Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 32

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 32
Náttúrufræðingurinn 32 ORSAKASAMHENGI Ég set fram þá tilgátu að vensl séu milli offjölgunar skollakopps á grunn- miðum í Kollsvík og þeirra breytinga sem orðið hafa í landi, annars vegar aukins uppblásturs skeljasands úr fjöru og hins vegar rofs sjávarbakka og mann- virkja ofan stórstraumsflæðarmáls. Tilgátan byggist á því að þaraskógur á grynningum í Kollsvík dragi mjög úr afli brims af hafáttum. Orsakasamhengið er þá eftirfarandi: 1. Skollakoppi fjölgaði gríðarlega eftir 1980 og hann útrýmdi þaraskógi af grunnsævi Kollsvíkur að verulegu leyti, einkum af miðri víkinni en síður inni í Bótinni. 2. Þaraskógurinn dró stórlega úr orku brimskafla í mestu sjóum, þegar grunnbrot voru langt framan af vík upp í fjöru. Nú skella skaflarnir af fullri orku á ströndina og þar sem hnútar myndast æða þeir langt upp fyrir venjulegt sjávarmál í verstu veðrum. Meðal annars valda þeir rofi í hinum fornu og miklu Görðum, sem aldrei fyrr hefur gerst. 3. Sandskaflarnir frammi á víkinni, sem vanalega liggja í dældum og lænum, rótast nú upp. Brimið ber þá að landi og hleður þeim í gríðarmikil sandrif. Fyrri sandrif stækka að miklum mun og ný myndast, jafnvel á svæðum þar sem jafnan er malar- og hleina- fjara. Af þessum nýju sanddyngjum stóreykst sandfok frá því sem áður var. Sandskaflar myndast í lautum og skjólum uppum allt Láganúps- land, jafnvel úti á Hnífum, 3–4 km frá Rifinu. 4. Brimið grefur undan sjávarbökkum Láganúpsverstöðvar. Þeir hrynja niður í stórum torfum og menn- ingarverðmæti tapast. Slíkt hefur líklega ekki gerst frá landnámi. Lága- núpsverstöð er talin hafa staðið að minnsta kosti frá því um 1400 fram undir 1700. 5. Brimskaflar sameinast og mynda öfluga hnúta sem um háflæði ganga á land þar sem Bakkarnir eru lægri og rjúfa skörð í hina fornu og miklu Garða. Neðan þeirra er stórgrýtt fjara og þar framundan hleinagarður sem áður náði að dempa brimið nægilega til að hindra að slíkt gerðist. Í norðan hvassviðri verður gríðarlegt sandfok af hinu aukna skeljasandsrifi, allt frá Melsendaklettum suðurundir Grundabakka. Sandfok hefur alla tíð verið viðvarandi í Kollsvík, en á síð- ustu áratugum hefur keyrt um þverbak. Stórar spildur kaffærast svo í sandi að vart nær að gróa uppúr yfir sumarið; sandskaflar myndast í lægðum uppum allt Láganúpsland, og sandi blæs í norðan hvassviðri suður á hálendið. Skaflar af skeljasandi setjast að í lautum á Hnífum í 3–4 km fjarlægð, og jafn- vel í tvöfalt meiri fjarlægð í Sanddal á Breiðnum hálfa leið suður að Breiðavík (7.–10. mynd). Nafn dalsins gefur þó til kynna að slíkt hafi einnig komið upp fyrr á öldum. Ef til vill er offjölgun ígul- kera toppurinn á einhverri náttúrulegri sveiflu sem verður með nokkurra alda millibili. UM ÍGULKER OG ÁTVENJUR SKOLLAKOPPS Örstutt um ígulker, gripið úr útgefnu efni af ýmsu tagi: Ígulker (Echinoidea) eru af fylkingu skrápdýra, líkt og kross- fiskar, sæbjúgu o.fl. dýrategundir í sjó. Þekktar eru um 12 tegundir ígulkera við Ísland. Öll eru þau svipuð að lögun og megingerð, kúlulaga kalkskel byggð upp af litlum kalkflögum. Kalkskelin er alsett nálarlaga göddum, mismunandi að lengd og sveigjanleika. Dýrið getur sveigt gaddana til og snúið þeim í átt að áreiti til varnar. Tvær tegundir ígulkera eru mest áberandi á þeim slóðum sem hér er um fjallað (11. mynd). Sú stórvaxnari er marígull, Echinus esculentus. Hann 7. mynd. Uppblástur skeljasands af fjöru. Á myndinni miðri má sjá hvernig skeljasandur hefur fokið upp af hinum stórauknu sandrifjum sem hlaðist hafa upp á síðustu árum, til viðbótar við þau sem fyrir voru. Einkum gerist það í miklu norðanroki, þegar vindur stendur fyrir Blakkinn, fjærst ofarlega á myndinni. Hér sér yfir helstu þarasvæðin á Bótinni. Ljósm. Valdimar Össurarson. 8. mynd. Myndun sandrifs í norðanbrimi. Hér sér yfir Kollsvík til norðurs í stólpabrimi af norðri í ágústlok 2015. Grunnbrot eru þarna norðurfyrir miðja víkina. Brim hefur alltaf gert af og til í Kollsvík, en í seinni tíð berst það af meira afli upp að landi. Sjá má að brimið hefur hlaðið upp nýju sandrifi, framanvið það eldra. Í forgrunni er hluti af miklum fornminjum í Láganúpsveri. Ljósm. Valdimar Össurarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.