagnað þessa árs um 5%, að mati Citi. Í tilvik Daimler gæti ávinningurinn numið 4%. Til viðbótar við það ætti minni spenna í viðskiptum þjóðanna að örva kínverska hagkerfið. Það myndi bæta söluna á bílum, sem stóð í stað í júlí eftir að hafa aukist nær viðstöðulaust í þrjá áratugi þar á undan. Hlutabréfaverð lúxusvörufyrirtækja hækkaði líka skarplega á mánu- dag. Verð hlutabréfa frönsku samsteypnanna Kering og LVMH hækkaði í fyrstu um nærri því 6%, eða álíka mikið og hlutabréf Daimler og BMW. En áhrif tollastríðsins á lúxusvörugeirann hafa ekki verið öll á eina vegu. Í stað þess að hækka tollana greip Kína raunar til þess ráðs í júlí að lækka innflutningsgjöld á lúxusvarning. Titringur vegna áhrifa tollastríðsins á hagkerfið kom líka seint fram í lúxusvörugeiranum. Það dró úr tiltrú fjár- festa í október þegar Louis Vuitton upplýsti að „hægt hefði lítillega á“ aukningu í sölu til kínverskra neytenda. En engu að síður segja lúxusvöru- fyrirtækin að eftirspurn á meginlandi Kína sé að aukast jafnt og þétt. Hjálpar þar til að unga fólkið er eyðsluglatt og þökk sé reglum um eitt barn á fjölskyldu sitja þau ein að gjafmildi foreldra sinna og annarra for- feðra. Í augnablikinu er alvarlegasta hættan sú að Kína og Bandaríkin komist ekki að samkomulagi innan þess 90 daga ramma sem fallist var á, og væri þá aftur blásið í herlúðrana. En það er fleira sem bílaframleiðendur þurfa að hafa áhyggjur af, s.s. að Trump hugkvæmist að hækka tolla á bíla frá Evrópusabandinu. Það þýðir að loftárásunum á bílgreinina væri ekki lokið. Lúxusvörugeirinn er ekki í jafn mikilli hættu. Ef virðist útlit fyrir að tekist hafi að stilla til friðar til frambúðar þá ættu hlutabréf lúxusvörufram- leiðenda að vera með þeim fyrstu til að rísa upp úr skotgröfunum. LEX Tollastríð Kína og BNA: lukkulegur lúxus Breska fjármálaeftirlitið hefur beint þeim tilmælum til alþjóðlegra banka sem eru með starfsemi þar í landi að þeir hafi hemil á tilfærslu viðskipta- vina til annarra landa í aðdraganda Brexit. Í síðustu viku sendi fjármálaeftir- litið, Financial Conduct Authority (FCA), bönkunum erindi þess efnis að þeir ættu að gera „eins litlar breytingar og þörf er á“ við tilfærslu viðskiptavina. Kvaðst stofnunin jafn- framt „reiðubúin til að grípa inn í ef útlit verður fyrir að skref hafi verið stigin sem gætu útsett viðskiptavini eða markaðinn fyrir óásættanlegri áhættu“. Í bréfinu, sem Financial News greindi fyrst frá, sagði FCA jafn- framt að stofnunin ætlaðist til þess að bankar legðu áherslu á „undirbún- ing fyrir fyrsta dag“ Brexit, og að þeir reyni að lágmarka alla röskun „til að forðast það að valda við- skiptavinum sínum tjóni eða skaða þá markaði þar sem þeir starfa.“ Enn fremur sagði FCA að „Ekki ætti að færa þjónustu við viðskipta- vini út úr Bretlandi fyrr en FCA þyk- ir fullsýnt að viðkomandi stjórnir og/ eða æðstu stjórnendur hafi að fullu íhugað hvaða áhrif þær breytingar sem stefnt er að munu hafa á alla hópa viðskiptavina, og þar á meðal hvort að fyrirhugaðar breytingar þjóni best hagsmunum viðskiptavin- arins sem í hlut á.“ Starfsmaður svissnesks banka sagði að þangað hefðu áður borist sams konar fyrirspurnir frá fjár- málaeftirlitinu, þar sem „spurt var hvaða hluta af þjónustunni við við- skiptavini við hygðumst flytja frá Bretlandi ... sem virðist brenna mjög á FCA um þessar stundir.“ Leit umræddur banki svo á að er- indi FCA „beindist frekar að þeim sem starfrækja ekki nú þegar dótt- urfélag ýmist í Bretlandi eða á meginlandi Evrópu“. Fulltrúi bandarísks banka sagði að Englandsbanki væri „mjög liðlegur hvað snertir það að við þurfum að færa burtu þjónustu við viðskiptavini okkar frá ESB“. Lagaleg og skattaleg atriði Hvað viðskiptavini frá löndum ut- an ESB snertir segir FCA að laga- rammi muni verða til staðar eftir Brexit sem muni „gera stöðu þeirra svipaða og viðskiptavina frá ESB27- löndunum“ og því myndi það að færa viðskipti þeirra frá Bretlandi útsetja þá fyrir ákvæðum ólíkra landa um samninga, ógjaldfærni og skatta. Gæti það líka haft í för með sér „auk- inn kostnað og áhættu sem þessir viðskiptavinir ættu annars ekki að vera útsettir fyrir.“ „Ef fjármálafyrirtæki hyggjast gera breytingar ... sem gætu haft áhrif á viðskiptavini utan ESB27- landanna þá ættu þeir að ræða þær breytingar við okkur,“ segir í bréf- inu. Undirskrift Megan Butler, yfir- manns eftirlitsmála hjá FCA, er á til- mælunum stofnunarinnar. Þar segir enn fremur: „Við höfum lagt áherslu á það við fjármálafyr- irtæki að við ætlumst til að þær að- gerðir sem þau grípa til í tengslum við útgönguna úr ESB verði í sam- ræmi við þau markmið sem okkur hafa verið sett með lögum, og þar á meðal að hagsmuna viðskiptavina verði gætt.“ Undirbúa mars 2019 Stóru bankarnir hafa verið að setja aukinn kraft í að búa í haginn fyrir Brexit, s.s. með því að setja á laggirnar útibú í evrópskum borgum eins og París, Frankfurt og Dyflinni. Þeir hafa einnig aukið útgjöld til Brexit-undirbúnings og miða áætl- anir sínar við mars 2019, þrátt fyrir að bresk stjörnvöld hyggist semja um aðlögunartímabil. Andrew Bailey, forstjóri FCA, þvertekur fyrir að afskipti stofnunar- innar séu af pólitískum meiði, og sagði hann við nefnd á vegum fjár- málaráðuneytisins að bréfið hefði verið fyllilega í samræmi við þau markmið sem stofnunin starfar eftir. „Við gerðum þetta ekki til að segja að enginn megi fara frá Bretlandi,“ útskýrði hann. Það kann að vera að þrýst sé á fjármálafyritæki að gera „stór og flókin púsluspil“ til að gera rekstur sinn sjálfbærari, en „ef það kemur til greina að færa til viðskipti aðila utan Evrópu, þá er það ákvörð- un sem þarf að taka með tilliti til hagsmuna viðskiptavinarins“. Þetta mál gæti haldið áfram „að skrölta“ eins og hann orðaði það, því stofnanir Evrópusambandsins munu sætta sig við að fjármálafyrirtæki geri eins lítið og þarf til að allar breytingar geti gengið þægilega fyrir sig eftir Brexit, en að „umræð- urnar á öðrum degi“ eftir útgöngu, muni snúast um hvaða umgjörð þurfi að vera á viðskiptum á megin- landi Evrópu svo að þau þyki nægilega sjálfbær. Bankar fari ekki of geyst vegna Brexit Eftir Barney Thompson og Delphine Straus í London Breska fjármálaeftirlitið er á varðbergi gagnvart tilfærslu viðskiptavina til annarra landa í aðdrag- anda Brexit. AFP Stóru bankarnir hafa verið að setja aukinn kraft í að búa í haginn fyrir Brexit. Meðal annars með því að setja á laggirnar útibú í evrópskum borgum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.