Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 22

Náttúrufræðingurinn - 2018, Blaðsíða 22
Náttúrufræðingurinn 22 fæða, sjávarhiti og ljósmagn hafi þar mikið að segja. Einnig hefur verið sýnt fram á að blómi svifþörunga setur hrygn- ingu af stað hjá nokkrum tegundum eftir að kynkirtlar eru fullþroskaðir20,21 Eftir hrygningu eru kynkirtlarnir hálftómir og innihalda litla sem enga forðanær- ingu. Það er fyrst nokkrum mánuðum eftir hrygninguna að þeir byrja að safna forða á ný, og ígulkerin verða aftur nýtanleg. ELDI ÍGULKERA Talið er að fyrstu tilraunir með eldi ígulkera hafi verið gerðar í Japan árið 1936 þegar vannærð dýr voru flutt af gróðurlausum svæðum yfir á gróskumeiri þar sem nóg var af fæðu.22,23 Á undanförnum árum hefur aukin eft- irspurn, samfara ofveiði á mörgum svæðum, leitt til aukins áhuga á eldi ígulkera. Eldi ígulkera hefur hingað til einungis verið stundað í litlum mæli. Fyrst og fremst hefur ungviði verið alið og sleppt út í náttúruna til þess að reyna að viðhalda náttúrulegum stofnum, eins og áður er nefnt.24 Einnig hafa verið gerðar tilraunir þar sem vannærðum, fullþroskuðum ígulkerum er safnað, sett í ker og fóðruð til að auka vöxt kyn- kirtla áður en þau eru send á markað.25,26 Slíkar eldistilraunir hafa verið gerðar hér á landi með ágætis árangri27 en eldi í stærri stíl hefur enn ekki verið reynt. ÍGULKER VIÐ ÍSLAND Skollakoppur er algengasta ígulkera- tegund á grunnsævi við Ísland. Hann finnst aðallega frá fjöru niður á 50 metra dýpi en hefur þó fundist mun dýpra eða allt niður á rúmlega 600 metra dýpi.28 Önnur algeng tegund á grunn- sævi hér við land er marígull (Echinus esculentus) (3. mynd), sem getur orðið talsvert stærri. Marígull hefur fundist frá fjöruborði allt niður á um 1.700 m dýpi.28 VEIÐAR OG NÝTING Um 20 tegundir ígulkera eru veiddar víða um heim. Langmest er veitt af tegundinni Loxechinus albus í Síle eða um 30.000 tonn á ári.16,17,18 Veiðiaðferð- irnar eru mismunandi en algengast er að kafarar safni dýrunum á litlu dýpi (Síle, Japan, Bandaríkjunum, Kanada) en einnig eru gildruveiðar stundaðar á nokkrum stöðum. Plógveiðar eru sjald- gæfar en stundaðar þar sem aðstæður til köfunar eru erfiðar og stofnar eru til- tölulega stórir, meðal annars við Ísland. Ársafli ígulkera í heiminum árið 2014 var 76.500 tonn19 og er aflinn frá 1950 til 2014 sýndur á 6. mynd. Þar sem aðeins kynkirtlar dýranna eru nýttir er nauðsynlegt að þekkja kynþroskaferlið og hrygningartím- ann mjög vel. Kynkirtlarnir eru að- eins nýtanlegir á ákveðnum árstímum eða þegar dýrin innihalda sem mest af forðanæringu og minnst af kynfrumum. Hrognin (kynkirtlar bæði kven- og karldýra eru kallaðir hrogn) eru oft- ast borðuð hrá, en stundum eru þau söltuð eða niðursoðin.19 Markaðsvirði ígulkerahrogna ræðst af áferð, lit, stærð og bragði. Hrygningartími ígulkera er mismun- andi eftir tegundum og getur einnig verið breytilegur innan sömu tegundar eftir umhverfisaðstæðum á hverjum stað. Það er líklega samspil margra þátta sem setur hrygningu í gang. Talið er að 2. mynd. Skollakoppur. Sjá má sogfætur og tvær gerðir bitklóa inni á milli broddanna. – The green sea urchin with tube feet and pedicellaria visible in between the spines. Ljósm./Photo: Svanhildur Egilsdóttir. 3. mynd. Marígull teygir úr sogfótunum. Öndunin fer fram í gegnum sogfæturna og í þeim eru lyktar- og ljósskynfæri dýrsins. Þá notar dýrið einnig til að færa sig úr stað og til að færa fæðu að munnopi. – The edible sea urchin (Echinus esculentus) with extended tubefeet used for respiration. They possess chemo and light receptors as well. Ljósm./Photo: Karl Gunnarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.