Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 19

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 19
Náttúruminjasafn Íslands opnar sýninguna Vatnið í náttúru Íslands  í Perlunni á fullveldisdeginum 2018 þegar 100 ár eru liðin frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki. „Baráttan fyrir eigin sýningar- rými hefur verið löng og ströng,“ segir Hilmar J. Malmquist, forstöðu- maður safnsins, „og leiðin oft þyrnum stráð. En þetta er stór áfangi og spennandi tímar framundan hjá Náttúruminjasafni Íslands.“ Sýningin verður sett upp í nýju 350 fermetra rými á 2. hæð í Perlunni, en Perla norðursins sem leigir Perluna af Reykjavíkurborg, hefur boðið safninu afnot af þessu rými endurgjaldslaust. Á fjárlögum þessa árs var veitt 290 milljónum króna til að standa straum af kost- naði við uppsetningu sýningarinnar sem er fyrsta sýningin sem Nátt- úruminjasafnið stendur fyrir frá stofnun þess 2007. Eins og nafnið ber með sér verður vatn meginviðfangsefni sýningar- innar – vatn í víðum skilningi, undirstaða alls lífs.  Ísland er óvenju vatnsríkt land og vatn telst til helstu einkenna í náttúru landsins. Hér er gnótt grunnvatns, fjölbreytt votlendi, urmull fossa og flúða, kalt vatn og heitt, frosið, ferskt, salt og  ísalt vatn en líka súrt, mjúkt og hart vatn. Vatn er líka í veðrinu, í skýjum, þoku, regni og snjókomu. Vatn er hreyfiafl í framvindu lífríkis og þróun þess. Á sýningunni verður fjallað um það hvernig líf stingur sér niður við ólíklegustu aðstæður og lagar sig að umhverfinu og breytist og þróast í rás tímans. Eðlisþættir vatnsins, máttur þess og megin við mótun lands og myndun verður einnig meðal viðfangsefna sýningarinnar sem og nýting vatnsauðlindarinnar, aðsteðjandi hættur og hvernig bregðast má við vandamálum. Vatnið í náttúru Íslands Sýning Náttúruminjasafns Íslands í Perlunni verður opnuð 1. desember n.k. Á sýningunni verða lifandi vatnadýr og jurtir og áhersla lögð á virka þátttöku gesta. Þar munu gestir uppgötva og kynnast huldum lífheimi vatnsins, lífríki sem allajafna er óaðgengilegt eða ósýnilegt manns- auganu vegna smæðar sinnar. Gestir munu skynja aflið sem býr í vatninu, kraftinn sem sundrar, brýtur niður og leysir upp, en sameinar jafnframt, tengir, bindur og byggir upp. Sýningin er unnin í samvinnu við fjölmarga sérfræðinga í náttúru- vísindum, sýningarhönnun og safna- og kennslufræðum. Henni er ætlað að höfða til fróðleiksfúsra landsmanna og erlendra gesta, fólks á öllum aldri en einkum þó til barna. „Við leggjum ríka áherslu á lifandi og gagnvirka fræðslu og höfum fengið til liðs við okkur færustu margmiðlunarhönnuði innan lands og utan,“ segir Hilmar. „Ég vænti þess að þessi sýning verði fyrsta skrefið að framtíðaruppbyggingu fyrir Náttúruminjasafnið í sam- ræmi við ályktun Alþingis í tengslum við aldarafmæli fullveldis Íslands. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Mikilvægi náttúrunnar fyrir farsælan framgang samfélaga kemur sífellt betur í ljós sem og nauðsyn skynsamlegrar umgengni við náttúrugæðin með þarfir komandi kynslóða að leiðarljósi. Þá ríður á að fræða og upplýsa um undur og furður náttúrunnar, vekja áhuga á henni og auka skilning á gangverki hennar. Það er hlutverk Náttúruminjasafns Íslands.“ Lj ós m yn d: G uð m un du r P ál l Ó la fs so n
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.